Morgunblaðið - 07.04.2001, Side 60
UMRÆÐAN
60 LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BREYTINGAR á ís-
lensku samfélagi hafa
verið gríðarlega örar
síðustu árin. Eitt af ein-
kennum þessarar þró-
unar hefur verið hraður
vöxtur höfuðborgar-
svæðisins. Íbúum höf-
uðborgarsvæðisins hef-
ur fjölgað um 62% frá
1970 en á sama tíma
fjölgaði landsmönnum
um 38%. Um helmingur
aukningarinnar síðasta
áratug var vegna að-
flutnings fólks frá
landsbyggðinni og vax-
andi fjölda útlendinga sem flutti til
landsins.
Vaxtarverkir. Þessi mikli vöxtur
mannfjöldans hefur kallað á mikla
byggingarstarfsemi og útþenslu
byggðar. Á tímabilinu 1970 til 2000
bættust að meðaltali 85 ha lands á ári
undir ný byggðasvæði á höfuðborg-
arsvæðinu og hafa sveitarfélögin vart
haft undan að skipuleggja ný byggða-
hverfi síðustu misseri. Þessi nýju
hverfi eru byggð á jaðri byggðarinnar
í stöðugt meiri fjarlægð frá miðborg-
inni og á sama tíma fækkar íbúum í
eldri hverfum. Sú vegalengd sem íbú-
ar höfuðborgarsvæðisins þurfa að aka
daglega til og frá vinnu og til þess að
sinna öðrum erindum vex stöðugt.
Lýsandi dæmi um þessa þróun er að á
tímabilinu 1960 til 1998 fjölgaði Reyk-
víkingum um 47% en bílum um 634%.
Ef takast á að þjappa byggð betur
saman til að draga úr útþenslu henn-
ar og styrkja bakland miðborgarinn-
ar og annarra þjónustukjarna á svæð-
inu þarf að efla samvinnu íbúa og
skipulagsyfirvalda.
Þessi hraði vöxtur byggðar og sá
hraði og tímaleysi sem einkennir
borgarlífið kallar á margskonar rann-
sóknir og stefnumótun m.a. á þjón-
ustu borgarinnar.
Áhrifasvið höfuðborgar. Íbúum í
nágrannabyggðarlögum höfuðborg-
arsvæðisins hefur fjölgað verulega
síðustu 3–4 árin, þ.e. í þéttbýlissvæð-
um innan klukkutíma aksturs frá höf-
uðborgarsvæðinu. Á þessu svæði búa
nú um 75% landsmanna. Þessi stað-
reynd kallar á að farið verði að móta
raunhæfa byggðaáætlun fyrir allt
landið þar sem tekið er tillit til stöðu
höfuðborgarsvæðisins í byggða-
mynstri landsins. Engin rannsókn
hefur nýlega farið fram á þjónustu-
svæði höfuðborgarsvæðisins, hve
margir búa utan þess og sækja þang-
að vinnu og öfugt, né á tengslum höf-
uðborgarsvæðisins við
aðra þéttbýlisstaði
landsins.
Vatnsmýrin. Hin
mikla umræða sem fór
fram fyrstu mánuði árs-
ins vegna kosninga um
æskilega framtíðarnýt-
ingu Vatnsmýrar var
mjög jákvæð. Mun
meiri umræða var um
æskilega þróun byggð-
ar á svæðinu en tekist
hefur að fá fram þegar
aðalskipulagsáætlanir
hafa verið kynntar á
liðnum árum. Það fer
ekki á milli mála að það stóra land-
svæði í Vatnsmýri, um 130 ha, sem nú
fer undir flugstarfsemi skiptir miklu
máli fyrir framtíðarþróun Reykjavík-
ur, sérstaklega til að styrkja miðborg-
ina og til að efla þekkingariðnað í höf-
uðborginni.
Í umræðunni kom fram að skortur
er á staðgóðum upplýsingum um
ýmsa grundvallarþætti sem tengjast
æskilegri þróun byggðar á höfuð-
borgarsvæðinu. Það vantar t.d. betri
upplýsingar um landverð á höfuð-
borgarsvæðinu og upplýsingar um
ferðavenjur borgarbúa og kostnað
þeirra og samfélagsins vegna notkun-
ar einkabílsins. Þá komu fram margs
konar alhæfingar sem byggjast á tak-
mörkuðum upplýsingum t.d. um bú-
setu- og húsnæðisóskir mismunandi
aldurshópa og verslunarvenjur. Um
þessi og fleiri atriði eru því miður ekki
til heildstæðar upplýsingar og er þar
verk að vinna.
