Morgunblaðið - 07.04.2001, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 07.04.2001, Blaðsíða 77
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 77 HLJÓMSVEITIN 808 State er brautryðjandasveit á sviði elektrón- ískrar tónlistar, stofnuð árið ’88, en vakti fyrst á sér athygli hér á landi þegar Björk „okkar“ Guðmundsdótt- ir söng lag með sveitinni árið ’91. Í kjölfarið tók hljómsveitin upp mynd- band með söngkonunni í Djúphelli í Bláfjöllum. Í upphafi síðasta áratugar átti sveitin nokkra smelli. Má þar þá helst nefna lögin „Pacific State“, “In Yer Face“ og „Cubik“. Síðan þá hefur sveitin unnið með fjölda listamanna, þ.á m. David Bowie, Paul Weller og Bernard Sumner. Tveir meðlimir sveitarinnar, þeir Andrew Barker og Darren Partington, eru nú mættir aftur á klakann til þess að þeyta skíf- um á Gauk Á Stöng, en þetta er fimmti innflutti plötusnúðahópurinn sem Rými flytur inn. „Halló, þetta er Andy úr 808 State,“ þannig svaraði Andrew Bark- er í símann þegar blaðamaður hringdi í hann í hljóðverið þar sem sveitin er að vinna væntanlega breiðskífu. Sæll vertu, eru þið við upptökur þessa stundina? „Já, við erum búnir að vera lengi að taka upp þessa nýju plötu. Hún er ekki alveg tilbúin. Ætli við séum ekki búnir að klára um 75% af heildarvinn- unni núna. Það kemur út ný smáskífa núna í júní.“ Hvernig hljómar þetta nýja efni? „Uhmm, ég veit það ekki alveg. Þetta er frekar brenglað núna. Þetta er ekki algjörlega „beint á dansgólf- ið“ tónlist. Það er frekar óþægilegt að reyna útskýra hana, þetta er vonandi ný tegund tónlistar. Við förum yfir víðan völl. Ég myndi ekki vilja kalla þetta taktbrot, trans, harðkjarna- elektró eða hústónlist. Þessi tónlist er dálítið sér á báti.“ Ætlið þið að spila eitthvað af þess- ari plötu á Gauknum? „Jú, það er aldrei að vita nema við setjum eitt eða tvö lög á fóninn. Það ætlast alltaf margir til þess þegar við erum að þeyta skífur að við spilum mikið af gömlu efni en við gerum það ekki. Við spilum ekki mikið af 808 tón- listinni, leyfum yfirleitt einu eða tveimur lögum að fljóta með.“ Spilið þið mikið af tónlist þeirra sem hafa haft áhrif á ykkur? „Já, við spilum hitt og þetta af þeirri tónlist sem hefur haft áhrif á okkur í gegnum árin. En meirihlutinn er splunkunýtt efni. Við spilum lík- lega bara svipaða tónlist og allir helstu plötusnúðar heims í dag. Við erum reyndar ekki í þeirra deild.“ Hvað finnst þér um þróun elektr- ónískar tónlistar frá því að þið byrj- uðuð? „Mér finnst hafa ræst alveg stórvel úr henni. Það er fullt af góðum tón- listarmönnum að gefa út plötur þessa dagana. Það hafa skapast margar góðar stefnur í gegnum árin. Fullt af tilraunastarfsemi. Ég held að fyrir tíu árum hefði enginn getað giskað á hve stór hluti af tónlistarlífinu þetta er orðið. Fyrir tíu árum hefði maður aldrei heyrt elektróníska tónlist spil- aða í verslunum. Í dag er hún í gangi í nánast hverri einustu verslun sem maður fer inn í. Í lengri tíma var þetta hálfdapurt. Það var mikið um að tónlistarfólk væri að taka þekkt göm- ul lög og færa þau yfir í okkar stíl. Ég held að almenningur sé betur upplýstur í dag og sé hættur að kaupa svoleiðis. Fólk vill heyra meiri jaðar- tónlist í dag. Þetta er allt afar heilsu- samlegt þessa dagana.“ Eruð þið spenntir fyrir komunni? „Já, við getum ekki beðið. Það er svo langt síðan síðast. Ég get ekki beðið eftir því að sjá hve mikið hefur breyst.“ Já, það var þá sem þið og Björk tókuð upp myndbandið við lagið OOOPS í Djúphelli, hvernig gekk það? „Það var undarleg upplifun. Nokkrir meðlimir sveitarinnar týnd- ust eina nóttina þegar þeir voru að rölta um hálendið. Það var góð upp- lifun (hlær).“ Þannig að þið farið líklegast ekki í neinar hellaferðir yfir helgina? „Ég býst nú ekki við því (hlær). Þetta var ævintýri á sínum tíma.“ Einhver skilaboð að lokum? „Ef einhverjir lesendur hafa áhuga á því sem 808 State er að gera þá vil ég benda á heimasíðu okkar www.808state.com. Þar er fullt af upplýsingum, myndböndum, hljóð- dæmum og heilu útvarpsþættirnir sem hægt er að hlusta á. En ekkert er til sölu, þetta er ekki búð, allt er frítt.“ Við getum ekki beðið Meðlimir 808 State ásamt Björk. Meðlimir 808 State þeyta skífur á Gauk á Stöng í kvöld Dans á Rósum Vesturgötu 2, sími 551 8900 Frá Vestmannaeyjum í kvöld Kringlunni - Faxafeni Fjórar gerðir, verð frá 4.990.- eyrnalokkar í stíl F e r m i n g a rg j ö f s e m e r f r a m t í ð a re i g n S i l f u r - F a l l e g f e r m i n g a r g j ö f k r i s t a l s k r o s s a r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.