Morgunblaðið - 07.04.2001, Page 47

Morgunblaðið - 07.04.2001, Page 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 47 sem hún sótti í Grena bar hún af með jákvæðni, vilja og hjálpsemi gagnvart þeim sem minna máttu sín. Það er sá vitnisburður sem kennarar og samnemendur hennar hafa borið henni. Mikill og góður samgangur var á milli heimila okkar, gagnkvæmt traust og einlægni. Skipst var á barnapössun þegar það átti við og eru margar skemmtilegar minning- ar tengdar því. Atvikin höguðu því til að þegar Hafrún Freyja er tíu ára gömul flyst fjölskyldan frá Ólafsvík. Bjó hún fyrst í Mos- fellsbæ en tekur síðan stóra stökk- ið og flyst til Danmerkur árið 1996. Um svipað leyti flyst móðir Bjarg- ar, Ebba Mortensen, ásamt sam- býlismanni á sömu slóðir. Það þarf dugnað, kjark og þolinmæði til að flytjast til annars lands með fjögur ung börn. Þessum eiginleikum bjuggu foreldrar Hafrúnar Freyju yfir. Með samheldni allrar fjöl- skyldunnar tókst þetta vel og hefur þeim farnast vel á nýjum slóðum. Á sl. sumri kom Marianna Björg í heimsókn með þrjú yngstu börnin. Gist var á heimili okkar á meðan á heimsókninni stóð hér í Ólafsvík, sýndi sig eins og vitað var hversu vel af manni gerð börnin voru. Oft er það þannig þegar ættingjar flytjast í burtu, hvað þá til annarra landa, að samböndin dofna og rofna síðan alveg. Þannig er þessu ekki farið hvað okkur varðar, hafa samskiptin styrkst og eflst með tímanum. Elsku Björg, Siggi, Magný, Hafsteinn og Birkir, mikill er missir ykkar, við biðjum góðan Guð að vera með ykkur og styrkja ykkur í þungri sorg. Þá biðjum við einnig fyrir elsku Ebbu og öðrum ættingjum. Guð blessi ykkur öll. Kristján, Kristjana og Magnea Freyja. Bryndís, Lena og fjölskyldur. Elsku Hafrún. Þegar mamma og pabbi sögðu mér að þú hefðir dáið í bílslysi vildi ég ekki trúa því. Þú sem varst bara mánuði eldri en ég og við sem áttum svo margar góðar stundir saman frá því að við vorum litlar. Þegar þú fluttir í Mosfellsbæinn vorum við næstum því alltaf saman og eftir að þú fluttir til Danmerkur héldum við sambandi með bréfum og símtöl- um. Þegar við Sigga amma komum til ykkar í Grenå, sumarið ’98, gerðum við ýmislegt saman. Síðast hittumst við ári seinna þegar þú komst með mömmu þinni, pabba og Birki til Íslands. Fyrir nokkru frétti ég að þú ætlaðir að koma „heim“ í sumar og ég var farin að hlakka mikið til að hitta þig en það verður víst að bíða. Takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Elsku Siggi, Björg, Magný, Haf- steinn og Birkir, missir ykkar er mikill en minningin um góða stelpu lifir. Guð blessi ykkur öll. Anna Rósa Harðardóttir. Elsku Hafrún litla frænka. Ég get ekki lýst því með orðum hvern- ig mér leið þegar ég frétti að þú værir farin frá okkur. Þú varst allt- af svo kát og hress þegar ég pass- aði þig þegar þú varst lítil. Þú varst yndislegur krakki enda varst þú augasteinn afa þíns. Svo fluttir þú út til Danmerkur og dafnaðir þar vel, varst orðin algjör fegurð- ardís. Þegar þú tilkynntir mér um daginn að þú og Mark kærasti þinn kæmuð hingað heim í sumar hlakk- aði ég svo til að fá ykkur og að hitta Mark. En ég er búin að taka eftir því að maður á ekki að plana langt fram í tímann, maður veit aldrei hvað bíður manns. En elsku frænka þín er sárt saknað. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Magðalena (Lena frænka). ✝ Óskar Karelssonfæddist á Brekk- um í Hvolhreppi 31. júlí 1925, hann lést á sjúkrahúsi Suður- lands 31. