Morgunblaðið - 07.04.2001, Side 48
MINNINGAR
48 LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
✝ Marta GuðrúnHalldórsdóttir
fæddist 12. febrúar
1923 í Vörum í Garði.
Hún lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 31. mars síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Krist-
jana Pálína Krist-
jánsdóttir húsfreyja
og Halldór Þorsteins-
son útvegsbóndi,
Vörum í Garði.
Systkini Mörtu eru
Þorsteinn Kristinn, f.
22.2. 1912, d. 19.1.
1990, Vilhjálmur Kristján, f. 5.7.
1913, d. 1.4. 1997, Gísli Jóhann, f.
10.7. 1914, Halldóra, f. 27.9. 1915,
Steinunn, f. 29.10. 1916, Guðrún,
f. 23.3. 1918, Þorvaldur, f. 17.8.
1920, Kristín, f. 22.11. 1921,
Helga, f. 9.9. 1924, d. 9.9. 1924,
Þorsteinn Nikulás, f. 10.1. 1927, d.
24.12. 1984, og Karítas Hallbera,
f. 12.9. 1928.
Marta Guðrún giftist 28. nóv-
ember 1943 Kjartani Ásgeirssyni,
f. 8. júní 1922, d. 15. október 1998.
Foreldrar hans voru Davíð Ásgeir
Bjarnason sjómaður og Jóhanna
A. Jónsdóttir ljósmóðir. Börn
Mörtu og Kjartans
eru: 1) Kristjana
Halldóra kennari við
Gerðaskóla, f. 20.7.
1943, maki Jóhannes
Sigurður Guð-
mundsson stýrimað-
ur, nú varðstjóri á
Keflavíkurflugvelli,
þau eiga þrjú börn
og eitt barnabarn. 2)
Davíð Ásgeir húsa-
smíðameistari, f.
13.11. 1948, maki
Sólveig Björk Gränz
hjúkrunarfræðing-
ur, þau eiga fjóra
syni og fjögur barnabörn. 3) Þor-
valdur húsasmíðameistari, f.
21.11. 1953, maki Jóhanna Svan-
laug Sigurvinsdóttir sjúkraliði,
þau eiga fjögur börn og tvö barna-
börn. 4) Jóhanna Amelía nemi, f.
17.10. 1957. 5) Gísli Lúðvík bygg-
ingaiðnfræðingur, f. 21.11. 1960,
hann á tvær dætur. 6) Ólafur Þór
tækjastjóri á Keflavíkurflugvelli,
f. 29.11. 1965, maki Álfhildur Sig-
urjónsdóttir stuðningsfulltrúi,
þau eiga þrjú börn.
Útför Mörtu Guðrúnar fer fram
frá Útskálakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Nú þegar komið er að kveðju-
stund, er mér ljúft að minnast Mörtu
tengdamóður minnar. Hún skilur
eftir sig minningar í huga mínum,
sem ylja og gleðja, því kærleikur
hennar, örlæti og glaðværð var svo
sannarlega ekki af skornum
skammti.
Allt frá fyrstu kynnum tóku þau
Marta og Kjartan mér opnum örm-
um.
Það var gott að koma til þeirra á
Bjarmaland, þar sem alltaf var glatt
á hjalla, mikið hlegið, spjallað og
borðað, því Marta vildi ekki láta
nokkurn mann fara svangan frá sér.
Það var lærdómsríkt að fylgjast
með því hve ástfangin og samhent
þau hjónin voru alla tíð og hve þau
lifðu mikið fyrir börnin sín og fjöl-
skyldur þeirra og gáfu mikið af sér til
okkar allra. Það er ekki hægt að
minnast Mörtu án þess að nefna
Kjartan hennar, því svo náin voru
þau og samhent í öllu. Barnabörnin
og barnabarnabörnin áttu hug þeirra
og nutu hlýjunnar og athyglinnar
sem þau sýndu þeim öllum.
Ég er sérstaklega þakklátur fyrir
þau ferðalög sem við fórum í með
þeim Mörtu og Kjartani. Þar sást
ekki hvað síst hversu samhuga þau
voru.
Við vorum eitt sinn í sumarhúsi í
Húnavatnssýslu í vikutíma, þaðan
ókum við um nágrennið og skoðuðum
merka staði. Kjartan sá um að fræða
okkur um það sem fyrir augu bar.