Dæmi um þróunarverkefni á
vegum Reykjavíkurborgar
Reykjavíkurborg vinnur nú að
margvíslegum þróunarverkefnum
sem nýtast munu til stefnumótunar til
framtíðar. Hér er aðeins fjallað um
nokkur þeirra sem tengjast æskilegri
þróun byggðar. Í ársbyrjun 1999 var
sett á laggirnar Þróunarsvið í ráðhúsi
Reykjavíkur með það hlutverk m.a.
að undirbyggja heildstæða stefnu-
mótun um æskilega þróun borgarinn-
ar með söfnun og miðlun upplýsinga
og með því að stuðla að meiri rann-
Bjarni Reynarsson
Til þess að skapa fyr-
irmyndarborg, segir
Bjarni Reynarsson, þarf
að hugsa til framtíðar.
ÞRÓUN
HÖFUÐBORGAR UTANRÍKISRÁÐHERRAR
Evrópusambandsins (ESB) koma
saman í Lúxemborg í dag til að ræða
Norðlæga vídd utanrík-
isstefnu ESB við starfs-
systkin sín frá sam-
starfslöndunum sjö
sem í hlut eiga.
Norðlæga víddin
dregur saman heildar-
stefnu ESB í málefnum
Norður-Evrópu. Mark-
mið hennar er að
gagnast löndunum um-
hverfis Eystrasaltið
sem bezt með því að
tryggja samræmi við
alla stefnumörkun og
framkvæmd stefnu-
miða ESB sem snerta
þennan hluta álfunnar.
Norðlæga víddin er
lykilatriði í samskiptum okkar við
Rússland og hefur vaxandi hlutverki
að gegna í tengslum við væntanlega
stækkun ESB til austurs.
Kalíníngrad-svæðið, sem tilheyrir
Rússlandi, verður meðal þeirra mála
sem verða í brennidepli í þessum við-
ræðum ráðherranna, eins og reyndar
verið hefur á nærri því hverjum ein-
asta fundi sem ég hef átt með fulltrú-
um rússneskra stjórnvalda síðastlið-
ið ár. Pútín forseti vakti máls á stöðu
Kalíníngrad á fundi með leiðtogum
ESB í síðasta mánuði og verður hún
á dagskrá tvíhliða leiðtogafundar
ESB og Rússlands í næsta mánuði,
sem og á fundi samstarfsráðs ESB
og Rússlands á morgun, þar sem við
munum ræða við Hr. Khristienko,
varaforsætisráðherra Rússlands,
sem fer með málefni ESB í rúss-
nesku ríkisstjórninni. Þetta er meðal
forgangsverkefna sænsku ESB-for-
mennskunnar og ég fór sjálfur í
heimsókn til Kalíníngrad í fylgd með
sænska utanríkisráðherranum, Önnu
Lindh, í febrúarmánuði. Hvað veldur
þessum mikla áhuga?
Svarið liggur í landfræðilegri og
pólitískri legu Kalíníngrad-svæðis-
ins; það er hluti af Rússlandi en að-
skilið frá öðrum hlutum rússneska
sambandsríkisins, klemmt inni á milli
Litháens og Póllands við strönd
Eystrasaltsins.
Stækkun Evrópusambandsins til
austurs mun auka á stöðugleika og
lýðræði í álfunni. Rússland á eftir að
hagnast á nýjum tækifærum sem
hún mun skapa – og Kalíníngrad mun
líka vera vel í sveit sett til að njóta
góðs af þessari þróun. En innganga
Litháens og Póllands í ESB varpar
líka fram fjölda praktískra spurninga
sem varða samgöngur, millilandavið-
skipti, vegabréfaáritanir, landa-
mæraeftirlit og svo framvegis. Við
verðum að finna raungóðar lausnir á
þessum vandamálum.
Tökum vegabréfa-
áritanir og frjálsa flutn-
inga fólks yfir landa-
mæri til dæmis. Eins og
er geta íbúar Kalíníng-
rad-svæðisins auðveld-
lega ferðast í gegnum
Pólland og Litháen til
Rússlands; árlega eru
taldar um níu milljónir
ferða yfir landamærin.
Það er ekki óeðlilegt að
þetta fólk hafi áhyggjur
af því að þetta muni
breytast við inngöngu
Póllands og Litháens í
ESB. Hvers konar
landamæraeftirliti mun
verða þörf á að koma upp? Hvers
konar vegabréfaeftirliti? Munu íbúar
svæðisins reka sig á það að þeir geti
ekki lengur ferðast að vild til og frá
meginlandi Rússlands?
