Morgunblaðið - 07.04.2001, Síða 17

Morgunblaðið - 07.04.2001, Síða 17
Sækja ber um skólavist við Viðskipta- háskólann með persónulegu bréfi til rektors. Í umsókninni eiga meðal annars að koma fram ástæður fyrir umsókninni og upplýsingar um fjölskylduhagi, fyrri skólagöngu, störf og áhugamál. Umsóknin skal samanstanda af: • Umsóknareyðublaði • Persónulegu bréfi • Afriti prófskírteina • Skriflegum meðmælum tveggja einstaklinga • Starfsferilsskrá Afgreiðsla umsókna hefst 15. maí og lýkur 15. júní. Þeir sem hyggja á nám við háskólann eru hvattir til að sækja um fyrir 15. maí nk. Allar nánari upplýsingar og umsóknareyðublað eru á vef Viðskiptaháskólans www.bifrost.is Viðskiptaháskólinn Bifröst 311 Borgarnes Sími 433 3000 Fax 433 3001 bifrost@bifrost.is www.bifrost.is Viðskiptaháskólinn býður upp á 30 eininga fjarnám til BS gráðu í viðskiptafræði fyrir þá sem hafa lokið 60 einingum í viðskipta- eða rekstrarfræðum frá íslenskum eða erlendum háskólum. Námið er sambærilegt við þriðja árið í viðskiptadeild og er skipulagt sem hlutanám á hálfum hraða miðað við reglulegt nám. Kennsla fer að mestu fram á Netinu, þar sem nemendur hlusta á fyrirlestra, spyrja spurninga, sækja gögn og skila verkefnum. Tvær til þrjár helgar á hverju misseri koma allir fjarnámsnemendur saman til verkefna- og hópvinnu. Frumgreinadeild veitir eins árs sérhæfðan undirbúning fyrir há- skólanám á Bifröst. Deildin er ætluð þeim sem ekki fullnægja inntökuskilyrðum um stúdentspróf og öðrum þeim sem vilja styrkja umsókn sína um nám á Bifröst með eins árs undirbúningi í grunnfögum. Þeir nemendur sem ljúka fullu námi í deildinni að vori eiga rétt á plássi í háskóladeildum Viðskiptaháskólans næsta haust. Lögð er áhersla á kennslu í grunnfögum eins og íslensku, ensku, stærðfræði, hagfræði, lögfræði, bókhaldi og upplýsingatækni. Lögfræðideild býður upp á nám til BS gráðu í viðskiptalögfræði. Um er að ræða þriggja ára nám sem samþættir fjármál, viðskipti og lögfræði með það að markmiði að mennta stjórnendur með sér- þekkingu á lagalegum þáttum viðskipta og rekstrar fyrir atvinnulíf og samfélag. Kennslufyrirkomulag er með sama sniði og í Viðskiptadeild. Lögfræði- legur hluti námsins felur í sér þau réttarsvið er lúta almennt að rekstri fyrirtækja, rekstrarformi og rekstrar- umhverfi í víðu samhengi. Sérstök áhersla er lögð á fjármálamarkaðinn og alþjóðleg viðskipti. Viðskipta- fræðilegi hlutinn tekur á grunn- þáttum hagfræði, stjórnunar og reikningshalds auk sérstakrar áherslu á fjármál og alþjóðaviðskipti. Auk áfanga á sviði lögfræði og viðskipta er leitast við að samþætta þessi svið í blönduðum framhaldsnámskeiðum en einnig eru kennd grunnfög á sviði stærðfræði, upplýsingatækni, rannsóknaraðferða og samskipta. Gert er ráð fyrir því að síðasta árið sé að mestu kennt á ensku og að mögulegt verði á að taka það að hluta til erlendis. Að námi loknu geta nemendur sótt framhaldsnám til mastersgráðu á sviði viðskiptalögfræði (cand. merc. jur) og viðskiptafræða (cand merc.) í Skandinavíu eða MBA eða masters- gráðu í viðskiptum og lögum frá Bretlandi eða Bandaríkjunum. Viðskiptalögfræði er víða kennd við erlenda viðskiptaháskóla við mikla aðsókn og þykir hafa gefist vel. Má sem dæmi nefna Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn sem útskrifar fólk