Þegar heim var komið dró hann fram
nikkuna sína og spilaði fyrir okkur,
meðan Marta reiddi fram góðan mat.
Daglega fórum við í sund og nutu þau
hjónin sín vel í heita pottinum og ást-
in ljómaði af andlitum þeirra. Við fór-
um einnig í helgarferð til Braga
bróður Kjartans og dvöldum hjá hon-
um í sumarhúsinu hans í Fljótunum.
Þar áttum við ánægjulegar sam-
verustundir í góðu veðri. Þaðan fór-
um við í stuttar ferðir m.a. til Siglu-
fjarðar. Dætur okkar nutu sín vel í
þessum ferðum og minnast þeirra
með gleði og þá ekki síst uppátækja
ömmu sinnar. Einu sinni sem oftar,
þegar við nenntum ekki að fara á
tveim bílum í stutta ferð, þurftu syst-
urnar að kúldrast aftur í farangurs-
rýminu á skutbílnum. Amman lét sig
þá hafa það að skipta við þær, henni
fannst ómögulegt að þær væru þarna
aftur í og skellti sér bara sjálf þang-
að, bjó vel um sig og lét vel yfir sér.
Að þessu tiltæki hennar gátum við
mikið hlegið, en svona var hún oft
mikill grallari blessunin.
Síðast en ekki síst er eftirminnileg
sú ferð sem við hjónin og Jóhanna
mágkona mín, fórum með þeim vest-
ur á firði, en þaðan var Kjartan ætt-
aður eins og ég og nutum við okkar
vel í þeirri ferð. Við heimsóttum ætt-
ingja og skoðuðum æskuslóðir Kjart-
ans. Alltaf var Marta glöð og kát og
tók þátt í gleði mannsins síns. Hún
var skemmtilegur ferðafélagi og ekki
var nú verra að hún hafði yfirumsjón
með eldamennskunni eins og fyrri
daginn. Nú njótum við þess að skoða
myndir úr þessum ferðum og rifja
upp allar ánægjustundirnar okkar.
Það var gaman að ræða við Mörtu,
því hún hafði ákveðnar skoðanir á
hlutunum og var svo rökföst, að auð-
velt var að snúast á sveif með henni
og fara að hennar ráðum í hverju
sem var. Hún hafði mikil áhrif á mig,
sem aðra og lá ekki á skoðunum sín-
um hvort sem um var að ræða stjórn-
mál, trúmál, bindindismál eða það
hvernig við létum klippa á okkur hár-
ið, enda hætti ég fljótlega að láta
snöggklippa mig eftir að ég kom í
fjölskylduna hennar.
Börnin mín eiga ömmu sinni og afa
á Bjarmalandi mikið að þakka og litli
dóttursonur okkar naut ástúðar
hennar í þann stutta tíma sem hann
átti með henni. Hann var fljótur að
finna hve velkominn hann var til
hennar og var farinn að biðja um
köku úr búrinu og benda á dótakass-
ann sem hún hafði tiltækan fyrir
yngstu börnin, um leið og hann kom
inn úr dyrunum. Hann naut líka gjaf-
mildi hennar sem var mikil, það sýnir
sú fyrirhyggja hennar að vera búin
að kaupa einar sex fermingargjafir
og sjá til þess að þeim væri pakkað
inn og skrifað á kortin áður en hún
fór á sjúkrahúsið, þar sem hún lést,
daginn áður en eitt af barnabörnun-
um hennar var fermt.
Að leiðarlokum þakka ég Mörtu
minni allt sem hún var mér og fjöl-
skyldu minni.
Gunnar Birgir, Guðbjörg Rann-
veig, Marta Guðrún, Böðvar Yngvi
og litli Einar Hugi, þakka sömuleiðis
alla þá umhyggju og ástúð sem hún
sýndi þeim öllum.
Ég bið góðan Guð að styrkja alla
ástvini hennar og ættingja og veita
þeim huggun í sorg þeirra og sökn-
uði.
Blessuð sé minning Mörtu Guð-
rúnar Halldórsdóttur.
Jóhannes S. Guðmundsson.
Mig langar að minnast móðursyst-
ur minnar, Mörtu G. Halldórsdóttur.
Ég sit með penna í hönd og minning-
arnar flæða um huga minn. Ég sé
Mörtu fyrir mér svo líka henni
mömmu í svo mörgu, heyri léttan
hlátur hennar, man þétt handtak og
hvernig hún strauk hlýlega um bak
mitt.