Þetta eru alvarleg og viðkvæm
mál. Ég er ekki í neinum vafa um að
hægt sé að leysa þau þannig að allir
verði sáttir. En lausnirnar liggja ekki
í augum uppi. Þær munu krefjast
þess af okkur að nýta með skapandi
hætti þann sveigjanleika sem reglur
ESB heimila.
Framkvæmdastjórn ESB birti í
janúar sl. skýrslu sem gagnast átti
sem umræðugrundvöllur um stöðu
Kalíníngrad. Í þessari skýrslu er
ekki aðeins fjallað um þau ýmsu
vandamál sem tengjast stækkun
ESB til austurs, heldur einnig önnur
almennari vandamál sem Kalínín-
grad-svæðið stendur frammi fyrir og
við viljum hjálpa eftir megni að finna
lausnir á.
Við höfum nú þegar hafið viðræður
um okkar hugmyndir þar að lútandi
við stjórnvöld í Moskvu og heimsókn
mín til Kalíníngrad í febrúar staðfesti
að þær höfðu hlotið góðar viðtökur á
vettvangi. Og árangur í Kalíníngrad
stendur og fellur með því héraðsyfir-
völd séu höfð með í ráðum á öllum
stigum og upplýst um þau nýju tæki-
færi sem fylgja munu stækkun ESB.
Það er þess vegna sem ég fagna sér-
staklega þátttöku héraðsstjórans í
Kalíníngrad, herra Jegorovs, í ráð-
stefnunni um Norðlægu víddina í
dag.
Í Moskvu er verið að finna svör við
aðgerðum ESB. Rússneska ríkis-
stjórnin ræddi málefni Kalíníngrad
sérstaklega hinn 22. marz sl. Gildis-
tími sérlaga um stöðu Kalíníngrads
sem sérstaks efnahagssvæðis hefur
verið framlengdur um tíu ár og sam-
þykktar hafa verið ráðstafanir til að
styðja við þróun viðskiptalífs, til að
þróa samgöngur á svæðinu og til
uppbyggingar í orku- og fjarskipta-
málum.
Þetta eru allt jákvæð skref. En
þeir sem hafa látið sig dreyma um
Kalíníngrad sem „Hong Kong
Eystrasaltsins“ verða að horfast í
augu við að erfiðar hindranir standa í
vegi fyrir því. Svæðið á til dæmis við
gríðarlegan mengunarvanda að
stríða og alvarleg fíkniefna- og heil-
brigðisvandamál, þar á meðal mjög
háa tíðni HIV- og berklasýkinga. Það
er einnig miðstöð skipulagðrar
glæpastarfsemi. Gizkað hefur verið
á, að yfir 50% „þjóðar“-tekna Kalín-
íngrad komi úr svokallaðri „óform-
legri starfsemi“. ESB hefur veitt
fjármunum og sérhæfða aðstoð til
Kalíníngrad til að kljást við þessi
vandamál. Á síðustu árum hafa 15
milljónir evra (andvirði 1230 milljóna
kr.) runnið úr sjóðum ESB til þess-
ara verkefna í Kalíníngrad og aðrar
15 milljónir evra eru á leiðinni.
Kalíníngrad, sem áður hét Kön-
igsberg, er heillandi staður með ein-
staka sögu. Borgin var fæðingarstað-
ur Immanuels Kants, sem yfirgaf
hana aldrei alla ævi. Það var í
Königsberg sem Friðrik I, fyrsti
konungur Prússlands, var krýndur
fyrir 300 árum. Kópernikus bjó þar
og mótaði heimsmynd Evrópubúa.
Ég held að Kalíníngrad muni verða
stórfenglegur staður á ný. Svæðið
gæti orðið að fyrirmynd samstarfs í
nafni Norðlægu víddarinnar. Nýj-
asta þróun mála í Kalíníngrad gefur
líka tilefni til bjartsýni á þróun heild-
arsamskipta okkar við Rússland.
Kalíníngrad og Norðlæg
vídd Evrópusambandsins
Chris Patten
Utanríkisstefna
Kalíníngrad, sem áður
hét Königsberg, er
heillandi staður með
einstaka sögu, segir
Chris Patten. Svæðið
gæti orðið að fyrirmynd
samstarfs í nafni Norð-
lægu víddarinnar.
Chris Patten fer með utanríkismál í
framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins.
SKOÐUN