Morgunblaðið - 07.04.2001, Page 26

Morgunblaðið - 07.04.2001, Page 26
VIÐSKIPTI 26 LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Klapparstíg 40 Sími 552 7977. Handmálaðir grískir íkonar Falleg fermingargjöf GJALDEYRISFORÐI Seðlabank- ans jókst um 1,4 milljarða króna í mars og nam 36 milljörðum króna í lok mánaðarins, sem er jafnvirði 395 milljóna Bandaríkjadala á gengi í mánaðarlok. Gengi íslensku krónunn- ar, mælt með vísitölu gengisskrán- ingar, veiktist í mánuðinum um 2,8%. Í frétt frá Seðlabankanum kemur fram að bankinn seldi gjaldeyri á millibankamarkaði fyrir 6,8 milljarða króna í mars. Erlend skammtímalán bankans jukust um 7,9 milljarða króna í mánuðinum og námu 28,8 milljörðum króna í lok hans. Markaðsskráð verðbréf í eigu bankans námu 4,8 milljörðum króna í marslok miðað við markaðsverð, drógust saman um um 1,4 milljarða króna í mánuðinum. Markaðsskráð verðbréf ríkissjóðs í eigu bankans námu 2 milljörðum króna. Kröfur Seðlabankans á innláns- stofnanir hækkuðu um 3,3 milljarða króna í mars og námu 41,2 milljörð- um króna í lok mánaðarins. Kröfur á aðrar fjármálastofnanir jukust einnig í mánuðinum um 1,8 milljarða króna og voru 20,4 milljarðar króna í lok mánaðarins. Nettókröfur bankans á ríkissjóð og ríkisstofnanir lækkuðu um 0,3 milljarða króna í mars og voru neikvæðar um 13,6 milljarða króna í lok mánaðarins, þ.e. nettóinnstæður ríkissjóðs námu 13,6 milljörðum króna. Grunnfé bankans dróst saman um 1,5 milljarða króna í marsmánuði og nam 26,4 milljörðum króna í lok hans. Gjaldeyrisforð- inn jókst um 1,4 milljarða í mars TAP af rekstri Íslandspóst á síðasta ári nam 18 milljónum króna. Í frétta- tilkynningu frá fyrirtækinu segir að veruleg batamerki séu á grunn- rekstri fyrirtækisins og að framlegð fyrir fjármagnsliði hefði batnað á síðasta ári eins og undanfarin ár. Ástæðuna fyrir tapi í rekstri á síð- asta ári megi m.a. rekja til þess að jaðartekjur hafi dregist saman um 200 milljónir króna. Muni þar mestu um að Landssíminn hefði að veru- legu leyti dregið viðskipti sín út úr pósthúsum. Þá hafi afkoma fjár- magnsliða verið 113 milljónum króna lakari en á árinu 1999. Stefnt að hagnaði á næstu árum Í tilkynningu Íslandspóst segir að stefnt sé að því markmiði að ná hagnaði á næstu árum. Fyrirséð sé að herða þurfi róðurinn til þess að það náist. Samkeppni eigi eftir að aukast og upplýsingatæknin sé stöð- ugt að leysa bréfasamskipti af hólmi. Til að mæta þessu hafi mikil stefnu- mótunarvinna farið fram innan Ís- landspósts ásamt hagræðingu í rekstri og sókn inn á nýja markaði. Góður árangur hafi náðst á böggla- markaði og áhersla verið lögð á að efla vitund markaðsfólks um auglýs- ingapóst. Höfuðáhersla á að þjónustan skerðist ekki Íslandspóstur hefur samkvæmt tilkynningunni endurskilgreint þá þjónustu sem veitt er á pósthúsum. Dregið hafi verið úr starfsmanna- haldi og yfirbyggingu og unnið sé markvisst að uppbyggingu póstaf- greiðslna í samstarfi við önnur þjón- ustufyrirtæki. Sömu þróunar gæti hjá póstfyrirtækjum á öðrum Norð- urlöndum. Miðað við heildarafkomu Íslandspósts og horfur í rekstri sé ljóst að halda þurfi áfram á sömu braut. Höfuðáhersla sé lögð á að þjónustan skerðist ekki með þessum breytingum. Stjórn Íslandspósts var endur- kjörin á aðalfundi fyrirtækisins í gær. Í stjórn sitja Björn Jósef Arn- viðarson, stjórnarformaður, Ólafur Sigurðsson, varaformaður, Elías Jónatansson, ritari, Ellert Kristins- son, Guðmundur Oddsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Ísólfur Gylfi Pálmason. Batamerki hjá Íslandspósti HJÁ norska tryggingafélaginu Storebrand hefur verið tekin sú ákvörðun að hreinsað skuli til í hlutabréfasafni líftryggingahluta fyrirtækisins af siðferðilegum ástæðum, að því er greint er frá í Aftenposten. Líftryggingadeild Storebrand mun draga sig út úr öll- um fjárfestingum í fyrirtækjum í tóbaksiðnaði og óumhverfisvænum iðnaði, fyrirtækjum sem framleiða hluti sem notaðir eru í jarðsprengj- ur og fyrirtækjum sem brjóta mannréttindi á einhvern hátt. Að mati forsvarsmanna Storebrand er á þennan hátt komið til móts við óskir viðskiptavina fyrirtækisins sem fram komu í könnun sem gerð var meðal þeirra nýlega. Líftrygg- ingadeild Storebrand á hlutabréf í 600 fyrirtækjum um allan heim og er samanlagt markaðsverðmæti bréfanna um 300 milljarðar ís- lenskra króna. Þegar hafa hlutabréf í nokkrum tóbaksfyrirtækjum verið seld og verið er að gera ráðstafanir til að selja hluta fyrirtækisins. Þessar ráðstafanir felast m.a. í því að senda út spurningalista til fyr- irtækjanna og safna upplýsingum um ákveðin fyrirtæki frá mannrétt- inda- og umhverfisverndarsamtök- um. Norðmenn sem neytendur gera almennt miklar kröfur til fyrir- tækja varðandi umhverfismál og mannréttindi en sem fjárfestar hafa þeir ekki verið eins vakandi þótt könnun Storebrand og ákvörðun fyrirtækisins nú virðist marka upp- hafið að þeirri vakningu. Nýlega var bent á að fé úr olíusjóði ríkisins hefði verið fest í fyrirtækjum sem starfa á ofangreindum sviðum og slíkt sæmdi ekki norska ríkinu. Svein Gjedrem seðlabankastjóri segir að ómögulegt sé að komast að því hvaða fyrirtæki uppfylli ákveðn- ar kröfur og hver ekki þar sem þau séu öll meira og minna tengd. Fjár- festingarstefna olíusjóðsins hefur því ekki verið endurskoðuð og fé er enn lagt í tóbaksfyrirtæki og fyr- irtæki í efnaiðnaði. Það sem meira er, verðbréfafyrirtæki Storebrand sér um fjárfestingar olíusjóðsins samkvæmt umboði frá norska rík- inu og þar hefur stefnubreyting líf- tryggingarhluta Storebrand ekkert að segja. Hreinsað til hjá Storebrand Ósló. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.