með B.Sc. gráðu í stjórnun og viðskiptalögfræði eftir þriggja ára nám. Það nám nýtur mikilla vinsælda og er vel metið af dönskum fyrirtækjum og atvinnulífi. Miðað við reynslu erlendis má gera ráð fyrir að útskrifaðir nemendur starfi sem viðskiptalögfræðingar og stjórnendur, t.d. hjá fjármála- fyrirtækjum, upplýsingatækni- fyrirtækjum og fyrirtækjum er vinna á alþjóðlegum mörkuðum. Viðskiptadeild býður upp á þriggja ára nám til BS gráðu í viðskipta- fræði en einnig er hægt að ljúka námi eftir 2 ár með diplómagráðu í rekstrarfræði. Í Viðskiptadeild eru öll helstu svið stjórnunar, rekstrar og viðskipta kennd. Námið er alhliða viðskiptanám sem ætlað er að búa nemendur undir ábyrgðar-, forystu- og stjórnunarstörf í innlendu og alþjóðlegu samkeppnisumhverfi. Lögð er áhersla á hópstarf og verkefnavinnu í nánum tengslum við fyrirtæki og stofnanir. Fjölbreytt viðfangsefni, umræður og samstarf nemenda og kennara tryggir nem- endum fyrsta flokks undirbúning fyrir ábyrgðarstöður í íslensku atvinnulífi. Fyrstu tvö árin mynda eina heild og fylgjast nemendur á 1. og 2. ári að í náminu. Þriðja árið er sjálfstætt framhald af fyrstu tveimur árunum og er hluti þess kenndur á ensku. Nemendum á þriðja ári stendur til boða að ljúka hluta af náminu við erlenda háskóla. Einnig er hægt að taka þriðja árið í fjarnámi. Þeir sem hafa lokið 60 eininga rekstrar- eða viðskiptanámi frá íslenskum eða erlendum háskólum, geta sótt um að komast beint í staðnám á þriðja ári (30 einingar) til BS gráðu í viðskiptafræði. FRUMGREINADEILD FJARNÁM VIÐSKIPTADEILD UMSÓKNIR NÁM Á BIFRÖST LÖGFRÆÐIDEILD Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað á bifrost.is Viðskiptaháskólinn á Bifröst er eini háskóli landsins sem sérhæfir sig eingöngu í viðskiptamenntun. Hlut- verk hans er að búa nemendur undir ábyrgðar-, forystu- og stjórnunarstörf í innlendu og alþjóðlegu samkeppnis- umhverfi. Viðskiptaháskólinn vill veita hæfum einstaklingum sem búa yfir sköpunargleði, frumkvæði og samskipta- hæfni tækifæri til að beina kröftum sínum og hæfileikum á svið viðskipta og rekstrar. Árlega velur háskólinn nemendur úr stórum hópi umsækjenda. Við inntöku leitast háskólinn við að veita jöfn tækifæri til náms, óháð kynferði, aldri, efnahag, fötlun eða búsetu og skapa þannig fjölbreyttan hóp nemenda með ólíkan bakgrunn, menntun og reynslu. Viðskiptaháskólinn á Bifröst stefnir að því að skapa nemendum sínum samkeppnisyfirburði á vinnumarkaði að námi loknu. Skólinn hefur frumkvæði að nýjungum í kennslu- háttum með tæknivæðingu og skipulagi sem hentar hraða samtímans. Óháður háskóli með takmarkaðan fjölda nemenda býr yfir sveigjanleika til þess að takast á við breytingar í alþjóðlegu samfélagi og getur veitt hverjum nemanda persónulegri þjónustu og betri aðstöðu til náms og þroska. Á Bifröst njóta menn nálægðar við fagurt umhverfi og stöðugrar tengingar við umheiminn með fullkomnustu tækni sem völ er á. Þessi blanda gerir námið á Bifröst að einstakri lífsreynslu sem býr nemendur undir nám og störf á nýrri öld. Starfsfólk Viðskiptaháskólans á Bifröst hvetur fólk til að kynna sér nánar starfsemi háskólans á vef hans, www.bifrost.is, senda fyrirspurnir á netfangið bifrost@bifrost.is eða heimsækja háskólaþorpið Bifröst.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.