Morgunblaðið - 21.03.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.03.2001, Blaðsíða 16
AKUREYRI 16 MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Blaðbera vantar • Skerjafjörður Upplýsingar fást í síma 569 1122 Hjá Morgunblaðinu starfa um 600 blaðberar á höfuðborgarsvæðinu í Huldugil og Teigahverfi • Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Góður gö gutúr sem borgar sig! Morgunblaðið, Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Sími 461 1600 LEIKSKÓLINN Holtakot á Akur- eyri átti 10 ára afmæli sl. sunnudag og af því tilefni var efnt til afmæl- isveislu í skólanum sl. föstudag. Starfsfólk, börnin og foreldrar þeirra gerðu sér dagamun í tilefni tímamótanna og var boðið í afmæl- iskaffi með tertum og öðru góð- gæti. Holtakot er blandaður leik- skóli en þar er rými fyrir 32 börn. Ásta Reynisdóttir, leiðbeinandi á Holtakoti, sker væna sneið af afmælis- kökunni handa Steinari Gauta. Morgunblaðið/Kristján Guðbjörg og Helga Nína fá sér afmæliskaffi á Holtakoti. Holtakot 10 ára ÁTTA tilboð bárust í innréttingu 5. hæðar Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri, sem opnuð voru hjá Ríkiskaupum í gær. Tilboðin voru öll yfir kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á rúmar 27,5 milljónir króna. Trétak ehf. átti lægsta tilboðið í verkið, rúmar 28,3 milljónir króna, eða tæplega 103% af kostnaðar- áætlun. Hagleiksmenn ehf. bauð rúmar 28,5 milljónir króna, eða tæplega 104% af kostnaðaráætlun og Trésmiðja Ásgríms Magnússon- ar bauð rúmar 29,8 milljónir króna, eða rúmlega 108% af kostn- aðaráætlun. Hæsta tilboðið kom frá Raftó ehf., rúmar 33,5 milljónir króna eða um 122% af kostnaðar- áætlun. Samkvæmt útboði skal verkinu að fullu lokið 1. ágúst næst komandi. Jón Ásbjörnsson hjá Ríkiskaup- um sagði að það kæmi í sér ekki á óvart að tilboðin væru öll yfir kostnaðaráætlun. Það væri launa- skrið úti á markaðnum sem mæld- ist illa í byggingavísitölunni. Jón sagði það sína tilfinningu að launa- liðurinn í svona verki væri ástæð- an fyrir því að tilboðin eru öll yfir kostnaðaráætlun. Töluverð þensla er í bygginga- markaðnum á Akureyri og stór verk að fara í gang, má þar nefna viðbyggingar við Amtsbókasafn og Giljaskóla og framkvæmdir við fjölnota íþróttahús. Svipuð staða er uppi á höfuð- borgarsvæðinu og sagði Jón laun iðnaðarmanna þar hafa hækkað mikið og að erfiðlega gangi að fá iðnaðarmenn til starfa nema að borga þeim góð laun. Öll tilboðin yfir kostnaðaráætlun Heilsugæslustöðin á Akureyri HAPPASKÝLIÐ ehf. hefur í Hér- aðsdómi Norðurlands eystra verið dæmt til að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum 350 þúsund krónur auk vaxta frá maí í fyrra vegna ólögmætrar riftunar á ráðn- ingarsamningi. Kröfu um miska- bætur að upphæð 400 þúsund krónur var vísað frá dómi. Félag- inu var einnig gert að greiða 180 þúsund krónur í málskostnað. Konan starfaði hjá fyrirtækinu sem rak myndbandaleigu í Sunnu- hlíð á Akureyri en var sagt upp störfum fyrirvaralaust í maí á síð- asta ári jafnframt því sem hún var sökuð um að vera völd að vöru- þurrð og draga sér fé úr sjóðsvél. Konan fékk ekki greidd laun fyrir maímánuð. Í kjölfarið kærðu for- svarsmenn félagsins konuna til lögreglu fyrir fjárdrátt. Komu rift- un vinnusambandsins og kæran konunni í opna skjöldu og kvaðst hún ekki kannast við þær sak- argiftir sem á hana voru bornar. Sýslumaðurinn á Akureyri felldi málið niður. Fram kemur að konan hafi verið barnshafandi er atburðurinn átti sér stað og því óheimilt að segja henni upp störfum eða rifta ráðn- ingarsamningi bótalaust. Þá hafi hún aldrei verið áminnt í starfi sínu. Forsvarsmenn félagsins kröfðust sýknu í málinu og töldu sig hafa fulla heimild til að víkja konunni úr starfi þar sem hún hefði orðið uppvís að refsiverðu athæfi. Undir