Morgunblaðið - 07.04.2001, Síða 52
MINNINGAR
52 LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ GuðmundurJónsson fæddist
á Selbakka á Mýrum
í Austur-Skaftafells-
sýslu 11. desember
1917. Hann lést á
sjúkrahúsinu á Eg-
ilsstöðum 1. apríl síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Jóhanna
Kristín Guðmunds-
dóttir frá Skálafelli í
Suðursveit, f.18.1.
1891, d.1.3.1983, og
Jón Magnússon frá
Sævarhólum í Suð-
ursveit, f. 9.4. 1889,
d. 21.10. 1962. Þau bjuggu á Eskey
og Selbakka á Mýrum í A-Skaft. en
fluttu í Höskuldsstaði í Breiðdal
1925. Systkini Guðmundar eru
Brynhildur Kristín, f. 28.4. 1914, d.
26.6. 1997, Hafsteinn, f. 25.1.1919,
Sigurður, f. 16.11. 1921, og Hauk-
ur Sigurður, f.10.10. 1937. Guð-
mundur kvæntist 8.9. 1946 Mál-
þeirra eru Guðmundur, Margrét
Fríða, Guðlaugur Már og Hólmar
Þór. Barnabörnin eru 3. 4) Svavar
Magnús, f. 16.8. 1949, kvæntur
Steinvöru Einarsdóttur f.
21.9.1952, börn þeirra eru Kristján
Már og Einrún Ósk. Barnabörnin
eru 4. 5) Jón Steinar, f. 22.11. 1951,
maki Erla Sigurðardóttir, f. 15.9.
1956, börn þeirra eru: Sigrún
Jóna, Maríanna og Andri Steinar.
6) Ari Bergsveinn, f. 24.6. 1953,
kvæntur Jónu Björgu Margeirs-
dóttur, f. 26.10. 1957, börn þeirra
eru Þóra Margrét, Örvar og Íris
Dögg. Barnabörnin eru 3. 7) Jó-
hanna Björk f. 12.2. 1956, gift Hirti
Ágústsyni, f. 13.11. 1952, synir
þeirra eru Atli Vilhelm og Kjartan
Ottó. 8) Ásta Sólrún, f. 24.4. 1958,
maki Gísli Baldursson, f. 9.1. 1955,
börn þeirra eru Júlía Dröfn, Andri
Snær, Þórir Rúnar, Sveinn Áki og
Ólafur Freyr. 9) Guðný Helga, f.
18.3. 1961, gift Guðmundi Elissyni
f. 22.10. 1944. Börn þeirra eru: Að-
alsteinn Pétur, Svanbjört Brynja,
Hjalti Bergsteinn og Guðný Val-
borg. Barnabörnin eru 3.
Útför Guðmundar fer fram frá
Egilsstaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
fríði Hrólfsdóttur frá
Hallbjarnarstöðum í
Skriðdal, f. 24.6. 1925.
Þau bjuggu á Hösk-
uldsstöðum í Breiðdal
frá 1945-1984 en
fluttu þá á Egilsstaði.
Börn Guðmundar og
Málfríðar eru: 1) Jó-
hann Hrólfur f. 17.10.
1945, kvæntur Svein-
björgu Sveinbjörns-
dóttur, f. 28.11. 1951,
börn þeirra eru Þór-
unn Björg, Sveinbjörn
Valur, Guðmundur
Ástþór og Heiða Mál-
fríður.
2) Sigríður Guðbjörg, f.15.1.
1947, gift Ægi Kristinssyni, f. 8.2.
1943, börn þeirra eru Ásta Auð-
björg, Hafþór, Eygló Hrönn, Mál-
fríður Hafdís og Sigurður Ægir.
Barnabörnin eru 9. 3) Katrín Þor-
gerður, 12.4.1948, gift Unnari
Magnússyni, f. 3.8. 1943, börn
Upp hef ég augu mín,
alvaldi Guð, til þín.
Náð þinn’er ljúft að lýsa,
lofa þitt nafn og prísa.
Ég veit, að aldrei dvín
ástin og mildin þín,
því fel ég mig og mína,
minn Guð, í umsjá þína.
(H. Andrésd.)
Elsku pabbi. Nú ertu farinn frá
mér og margs er að minnast, margar
góðar stundir áttum við saman, bæði
í sveitinni og síðan á Egilsstöðum.
