Morgunblaðið - 07.04.2001, Side 20
LANDIÐ
20 LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Egilsstöðum - Námskeið fyrir
hreindýraeftirlitsmenn var haldið
á Egilsstöðum um helgina. Það
skiptist í tvo hluta; fyrri daginn
mættu 38 nýliðar og seinni dag-
inn bættust í hópinn 52 eftirlits-
menn að sækja sér endur-
menntun.
Áki Ármann Jónsson veiðistjóri
sagði námsefnið afar fjölbreytt.
Það fæli m.a. í sér allt um hrein-
dýr, þ.e.a.s. sögu, innflutning,
vistfræði og lög og reglur um
hreindýraveiðar. Þá eru kenndar
almennar reglur um leiðsögn og
veiðisiðfræði. Gefin hefur verið
út yfirgripsmikil handbók með
námsefninu á vegum hrein-
dýraráðs og Veiðistjóraembætt-
isins. Kennarar á námskeiðinu
voru 10 talsins, þ. á m. Norð-
maður og Svíi, sem komu frá
sænska vopnafyrirtækinu Norma.
Áki sagði langt síðan námskeið
fyrir leiðsögumenn var haldið
síðast, eða ekki síðan 1992, en að
stefnt væri að því að halda nám-
skeið á fjögurra ára fresti. Þátt-
takendur að þessu sinni sagði
hann flesta hafa verið úr Austur-
landsfjórðungi og voru þeir allir
karlar.
Í lok námskeiðsins var prófað
úr námsefninu og að auki lagt
fyrir menn staðþekkingarpróf um
það svæði sem ætlunin er að
sinna eftirliti á hjá hverjum og
einum, en fjórðungnum er skipt
niður í sérstök veiðisvæði. Til að
ná prófi þurftu menn að hafa 70%
rétt af svörum. Þá var próf í
skotfimi á skotsvæði Skotfélags
Austurlands á Þrándarstöðum.
Umhverfisráðherra, Siv Frið-
leifsdóttir, lauk námskeiðinu
formlega á laugardag. Eftir langt
og strangt próf og skotfimi frétt-
ist af glaðbeittum hreindýraeft-
irlitsmönnum og ráðherranum á
dynjandi harmónikkuballi í Vala-
skjálf og var þá mikið um dýrðir.
Námskeiðið var haldið af hrein-
dýraráði, í samstarfi við Veiði-
stjóraembættið og Náttúrustofu
Austurlands. Fræðslunet Austur-
lands sá um alla framkvæmd.
Fjölmenn sveit
hreindýraeftir-
litsmanna
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Um 90 þátttakendur voru á námskeiði fyrir hreindýraeftirlitsmenn á Egilsstöðum um helgina.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Kjálkar úr törfum, kúm og kálf-
um lágu frammi til skoðunar.
Rauðhetta
kynnist
litlu gulu
hænunni
Grindavík - Árshátíð Grunnskóla
Grindavíkur var haldin nú á dög-
unum. Árshátíðin er reyndar tví-
skipt en árshátíð 1.–4. bekkjar
verður haldin síðar. Þarna voru
það nemendur í 5.–10. bekk sem
lögðu sig fram um að gera árshá-
tíðina sem glæsilegast úr garði í
nýjum sal skólans. Það stóð reynd-
ar glöggt að næðist að klára að
setja upp ljóskastara, hátalara og
annað tilheyrandi, en allt tókst það
áður en árshátíðardagurinn rann
upp.
Frábær leikatriði
Óhætt er að segja að leikatriðin
sem boðið var upp á hjá 5.–7. bekk
hafi verið frábær og greinilegt á
atriðunum að mikil vinna lá að
baki. Fimmti bekkur G bauð upp á
tvo leikþætti, m.a. blöndu úr
nokkrum sögum sem hét „Rauð-
hetta og úlfurinn, amman, kenn-
arinn og litla gula hænan“. Þetta
var ansi skemmtilegur kokteill og
svo hægt sé að varpa einhverju
ljósi á hvað gerðist þá hét Rauð-
hetta sínu nafni vegna þess að hún
fékk rauðu hundana og hettusótt í
sama mánuðinum. Amman var að
mati úlfsins fullseig þegar hann
snæddi hana. Þá þvældist litla gula
hænan inn í söguna ásamt fleirum.
Fleiri atriði voru þarna, m.a. Viltu
vinna 1000, ævintýri þar sem
blandað var saman hinum ýmsu
sögum, Síldin kemur og síldin fer,
Spegill, spegill, atriði úr Rocky
Horror, leiknir brandarar og fleira.
Unglingarnir í 8.–10. bekk buðu
upp á stórt leikrit sem tókst frá-
bærlega í öruggri leikstjórn þeirra
Boga Hallgrímssonar og Brynjars
Þorsteinssonar. Þetta var leikritið
„Dagbókin hans Dadda“.
Um kvöldið var síðan ball með
hljómsveitinni „Í svörtum fötum“
sem hélt uppi miklu fjöri fram á
nótt í Festi.
Árshátíð Grunnskóla
Grindavíkur
Egilsstöðum - Fyrir nokkru var
formlega opnuð í Héraðsskjalasafni
Austurlands svokölluð Sigmarsstofa.
Í samtali við Arndísi Þorvaldsdóttur,
starfsmann safnsins og umsjónar-
mann Ljósmyndasafns Austurlands,
sagði hún að um væri að ræða lítið af-
drep sem ætlað er þeim er leggja
stund á ættfræði. „Stofan ber nafn
Sigmars Magnússonar bónda í Döl-
um í Fáskrúðsfirði en hann lést fyrir
rúmu ári. Sigmar ánafnaði Héraðs-
skjalasafninu bókasafn sitt og ýmis
ættfræðihandrit og einnig tölvu sem
geymir töluvert af ættfræði,“ sagði
Arndís.
