Morgunblaðið - 07.04.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.04.2001, Blaðsíða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 35 Háskólakórinn flytur Sálumessu eftir Gabriel Fauré í Seltjarn- arneskirkju á morgun, sunnu- dag, kl. 20. Einnig flytur kórinn nokkur trúarleg verk, meðal ann- ars eftir Albert Hay Malotte og Thomas Luis de Victoria. Einsöngv- arar í Sálumessunni eru Hulda Björk Garðarsdóttir sópransöngkona og barítoninn Loftur Erlingsson. Kons- ertmeistari kammersveitarinnar er Greta Guðnadóttir, en sveitin er að mestu skipuð félögum úr Sinfóníu- hljómsveit Íslands. „Requiem Faurés verður flutt í kammersveitarútgáfu sem er byggð á rannsóknum breska kórstjórans og tónkáldsins Johns Rutters og byggist á gögnum um hvernig verkið mun hafa verið í upphaflegri gerð árið 1893. Það var ekki fyrr en verkið varð frægt að útgefendur stuðluðu að því að verkið var sett út fyrir stærri hljómsveit án þess að höfundurinn kæmi þar nærri,“ segir Hákon Leifs- son stjórnandi. Auk messunnar flytur Háskóla- kórinn nokkur trúarleg verk fyrir hlé. „Það er nokkur nýlunda í starf- semi Háskólakórsins að syngja kór- tónlist með hljómsveit. Kórinn tók þó þátt í flutningi á Sálumessu eftir Giuseppi Verdi á Ítalíu síðastliðið sumar og má segja að þá hafi kórfélagar komist upp á bragðið með að syngja kirkjuleg söng- verk af stærri gerðinni,“ segir Hákon. Háskólakórinn er rétt tæplega þrjátíu ára gamall og starfar á vettvangi Háskóla Íslands. Hann er skipaður nemendum í Há- skólanum og hefur hingað til lagt sig að mestu eftir að syngja íslenska „a cappella“-tónlist. Eitt af markmiðum kórsins er að frumflytja árlega eitt nýtt tónverk. Kórinn hefur gefið út nokkra geisladiska og vann til silf- urverðlauna á kórahátíðinni í Pohlheim árið 1998. Vox academica Félagar úr kammerkórnum Vox academica munu taka þátt í flutningi á sálumessunni einvörðungu að þessu sinni. Vox academica er að nokkru leyti skipaður fyrrverandi félögum úr Háskólakórnum, en hugsaður sem vettvangur fyrir fólk með talsverða kórreynslu úr öllum stéttum. Vox academica er þó aðili að Hollvinasam- tökum Háskólans og mun halda sjálf- stæða vortónleika í byrjun maí. Hákon Leifsson er stjórnandi beggja kóranna. Háskólakórinn flytur Sálumessu Faurés Loftur Erlingsson Hulda Björk Garðarsdóttir TÓNLEIKAR nýstofnaðs kórs við Langholtskirkju, Graduale Nobili, verða í kvöld, laugardagskvöld, kl. 20. Stjórnandi er Jón Stefánsson, undirleikari á píanó er Bryndís Eggertsdóttir en hún er enn frem- ur félagi í kórnum. Kórinn er eins konar brú milli Gradualekórs Langholtskirkju og Kórs Langholtskirkju. Hann er skipaður 25 stúlkum, þær yngstu eru enn í Gradualekórnum og aðr- ar eru í Kór Langholtskirkju. Flestar eru stúlkurnar í tónlist- arnámi. Að sögn Jóns Stefánssonar er eingöngu valið í kórinn, þ.e. ekki er hægt að sækja um inngöngu. Til- efni tónleikanna er för kórsins til Danmerkur nú í sumar. „Síðastliðið vor barst Graduale- kór Langholtskirkju boð um að taka þátt í keppni evrópskra æsku- kóra í Kalundborg í Danmörku 20. - 22. apríl nk. Þar sem Graduale- kórinn er barnakór var hann of ungur til að taka þátt í keppninni en aldurstakmark er 25 ár. Þá var ákveðið að láta verða af stofnun nýja kórsins en hann uppfyllir þau skilyrði sem keppnin setur,“ segir Jón. „Í keppnina var aðeins boðið 20 kórum úr Evrópu svo kröfurnar eru gífurlega miklar. Í leiðinni mun kórinn halda tónleika í St. Pauls- kirkjunni í Kaupmannahöfn á sum- ardaginn fyrsta, 19. apríl, í sam- vinnu við íslenska söfnuðinn og Jónshús. Tónleikarnir eru aðalfjár- öflun kórsins fyrir ferðina en kostn- aður við hana er yfir ein milljón.“ Á efnisskrá tónleikanna í kvöld eru þau verk sem kórinn syngur í keppninni, m.a. verður frumflutt verk sem Þorkell Sigurbjörnsson samdi sérstaklega fyrir keppnina, verk eftir Hildigunni Rúnars- dóttur, Jón Nordal og sameiginlegt keppnisverk sem danska tón- skáldið Peter Bruun samdi. Auk þess verk eftir Hróðmar Inga Sig- urbjörnsson, Ruth Watson Hend- erson, Knut Nystedt og Einojuhani Rautavaara. Eftir hann flytur kór- inn Suite de Lorca við texta Federico García Lorca og Lapsi- messu (barnamessu) þar sem strengjasveit, að mestu skipuð kór- félögum, mun leika með. Miðasala verður við innganginn og er verð kr. 1.200. Graduale Nobili Graduale Nobili í