Morgunblaðið - 07.04.2001, Síða 33
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 33
LISTIR
þriðja tug sýninga á 17 árum.
Erlenda orðið „nostalgía“ er þýtt í
orðabók einni sem „(ljúfsár) söknuður
eftir liðinni tíð“. Þessi tilfinning ein-
kennir margar sýningar leikfélagsins
en þó hvergi meira áberandi en ein-
mitt í ár. Flest hugleikritanna byggja
á atriðum úr þjóðararfinum sem höf-
undarnir skemmta sér við að draga
sundur og saman í háði. Á þessu ári
líta hugleikarar sér nær og byggja
grínið á samanburði á tveimur nýliðn-
um tímabilum, annars vegar fortíð
þar sem gildi þau er ríktu á embættis-
mannaheimilum í upphafi tuttugustu
aldar eru höfð í heiðri og hins vegar
einhvers konar nútíma sem felur í sér
ákveðin fyrirbæri sem tilheyra árþús-
undamótaárunum en einnig önnur
sem höfundarnir minnast úr æsku
sinni á sjötta og sjöunda áratugnum.
Nostalgían er ríkjandi í atriðum
tengdum minningum þeirrar kynslóð-
ar sem er að hverfa en verður enn
meira sláandi þegar fram koma atriði
sem eru fólki sem nú er á miðjum
aldri í fersku minni.
Ótalmargt í íslenskri kaupstaða-
menningu á rætur sínar að rekja til
danskra fyrirmynda. Það er ósenni-
legt að þeir sem leggja stund á svína-
kjötsát, brúnaðra kartaflna og brúnn-
ar sósu geri sér grein fyrir hve mikið
við höfum þegið af nýlenduherrunum
í þessu tilliti. Hversdagsmatarvenj-
urnar eru aftur á móti af þjóðlegri
rótum runnar. Þegar systurnar í leik-
ritinu salta, sulta og taka slátur –
þessi dæmigerðu haustverk á hverju
myndarheimili – tvinna þær saman
þessa tvo þætti íslenskrar matar-
menningar. Samspil þessara tveggja
þátta gegnsýrir leikritið allt – enda
minnisstætt að þegar ein systranna
fær að forframast í útlöndum fer hún
auðvitað til Kaupmannahafnar.
Sýningin er fyrst og fremst óður til
horfinna lífshátta og -gilda og margir
áhorfenda geta án efa rifjað upp
minningar þeim tengdar á meðan þeir
njóta skemmtilegrar fléttunnar og
kímninnar sem fólgin er í aðstæðun-
um og tilsvörunum. Þessi ótrúlega
blanda af nútíð og fortíð skapar sinn
eigin heim þar sem allt getur gerst og
ætt er fram og til baka í tíð og tíma –
eftirminnilegt er atriðið sem gæti
hafa gerst í framtíðinni en farsæll
endir kemur í veg fyrir að verði nokk-
urn tíma.
Ef allt er talið saman, jafnt þeir
sem koma beint að sýningunni og
taldir eru upp hér að ofan sem þeir
sem sjá um miðasölu, leikskrá, al-
mannatengsl og stjórnun leikfélags-
ins eru aðstandendur þessarar sýn-
ingar sennilega vel á fimmta tug,
sumir sem starfað hafa með leikfélag-
inu frá upphafi og aðrir sem hefja
störf með þessari sýningu. Hér vakir
ekki fyrir fólki að skila af sér ein-
stæðu listaverki heldur að allir geti
verið með og allir hafi gaman af.
Og ekki má gleyma áhorfendum –
þeim er boðið að hrífast með í hinum
hugleikska veruleika og fá tækifæri
til að tileinka sér hinn tæra einfald-
leika sem sýningar leikfélagsins boða.