Sigmar gekk á Bændaskólann á
Hvanneyri og tók að því búnu við búi
á föðurleifð sinni í Dölum. Hans
starfsævi var að vera bóndi en alla tíð
stundaði hann einnig fræðistörf og
eftir því sem leið á ævina mun hann
hafa hneigst meira að ættfræði. Sig-
mar vann mikið í ættum á Suður-
fjörðum og skrifaði drög að byggða-
sögu Fáskrúðsfjarðar, einkum um
upphaf Búðakauptúns. Hann kom
þessum upplýsingum á tölvutækt
form sem gerir þær einkar aðgengi-
legar.
Í bókagjöfinni er mikið um niðjatöl
og stéttatöl. Þá eru einnig íslenskar
ævisögur og skáldsögur í safninu.
„Það má segja hér til gamans,“ sagði
Arndís, „að þegar ég var að sækja
bókagjöfina í Dali og ganga frá henni
til flutnings kom þarna upp bók sem
var dálítið á öðru sviði en allar hinar.
Þetta var saga ungrar stúlku sem
hafði lent í hremmingum eiturlyfja.
Ég minntist eitthvað á þetta við syst-
ur Sigmars sem var þarna stödd, að
bókin sé nú dálítið frávik frá hans
bókmenntasmekk. Þá var mér tjáð að
Sigmar hefði sagt frá því að það hefði
komið svo dæmalaust ljúf og góð
stúlka að selja bókina og hann hefði
ekki getað annað en keypt af henni.
Þannig held ég að þessi maður hafi
verið. Mikið ljúfmenni, hægur og ró-
legur, en líka kankvís og skemmti-
legur.
Vill sjá fleira fólk á safninu
Arndís var spurð að því hvers virði
bókagjöf á borð við þessa er Héraðs-
kjalasafninu og sagði hún slíkar gjaf-
ir ómetanlegar. „Ég vildi þó sjá miklu
fleira fólk hér á safninu til að nýta sér
þessar bækur. Hér er aðstaða til þess
að skoða mjög mikið í ættfræði og al-
mennt í fræðistörfum. Hjá okkur eru
geymd skjöl og bækur sem varða
sveitarfélögin, mikið er hér af bréfa-
söfnum og bókum um þjóðleg íslensk
efni auk austfirskra blaða frá fyrstu
tíð og gífurlega góðs tímaritasafns.
Það hefur sagt mér Laufey Eiríks-
dóttir bókasafnsfræðingur, sem vel
er kunnug í Þjóðarbókhlöðunni, að
hér sé eitt albesta og heildstæðasta
tímaritasafn sem hún hefur séð. Þá
má geta þess að meirihluti gagna
Héraðsskjalasafnsins er tölvuskráð-
ur og því mjög aðgengilegur.
Arndís hefur m.a. unnið að því að
bera kennsl á fólk á miklum fjölda
gamalla ljósmynda og hafa 7.000
myndir nú verið skráðar í gagna-
grunn. Hún segir ljósmyndasafnið
byggjast á því að fólk vilji láta þangað
myndir. „Ég vil að fólk komi og kynn-
ist því hvernig við förum með þessar
gömlu ljósmyndir og hvað við gerum
við þær, þannig að þeir sem vilja láta
hingað myndir átti sig á því hvernig
varðveislan er. Kynslóðir koma og
fara og oft er það svo að enginn veit
hvað á eiginlega að gera við mynda-
safnið hennar langömmu. Ég get
ekki nógsamlega brýnt fyrir fólki að
merkja myndir. Ekki láta það gerast
að fólk hverfi héðan úr heimi og skilji
eftir sig ómerktar myndir. Þarna er
um að ræða menningararf sem þarf
að varðveita sagði Arndís að lokum.
Forstöðumaður Héraðsskjalasafn
Austurlands er Hrafnkell A. Jónsson.
Sigmarsstofa Magnússonar opnuð í Héraðsskjalasafni Austurlands
Aðstaða fyrir
ættfræðigrúskara
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Arndís Þorvaldsdóttir, starfsmaður Héraðsskjalasafns Austurlands.
Þangað koma þeir er unna austfirskum fræðum.
Laxamýri - Ekki sjást víða belt-
óttir holdakálfar í fjósum nú orð-
ið eftir að aberdeen angus- og
limousin-holdakynin komu í al-
menna notkun hjá bændum en
þau kyn hafa verið valin fram yf-
ir galloway-kynið.
Beltótt er eitt af litaafbrigðum
galloway, en mun minna er af
þeim gripum í landinu miðað við
það sem áður var.
Gripir þessir eru svartir með
hvítan hring um sig miðja og
þykja mjög fallegir. Fáir einbeita
sér að ræktun galloway, en í Ár-
bót í Aðaldal er næstum ein-
göngu galloway-stofn. Að sögn
Hákonar Gunnarssonar bónda
hefur hann snúið sér að ræktun
beltóttra holdagripa og segir þá
gæfa og meðfærilega.
Nú stendur yfir burður hjá
kúnum í Árbót en Hákon hefur
fengið fjölda beltóttra kálfa sem
ganga sjálfir undir holdakúnum
og er víða líf og fjör í stíunum.
Beltóttum holda-
gripum fer fækkandi
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Nýfædd beltótt kvíga í fjósinu í Árbót.