Það er ekki bara Marta sem kem-
ur í huga minn heldur er Kjartan,
eiginmaður hennar, svo ljóslifandi
líka í mínum huga, en hann lést í
október 1998. Þau voru svo samhent
hjón, búin að vera saman síðan þau
voru 16 og 17 ára gömul. Þau áttu
saman sex mannvænleg börn og er
fjölskyldan orðin stór því barnabörn-
in þeirra eru 16 og barnabarnabörnin
7.
Það var erfitt fyrir Mörtu að horfa
á eftir Kjartani sínum yfir móðuna
miklu, söknuðurinn var svo sár.
Hjónaband þeirra var svo einstakt,
traust og fullt af ástúð sem skein af
þeim hvar sem þau komu. Þau reynd-
ust mér svo vel og fylgdust með því
sem ég var að gera, leiðbeindu mér ef
þeim fannst þess þurfa og glöddust
með mér þegar vel gekk.
Það er svo erfitt að horfa á eftir
þeim sem manni þykir vænt um,
horfa fram á þær breytingar sem
verða þegar gamla kynslóðin kveður
og sú nýja tekur við. Elsku Marta
mín, ég kveð þig, nú í hjarta mínu
veit ég að þið Kjartan eruð saman á
ný. Takk fyrir allt.
Ég votta Sjönu, Ása, Valda,
Hönnu, Gísla, Óla og fjölskyldum
þeirra mína dýpstu samúð. Megi Guð
styrkja þau í sorginni.
Kristjana V. Jónatansdóttir.
Hún Marta mágkona mín er farin í
ferðina sem við öll förum að lokum.
Þegar langri samveru lýkur ber að
þakka allar góðu stundirnar sem við
Marta eyddum saman í félögum,
ferðalögum og hin síðari ár í daglegri
samveru. Það var alltaf gott að koma
að Bjarmalandi og margur hefur
fengið bita og sopa við borðið hjá
þeim, því þegar talað er um Mörtu er
Kjartan alltaf líka í huga manns. Þau
voru svo samhent og engin hjón geta
gert meira fyrir hvort annað en þau
gerðu. Mér fannst þau svo miklir
krakkar þegar þau voru að byggja
Bjarmaland en þau byggðu sér og
börnum sínum gott heimili.
Ég þakka alla samveruna og elsku
krakkar, verið ekki of hrygg, hún fór
glöð á fund föður ykkar sem hún var
viss um að hitta. Hún trúði því. Þið
eigið að trúa því líka. Guð blessi ykk-
ur öll og gefi sinn frið.
Steinunn Sigurðardóttir.
Marta Guðrún Halldórsdóttir
mágkona mín hefur gengið sinn veg á
enda og hvílist nú þar sem allt mann-
anna amstur er að baki. Hún er þó
ekki alfarin, því eftirlifendur muna
góða konu, hjartahlýja, hreinlynda
og opinskáa, eins og sjóinn sem um-
lukti hana og fólkið hennar. Fyrst
þegar ég kynntist Mörtu og tenda-
fólki bróður mins, Kjartans heitins
Ásgeirssonar, lærði ég hversu sam-
vistir manna við ríki Ægis konungs,
hafa meitlað skapgerð íslenskrar al-
þýðu, alið með henni gætni, hrein-
lyndi og virðingu fyrir lögmálum lífs-
ins og minnist ég systkina en þó
sérstaklega foreldra Mörtu, Krist-
jönu og Halldórs í Vörum, sem
ímynd þess besta, sem finna má hjá
íslensku alþyðufólki, einstæðri
tryggð og hreinlyndi, enda hef ég
ekki kynnst samhentara fólki en af-
komendum heiðurshjónanna í
Vörum.
Marta var sérlega hreinlynd og
opinská kona og voru oft fjörugar
umræður um pólítík, þegar fundum
okkar bar saman. Enga betri var
heim að sækja en Mörtu og Kjartan
bróðir minn, að Bjarmalandi og þar
blómstraði barngæskan, enda áttu
þau einstöku barnaláni að fagna.
Fyrir mig er það sem að missa systur
og sendum við hjónin, ættingjum
Mörtu og kæru frændfólki okkar,
innilegustu samúðarkveðjur en mun-
um eiga með þeim huggun í fagurri
minningu um góða konu.
Elísabet Þorgeirsdóttir
og Jón Ásgeirsson.
