Morgunblaðið - 07.04.2001, Síða 32

Morgunblaðið - 07.04.2001, Síða 32
ERLENT 32 LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR öldungadeild Bandaríkja- þings gekk til atkvæðagreiðslu 2. apríl um breytingar á lögum varð- andi fjárframlög til kosningabaráttu vantaði ekki dramatíkina. Eftir tveggja vikna eldfima umræðu, þar sem stuðningsmönnum lagabreyt- inganna tókst að hafna tillögum til að útvatna reglugerðina, voru lokaorð Johns McCains, repúblikana frá Ari- zona og annars af flutningsmönnum frumvarpsins, á þessa leið: „Í upp- hafi þessarar umræðu bað ég starfs- félaga mína að taka áhættu fyrir Bandaríkin. Eftir nokkrar mínútur hef ég trú á að við munum gera það. Ég mun ævilangt verða þakklátur fyrir þann heiður að fá tækifæri til að vera þátttakandi í þessu.“ McCain er meira en þátttakandi. Hann og Russell Feingold, demó- krati frá Wisconsin, hafa borið hit- ann og þungann af umræðunni um umbætur á kosningalöggjöfinni í hartnær sex ár. Eftir ítrekaðar, en árangurslausar tilraunir þar sem repúblikanar hafa komið í veg fyrir að málið næði fram að ganga, sjá þeir loks fyrir endann á baráttunni. Atkvæði í deildinni, þar sem sætin skiptast jafnt milli flokkanna tveggja, féllu á þann veg að 59 greiddu atkvæði með (allir þing- menn demókrata að þrem undan- skildum og 12 repúblikanar) og 41 á móti. Úrslitin eru stórsigur fyrir McCain. Breytingarnar á fjármögnun kosninga eru þær víðtækustu í ald- arfjórðung, eða frá því að ný lög voru sett í kjölfar Watergate-hneykslisins árið 1974. Þær snúast fyrst og fremst um það að banna óbein fjár- framlög, á ensku „soft money“, til stjórnmálaflokka og frambjóðenda í alríkiskosningum. Sem mótsvar er lagt til að sú upphæð sem einstak- lingum er heimilt að gefa hverjum frambjóðanda verði tvöfölduð, úr 1.000 í 2.000 dollara, 180 þúsund krónur. Samanlagt má einstaklingur svo gefa framjóðendum, flokkum og sérstökum kosningasjóðum sem nemur 37.500 dollurum, eða helm- ingi meira en nú er leyft. Þriðja mik- ilvæga breytingin er sú að fyrirtækj- um, verkalýðsfélögum og þrýstihópum verður bannað að kaupa auglýsingar, þar sem nafn frambjóðenda kemur skýrt fram, 60 dögum fyrir kjördag og 30 dögum fyrir prófkjör. Auglýsingabannið, sem skotið var inn á síðustu stundu, er reyndar það umdeildasta í lögun- um og þykir líklegt að það muni ekki standast fyrir dómstólum, sem hafa löngum tengt slíkar auglýsingar við tjáningarfrelsi sem er verndað í stjórnarskránni. Háar fjárhæðir í húfi Frá því á seinni hluta níunda ára- tugarins hafa fyrirtæki, verkalýðs- félög, einstaklingar og ýmsir þrýsti- hópar greitt stöðugt stærri fúlgur í kosningasjóði flokkanna, sem þeim hefur síðan verið heimilt að nota að vild. Engin höft eru á þessum fjár- framlögum og fyrir síðustu kosning- ar nældu demókratar og repúblikan- ar samanlagt í um 500 milljónir dollara. Þetta samsvarar tæpum helmingi tekna Demókrataflokksins og rúmlega þriðjungi Repúblikana- flokksins. Þetta eru ótrúlega háar upphæðir og flokksforystan hefur síðan getað notað peningana til að hygla ákveðn- um frambjóðendum. Margir af for- svarsmönnum flokkanna óttast nú að missa áhrif og völd. Öldungadeildar- þingmaðurinn Mitch McConnell, sem er repúblikani frá Kentucky og