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Katrín Jónína Guðjónsdóttir og Karel Ingvarsson. Systkini Óskars sam- feðra voru Hrefna og Stefanía, sem báðar eru látnar, Erla og Karel. Systkini Ósk- ars sammæðra voru Guðrún, Björgvin, og þau Jón og Elísabet, sem bæði eru látin. Óskar var elstur systkina sinna. Óskar kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni, Ingigerði Margréti Guðjónsdóttur, árið 1949. Þau áttu fjögur börn: 1) Margrét, f. 1949, í sambúð með Lúðvíki Leós- syni. Margrét á einn son, Óskar Inga Gíslason, f. 1973. 2) Katrín Jónína, f. 1953, maki Eysteinn Fjölnir Arason. Katrín á þrjú börn: Ríkharð Grétar, f. 1980, Rík- harður á eina dóttur, Aþenu Örnu, f. 1999; Ívar Örn, f. 1982; og Rebekku, f. 1988. 3) Valgerður, f. 1957, maki Hafsteinn Heiðarsson, þau eiga þrjú börn, Erlu Guð- rúnu, f. 1981, Hauk Elvar, f. 1984, og Önnu Grétu f. 1991. 4) Guðjón Halldór, f. 1966, í sambúð með Bryndísi Sig- urðardóttur, Bryndís á fjögur börn; Huldu Dóru, f. 1981, er í sambúð með Elvari Þormarssyni og þau eiga einn son, Þormar, f. 2000; Helgu Þóru, f. 1984, Sigurð, f. 1989, og Ingvar, f. 1992. Útför Óskars fer fram frá Stór- ólfshvolskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Kær bróðir okkar er fallinn frá allt of fljótt, erfiðu veikindastríði er lok- ið. Óskari kynntumst við systkinin þegar við vorum 6 og 9 ára gömul. Þau kynni urðu að góðri vináttu. Þar eignuðumst við stóran bróður, sem alla tíð var okkur mjög kær. Hann sýndi okkur umhyggju sem við þökkum innilega fyrir og móður okk- ar sýndi hann ávallt vináttu og hlýju. Kalli bróðir okkar dvaldi hjá Óskari og Grétu nokkur sumur, sem hann minnist með þakklæti. Fjölskyldur okkar hafa tengst góðum vináttu- böndum gegnum árin. Óskar og Gréta hafa verið einstaklega sam- hent um að taka vel á móti fjölskyld- um okkar, vorum við alltaf velkomin og var þá dvalið til lengri eða skemmri tíma hjá þeim. Nokkur undanfarin ár hefur verið haldin fjöl- skylduhátíð í Miðtúni. Þá var ekkert til sparað að hátíðin mætti takast sem best. Sett var upp tjaldborg í trjágarðinum og heimilið var öllum opið, grillað í súrheysturninum, sleg- ið upp balli í hlöðunni, kveiktur varð- eldur, skotið upp flugeldum, stund- um var flogið listflug yfir svæðinu og svo var dansað fram á nótt. Allir vildu gera þessa hátíð í Miðtúni sem mesta og skemmtilegasta. Óskar var mikill fjölskyldumaður og naut þess að taka á móti öllu þessu fólki. Við og fjölskyldur okkar sendum Grétu og fjölskyldu okkar innilegustu samúð- arkveðjur og þökkum fyrir góða og trygga vináttu öll þessi ár. Hafðu þökk fyrir allt og allt kæri bróðir. Erla Karelsdóttir og Karel Karelsson. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku pabbi minn, hafðu þökk fyr- ir allt og allt. Þín dóttir Valgerður. Elsku afi minn. Það er svo skrítið að þú sért far- inn, þó svo að þú hafir verið búinn að vera veikur lengi og við vissum öll að hverju stefndi. Þú varst svo yndislegur og góður afi. Þér þótti alltaf svo gott að hafa margt fólk í kringum þig og vildir helst að öll fjölskyldan væri alltaf hjá þér og ömmu. Ég man líka hvað þér þótti gaman þegar ég og Guðrún Svava komum í heimsókn til ykkar ömmu þegar við vorum litlar stelpur. Við fórum á hestbak, fengum að keyra traktorinn og spjölluðum um heima og geima. Ég gleymi heldur ekki einu fallegu sumarkvöldi þegar við gengum saman úti á túni og þú sagðir mér frá því hvernig allt var þegar þú varst lítill, þá sagðir þú mér líka eina litla vísu sem þú kunnir frá því að þú varst lítill strákur. Elsku afi minn, ég sakna þín svo sárt og ég mun aldrei gleyma þér. Minningin um þig mun lifa í brjósti mínu. Hvíldu í friði. Þín dótturdóttir, Erla Guðrún. Óskar afi minn. Allt mitt líf hefur hann verið punktur einhverrar hugs- unar sem ég hef haft við það hugtak að vera til. Hlý hugsun sem hefur sett mig á þann stað sem ég kom frá. Ég trúi því persónulega að það sé frábært að yfirgefa þennan stað sem við erum öll á, eins