Hún Marta á Bjarmalandi hefur
nú kvatt þennan heim og gengið inn
til Guðs hvíldar. Aðeins tvö og hálft
ár liðu á milli kveðjustunda þeirra
Kjartans og minnir það sterklega á
hversu samrýnd og samstiga þau
hjónin voru alla tíð. Marta var fædd í
Vörum í Garði. Varafólkið hefur allt-
af verið stórt í dugnaði sínum og
vinnusemi en einnig stórt í elsku
sinni, samheldni og innileika. For-
eldrar hennar, þau Halldór Þor-
steinsson og Kristjana Kristjáns-
dóttir, voru mikil dugnaðarhjón,
reisn og atorkusemi einkenndi þeirra
stóra heimili og öll þeirra verk. Hall-
dór var annálaður sjósóknari og
skipstjórnarmaður og Kristjana
mikil húsfrú. Líf þeirra byggðist á og
mótaðist af harðri baráttu við ægi.
Sjósókn og fiskvinnsla var það sem
afkoman byggðist á og daglega lífið
snerist um. Þó stunduðu þau einnig
búskap sem hvíldi reyndar mest á
Kristjönu þar til að börnin fóru að
geta hjálpað til. Þau hjónin eignuðust
þrettán börn og var Marta tíunda
barn þeirra. Hún var rétt um 16-17
ára aldur þegar hún kynntist ungum
og glæsilegum dreng sem var um
margt sérstakur og hafði komið í
Garðinn frá Reykjavík en var ætt-
aður að vestan, frá Ísafirði.
Marta var á tuttugasta og fyrsta
aldursári er þau Kjartan Ásgeirsson
gengu í heilagt hjónaband árið 1943.
Þá ríkti styrjaldarástand úti í hinum
stóra heimi en það kærleiksband sem
þau bundust átti eftir að reynast
ákaflega farsælt og hamingjuríkt og
það svo mjög að erfitt hefur verið að
hugsa um annað þeirra án þess að sjá
hitt fyrir sér í sömu andrá.
Sama árið og þau gengu í hjóna-
band reistu þau sér myndarlegt hús
af miklum dugnaði og krafti. Og unga
parið einsetti sér að bjart yrði yfir
þeirra framtíðarheimili. Kjartan
sótti timbrið suður á Stafnes og flutti
það með ævintýralegum hætti og
sameiginlega stóðu þau að því að búa
sér og sínum börnum fagurt heimili
og nefndu Bjarmaland. Reynslan
hefur sannað og sýnt að það var rétt-
nefni.
Þau Marta og Kjartan eignuðust
sex börn og eru þau öll ásamt fjöl-
skyldum sínum búsett í Garði. Marta
var mikil og traust húsmóðir og
þurfti oft að sinna mörgum hlutverk-
um einkum þegar Kjartan var á sjón-
um. Barnabörn Mörtu eru alls 16 að
tölu og barnabarnabörnin eru alls
orðin 7 talsins. Sagt hefur verið, að
mikilvægustu auðæfi sem við öðl-
umst og skiljum síðan eftir í þessu lífi
séu börnin og afkomendurnir. Víst er
að fjölskyldan skipaði æðsta sess í lífi
Mörtu. Hafa þau öll verið bæði stolt
hennar og yndi og segja má að í þeim
hafi hún uppskorið ríkulega og þau á
móti ríkulega heiðrað sáningarkon-
una Mörtu með kærleika sínum,
ræktarsemi og nálægð.
Marta á Bjarmalandi var mjög
sérstök kona og fáum lík. Um margt
bar hún þó einkenni Varafjölskyld-
unnar. En þar má nefna; afar hlýtt
viðmót og elskulegt bros, þéttings
fast handtak, vinnusemi, trú-
mennsku, kappsemi og mikinn metn-
að, kátínu, lífsgleði og á sama tíma,
MARTA GUÐRÚN
HALLDÓRSDÓTTIR
bindindi og guðstrú – nokkuð sem
einkennt hefur samheldnu stórfjöl-
skylduna frá Vörum í Garði. Víst er
að í ofangreindu var Marta engin
undantekning, þar sem hún var sér-
staklega dugleg, kappsfull og
atorkusöm en um leið elskuleg og hlý
kona.
