Morgunblaðið - 07.04.2001, Qupperneq 75
DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 75
Fermingartilboð
Snittur, brauðtertur, alhliða veisluþjónusta
Pantið tímanlega
Stúdíó Brauð,
Arnarbakka 2 - sími 577 5750
Fallegar kápur
stuttar og síðar
þykkar og
þunnar
Úrval af yfirhöfnum
á góðu tilboðsverði
Opið laugardaga
frá kl. 10—16
Mörkinni 6,
sími 588 5518
Opið:
Mánud.-föstud. frá kl.10-18,
laugard. 10-16,
sunnud. 13-16. Bæjarlind 4, sími 544 4420
Full búð af nýjum vörum
Árnað heilla STJÖRNUSPÁ
ef t i r Frances Drake
HRÚTUR
Afmælisbarn dagsins:
Þú flýtir þér hægt og veltir
hlutunum vandlega fyrir
þér áður en þú lætur til
skarar skríða.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú þarft að koma persónuleg-
um málefnum þínum í lag áður
en þú getur vænst þess að ná
nokkrum árangri í starfi þínu
því lífshamingjan er undirstaða
alls.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Hættu að láta umhverfið halda
aftur af þér. Sæktu þér lærdóm
og lífsvisku sem þroskar þig og
hjálpar þér að ná lengra á lífs-
leiðinni.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Stundum verður maður að taka
áhættu ef hlutirnir eiga að
ganga upp en það er vanda-
samt mat hvort eitthvað er
áhættunnar virði eða hvort rétt
er að setja öryggið á oddinn.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Taktu það ekki óstinnt upp þótt
aðrir séu með spurningar um
tilgang þinn og starfsaðferðir.
Þú hefur ekkert að fela svo þú
getur staðist rannsókn þeirra.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Stundum er svaranna að leita á
ólíklegustu stöðum og þú verð-
ur umfram allt að sýna hug-
kvæmni ef þú vilt ná einhverj-
um árangri. Sýndu dirfsku líka.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú ættir að leita þér ráða áður
en þú hellir þér út í verkefni
sem þér stendur til boða. Það
skiptir verulegu máli að þú vitir
út í æsar hvernig þú ætlar að
halda á spilunum.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú þarft að finna leiðir til þess
að nýta orku þína til hins ýtr-
asta. Það er mikil sóun þegar
þú leggur hart að þér án þess
að útkoman verði þér að
nokkru gagni.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Finndu út hvað það er sem þú
raunverulega vilt í þessu lífi.
Ekkert er eins leiðinlegt og
þegar líf manns snýst um hluti
sem maður hefur hvorki áhuga
á né gleði af.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Það er ekki alltaf víst að ódýr-
asta leiðin sé sú besta en þú
skalt kanna vandlega alla mála-
vexti áður en þú lætur til skar-
ar skríða.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þótt bjartsýni sé góð máttu
ekki láta hana hlaupa með þig í
gönur. Til þess að ná árangri
þarftu að vera raunsær og gera
þér glögga grein fyrir því hvað
er mögulegt og hvað ekki.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Nú er komið að því að þú verð-
ur að setjast niður og fara
vandlega yfir eigin mál því ef
þú heldur áfram að óbreyttu
áttu á hættu að allt fari í hnút.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Farðu ekki á taugum þótt svör
við spurningum liggi ekki í aug-
um uppi. Hlutirnir mega taka
sinn tíma, aðalatriðið er að út-
koman sé sú sem menn helst
kjósa.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
LJÓÐABROT
SIGGA LITLA
Sigga litla systir mín
situr úti í götu;
ærnar sínar auðarlín
er að mjólka í fötu.
Þjóðvísa.
70 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 7. apr-
íl, verður sjötugur Árni Val-
ur Viggósson, símaverk-
stjóri, Lindasíðu 2,
Akureyri. Eiginkona hans
er Unnur Þorsteinsdóttir.