einn af svörnustu andstæðingum frumvarpsins, gekk svo langt að kalla frumvarpið „frámunalega heimskulegt“. Gagnrýnendur halda því fram að afleiðingarnar – sem margir telja reyndar að séu ófyr- irsjáanlegar – muni verða þær að fjáraustrið minnki ekki, heldur dreif- ist og að einstaka þrýstihópar fái þar með aukin völd. Pólitískir andstæðingar eru síðan ósammála um það hvor flokkurinn sé betur í stakk búinn að mæta breyt- ingunum. Demókratar með Bill Clin- ton, fyrrverandi forseta, í farar- broddi sóttu í sig veðrið og hala nú inn jafn mikið í óbeinum framlögum og repúblikanar. Neikvæð umræða hefur aukist, þar sem talað er um að hægt sé að kaupa frambjóðendur, ýj- að að mútum og spillingu. Almenn- ingur virðist hafa fengið sig fullsadd- an á fjáraustrinum og fólkið í landinu stendur með McCain. Til skamms tíma litið standa repú- blikanar betur að vígi hvað einstak- lingsframlög varðar. Þeir söfnuðu 447 milljónum dollara í beinum fram- lögum fyrir síðustu kosningar, á móti 270 milljónum hjá demókröt- um. Repúblikanar halda vel utan um sínar skrár og stuðningsmenn bregðast skjótt við þegar beðið er um hjálp. Demókratar líta öfundar- augum á aðferðir þeirra, en aftur á móti má ætla að frjálslyndir þrýsti- hópar muni koma demókrötum til aðstoðar í ríkari mæli. Í framtíðinni munu báðir flokkarnir án efa snúa sér að grasrótinni og reyna að virkja kjósendur betur. Næst á dagskrá Fulltrúadeildin tekur nú við, en þar voru svipuð frumvörp samþykkt 1998 og 1999. Leiðtogar repúblikana í deildinni hafa heitið því að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að lögin nái fram að ganga, en það þykir ólíklegt að þeir hafi annað upp úr krafsinu en að seinka málinu. Ef deildirnar tvær senda frá sér frábrugðnar útgáfur verður málið sett í nefnd. Þá gefst repúblikönum enn og aftur tækifæri til að tefja frumvarpið. Að lokum þarf undirskrift Bandaríkjaforseta. Margt í lögunum gengur þvert á stefnu George W. Bush. Hann á eigi að síður erfitt með að beita neitunar- valdi og eiga á hættu að fá á sig þann stimpil að hann standi í vegi fyrir umbótum. Enda hafa forsetinn og talsmenn hans þegar gefið í skyn að hann muni ekki hafna frumvarpinu. Eins og mörgum er í fersku minni börðust Bush og McCain um útnefn- ingu flokksins til forsetaembættis- ins. Þrátt fyrir þann ósigur virðist McCain hafa mætt tvíefldur til leiks. Grunnt er á því góða milli þeirra tveggja og margir spá að þetta sé bara byrjunin, að næst muni McCain ráðast á heilsutryggingar og umbæt- ur í varnarmálum þar sem hann og forsetinn eru ekki á einu máli. Upp- reisnarmaðurinn McCain virðist því ætla að halda áfram að vera Bush þyrnir í augum. Deilt um óbein kosningaframlög Þótt öldungadeild Banda- ríkjaþings hafi samþykkt McCain-Feingold-kosn- ingalagafrumvarpið er ekki þar með sagt, að það sé orðið að lögum. Mörg ljón eru enn á veginum og sitt sýnist hverjum. Margrét Björgúlfsdóttir kynnti sér afstöðu manna í Washington. Reuters Öldungadeildarþingmennirnir John McCain (t.v.) og Russ Feingold á blaðamannafundi í þinghúsinu í Washington. Þeim tókst nýlega að fá samþykkt umdeild lög um fjárframlög í kosningasjóði. Hæstiréttur Pak- istans ógilti í gær spillingardóm yfir Benazir Bhutto, fyrrverandi