Morgunblaðið - 08.04.2001, Page 8

Morgunblaðið - 08.04.2001, Page 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Mannfræðistofnun – fyrirlestur Hvernig Ísland endurspeglast í ljósmyndum ÞRIÐJUDAGINN10. apríl mun AnnaBrydon mannfræð- ingur og lektor við Wilfrid Laurier University halda opinberan fyrirlestur í Odda, stofu 101, og hefst fyrirlesturinn klukkan 12.15. Anna var spurð hvað hún ætlaði að fjalla um í fyrirlestri sínum? „Ég ætla að ræða um tvö efni, annars vegar íslensk- an listamann, Árna Har- aldsson, sem fæddist á Ís- land 1951 en flutti til Kanada með fjölskyldu sinni 1961. Hann er nú kennari við Emily Carr College of Art. Árni hefur fjallað um nútímaaktitekt- ur og umhverfisskipulag á tímabilinu 1925 til 1950 á Íslandi, Ísrael og líka í Indlandi, bæði í riti en einkum í ljósmyndum. Með ljósmyndum sínum hefur hann fest á filmu liðna tíð, hvernig hlutirnir litu út þá. Í öðru lagi ætla ég að tala um mótmæli gegn fram- kvæmdum við Eyjabakka sem fram fóru á svæðinu árið 1999 og ljósmyndir frá þeim atburðum. Ég ætla og að ræða um hvernig lista- menn geta fengið okkur til sá sjá umhverfi okkar á nýja hátt og þannig látið okkur hugsa á annan hátt um það sem við áður töldum sjálfsagt.“ – Hvaða rannsóknir hefur þú fengist við á Íslandi? „Fyrstu rannsóknir mínar voru tengdar Vestur-Íslendingum í Kanada, nánar tiltekið í Manitoba. Ég er áhugasöm um þjóðhópa og skoðaði m.a. í þessu sambandi Ís- lendingadaginn í Gimli, fjallkonuna sem slíka og einnig skoðaði ég samband Íslendinga og Indíána. Þegar ég kom til Íslands 1988 var ég áhugasöm um þjóðernistilfinn- ingu og sjálfsmynd Íslendinga og skrifaði doktorsritgerð mína um það efnien ég varð fljótlega tengd íslenska samfélaginu. Minn út- gangspunktur var hvalamálið sem þá var í brennidepli.“ – Fannstu mikil líkindi með Ís- lendingum nútímans og Vestur-Ís- lendingum? „Mér fannst einna áhugaverðast hvernig Íslendingar og Vestur-Ís- lendingar misskildu hverjir aðra, ef svo má segja. Báðir hóparnir vildu spegla sig hvor í öðrum, Ís- lendingar nútímas vildu sjá Íslend- inga fortíðarinnar í Vestur-Íslend- ingum og skildu illa að Vestur- Íslendingar eru fyrst og fremst Kanadamenn og Vestur-Íslending- ar vildu sjá í Íslendingum forfeður sína í þeirra heimkynnum og finna að þeir tilheyrðu þessum hópi. En hvort tveggja var eðlilega mis- skilningur. Þarna var í báðum til- vikum um að ræða nútímafólk. Hvorugur hópurinn lifði í fortíð- inni.“ – Hvernig komst þú í bland við listir? „Ég fór að skrifa um ýmis listaverk í Kanada vegna þess að ég skildi og lærði að listamenn og mannfræðingar eiga ýmislegt sameiginlegt. Þeir vilja fá fólk til þess að líta á hlutina frá öðru sjónarhorni og eru sér meðvitandi um að þeir eru að skoða umhverfið. Listamenn eru sérfræðingar í að skoða heiminn og við lifum í heimi sem er fullur af ímyndum sem við viljum læra að þekkja betur.