Ég man eftir hvað mér fannst gaman
að keyra gömlu Farmal-dráttarvél-
ina þó að ég væri ekki gömul. Og
þegar þurfti að huga að heyvinnu-
tækjunum fyrir sumarsláttinn fannst
mér svo gaman að skrúfa í sundur og
smyrja og helst að vera skítug upp
fyrir haus. Það er margt fleira sem
ég gæti talið upp, t.d. þegar verið var
að byggja nýju fjárhúsin árin 1968–
69. Þá var ég þar öllum stundum og
þóttist vera ein af aðalsmiðunum og
vildi að sjálfsögðu vera með hamar
og nagla á mér, þó svo að ég hafi ekki
verið nema sjö og átta ára og er það
nú ekki hár aldur fyrir smið.
Minningin um þig í sveitinni er góð
og skemmtileg öll árin sem við vor-
um þar saman. Síðan fluttir þú og
mamma í Egilsstaði 1984, og ég síðan
1987, svo að við vorum aftur komin á
sama stað. Við fórum margan bíltúr-
inn saman og fróðleikur þinn hefur
kennt mér svo margt, eins og öll ör-
nefnin og sögurnar sem þeim fylgdu.
Eftir að þú og mamma fluttuð í Mið-
vang 22 fórst þú að læra bókband,
sem þú lærði svo vel, handbragð þitt
var svo fallegt og þetta stytti þér
margar stundirnar. Eftir að ég flutti
til Akureyrar 1996 lengdist bilið á
milli okkar, en aldrei í huganum, ég
fór oft skottúra austur. Síðustu jól
dvaldi ég eina viku hjá ykkur og var
það dýrmætur tími fyrir mig. Ég
varð fertug hinn 18. mars síðastlið-
inn og var ég ákveðin í því að fara
helgina á eftir til að heimsækja þig,
sem ég gerði.
Á sunnudaginn, hinn 25. mars, um
hálffimmleytið var komið að kveðju-
stund sem ég gerði mér ekki grein
fyrir að yrði sú síðasta.
Þú spurðir mig af hverju ég væri
að fara alein yfir hálendið um hávet-
ur þegar allra veðra væri von.
Ég sagði þér að ég væri orðin fer-
tug og teldist því vera orðin fullorðin,
við hlógum mikið að þessu. Þessi
stund var yndisleg og mun ég aldrei
gleyma henni. Síðan kvöddumst við
og ég sagði að ég kæmi fljótt aftur til
að hitta þig.
Ég elska þig, pabbi, og bið Guð að
vera með þér. Kveðja.
Þín dóttir,
Guðný Helga.
Í dag kveðjum við kæran tengda-
föður minn, Guðmund Jónsson frá
Höskuldsstöðum í Breiðdal.
Fyrir rúmum 30 árum kom ég
fyrst í Höskuldsstaði, feimin 16 ára
unglingsstúlka. Þar var mér strax
tekið af mikilli alúð og hlýju sem mér
hefur ætíð síðan fundist vera ein-
kennandi í fari tengdaföður míns.
Guðmundur var afskaplega rólyndur
maður og hreinskiptinn. Hann fór
með rólegheitunum það sem hann
ætlaði sér. Heimilið á Höskuldsstöð-
um var mannmargt. Systkinin 9 og
síðar tengdabörn og barnabörn.
Gestagangur var þar mikill, þjóðveg-
urinn lá þar um hlaðið. Þar var
frændum, frænkum og ferðamönn-
um, jafnt útlendum sem íslenskum,
tekið opnum örmum. Þar var aldrei
þröngt. Ég minnist þess hve ömmu
minni þótti gott að á þar og þiggja
kaffisopa, þegar hún, þá öldruð, var á
leið frá Álftafirði til Neskaupstaðar.
Kátína, líf og fjör og gleði var ein-
kennandi fyrir heimilið. Guðmundur
tók virkan þátt í því, á sinn rólynda
hátt. Guðmundur og Málfríður höfðu
gaman af að ferðast. Fóru bæði til
Ameríku og Evrópulanda og vítt og
breitt um Ísland, jafnt hálendið sem
byggðir landsins.
