Morgunblaðið - 07.04.2001, Page 55
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 55
„HEYRÐU, Siggi
hefur alveg tapað sér,
hann var settur á geð-
deild.“
„Hvað segirðu,
klikkaðist hann?“
Margir tengja geð-
veiki við „brjálsemi“,
fólk gangi af göflunum
og sé hættulegt. Sú er
þó sjaldnast raunin því
býsna hátt hlutfall
þjóðarinnar þarf að
leita sér aðstoðar
vegna geðrænna
vandamála einhvern-
tíma á lífsleiðinni.
Í dag, laugardaginn
7. apríl, er Alþjóðlegur heilbrigðis-
dagur WHO – Heilbrigðisstofnunar
Sameinuðu þjóðanna. Að þessu sinni
er hann tileinkaður geðheilbrigði og
áhersla lögð á fordóma og hvaða leið-
ir séu færar til að aðstoða geðfatlaða
við að taka virkan þátt í þjóðfélaginu,
eða „Stop exclusion – dare to care“.
Á Íslandi er talið að 1–2% þjóð-
arinnar séu haldin geðklofasjúk-
dómi, ívið fleiri geðhvarfasýki auk
allra þeirra sem eiga við andlega erf-
iðleika að etja, oft tímabundið, í líf-
inu. Það má vel hugsa sér að þetta
hlutfall sé svipað í öðrum löndum.
Margir sem fá geðsjúkdóm hætta
námi eða vinnu, einangrast og tapa
sjálfsáliti því það getur verið erfitt
að fá aftur vinnu eða hefja nám að
nýju. Oft fá þeir að heyra að veik-
indin séu bara vesaldómur, „farðu nú
að rífa þig upp úr þessari depurð“ er
oft viðkvæðið. Fjárhagur hreinlega
hrynur hjá mörgum því margir þurfa
að lifa á örorkubótum, stundum
tímabundið, oft til frambúðar.
Á ári hverju eru innlagnir um
3.000 á geðdeildum í Reykjavík auk
þeirra sem leggjast inn á Akureyri.
Stundum koma einstaklingar inn oft-
ar en einu sinni á ári en þessi tala
sýnir hvað geðheilbrigðismál eru
stór þáttur í þjóðfélaginu. Taka verð-
ur fram að mikil þróun hefur verið á
sviði geðheilbrigðismála undanfarna
áratugi. Það eru ekki nema 100 ár
síðan geðsjúkt fólk var geymt í fjós-
um og fjárhúsum eða hlekkjað svo að
minna ónæði hlytist af því. Árið 1871
vakti Þorgrímur Johnsen héraðs-
læknir athygli á hræðilegum aðbún-
aði geðsjúkra í ársskýrslu sinni.
Kleppsspítali var svo opnaður 1907
og þurfti fljótlega stækkunar við.
Meðferðarúrræðin voru býsna frum-
leg, svo ekki sé meira
sagt, fyrstu áratugina.
Eftir 1950 varð ger-
bylting með nýjum lyfj-
um og fólk átti mögu-
leika á að útskrifast af
geðsjúkrahúsi sem
hafði fram að því verið
nær óhugsandi.
Samtök geðsjúkra og
aðstandenda þeirra
hafa hérlendis sem og
erlendis unnið að
bættri þjónustu og
réttarstöðu fyrir þá
sjúku sem nú hafa sjálf-
ir oftast meira að segja
um meðferðarúrræði
en áður var og lyfjagjöf er ekki eina
lausnin. Samtalsmeðferðir og fleira
þarf til að fólk nái bata og auka þarf
aðstoð til að fólk nái að koma undir
sig fótunum eftir erfið veikindi.
Athvörf og klúbbar
8. febrúar 1993 var sett á stofn at-
hvarf fyrir geðfatlaða á Hverfisgötu
47 í Reykjavík sem fékk nafnið Vin.
Rauði kross Íslands hefur alla tíð séð
um rekstur athvarfsins en Reykja-
víkurborg hefur undanfarin ár lagt
til húsnæðið endurgjaldslaust. Strax
varð ljóst að þörf var á athvarfi sem
þessu sem opið er á daginn. Gesta-
komur hafa aukist ár frá ári og er
staðurinn fastur punktur í lífi
margra. Meginmarkmið Vinjar eru:
Að rjúfa félagslega einangrun
geðfatlaðra á höfuðborgarsvæðinu.
Að draga úr endurinnlögnum á
geðdeildir.
Að skapa umhverfi þar sem gagn-
kvæm virðing og traust ríkir og tekið
er tillit til hvers og eins.
Að efla þekkingu okkar og ann-
arra á málefnum geðfatlaðra.
Síðan athvarf þetta var sett á
laggirnar hefur RKÍ staðið að opnun
tveggja annarra athvarfa fyrir geð-
fatlaða. 9. okt. 1998 var Dvöl í Kópa-
vogi opnuð. Það er samstarfsverk-
efni Kópavogsdeildar Rauða
krossins, Kópavogsbæjar og Svæð-
isskrifstofu Reykjaness. Formleg
opnun Lautarinnar á Akureyri var 8.
des. sl. Þar sér Akureyrardeild
Rauða krossins um reksturinn í húsi
sem Öryrkjabandalagið lagði til.