Þau eru að heiman í dag.
hafði svart í þessari atskák
gegn Vassilí Ivansjúk (2717)
og notfærði sér veika kóngs-
stöðu hvíts. 34...Bxg3! 35.
Df3 35. hxg3 væri svarað
með 35...Hh6
og drottningin
fellur. 35...Dh6
36. Bf1 Hfg8
37. Bd3 Bf4 38.
Rxf5 Rxf5 39.
Bxf5 Bxd2 40.
Bxg6 Dxg6 41.
Dd5 Be3 og
hvítur gafst
upp. Skákþing
Íslands í áskor-
enda- og opn-
um flokki hefst
í dag kl. 14:00 í
húsakynnum
Taflfélags
Reykjavíkur,
Faxafeni 12.
Fyrstu þrjár umferðirnar
verða með atskáksniði en
hinar sex með lengri tíma-
mörkum. 9.–11. apríl verður
teflt kl. 18:00, en síðustu
þrjár umferðirnar verða
tefldar 13.–15. apríl kl.
14:00.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
STAÐAN kom upp á Amb-
er-mótinu, er lauk fyrir
skömmu í Mónakó. Ung-
verski stórmeistarinn Peter
Leko (2745) þykir hafa
fremur rólyndislegan skáks-
tíl en í sömu mund er hann
gríðarlega sterkur. Hann
Svartur á leik.
EITT af því undarlegasta
við bridsíþróttina er sú stað-
reynd að spilin hafa kímni-
gáfu. Reyndar skilja ekki
allir þennan húmor og
mörgum „utangarðsmann-
inum“ þykir kostuleg um-
ræða bridsara um
„skemmtileg spil“. En því er
ekki að neita að sum spil eru
bráðfyndin.
Austur gefur; NS á hættu.
Norður
♠ 53
♥ 92
♦ ÁK10973
♣ 1087
Vestur Austur
♠ ÁKDG109876 ♠ 4
♥ 53 ♥ ÁDG1064
♦ G8 ♦ D65
♣-- ♣G95
Suður
♠
♥ K87
♦ 42
♣ÁKD6432
Þetta er til dæmis alveg
drepfyndið spil, en það er
frá annarri umferð Íslands-
mótsins um síðustu helgi.
Austur er gjafari og það fór
eftir stíl manna hvort opnað
var á einu eða tveimur hjört-
um. Fjölmargir suðurspilar-
ar réðu ekki við sig og
stukku beint í þrjú grönd.
Hvað á vestur, auminginn,
að gera við því?
Vestur Norður Austur Suður
-- -- 2 hjörtu 3 grönd
Skynsamlegast er sennilega
að passa og spila út spaða-
sexunni. Það var ekki
óþekkt og vakti mikla kátínu
– hjá AV a.m.k. Níu slagir á
spaða og einn á hjarta gefa
AV 600 stig, sem er alveg
prýðilegt þegar fimm lauf
standa í NS, en fimm spaðar
tapast í AV.
En ekki voru allir vestur-
spilararnir svo hógværir.
Einhverjir dobluðu og á
tveimur borðum varð það
lokasögnin – 1700 niður.
Einn norðurspilari var aftur
á móti ánægður með spilin
sín, enda með ÁK í tígli í
holu, og redoblaði. Enginn
veit hvað suður hefði gert,
en ekki reyndi á það því að
austur tók út í fjögur hjörtu.
Sennilega hefur vestri ekki
verið skemmt á þeim tíma-
punkti þótt hann sæi skop-
legu hliðina eftir á.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
60 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 7. apríl, verða sex-tugir tvíburarnir Hjörleif Einarsdóttir ritari, Funa-
lind 7, Kópavogi, og Sveinbjörn Þór Einarsson myndlistar-
maður, Hraunbæ 102, Reykjavík. Þau verða að heiman á
afmælisdaginn.
50 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 7. apr-
íl, verður fimmtugur Bene-
dikt Jónsson, Hamrabergi
48, Reykjavík. Sambýlis-
kona hans er Margrét Hálf-
dánardóttir. Þau verða
heima í dag.