Guðmundur hafði yndi af bókum,
las mikið og eftir að hann hætti bú-
skap og var fluttur í Egilsstaði fór
hann á námskeið í bókbandi. Nokkr-
ar voru ferðir hans til okkar á Reyni-
völlunum til að athuga hvort við ætt-
um ekki bækur sem þyrfti að binda
inn eða lagfæra. Ég minnist hans
þegar ég horfi í bókahillurnar og sé
hans vandaða handbragð.
Guðmundur átti oft við erfið veik-
indi að stríða en hann tók öllu með
jafnaðargeði og glettnin og brosið
fylgdu honum alla tíð. Ég fékk að sjá
brosið hans þegar ég heimsótti hann
daginn áður en hann lést.
Gott er sjúkum að sofna
meðan sólin er aftanrjóð,
og mjallhvítir svanir syngja
sorgblíð vögguljóð.
Gott er sjúkum að sofna
meðan sólin í djúpinu er
og ef til vill dreymir þá eitthvað
sem enginn í vöku sér.
(Davíð Stefánsson.)
Ég þakka Guðmundi alla hans vin-
áttu og hlýju.
Guð blessi minningu hans.
Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir.
Elsku besti afi, mig langar til að
kveðja þig með nokkrum minningum
frá því þegar ég var lítil í sveitinni
hjá þér og ömmu. Ég man að það var
alltaf svo gott að vera hjá ykkur og
þegar ég var hjá þér í fjárhúsinu og
fylgdist með þér hjálpa litlu lömb-
unum að koma í þennan heim. Ég
fékk að hjálpa til að gefa þeim mjólk
úr pelanum og hlaupa heim á bæ til
ömmu að sækja meðulin þeirra, svo
þú gætir gefið þeim. Þið sögðuð alltaf
við mig að ég væri svo ágætis vinnu-
kona því að ég væri svo létt á mér og
snögg að hlaupa og það var auðvitað
til þess að þá hljóp maður bara hrað-
ar og var sneggri ef eitthvað var. Það
er mér alltaf minnisstætt þegar ég
fór í ferðalag suður á land með ykkur
ömmu og þegar við komum á bæinn
Hala í Suðursveit þar sem þitt fólk
býr, svo þegar við vorum á söndun-
um að skoða skúmana og eggin
þeirra. Það var gaman þegar amma
var að leiðbeina þér svo þú keyrðir
ekki yfir eggin þeirra. Einnig þegar
við vorum að fara um Breiðdalsheiði
og amma heimtaði að stoppa við
sæluhúsið þar. Ég held að þá hafið
þið nú bjargað útlendu stelpunni sem
sem var þar, en úti var slydda og
kuldi, en hún kom til Íslands til að
skoða landið. Þið tókuð hana með
heim í sveitina og amma gaf henni að
borða og drekka og sú var nú þakklát
fyrir. Ég kveð þig nú, elsku afi, með
söknuði og þakka fyrir allar minn-
ingarnar.
Málfríður.
GUÐMUNDUR
JÓNSSON
✝ Gunnar Jón Guð-mundsson var
fæddur 16. nóvember
1984. Hann lést af
slysförum hinn 1.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Guðmundur Karl
Baldursson útgerð-
armaður í Þorláks-
höfn, f. 12.12. 1949
og Kim Brigit Sorn-
ing, f. 16.12. 1961.
Systkini hans eru:
Magnús Joachim, f.
29.1. 1983, Valdís
Klara, f. 1.12. 1985,
og Guðmundur Karl, f. 30.3. 1991.
Gunnar Jón ólst upp í Þorlákshöfn
og lauk námi við Grunnskóla Þor-
lákshafnar vorið 2000 og hóf síðan
nám við Fjölbrauta-
skóla Suðurlands
síðastliðið haust.
Hann lagði mikla
rækt við íþróttir alla
sína tíð og stundaði
golf og fótbolta af
miklu kappi og var
ákafur stuðnings-
maður Manchester
United. Veiðiskapur
var einnig mikið
áhugamál hjá Gunn-
ari Jóni og þrátt fyr-
ir ungan aldur hafði
hann náð góðum tök-
um á stangveiði og
þótti einstaklega fengsæll.