LEIKFÉLAGIÐ Hugleikur,
áhugamannaleikfélag höfuðborgar-
innar, hefur fyrir löngu skapað sér
ákveðinn sess í leiklistarlífinu. Þar
sem framboð á atvinnuleiksýningum
hefur á 17 ára líftíma Hugleiks verið
töluvert, sumir myndu kannski segja
yfrið nóg, hefur aldrei vakað fyrir
meðlimum Hugleiks að keppa við rík-
isstyrkt stórveldin heldur fyrst og
fremst að skemmta sér og öðrum með
því að nýta sköpunarkraftinn sem býr
í hverjum og einum. Eftir að hafa á
upphafsárunum snúið út úr Skugga-
Sveini (Skuggabjörg) og Gullna hlið-
inu (Sálir Jónanna) hefur Hugleikur
einbeitt sér að sýningu frumsaminna
verka í „hugleikskum“ anda þar sem
bókmenntaarfur þjóðarinnar verður
oft og tíðum fyrir barðinu á ímynd-
unarafli höfundanna. Sýningarnar
eru gjarnan eftir hóp höfunda, en
einnig hefur komið fyrir að fjölmörg-
um stuttum einþáttungum eftir ýmsa
höfunda í hópnum hefur verið safnað í
eina sýningu. Hópurinn hefur því ekki
bara myndað leikfélag heldur líka
höfundarsmiðju þar sem hinir og
þessir meðlimir hafa ár hvert ákveðið
að semja styttri eða lengri verk í ein-
rúmi eða fleiri saman. Samtals hafa
hugleiksmenn og -konur sett upp á
LEIKLIST
H u g l e i k u r í
T j a r n a r b í ó i
Höfundar: Hjördís Hjartardóttir,
Ingibjörg Hjartardóttir og Sigrún
Óskarsdóttir. Leikstjóri: Sigrún
Valbergsdóttir. Aðstoðarleikstjóri:
Halla Rún Tryggvadóttir. Leikmynd
og leikmunir: Fríða Bonnie And-
ersen, Halla Rún Tryggvadóttir,
Hanna Kr. Hallgrímsdóttir, Jón Örn
Bergsson, V. Kári Heiðdal og Þor-
geir Tryggvason. Búningar: Ásta
Gísladóttir, Guðrún Ögmundsdóttir
og Sigríður Lára Sigurjónsdóttir.
Förðun og hár: Elsa Dóra Grét-
arsdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir,
Sigríður Lára Sigurjónsdóttir og
Vilborg Valgarðsdóttir. Hvíslarar:
Ella Kristín Karlsdóttir, María
Kristjánsdóttir og Ylfa Mist Helga-
dóttir. Lýsing: Gunnar Gunnarsson
og V. Kári Heiðdal. Hljóðmynd: Þór-
unn Guðmundsdóttir. Hljómsveitin
Dr. Tóta og alþýðulistamennirnir:
Bára Sigurjónsdóttir, Þormóður
Dagsson og Þórunn Guðmunds-
dóttir. Leikendur: Ásta Gísladóttir,
Axel Björnsson, Björn Thorarensen,
Einar Þór Einarsson, Elsa Dóra
Grétarsdóttir, Fríða Bonnie And-
ersen, Gunnar Gunnarsson, Hafdís
Hansdóttir, Helga Sveinsdóttir,
Hrefna Friðriksdóttir, Jóhann
Hauksson, Jóhann Davíð Snorrason,
Jónína Björgvinsdóttir, María Rún-
arsdóttir, Sesselja Traustadóttir,
Sigríður Helgadóttir, Sigríður Lára
Sigurjónsdóttir, Sigrún Péturs-
dóttir, Sigurborg Hjaltadóttir og V.
Kári Heiðdal. Laugardagur 31.
mars.
VÍST VAR INGJALDUR
Á RAUÐUM SKÓM
Í leit að liðn-
um tíma
Sveinn Haraldsson
Í GRAFARVOGSKIRKJU lýkur
kristnihátíð með tónleikum í dag,
laugardag, kl. 17. Þar koma fram
tónlistarmennirnir Gunnar Gunn-
arsson organisti og Sigurður
Flosason saxafónleikari og flytja
sálma á nýrri öld. Þá syngja kórar
Bústaðakirkju, Fella- og Hóla-
kirkju, Krakkakór og Barna- og
unglingakór Grafarvogskirkju.
Stjórnendur eru Sigrún Stein-
grímsdóttir, Lenka Matéova og
Oddný J. Þorsteinsdóttir. Ein-
söngvarar eru Anna Sigríður
Helgadóttir, Páll Rósinkrans, Jó-
hann Friðgeir Valdimarsson, KK
og Ellen Kristjánsdóttir. Þá syngja
Gospelsystur undir stjórn Margr-
étar Pálmadóttur, Gospelkór
Reykjavíkur undir stjórn Óskars
Einarssonar og Kvartett með Þor-
vald Halldórsson í fararbroddi.
Karlakórarnir Stefnir frá Mos-
fellsbæ og Þrestir frá Hafnarfirði
syngja. Stjórnendur þeirra eru Atli
Guðlaugsson og Jón Kristinn
Cortes.
Aðgangur er ókeypis.
Lokatónleikar á
kristnihátíð
YOSHIRO Mori, forsætisráðherra
Japans, batt í gær enda á mánaðar
óvissu í stjórnmálum landsins með
því að segja formlega af sér embætti.