“ – Hvað vakti áhuga þinn á Árna Haraldssyni? „Í fyrsta lagi sá ég nafnið og átt- aði mig á að hann var frá Íslandi. Mikilvægara var þó að við deildum áhuga á sambandi því sem er á milli arkitektúrs og samfélagsins. Ég sá verk fyrst í Vancouver og seinna setti ég upp sýningu með verkum hans sem bar nafnið At Last Sight og var haldin í London í Kanada, þar sem ég bý. Svavar Gestsson, ræðismaður Íslendinga í Kanada, opnaði sýninguna í tilefni árþúsundaskiptanna. Ég myndi gjarnan vilja setja þessa sýningu upp hér á landi. Þess má geta að Árni Haraldsson mun koma hingað til lands til að vinna í sumar og mun þá starfa á Skriðuklaustri.“ – Hvert er þitt sjónarhorn í skrifum þínum um hvalamálið og Ísland? „Ég er ekki áhugasöm um hvort hvalir eru veiddir eða ekki. Mitt sjónarmið er í fyrsta lagi að skoða hinn mikla mun sem var á því hvernig fólk sá þetta mál. Í öðru lagi voru, á þeim tíma í íslenskri sögu, miklar breytingar að eiga sér stað, fiskveiðikvótinn var aðkom- ast á og einnig var hinn íslenski fjármálamarkaður að opnast fyrir umheiminum. Myndin sem Íslend- ingar höfðu af grænfriðungum var að sumu leyti sprottin upp úr sjálfsmynd þeirra sem var að breytast, þeir voru að flytjast úr sveitunum til Reykjavíkursvæðis- ins, þeir höfðu fjarlægst náttúruna sem slíka.“ – Hvernig líkar þér að starfa hér á Íslandi? „ReykjavíkurAkad- emían þar sem ég hef aðstöðu er mjög sér- stakt íslenskt umhverfi, mjög skapandi og þar ríkir mikil samvinna. Það er ekki til neinn svona staður í Kanada. Það er auð- veldara að skrifa þegar maður er í góðum félagsskap. Ég hef fengið ýmis áhugaverð viðbrögð þar við hugmyndum mínum og upplýsing- ar úr rannsóknum sem félagar mínir í akademíunni hafa sjálfir gert eða þekkja. Ég býst við að verða hér að störfum fram í maílok. Anne Brydon  Anne Brydon fæddist 1. maí 1956 í Brampton í Kanada. Hún lauk doktorsprófi í mannfræði frá McGill University í Montréal í Québec árið 1992. Hún hefur starfað við fag sitt og er nú lekt- or í félagsfræði og mannfræði við Wilfrid Laurier-háskólann íWaterloo, Ontario. Hún hefur komið til Íslands til dvalar og rannsókna annað slagið frá 1988 og er um þessar mundir við rit- störf í ReykjavíkurAkademíunni. Skoðaði m.a. samband Vestur-Ís- lendinga og indíána Gætirðu ekki smellt einum ekta Guðnakossi á Davíð fyrir mig og sagt farvel, Frans? VEÐURSTOFA Íslands segir marsmánuð hafa verið í kaldara lagi en sólríkan. Fyrstu daga mánaðarins var frost víða en um 5. mars fór hiti yfir frostmark víða um land. Um miðbik mán- aðarins tók síðan að kólna á ný og var hiti undir frostmarki víðast hvar síðari hluta mánaðarins. Sólskinsstundir í Reykjavík voru 126 sem er 15 stundum yfir meðallagi. Sólin skein í 94 sól- skinsstundir á Akureyri sem er 17 stundum meira en í meðalári. Í Reykjavík var meðalhiti 0 stig sem er 1,5 stigum kaldara en í meðalári. Á Akureyri var með- alhitinn -2,8 stig sem er 2,5 stig- um kaldara en í meðalári. Á Hveravöllum var meðalhitinn -7,9 stig sem er 2,1 stigi undir með- allagi. Úrkoma í Reykjavík var 24,4 mm sem er lítið eða einungis 38% af meðalúrkomu. Á Akureyri var úrkoman 40,4 mm sem er rétt undir meðallagi. Á Hveravöllum mældist úrkoma 24,9 mm sem er minnsta úrkoma þar í marsmán- uði síðan 1981. Sólríkur en kaldur marsmánuður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.