Útför Gunnars Jóns fer fram
frá Þorlákskirkju í Þorlákshöfn í
dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Bróðir okkar hann Gunnar Jón er
farinn, farinn fyrir fullt og allt, en
hann mun alltaf eiga stóran hlut í
hjarta okkar. Sem betur fer eru að-
eins til góðar minningar um hann,
hann var alltaf svo góður strákur. En
það sem kemur upp í huga okkar
þegar við hugsum til hans er það
hvað hann gat borðað mikið, og mið-
að við hvað hann borðaði var hann
ekki neitt neitt. Hann var grindhor-
aður lítill strákur sem talaði alltaf út
frá hjartanu. Hann sagði alltaf hvað
honum fannst en samt vissi hann
alltaf hvar átti að draga mörkin.
Gunnar Jón var á fullu í íþróttum
eins og við systkinin hans. Þegar
þetta hörmulega slys átti sér stað
var hann á leið til Hafnafjarðar til að
fara að spila sinn fyrsta meistara-
flokksleik með Knattspyrnufélaginu
Ægi. Hann elskaði fótbolta og var
mikill stuðningsmaður Manchester
United. Gunnar Jón fór að spila golf,
og var hann ekki lengi að ná tökum á
þeirri íþrótt og hefur unnið til
margra verðlauna. Hann þótti einnig
vera mjög sprækur í veiðimennsk-
unni, enda var hann mjög fengsæll,
og kepptust hann og pabbi við að fá
mestan afla í hvert skipti sem þeir
fóru saman að veiða. Hann var ný-
byrjaður að æfa körfu þegar þessi
sorgaratburður átti sér stað og var
hann einungis búinn að æfa í rúma
tvo mánuði og vissi ekki mikið um
körfubolta. Það var samt alltaf eitt-
hvað sem dreif hann áfram í körf-
unni. Hann var búinn að hlakka svo
mikið til þess að fara að spila með
vinum sínum á Opna Reykjarvíkur-
mótinu í körfu og hann ætlaði að
sýna strákunum að hann væri miklu
betri en bróðir sinn og systir. Gunn-
ar Jón var ekki hár í loftinu en það
háði honum ekkert því hann var með
svo stórt hjarta sem dreif hann
áfram í gegnum hvað sem var, hann
var alltaf til í smá fíflalæti sem
særðu engan, hann passaði sig á því
en hann var þannig gerður, hann
elsku bróðir okkar, að hann gat aldr-
ei gert flugu mein.
Gunnar Jón beið alltaf spenntur
eftir þeim helgum sem mamma og
pabbi ætluðu að fara í bústaðinn,
sérstaklega ef það var grillveður því
þá var hægt að grilla allan þann mat
sem hann vildi fá að borða og borðaði
hann manna mest.
Núna verður enginn fjörkálfur
sem kemur öllum til að hlæja á æf-
ingum, í skólanum, og í rútunni heim
úr skólanum, en þess vegna verðum
við að taka þetta erfiða skref og
varðveita þessar góðu og fallegu
minningar um hann Gunnar Jón
okkar. Við munum aldrei gleyma
þér, Gunnar Jón, megi Guð geyma
þig og varðveita.
Þín systkin,
Magnús Joachim, Valdís
Klara og Guðmundur Karl.
Sunnudagurinn rann upp, sólin
skein, lífið var svo eðlilegt og tilver-
an öll virtist svo góð þangað til sú
harmafregn barst að Gunnar Jón
hefði látist í bílslysi. Ég vildi ekki
trúa þessu, þetta gat ekki verið satt.
En þetta er staðreynd sem erfitt er
að sætta sig við. Minningarnar um
Gunnar Jón birtust í huga mínum,
minningar um dreng sem aldrei var
nein lognmolla í kringum. Það var
alltaf eitthvað að gerast þar sem
hann var. Gunnar Jón lauk grunn-
skólaprófi vorið 2000 ásamt bekkj-
arsystkinum sínum. Gunnar Jón var
orkumikill, fjörugur og duglegur og
við sem vorum honum samtíða í
grunnskólanum fengum vel að njóta
þessara einkenna hans.