Tilraunir Ryutaros Hashimotos,
fyrrverandi forsætisráðherra, til að
taka við af Mori, virðast vera að bera
nokkurn árangur.
Mori mun gegna embætti uns arf-
taki hans hefur verið útnefndur en
þess er vænst að það verði gert 26.
apríl. Mori hefur verið einhver óvin-
sælasti forsætisráðherra Japans á
síðari árum vegna axarskafta sinna
og hneykslismála. Hann tilkynnti í
síðasta mánuði að hann myndi efna
til kosninga um leiðtoga flokks síns,
Frjálslynda lýðræðisflokksins, FLF,
í september.
En hann neitaði því að þær fyr-
irætlanir jafngiltu í raun afsögn hans
og var hann gagnrýndur fyrir að
leggja allt kapp á að halda andlitinu.
Á endanum sætti Mori sig við að
hann yrði að segja af sér þar eð hann
væri orðinn til trafala er kæmi til
kosninga.
„Þegar fólk sagði mér álit sitt
sagði það að við myndum ekki geta
unnið kosningarnar til efri deildar-
innar,“ hafði Jiji-fréttastofan eftir
Mori. Flokkurinn hefur reynt eftir
fremsta megni að fá einhvern í stað
Moris til að forðast niðurlægingu í
kosningunum til efri deildar þingsins
sem fram fara í júlí. Spá fréttaskýr-
endur flokknum miklum hrakförum.
Leiðtogakjör 24. apríl
Mori tók við embætti fyrir réttu
ári eftir að forveri hans, Keizo
Obuchi, fékk banvænt heilaáfall.
Ákveðið var í fyrradag að halda leið-
togakosningar í FLF 24. apríl og
mun afsögnin kynda undir barátt-
unni um leiðtogasætið sem staðið
hefur í mánuð. Er ljóst að Hashi-
moto stendur best að vígi. Hann
gegnir nú embætti ráðherra stjórn-
kerfisumbóta.
Samkvæmt fréttum í gær hefur
Hashimoto tryggt sér nægan stuðn-
ing innan vébanda sinnar flokks-
deildar, sem er sú stærsta og öflug-
asta í flokknum, til að geta boðið sig
fram til formanns. Hashimoto sagði
af sér embætti forsætisráðherra
1998 í kjölfar afhroðs flokksins í
kosningum til efri deildarinnar eftir
almennan uppsteyt gegn hækkun
neysluskatts.
Stjórn Moris samþykkti í gær að
gerðar verði neyðarráðstafanir í
efnahagslífinu til þess að bjarga
bankakerfi landsins með því að fella
niður skuldir á tveim árum. Þá verð-
ur gripið til aðgerða sem eiga að
bæta stöðuna á hlutabréfamarkaðn-
um.
Hver svo sem kemur til með að
taka við af Mori á forsætisráð-
herraembættið víst, sem leiðtogi
stærsta flokksins á þingi. Yukio
Hatoyama, leiðtogi stærsta stjórnar-
andstöðuflokksins, gagnrýndi síð-
búna afsögn Moris. „Hvað hefur
hann að segja núna?“ sagði Hato-
yama við fréttamenn. „Bæði almenn-
ingur og fjölmiðlar hafa vitað það
vikum saman að hann var í rauninni
farinn.“
Hashimoto talinn
líklegur arftaki
Tókýó. AFP.
Forsætisráðherra Japans segir af sér embætti
EFTIR sjötíu og fimm daga í emb-
ætti er George W. Bush Banda-
ríkjaforseti farinn að huga að hags-
munum stórfyrirtækja. Það gleður
mjög stjórnendur bandarískra stór-
fyrirtækja, sem hafa veitt forset-
anum fjárhagslegan stuðning,
hversu snöggur Bush og banda-
menn hans í Repúblikanaflokknum
á þingi hafa verið að leggja til hlið-
ar ýmis stefnumál sem forveri
Bush, demókratinn Bill Clinton,
hélt á lofti.
Nýjar reglur um öryggi á vinnu-
stöðum er miðuðust að því að draga
úr meiðslum vegna álagsstreitu,
hafa verið felldar úr gildi. Ógilt hef-
ur verið samþykkt um hertar að-
gerðir gegn verktökum er vinna
fyrir hið opinbera og brjóta vinnu-
löggjöf eða svíkja út fé. Ný viðmið
um orkunýtingu raftækja verða
lögð á hilluna, og einnig ný og hert
viðmið um arsenik í drykkjarvatni.