og það er frábært að vera hérna. Afi er búinn að eiga ríkt líf í okkar jarðvist og hefur skapað óráðna framtíð, ég er mjög þakklátur í hans garð. Ég fyllist ekki mikilli sorg heldur mikilli samúð, gleði og von. Afi lifir áfram. Ívar Örn. Mig langar í orfáum orðum að minnast vinar míns og fyrrum hús- bónda. Það var fyrir 48 árum að ég fékk mjög sterka löngun í að fara í kaupavinnu „í sveit“ eins og það var kallað. Systir mín sem er fjórum ár- um eldri hafði verið kaupakoma á Syðri-Rauðalæk í Holtum, sem var annálað myndarheimili. Þar var líka mjög margt fólk og skemmtilegt andrúmsloft. Elskuleg nágranna- kona okkar, Anna Sumarliðadóttir, hafði útvegað henni þetta pláss á Rauðalæk. Ég vissi að hún Anna vildi okkur allt hið besta, hún og hennar börn voru einstakir nágrann- ar. Ég fór margar ferðirnar út til hennar Önnu til þess að vita hvort hún vissi ekki um einhvern sem vildi ráða mig í sveit, helst vildi ég komast á Syðri-Rauðalæk líka en það var engin leið, þar var allt yfirfullt. En ég gafst ekki upp, það hlaut að vera til staður fyrir mig og ég nauðaði áfram. Ég var þrettán ára, óþolin- móð og áköf, vildi láta hlutina ganga fljótt fyrir sig. Þá kom svarið loks- ins, það voru ung hjón austur í Hvol- hreppi sem gætu hugsað sér að ráða til sín stúlku sem gæti aðstoðað bæði við úti- og inniverk. Hjónin voru ung, konan 26 ára og maðurinnn 28 ára, þau áttu tvær dætur, eina fjögurra ára og aðra sem var nýfædd. Þetta var nýbýli rétt utan við Hvolsvöll. Nú, þetta hlaut bara vera fínt, þó að ég sæi í hendi mér að það yrði ekki eins mikið fjör og á rótgrónu heimili eins og Rauðalæk. Á yndislegum júnídegi var brunað með rútunni austur í Miðtún. Bóndinn tók á móti mér á Hvolsvelli og stutt var að fara heim að bænum og voru móttökurn- ar hlýlegar og góðar. Litlu stelpurn- ar voru yndislegar, þessi nýfædda hún heillaði mig nú alveg. Það varð nóg að gera á þessu heimili, allt var í uppbyggingu, það vantaði margt sem tækniöldin kallaði á. Kýrnar voru handmjólkaðar, það var enginn traktor til, hestum var beitt fyrir öll tæki, svo sem rakstrarvél, sláttuvél og þess háttar. Heimatúnin voru ekki nógu stór til þess að fá nægilegt hey fyrir skepnurnar, það þurfti að fara út á engjar, niður að Þverá til að bæta við heybirgðirnar. Þar var heyið bundið í bagga og flutt heim á hestum. Ég var metnaðarfull og vildi standa mig vel, lærði að vinna þau störf sem til féllu, eins og að mjólka. Það var dá- lítið erfitt, ég rembdist eins og rjúp- an við staurinn að geta mjólkað jafn margar kýr og húsbændurnir, en það var erfitt verk. Þau voru bæði sérlega fljót, sérstaklega húsmóðir- in. Það var gott að vera hjá þessum ungu hjónum, þau voru bæði hlý og góð. Óskar gat verið svolítið fljótur að reiðast ef ekki gekk allt eins og honum líkaði, en hann átti þann góða kost að geta beðið fyrirgefningar og þá var allt gott á ný. Hann var aldrei betri við mig en á eftir, ef honum varð á að segja eitthvað í skamm- artón. Það var oft svo mikið að gera, hann fáliðaður einyrki, bara þessi stelpa úr Kópavoginum og strákur sem var yngri en hún. Þau gátu stundum reynt á þolinmæðina, þess- ir krakkaormar. Þegar dagsverkinu var lokið og allt hafði gengið vel var gott að finna pípulyktina frá Óskari, þá vissi ég að það var afslöppun og allir voru ánægðir. Það var stórkostleg lífs- reynsla fyrir mig að fá að komast í það að upplifa þennan endasprett í sögunni þar sem nýja tæknin hafði ekki tekið völdin. Það var hand- mjólkað, bundið í bagga á engjum og hestar notaðir sem dráttardýr, þessu var öllu að ljúka og nýtt að taka við. Sumarið leið ótrúlega fljótt og ég beið í ofvæni að ég yrði beðin um að koma aftur næsta sumar. Þegar Óskar var að fylgja mér í rútuna