Geðverndarfélag Akureyrar, Akur-
eyrarbær og heilbrigðisráðuneytið
aðstoðuðu dyggilega við að koma
Lautinni á laggirnar. Gestakomur í
Lautina hafa aukist jafnt og þétt og
er mikið um að vera þar.
Einnig er félagið Geðhjálp með
viðamikla starfsemi. Það var stofnað
1979 og hefur ætíð barist fyrir hags-
munum geðsjúkra með ýmsum
hætti. Geðhjálp var í leiguhúsnæði
frá 1982 til ’99 þegar félagið flutti í
eigið húsnæði á Túngötu 7.
Klúbburinn Geysir var opnaður í
sept. 1999 við Ægisgötu í Reykjavík
eftir mikla undirbúningsvinnu.
Geysir er sjálfseignarstofnun sem
rekin er m.a. með fé frá Reykjavík-
urborg, nágrannasveitarfélögum og
Alþingi. Þar koma geðsjúkir sem eft-
ir veikindi þurfa aðstoð við að koma
sér út í þjóðlífið. Þar tekst fólk á við
raunveruleg verkefni og unnið er að
því að útvega fólki vinnu og aðstoða
við að komast á skólabekk, svo dæmi
séu tekin.
Allir hafa þessir staðir sannað
gildi sitt svo um munar. Þörf á stöð-
um sem þessum er greinilega mikil
og eykst með hverju árinu. Rauða
krossdeildir á Austur- og Vestur-
landi eru að vinna að áætlunum um
hvernig hægt sé að koma á meiri að-
stoð við geðfatlaða úti á landi og von-
andi verður aðstaða bætt fyrir þá á
næstu árum. Ekki má gleyma að
geta þeirra fjölmörgu sjálfboðaliða
sem komið hafa að rekstri húsa RKÍ.
Ungliðahreyfing RKÍ hefur þar unn-
ið gríðarlega mikið og gott starf.
Geðsjúkdómar valda nægum þján-
ingum fyrir þá sem veikjast og að-
standendur þeirra. Heimskuleg við-
horf sem geta leitt til einangrunar og
einsemdar leiða til ógæfu fyrir alla.
Fordómar spretta af vanþekkingu
og ljótt væri ef fordómar væru í garð
þeirra sem t.d. þjást af hjartveiki eða
krabbameini.
Bætum forvarnir, fræðslu og
stuðning.
Horft um öxl –
og fram á veginn
Arnar Valgeirsson
Höfundur er starfsmaður í Vin, RKÍ.
Geðsjúkir
Heimskuleg viðhorf til
geðsjúkra geta leitt til
einangrunar og ein-
semdar, segir Arnar
Valgeirsson, og leiða til
ógæfu fyrir alla.
STOFNENDUR og
félagar í siglinga-
klúbbnum Vogi í
Garðabæ birtu grein í
Morgunblaðinu 27.
mars sl. þar sem þeir
hvetja til þess að skútu-
siglingar og æskulýðs-
starf verði endurvakið
á Arnarnesvogi. Full
ástæða er til þess að
taka undir þessi sjónar-
mið. Heilbrigt æsku-
lýðsstarf er mikilvægt
fyrir okkur öll sem bú-
um í sveitarfélaginu og
siglingar á skútum eða
róður á kajökum er
ekki líklegur til að
trufla lífríkið eða valda íbúunum við
voginn ónæði.
Landfylling er óþörf
Ástæða er til að vekja athygli á því
að rétt eins og enginn hefur mótmælt
því að íbúðarbyggð komi í stað óhrjá-
legs umhverfis skipasmíðastöðvar-
innar fyrir botni Arnarnesvogs hefur
enginn talað gegn því að aðstaða sigl-
ingaklúbbsins verði bætt. Mjög auð-
velt ætti að vera að koma þeim úrbót-
um við, t.d. með því að nýta hluta af
þeim hafnarmannvirkjum sem fyrir
eru, enda er ljóst að skipasmíðastöð
verður ekki rekin áfram á svæðinu.
Ábendingar félaga siglingaklúbbs-
ins eru enn eitt lóðið á þá vogarskál
að ekki verði ráðist í landfyllingu í
voginum. 7,3 hektara tangi langt út í
voginn, sem jafngildir 10 Laugar-
dalsvöllum, er fullkomlega óþörf
framkvæmd. Tangi með á annað þús-
und íbúa byggð á svæði sem nú er
hafflötur, með bryggjum þar sem
hraðskreiðir og hávaðasamir mótor-
bátar gætu athafnað sig, yrði til trufl-
unar fyrir skútusiglingar jafnframt
því sem hann raskaði lífríkinu og for-
sendum núverandi byggðar við vog-
inn.
Skútusiglingar
á Arnarnesvogi
Ásmundur
Stefánsson
Garðabær
Ábendingar félaga sigl-
ingaklúbbsins, segja
þeir Ásmundur Stef-
ánsson og Tómas H.
Heiðar, eru enn eitt lóð-
ið á þá vogarskál að ekki
verði ráðist í landfyll-
ingu í voginum.
Höfundar eru íbúar við
Arnarnesvog.
Tómas H.
Heiðar