slíkum kringumstæðum væri ekki þörf á sérstakri áminningu og þó að kæra vegna fjárdráttar hefði verið felld niður lægju fyrir sann- anir í málinu að mati félagsins. Dómurinn komst að þeirri nið- urstöðu að ósannað væri að konan hefði framið refsiverðan verknað og féllst hann því á að henni hefði verið vikið úr starfi með ólögmæt- um hætti. Konunni voru dæmdar bætur sem samsvara launum henn- ar frá hinni ólögmætu riftun og fram í byrjun ágúst, en hún ól barn sitt mánuði síðar. Hvað miskabótakröfu konunnar varðar er það álit dómsins að sak- arefni málsins hvað hana varðar séu svo óljós að henni verði að vísa frá. Bætur vegna ólögmætrar riftunar á ráðningarsamningi DR. Svend Aage Madsen, yfirsál- fræðingur á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn, heldur fyrirlest- ur í Háskólanum á Akureyri, Þing- vallastræti 23, um jafnrétti í sam- starfi foreldra við fæðingu barns. Hann verður haldinn á morgun, fimmtudaginn 22. mars, kl. 16.30. Svend Aage er aðalfyrirlesari á málþingi á vegum Jafnréttisstofu um nýju fæðingar- og foreldraor- lofslögin sem haldið verður á Ak- ureyri 23. mars nk. Svend Aage hefur frá 1996 stjórnað rannsóknaverkefni í Dan- mörku um tengsl feðra við ung börn sín. Einnig er hann þátttak- andi í norræna rannsóknaverkefn- inu „Kynferði og völd“, en þar vinnur hann m.a. með Guðrúnu Agnarsdóttur og neyðarmót- tökunni á Landspítala að því að kanna áhrif kynferðis meðferðar- aðila á upplifun og batahorfur þeirra sem leita sér aðstoðar vegna nauðgana. Fyrirlesturinn er öllum opinn en hann er haldinn á vegum heil- brigðisdeildar Háskólans á Akur- eyri og Jafnréttisstofu. Jafnrétti í samstarfi for- eldra við fæðingu barns UPPLÝSINGATÆKNIDAGUR verður á Húsavík á morgun, fimmtu- dag, á Hótel Húsavík. Kynnt verður skýrsla um nýtingu ljósleiðarakerf- isins á Húsavík og þá verður und- irritaður samningur milli heilbrigð- ishóps Eyþings og heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins um verkefn- isstjórn heilbrigðisnets og á milli áð- urnefnda ráðuneytisins og Heil- brigðisstofnunar Húsavíkur um árangursstjórnun. Þá verður af þessu tilefni fyrsti rafræni lyfseðill- inn á Íslandi sendur. Upplýsingatækni- dagur á Húsavík LÁRUS H. List, listamaður á Akureyri, hefur opnað heimasíðu á Netinu þar sem er að finna upplýsingar um listamanninn, myndir af málverkum og ágrip af fjölmiðlagagnrýni. Þar eru einn- ig nokkrar myndir úr mynda- safni Lárusar af samferðamönn- um hans á listasviðinu. Þröstur Ásmundsson, formað- ur menningarmálanefndar Akur- eyrar, opnaði síðuna formlega. Slóðin á þennan nýja vef er http://larushlist.com Lárus sendi frá sér skáldsög- una Gátuhjólið árið 1993 og mun sjónvarpsstöðin Aksjón sýna þátt nú á laugardag sem tekin er á söguslóðum hennar. Þar er far- in svokölluð Listamannaleið í þjóðgarðinum við Jökulsárgljúf- ur í Öxarfirði. Málverk á heimasíðu Jarðgerð heimilis- úrgangs tekin upp SVEITARSTJÓRN Eyjafjarð- arsveitar hefur samþykkt að hefja nú þegar undirbúning að jarðgerð lífræns heimilisúr- gangs með það að markmiði að öll heimili í sveitarfélaginu hafi gerst þátttakendur í því verk- efni frá og með 1. janúar 2003. Auglýst verður eftir sjálfboðaliðum Í tillögunni sem sveitar- stjórn samþykkti er gert ráð fyrir að auglýsa eftir sjálfboða- liðum á þessu ári til að taka þátt í tilraunaverkefni á þessu sviði og að því stefnt að á næsta ári stundi allt að helm- ingur heimila jarðgerð á líf- rænum úrgangi. Þá var sveit- arstjóra falið að taka upp samstarf við Sorpeyðingu Eyjafjarðar b.s. um skipulag og framkvæmd þessa verkefnis og standa fyrir kynningu á því til íbúanna. Samhliða þessu verkefni verði skipulag annarr- ar sorphirðu tekið til endur- skoðunar. Eyjafjarðarsveit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.