og ég var á heimleið kom það sem ég hafði verið að bíða eftir. Heiður mín, ertu ekki til í að koma til okkar aftur næsta sumar? Jú, ég fór aftur næsta sumar og það var jafngaman og gott að vera þar þá. En stelpan hafði breyst ótrú- lega mikið á einu ári, nú hafði hún áhuga á að fara á böll, var farin að kíkja á stráka og svona ýmislegt í þessum dúr. Þá fann ég frá þeim hlýjuna og tilhneiginguna til þess að vernda mig frá því að lenda nú ekki í einhverri vitleysu. Ég kunni nú ekki alltaf að meta þessa vernd, ég vildi fá að ráða mér sjálf. Seinna sá ég auð- vitað að allt var þetta gert af um- hyggjusemi. Ekki man ég eftir því að talað væri mikið um trúmál á heim- ilinu en ég skynjaði að trúin var fyrir hendi. Okkur var uppálagt að virða það sem var þeim heilagt. Það voru ákveðnar reglur sem giltu. Þegar ég sjálf fór að eignast börn var það eitt þeirra, Árni Brynjar, sem fékk ákafa löngun í að komast í sveitina. Þau hjónin voru svo elsku- leg að lofa honum að vera í nokkurn tíma þegar hann var 6-8 ára gamall. Hann tengdist vináttuböndum við heimilið og mörg voru árin sem þau skrifuðust á, Árni og Vallý. Vináttan hefur haldist í gegnum árin, þó að oft hafi liðið langt á milli þess að við höf- um hist var alltaf sama væntumþykj- an til staðar og ég er svo þakklát fyr- ir að hafa fengið að kynnast þessari fjölskyldu. Litla nýfædda stúlkan, hún Katrín, átti eftir að liðsinna mér mikið á þeim tíma er ég rak verslun. Þegar auglýsingahönnuðir komu með tillögu um nafn á versluninni var eitt af þeim nöfnum „Karel“. Já, Karel, það tengdist einhverjum góð- um minningum. Verslunin var látin heita „Karel“, það var svo flott nafn. Ég kvaddi Óskar á sjúkrahúsinu á Selfossi, hann var dauðsjúkur, en hann var þakklátur og ég fann að hann átti það sem við þurfum öll að eiga, hann átti Drottin í hjarta sínu og hann var athvarf hans. Ég hafði beðið til Drottins og dregið mér mannakorn áður en ég fór af stað og það sem ég dró las ég fyrir hann. Það hljóðaði svona: „Blessaður er sá maður, sem reiðir sig á Drottin og lætur Drottin vera athvarf sitt. Hann er sem tré, sem gróðursett er við vatn og teygir rætur sínar út að læknum, – sem hræðist ekki, þó hit- inn komi, og er með sígrænu laufi, sem jafnvel í þurrka-ári er áhyggju- laust og lætur ekki af að bera ávöxt.“ (Jeremía 17:7-8.) Elsku Gréta, Margrét, Katrín, Valgerður, Halldór og fjölskyldan öll. Innilegar samúðarkveðjur. Við biðjum algóðan Guð að gefa ykkur af ríkidómi sínum blessun og styrk til þess að takast á við sáran söknuð. Baráttan og álagið er búið að vera mikið, en hann getur gefið af ríki- dómi sínum sem aldrei þrýtur. Ragnheiður D. Árna- dóttir og fjölskylda. Óskar, Hjá þér sá ég kálfa fæðast, sá ég mjólk streyma úr spena, líf kvikna, fyrstu spor stigin, dýr í blóma, líf slokkna. Hvílík reynsla óreyndu borgarbarni. Ilmur af nýju heyi, fjóslykt, fé í haga, frelsi, opinberaði mér undur sveitarinnar, náttúrunnar, lífsins. Ómetanleg minning nær 3 áratugum síðar lifir í hjarta mínu. Vinnusemi og nýtni kenndi styrk og gildi. Rými hjarta þíns fyrir fólk og dýr, umhyggja og þolinmæði, þroskaði umburðarlyndi í barnssálinni. Vegna þín varð æskan fyllri, skilningurinn dýpri, sál mín ríkari. Elsku Gréta, Magga, Kata, Vallý, Halldór og fjölskyldur ykkar allra. Megi hlý minning um góðan mann létta söknuð ykkar og missi. María Kjartansdóttir. ÓSKAR KARELSSON MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/send- anda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöð- ugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstak- ling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Frágangur afmælis- og minning- argreina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.