Hann var mjög efnilegur knatt-
spyrnumaður og einnig átti hann
framtíð fyrir sér í golfinu og ég sá
fyrir mér keppnismanninn Gunnar
Jón, sem aldrei gaf eftir, ná langt í
þeirri íþrótt. Í knattspyrnunni hefði
framtíðin væntanlega getað gefið
Gunnari Jóni svo margt, svo margt
sem hann hefði svo sannarlega átt
skilið. Efnilegur piltur hefur nú ver-
ið kallaður á æðra tilverustig en
minningin mun lifa áfram í hjarta
okkar. Við munum aldrei gleyma
þessum fjörmikla og ótrúlega út-
haldsmikla dreng sem svo sannar-
lega átti framtíðina fyrir sér.
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann
mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga þig.
Með þessum orðum úr 23. Davíðs-
sálmi viljum við þakka samveruna og
fyrir hönd okkar allra í Grunnskól-
anum í Þorlákshöfn votta ég fjöl-
skyldu Gunnars Jóns, ættingjum og
vinum dýpstu samúð.
Halldór Sigurðsson skólastjóri.
Kveðja frá Fjölbrautaskóla
Suðurlands
Enn hefur orðið hörmulegt dauða-
slys á Suðurlandi. Foreldrar, ætt-
ingjar og vinir eru harmi slegnir.
Nemendur og starfsfólk Fjölbrauta-
skóla Suðurlands syrgja. Of oft höf-
um við staðið í sömu sporum í sal
skólans og minnst ungra nemenda
okkar sem fallið hafa frá af slysför-
um. Mikið væri gefandi fyrir að slys-
unum linnti.
Ungur piltur, Gunnar Jón Guð-
mundsson, hóf nám við skólann í
haust, fjörmikill drengur sem stóð
sig í náminu þrátt fyrir verkfallið.
Hann stundaði nám á Náttúrufræði-
braut. Gunnar Jón sat í horninu við
bókasafnið með dökkbláa húfu á
höfði, í Þorlákshafnarhópnum, lífleg-
um hópi sem lét vel í sér heyra. Þetta
er hópur sem stendur þétt saman.
Þau hafa þekkst frá því í fyrsta bekk
í grunnskóla, lært saman og leikið
sér, skemmt sér og lent í deilum
hvert við annað, hlegið saman og
grátið. Áfallið er því mikið og sorgin
sár. Nú ríður á fyrir þennan hóp að
hver gæti annars og styrki. Mikil-
vægast er að hópurinn standi með og
styrki piltana þrjá sem fóru með
Gunnari Jóni í þessa örlagaríku för.
Þeir lögðu af stað á knattspyrnuleik í
Reykjavík, fjórir piltar úr Þorláks-
höfn, allir nemendur við skólann.
Þeir komust ekki á leikinn. Einn
þeirra, Gunnar Jón, kemur ekki meir
til okkar. Á augabragði var hann tek-
inn frá foreldrum og systkinum, vin-
um og frá okkur öllum.
Lífsgátan hefur sjaldan verið tor-
ræðari.
Fyrir hönd okkar allra í Fjöl-
brautaskóla Suðurlands færum við
fjölskyldu hans og vinum okkar
dýpstu samúðarkveðjur og biðjum
þeim styrks og blessunar.
Blessuð sé minning Gunnars Jóns
Guðmundssonar.
Örlygur Karlsson
aðstoðarskólameistari.
Sigurður Sigursveinsson
skólameistari.
Elsku Gunnar Jón. Ég man fyrir
stuttu þegar við vorum í fótbolta ég,
þú, Baldur og Guðmundur. Þið
strákarnir vildu endilega hafa þetta
fótbolta sem mátti tækla og tudda í.
Mér gekk voða vel þar sem þarna
mátti tudda. Þú varst og ert svo góð-
ur í fótbolta og öllu öðru. Þú ert góð-
ur í frjálsum, körfubolta, badminton
og svo ertu svo góður í að koma öðr-
um til að hlæja og líða vel. Þú ætlaðir
að taka einn einliðaleik við mig í bad-
minton en í rauninni neitaði ég því,
ég vissi alltaf að þú myndir vinna, en
nú er það of seint. Þú hjálpaðir mér
þegar vondir tímar voru hjá mér, þú
varst mér besti frændi sem hægt er
að eiga. Ég hugsa með mér hvað ég
var heppin að þekkja þig. Elsku
Gunnar, þú varst og ert besti frændi
minn, og ég mun alltaf sakna þín svo
sárt.
Ég sakna þín. Ég leita þín. En ég
GUNNAR JÓN
GUÐMUNDSSON