for- sætisráðherra landsins, og sendi málið til endur- upptöku. Úr- skurðurinn er mikill sigur fyrir Bhutto, sem hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu, en hún dvelur í út- legð í Lundúnum. Bhutto og eig- inmaður hennar, Asif Ali Zardari, voru árið 1999 dæmd til fimm ára fangelsisvistar fyrir að hafa þegið mútur frá sviss- nesku fyrirtæki. Þeim var auk þess gert að greiða háa sekt og var meinað að taka sæti á þingi í sjö ár. Hjónin hafa alla tíð haldið því fram að ákærurnar á hendur þeim hafi verið runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga og eigi ekki við nein rök að styðjast. Ali Zardari situr nú í fangelsi í Pak- istan fyrir aðrar sakir. Bhutto kvaðst í gær líta svo á að úrskurður hæstaréttar hefði hreinsað nafn hennar. „Dómar- arnir úrskurðuðu að ásakanirnar á hendur mér ættu sér engar stoð- ir,“ sagði hún í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC. Ósigur fyrir Musharraf Sjö dómarar hæstaréttar voru einróma í niðurstöðu sinni um að fallast á áfrýjunarkröfur Bhutto og manns hennar og skipa fyrir um endurupptöku málsins. Úrskurðurinn er talinn ósigur fyrir herforingjann Pervez Mus- harraf, sem fer með stjórn lands- ins, en hann hefur lýst því yfir að fleiri ákærur á hendur Bhutto séu í undirbúningi. „Síðast í gær lýsti Musharraf því yfir að hann myndi ryðja mér úr vegi en með úrskurðinum sem kveðinn var upp í dag hefur dóms- valdið sýnt að það getur staðið gegn einræðisstjórninni og haldið uppi lögum og reglu,“ sagði Bhutto við BBC í gær. Stjórnar- andstöðuflokkur Bhutto, Þjóðar- flokkur Pakistans, fagnaði úr- skurðinum í gær en meðlimir flokksins binda vonir við að for- sætisráðherrann fyrrverandi snúi heim úr sjálfskipaðri útlegð sinni og hefji aftur afskipti af stjórnmál- um. Hæstiréttur Pakistans Spillingardómur yfir Bhutto ógiltur Fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, Benazir Bhutto og hinn umdeildi eiginmaður hennar, Asif Ali Zardari. TVEIR piltar hafa verið handteknir og eiga yfir höfði sér ákæru fyrir að hafa orðið valdir að eldsvoðanum í heimavist Kyanguli-framhaldsskól- ans í Kenýa í síðasta mánuði, sem varð 67 skólafélögum þeirra að bana. Piltarnir, sem eru 17 ára gamlir, eiga að koma fyrir rétt á mánudag. Skólastjórinn hefur einnig verið tek- inn höndum og verður hugsanlega ákærður fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir glæp. Annar piltanna, sem grunaðir eru um að hafa kveikt eldinn, liggur á sjúkrahúsi í höfuðborginni Naíróbí en hinn er í haldi. Að sögn lögregl- unnar í Kenýa var þeim í nöp við skólastjórann og höfðu kvartað yfir því að skólastofur væru yfirfullar og að maturinn væri vondur. Þrír gangaverðir í skólanum, sem voru handteknir daginn eftir elds- voðann, voru látnir lausir á fimmtu- dag þar sem engin sönnunargögn tengdu þá við glæpinn. 58 fórnarlömb brunans voru lögð til hinstu hvílu í sex fjöldagröfum á miðvikudag, en líkin voru óþekkjan- leg. Forseti landsins, Daniel arap Moi, var viðstaddur athöfnina. ReutersFórnarlömb eldsvoðans borin til hinstu hvílu í fjöldagröf á miðvikudag. Eldsvoðinn í Kyanguli-skólanum í Kenýa Tveir skóladrengir ákærðir fyrir íkveikju Naíróbí. AFP, AP.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.