Langholtskirkju „GLEÐINNAR strengi gulli spunna hrærum“ er yfirskrift vortónleika Frímúrarakórsins sem haldnir verða á morgun, sunnudag, kl. 17, í hátíðarsal Frímúrarareglunnar á Íslandi, Skúlagötu 55. Á efnisskránni eru lög eftir innlend og erlend tónskáld. Má þar nefna Mozart, Edvard Grieg, Ole Bull, Ingem- ann, Inga T. Lárusson, Pál Ís- ólfsson og Jón Ásgeirsson. Lög- in eru flutt við ljóð og ljóðaþýðingar eftir ýmsa höf- unda s.s. Matthías Jochumsson, Steingrím Thorsteinsson, Davíð Stefánsson og Halldór Laxness. Einsöngvarar á þessum tón- leikum eru þeir Eiríkur Hreinn Helgason og Friðbjörn G. Jóns- son. Aðalstjórnandi kórsins í ár er Garðar Cortes, en aðrir söng- stjórar eru þeir Gylfi Gunnars- son og Úlrik Ólason, sem einnig leikur á orgel og píanó. Frímúrarakórinn var form- lega stofnaður 1993 og er hann skipaður söngmönnum úr frí- múrarastúkunum í Reykjavík og Hafnarfirði. Hann hefur komið fram við ýmis tækifæri innan Frímúrarareglunnar og einnig haldið opinbera tónleika á hverju vori. Kórinn hefur enn- fremur haldið tónleika á Akur- eyri, Ísafirði og í Kaupmanna- höfn og sungið inn á geisladiskinn „Bræðralög“. Frímúrarar kveðja veturinn með tónleikum SÝNING á verkum listakonunnar Ástu Ólafsdóttur verður opnuð í GUK á morgun, sunnudag, kl. 14. GUK hef- ur aðsetur í garðinum við Ártún 3 á Selfossi, í útihúsi við Kirkebakken 1 í Lejre í Danmörku og í eldhúsi í Call- instrasse 8 í Hannover í Þýskalandi. Í Danmörku og Þýskalandi sýnir Ásta verk sem hún kallar Ferða- félaga og í garðinum á Selfossi er inn- setning í tjaldi þar sem koma við sögu minni úr austrænni og vestrænni menningu. Ásta lagði stund á nám í myndlist hér heima og í Hollandi og hefur sýnt verk sín oft og víða. Hún hefur einnig stundað ritstörf og gefið út þrjár bækur. Sýningin opnar kl. 16 í Danmörku og Þýskalandi. Sýningarnar í GUK standa í þrjá mánuði og hefur skapast hefð fyrir því að þær eru opnar fyrsta sunnudag hvers mánaðar og á lokadaginn. Einnig er hægt að sjá sýningarnar á öðrum tímum. Hægt verður að sjá myndir frá sýningunni á http://www.simnet.is/ guk. Þar er einnig hægt að skoða mynd- ir af fyrri sýningum í GUK. Ásta Ólafs- dóttir sýnir í GUKLEIKFLOKKURINN á Hvamms-tanga sýnir gamanleikinn Góðverkin kalla í Félagsheimilinu Hvamms- tanga í dag, laugardag, kl. 20.30. Leikritið er eftir eftir félagana Ár- mann Guðmundsson, Sævar Sigur- geirsson og Þorgeir Tryggvason. Leikstjóri er Rósa Guðný Þórsdótt- ir. Aðeins verður um þrjár sýningar að ræða. Önnur sýning verður á þriðjudagskvöld kl. 20.30 og laugar- dagskvöld 14. apríl kl. 20.30. Gamanleikur á Hvammstanga INGUNN Jensdóttir opnar sýningu í Eden í Hveragerði í dag, laugar- dag. Þetta er tíunda sýning Ingunn- ar í Eden en hún hefur sýnt árlega sl. 17 ár. Ingunn starfar einnig við leik- stjórn og í leiksýningum. Sýningin stendur til 22. apríl. Ingunn í Eden Ingunn Jensdóttir SIGRÍÐUR Rósinkarsdóttir opn- ar sýningu á vatnslitamyndum í Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 7, í dag, laugardag, kl. 14. Sigríður stundaði myndlistar- nám undir leiðsögn Eiríks Smith í nokkur ár. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hérlendis og erlendis. Verkin á sýningunni nú eru flest unnin á síðastliðnum tveimur árum. Sýningin er opin daglega frá kl. 14–18, lokað á páskadag, og stend- ur til 22. apríl. Vatnslitamyndir í Stöðlakoti HULDA Leifsdóttir opnar sýningu á ullarverkum í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun, sunnudag, kl. 16. Sýningin nefnist: Möngusýning - ull- arsýning. Á sýningunni sameinar Hulda tækni sem hún hefur lært í Finnlandi með myndefni úr íslensk- um þjóðsögum. Svipurinn í myndum hennar er íslenski kvendraugurinn Manga, sem gefur kaffið í kvæðinu eftir Þórberg Þórðarson. Í verkum Huldu hefur Manga vaknað til lífsins á ný og birtist sífellt í nýjum aðstæð- um og útgáfum. Þetta er þriðja einkasýning Huldu. Áður hefur hún sýnt í Studio Dan á Ísafirði og í Gall- eria Raum-Art í Finnlandi. Sýningin stendur til 26. apríl. Ullarverk í Edinborg- arhúsinu ♦ ♦ ♦ Sýningu lýkur Gallerí Fold, Rauðarárstíg Sýningu Vögnu Sólveigar Vagns- dóttur lýkur á sunnudag. Á sýning- unni eru tréskúlptúrar í baksalnum. Sýningin er opin í dag, laugardag, kl. 10–17 og á sunnudag kl. 14–17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.