Morgunblaðið - 07.04.2001, Síða 61

Morgunblaðið - 07.04.2001, Síða 61
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 61 sóknum á borgarsamfélaginu. Mörg mikilvæg verkefni og rannsóknir hafa verið unnin á Þróunarsviði og hvet ég alla að kynna sér þau á heimasíðu borgarinnar. Í árslok 1999 hleypti Þróunarsvið af stokkunum verkefn- inu Framtíðarborgin sem er undir- búningur fyrir langtímastefnumótun fyrir höfuðborgina unnið í samráði við borgarbúa, en um 800 manns komu að þessu verkefni. Sú langtímastefnu- mótun sem hér um ræðir snýst um ímynd borgarinnar, starfsemi og þjónustuhlutverk. Verkefnið snerist um það að afla hugmynda, einskonar gagnabanka, um hvernig borgin gæti verið eftir um 15 ár. Efnis í hug- myndabankann var aflað með ráð- stefnum, níu sérfræði- eða rýnihópum (9 líf), samstarfi við félagasamtök og með viðhorfskönnunum svo dæmi séu tekin. Einnig var fundað með fulltrú- um á landsbyggðinni og leitað álits þeirra á höfuðborginni og æskilegu hlutverki hennar. Í febrúar sl. var efni úr þessari hugmyndavinnu tekið sam- an og birt í blaði sem dreift var til allra heimila í Reykjavík. Með þessari vinnu hafa borgarfulltrúar fengið í hendurnar mikið magn af gagnlegum upplýsingum til að móta langtíma- stefnu fyrir höfuðborgina. Hinn 17. mars 2000 skrifuðu borg- arstjóri og rektor Háskóla Íslands undir samstarfssamning um Borgar- fræðasetur, samstarfsvettvang Reykjavíkurborgar og háskólans í þéttbýlisrannsóknum með áherslu á höfuðborgarsvæðið. Markmiðið með stofnun setursins er að standa fyrir, efla og samhæfa rannsóknir og fræðslu í greinum sem tengjast bæj- um og byggðum, einu nafni borgar- fræðum. Það verður m.a. gert með því að efla rannsóknatengt framhalds- nám í borgarfræðum, kynna niður- stöðu rannsókna og gangast fyrir ráð- stefnum og fyrirlestrum í borgarfræðum. Setrið mun hafa að- setur í Skólabæ, húsnæði háskólans við Suðurgötu og mun starfsemin hefjast á næstu vikum. Næsta haust- misseri verður í fyrsta skipti boðið upp á sérstakt nám við Háskóla Ís- lands í borgarfræðum sem 30 eininga aukagrein. Stofnanir borgarinnar sem vinna að þróunar- og rannsókna- verkefnum munu hafa náið samstarf við Borgarfræðasetur um rannsókna- vinnu á næstu misserum. Svæðisskipulag fyrir höfuðborgar- svæðið. Í rúm tvö ár hafa sveitar- félögin á höfuðborgarsvæðinu unnið sameiginlega að svæðisskipulagi fyrir höfuðborgarsvæðið og er vinnan nú á lokastigi. Megináherslan er lögð á landnotkun, samgöngur, þróun byggðar og umhverfismál og að mörkuð verði samræmd stefna í þess- um málaflokkum. Í tengslum við þessa vinnu hefur farið fram mikil upplýsingaöflun um þessa þætti og er sjálfsagt að viðhalda þeim gagna- banka fyrir áframhaldandi vinnu að stefnumótun fyrir svæðið. Skipulagstímabilið er til 2024, en eftir árið 2018 þarf að ákveða hvort meginuppbygging byggðar næstu ár- in á eftir verði á Álfsnesi, í suðurhluta Hafnarfjarðar eða í Vatnsmýri. Fram að þeim tíma er gert ráð fyrir að nýta sem best þau svæði til byggingar sem eru miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og þau svæði sem sveitarfélögin höfðu þegar áætlað undir byggð næstu 10 til 12 árin. Í tillögunum eru áform um verulega þéttingu byggðar m.a. um 5 þúsund nýjar íbúðir innan núverandi byggðar í Reykjavík. Alls gera tillög- urnar ráð fyrir að taka þurfi um 1.600 ha lands fyrir nýja byggð á höfuð- borgarsvæðinu næsta aldarfjórðung- inn. Það skiptir því miklu máli, hvar og hvernig þessari byggð verði komið fyrir. Sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu verða að fylgja stefnumótun svæðisskipulagsins þegar þau endur- skoða aðalskipulagsáætlanir sínar í framhaldi af staðfestingu þess. Áformað er að kynna svæðisskipulag- ið ítarlega á næstu mánuðum. Tilgangurinn með þessari grein er að vekja áhuga almennings á þeirri þróunarvinnu sem nú er verið að vinna að af Reykjavíkurborg og sveit- arfélögunum á höfuðborgarsvæðinu- .Til þess að skapa fyrirmyndarborg þarf að hugsa til framtíðar og hún verður ekki að veruleika nema með upplýstum umræðum og þátttöku al- mennings í stefnumótun. Umræðan um framtíð Vatnsmýrar sýndi að Ís- lendingum er ekki sama um framtíð höfuðborgarinnar. Höfundur er verkefnastjóri á þróunarsviði í Ráðhúsi Reykjavíkur. Aukning byggðar 1971 - 2000 fimm daga vikunnar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.