Og þeir sem hafa áhuga á landi í
eigu hins opinbera hafa fengið sam-
þykktar tillögur um að numdar
verði úr gildi reglur um takmörkun
grjótnáms á landi í almannaeign og
ennfremur verði ógilduð ný stefna
um bann við lagningu vega um
fjölda opinberra skóglenda.
Ekkert leyndarmál
Þessar skjótu breytingar á stefnu
síðan í tíð Clintons hafa hlotið ein-
róma hrós frá hagsmunahópum allt
frá timburframleiðendum til raf-
orkuveitna. „Það var aldrei neitt
leyndarmál með Bush í kosninga-
baráttunni, og það er svo sann-
arlega ekkert leyndardómsfullt við
það hvernig hann er byrjaður að
hrinda í framkvæmd hugmyndum
sínum um [Bandaríkin],“ sagði Bill
Miller, stjórnmálaráðunautur Versl-
unarráðs Bandaríkjanna. „Hann fór
ekki dult með stuðning sinn við
kaupsýslumenn.“
Demókratar, umhverfissinnar og
formenn launþegasamtaka eru
farnir að hvetja stjórnmálaaxir sín-
ar. „Það er að koma í ljós rík-
isstjórn sem greinilega getur ekki
sagt nei við sérhagsmunahópa,“
sagði John Podesta, síðasti skrif-
stofustjóri Hvíta hússins í tíð Clint-
ons.
Ari Fleischer, fréttafulltrúi for-
setaembættisins, hafnar fullyrðing-
um um að Bush gangi erinda
bandarískra stórfyrirtækja. „For-
setinn lítur svo á að við séum öll á
sama báti – verslun, launþegar,
neytendur – og hann vinnur í sam-
ræmi við það,“ sagði Fleischer.
Við Clinton að sakast
Repúblikanar segja að það sé að
hluta til við Clinton að sakast, fyrir
að hafa leitt í lög fjölda stefnumála
rétt áður en hann lét af embætti,
með því að beita opinberum tilskip-
unum og reglum sem sneiddu hjá
samþykkt í þinginu. Newt Gingrich,
fyrrverandi forseti fulltrúadeildar
þingsins, sagði að Clinton hefði
„breytt stjórnkerfinu með reglu-
gerðartilskipunum um mál sem
hann gat ekki fengið þingið til að
samþykkja.“
Þetta hafi gert að verkum að
Bush hafi staðið frammi fyrir fjölda
„pólitískra jarðsprengna sem hefðu
glatt bandamenn [Clintons] og erf-
itt verið að aftengja án þess að hafa
neikvæð áhrif á ímyndina,“ sagði
Gingrich.
Bush hefur þó ekki veigrað sér
við verkefninu, og klippt niður
þunglamalegar reglugerðir sem
ekki eru í samræmi við hugmyndir
hans. Bush hefur stundum svarað
gagnrýninni með því að grípa til
hugmynda Ronalds Reagans, fyrr-
verandi forseta, um minni og
sveigjanlegri ríkisstjórn. En oftast
svarar forsetinn því til að menn hafi
áhyggjur af því að reglugerðirnar
eða stefnumálin er um ræðir hafi
slæm áhrif á efnahagslífið, sem
þegar eigi undir högg að sækja.
Gingirch sagði þetta augljóslega
eiga við rök að styðjast í þeim til-
vikum þar sem kostnaður við reglu-
gerðir er meiri en nemur ágóð-
anum. En margt af því sem Bush
hafi gert til að ógilda reglur sem
séu launþegasamtökum í hag og
auka veg raforkuframleiðslu eigi
sér fremur rætur í hugmyndafræði.
„Endurgjald“
Larry Noble, framkvæmdastjóri
rannsóknarmiðstöðvarinnar Center
for Responsive Politics, sagði að
kaupsýsluslagsíðan á fyrstu stjórn-
ardögum Bush væri „endurgjald
fyrir kosningaherferðina.“ Repú-
blikanar hafi fengið mikið af pen-
ingum frá mörgum þeirra hags-
munaaðila sem njóti góðs af þessum
breytingum „og þetta er það sem
þeir voru að vonast eftir,“ sagði
Noble.
Rannsóknir sem unnar voru í
miðstöð Nobles sýna, að Bush safn-
aði mun meiri peningum en and-
stæðingur hans, Al Gore, í öllum 10
viðskiptageirum bandarísks efna-
hagslífs. Eini geirinn sem var vil-
hallur Gore voru samtök launþega.
Gagnrýndur fyrir
sérhagsmunahygli
AP
George W. Bush gengur út í
Rósagarðinn við Hvíta húsið.
Washington. AP.
Fyrstu mánuðir George W. Bush í forsetaembætti