Hún Marta var þeirrar manngerð-
ar að þeir sem kynntust henni á ann-
að borð gleymdu henni ekki svo auð-
veldlega. Hún var hvatgjörn, í
jákvæðri merkingu þess orðs; þ.e.a.s.
hún var fljót til að svara fyrir sig,
sagði beint út það sem henni lá á
hjarta og oft voru orð hennar kjarn-
yrt og mögnuð. En hennar ætlan var
þó aldrei að særa eða meiða heldur
aðeins að leggja áherslu á sína skoð-
un sem yfirleitt var yfirveguð og vel
ígrunduð.
Glettni, kapp og spaugsemi áttu
stóran þátt í persónu hennar Mörtu.
Ekki er hægt að sleppa því að minn-
ast á knattspyrnuáhuga hennar. Hún
var ákaflega metnaðarfull í öllu því
sem hún á annað borð hafði áhuga á.
Og ekki vantaði kappið og ákafan. Á
knattspyrnuleikjum Víðis fór það
ekki framhjá neinum ef Marta var á
staðnum. Hún hvatti sína menn af
slíku kappi og með slíkri rödd og með
svo kjarnyrtu orðfæri að það fór ekki
framhjá neinum sem voru á staðnum,
eða í nánasta nágrenni, að Marta
Halldórs var komin til að hvetja sína
Víðismenn. Hún Marta á Bjarma-
landi kom víða við í félagsstörfum í
Garðinum. Hún var félagi í stúkunni
Framför í fjölda ára og var þar æðsti
templar í um það bil 30 ár. Hún var
meðlimur í slysavarnafélaginu og
Kvenfélaginu Gefn í áratugi og setti
sannarlega svip sinn á. Hún var
gerður heiðursfélagi kvenfélagsins
og var vel að þeim heiðri komin. Þá
var Marta mikil sjálfstæðiskona í
sér. Sjálfstæðisflokkurinn var henn-
ar flokkur og starfaði hún fyrir hann
af lífi og sál og studdi sína menn af
einurð og sannfæringu. En fjölskyld-
an og heimilið var henni mikilvægast.
Í fimmtíu og fimm ára helgu
hjónabandi voru þau hjónin Marta og
Kjartan sérstaklega samhent og
samstiga, bæði í félagslegum hugð-
arefnum sem og í öllu því er varðaði
fjölskylduna.
Síðustu árin áttu þau saman, í ná-
lægð og gagnkvæmri ástúð og voru
mörgum þeim sem áttu samleið með
þeim sönn fyrirmynd og fordæmi.
Megi kærleikans Guð blessa og
styrkja öll börn þeirra, afkomendur
og ástvini. Guð blessi minningu
Mörtu Halldórsdóttur.
Hjörtur Magni Jóhannsson.
Elsku Marta.
Í andartaks þögn, ég átta mig á
að lífsneistinn er farinn þér frá.
Ég græt og hugsa um tómarúmið
í hjarta mínu en geri mér svo ljóst,
að mitt lífsins tré er laufgað
fögrum minningum um þig.
Þær verða aldrei frá mér teknar
né heldur kærleikur þinn og trú.
Þó svo kynni okkar hafi verið stutt
á lífsins vegi, þá eru margar minn-
ingarnar til að ylja sér við. Efst er
mér í huga dagur sem ég gleymi
aldrei, ættingjarnir komu saman hjá
Ásgeiri og Sólveigu til að ræða útför
Kjartans þíns elskulegs eiginmanns.
Þann daginn sátum við tvær saman í
lokin hönd í hönd og ræddum um lífið
og tilveruna. Margar góðar minning-
ar voru rifjaðar upp og að lokum féll-
umst við í faðm og grétum saman. Þú
sagðir mér frá því er þið Kjartan
mynduð hittast aftur og hvað það
yrði indælt að sjá hann á ný. Þú vissir
að þinn tími var ekki kominn en sagð-
ir mér, að þú kviðir ekki vistaskipt-
unum, því trú þín var svo sterk á guð
almáttugann. Skoðanir okkar á fram-
haldslífi gátu ekki verið líkari þó ára-
tugum munaði á okkur í aldri. Ég
geymi í hjarta mínu minningu um
yndislega konu sem sýndi mér ekk-
ert nema elskulegheitin. Ég veit þér
líður vel, en vildi aðeins láta þig vita
að mér þykir vænt um þig, þú varst
mér kær. Guð geymi þig.
Rakel Dögg Óskarsdóttir.
Fleiri minningargreinar
um Mörtu Guðrúnu Halldórsdóttur
bíða birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.