90 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 7. apr-
íl, verður níræður Hörður
Runólfsson verkstjóri,
Hraunbæ 105, Reykjavík.
Hann verður að heiman.
80 ÁRA afmæli. Nk.mánudag, 9. apríl,
verður áttræð Ásthildur
Teitsdóttir, húsfreyja að
Hjarðarfelli, Snæfellsnesi,
nú búsett að Kaplaskjóls-
vegi 39, Reykjavík. Eigin-
maður hennar var Gunnar
Guðbjartsson, bóndi og
form. Stéttarsambands
bænda, sem lést 1991. Hún
tekur á móti ættingjum og
vinum í Sunnusal Hótels
Sögu í dag, laugardaginn 7.
apríl, kl. 15–17.30.
Hjálp! Ég er villt.
FRÉTTIR
FERÐAFÉLAGIÐ Útivist fer
sunnudaginn 8. apríl í fjölskyldu-
ferð í Hvalfjörð og er brottför kl.
13 frá BSÍ. Hægt er að koma í rút-
una á leiðinni við Select, Vestur-
landsvegi, og víðar. „Um er að
ræða létta göngu milli Hvítaness
og Fossár. Kræklingur verður
tíndur og hann steiktur á staðnum
en þátttakendur þurfa að taka með
sér ílát. Litið verður á stríðsminjar
í Hvítanesi eftir því sem tími leyf-
ir.
Verð 1.400 kr fyrir félaga og
1.600 kr fyrir aðra en ekkert þátt-
tökugjald fyrir börn í fylgd for-
eldra sinna. Ekki þarf að tilkynna
þátttöku og allir eru velkomnir,“
segir í fréttatilkynningu.
Stórstraums-
og kræk-
lingaferð
í Hvalfjörð
LANGUR laugardagur verður í
dag á Laugaveginum þar sem kaup-
menn taka á móti fólki með til-
boðum og afsláttum ásamt því að
mikið verður um að vera og má þar
telja Bibba blaðadreng, Bjarna
töframann, páskaeggjaratleik og
margt fleira.
Langur
laugardagur
HIN árlega keppni nemenda á
Hvanneyri um Morgunblaðsskeifuna
er í dag og hefst hún með fánareið kl.
13.
Hinn kunni hestamaður Jóhann
Þorsteinsson á Miðsitju í Skagafirði
hefur kennt tamningar í vetur og
sagði hann að tamningarnar hefðu
gengið ágætlega miðað við þær að-
stæður sem væru á Hvanneyri.
Hrossin hafi auðvitað verið misjöfn
en nemendurnir hafi verið duglegir
og stundað hrossin vel.
Dagskráin hefst eins og áður segir
með fánareið kl. 13. Síðan verður
keppt um Morgunblaðsskeifuna en
hana hlýtur sá nemandi sem talinn er
hafa náð bestum árangri í reið-
mennsku og tamningu. Einnig verður
veittur Eiðfaxabikarinn fyrir bestu
hirðingu og Félag tamningamanna
veitir verðlaun fyrir bestu ásetuna.
Að lokinni keppninni verður að
venju kaffisamsæti í matsal heima-
vistarinnar á Hvanneyri þar sem
verðlaunin verða veitt.
Skeifukeppnin
á Hvanneyri í dag
NÝ verðskrá fyrir skeytaþjónustu
tók gildi um síðustu mánaðamót. Um
er að ræða breytingar á gjaldskrá og
reglum fyrir símaþjónustu í almenna
talsímakerfinu innanlands sem Póst-
og fjarskiptastofnun hefur nýlega
samþykkt.
Nokkurt tap hefur verið á rekstri
skeytaþjónustu um tíma, m.a. vegna
hækkunar á útsendingar- og launa-
kostnaði. Með breytingunni er verið
að færa verðskrána til samræmis við
raunkostnað.
Ný verðskrá
♦ ♦ ♦