Morgunblaðið - 08.04.2001, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 08.04.2001, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Mannfræðistofnun – fyrirlestur Hvernig Ísland endurspeglast í ljósmyndum ÞRIÐJUDAGINN10. apríl mun AnnaBrydon mannfræð- ingur og lektor við Wilfrid Laurier University halda opinberan fyrirlestur í Odda, stofu 101, og hefst fyrirlesturinn klukkan 12.15. Anna var spurð hvað hún ætlaði að fjalla um í fyrirlestri sínum? „Ég ætla að ræða um tvö efni, annars vegar íslensk- an listamann, Árna Har- aldsson, sem fæddist á Ís- land 1951 en flutti til Kanada með fjölskyldu sinni 1961. Hann er nú kennari við Emily Carr College of Art. Árni hefur fjallað um nútímaaktitekt- ur og umhverfisskipulag á tímabilinu 1925 til 1950 á Íslandi, Ísrael og líka í Indlandi, bæði í riti en einkum í ljósmyndum. Með ljósmyndum sínum hefur hann fest á filmu liðna tíð, hvernig hlutirnir litu út þá. Í öðru lagi ætla ég að tala um mótmæli gegn fram- kvæmdum við Eyjabakka sem fram fóru á svæðinu árið 1999 og ljósmyndir frá þeim atburðum. Ég ætla og að ræða um hvernig lista- menn geta fengið okkur til sá sjá umhverfi okkar á nýja hátt og þannig látið okkur hugsa á annan hátt um það sem við áður töldum sjálfsagt.“ – Hvaða rannsóknir hefur þú fengist við á Íslandi? „Fyrstu rannsóknir mínar voru tengdar Vestur-Íslendingum í Kanada, nánar tiltekið í Manitoba. Ég er áhugasöm um þjóðhópa og skoðaði m.a. í þessu sambandi Ís- lendingadaginn í Gimli, fjallkonuna sem slíka og einnig skoðaði ég samband Íslendinga og Indíána. Þegar ég kom til Íslands 1988 var ég áhugasöm um þjóðernistilfinn- ingu og sjálfsmynd Íslendinga og skrifaði doktorsritgerð mína um það efnien ég varð fljótlega tengd íslenska samfélaginu. Minn út- gangspunktur var hvalamálið sem þá var í brennidepli.“ – Fannstu mikil líkindi með Ís- lendingum nútímans og Vestur-Ís- lendingum? „Mér fannst einna áhugaverðast hvernig Íslendingar og Vestur-Ís- lendingar misskildu hverjir aðra, ef svo má segja. Báðir hóparnir vildu spegla sig hvor í öðrum, Ís- lendingar nútímas vildu sjá Íslend- inga fortíðarinnar í Vestur-Íslend- ingum og skildu illa að Vestur- Íslendingar eru fyrst og fremst Kanadamenn og Vestur-Íslending- ar vildu sjá í Íslendingum forfeður sína í þeirra heimkynnum og finna að þeir tilheyrðu þessum hópi. En hvort tveggja var eðlilega mis- skilningur. Þarna var í báðum til- vikum um að ræða nútímafólk. Hvorugur hópurinn lifði í fortíð- inni.“ – Hvernig komst þú í bland við listir? „Ég fór að skrifa um ýmis listaverk í Kanada vegna þess að ég skildi og lærði að listamenn og mannfræðingar eiga ýmislegt sameiginlegt. Þeir vilja fá fólk til þess að líta á hlutina frá öðru sjónarhorni og eru sér meðvitandi um að þeir eru að skoða umhverfið. Listamenn eru sérfræðingar í að skoða heiminn og við lifum í heimi sem er fullur af ímyndum sem við viljum læra að þekkja betur.“ – Hvað vakti áhuga þinn á Árna Haraldssyni? „Í fyrsta lagi sá ég nafnið og átt- aði mig á að hann var frá Íslandi. Mikilvægara var þó að við deildum áhuga á sambandi því sem er á milli arkitektúrs og samfélagsins. Ég sá verk fyrst í Vancouver og seinna setti ég upp sýningu með verkum hans sem bar nafnið At Last Sight og var haldin í London í Kanada, þar sem ég bý. Svavar Gestsson, ræðismaður Íslendinga í Kanada, opnaði sýninguna í tilefni árþúsundaskiptanna. Ég myndi gjarnan vilja setja þessa sýningu upp hér á landi. Þess má geta að Árni Haraldsson mun koma hingað til lands til að vinna í sumar og mun þá starfa á Skriðuklaustri.“ – Hvert er þitt sjónarhorn í skrifum þínum um hvalamálið og Ísland? „Ég er ekki áhugasöm um hvort hvalir eru veiddir eða ekki. Mitt sjónarmið er í fyrsta lagi að skoða hinn mikla mun sem var á því hvernig fólk sá þetta mál. Í öðru lagi voru, á þeim tíma í íslenskri sögu, miklar breytingar að eiga sér stað, fiskveiðikvótinn var aðkom- ast á og einnig var hinn íslenski fjármálamarkaður að opnast fyrir umheiminum. Myndin sem Íslend- ingar höfðu af grænfriðungum var að sumu leyti sprottin upp úr sjálfsmynd þeirra sem var að breytast, þeir voru að flytjast úr sveitunum til Reykjavíkursvæðis- ins, þeir höfðu fjarlægst náttúruna sem slíka.“ – Hvernig líkar þér að starfa hér á Íslandi? „ReykjavíkurAkad- emían þar sem ég hef aðstöðu er mjög sér- stakt íslenskt umhverfi, mjög skapandi og þar ríkir mikil samvinna. Það er ekki til neinn svona staður í Kanada. Það er auð- veldara að skrifa þegar maður er í góðum félagsskap. Ég hef fengið ýmis áhugaverð viðbrögð þar við hugmyndum mínum og upplýsing- ar úr rannsóknum sem félagar mínir í akademíunni hafa sjálfir gert eða þekkja. Ég býst við að verða hér að störfum fram í maílok. Anne Brydon  Anne Brydon fæddist 1. maí 1956 í Brampton í Kanada. Hún lauk doktorsprófi í mannfræði frá McGill University í Montréal í Québec árið 1992. Hún hefur starfað við fag sitt og er nú lekt- or í félagsfræði og mannfræði við Wilfrid Laurier-háskólann íWaterloo, Ontario. Hún hefur komið til Íslands til dvalar og rannsókna annað slagið frá 1988 og er um þessar mundir við rit- störf í ReykjavíkurAkademíunni. Skoðaði m.a. samband Vestur-Ís- lendinga og indíána Gætirðu ekki smellt einum ekta Guðnakossi á Davíð fyrir mig og sagt farvel, Frans? VEÐURSTOFA Íslands segir marsmánuð hafa verið í kaldara lagi en sólríkan. Fyrstu daga mánaðarins var frost víða en um 5. mars fór hiti yfir frostmark víða um land. Um miðbik mán- aðarins tók síðan að kólna á ný og var hiti undir frostmarki víðast hvar síðari hluta mánaðarins. Sólskinsstundir í Reykjavík voru 126 sem er 15 stundum yfir meðallagi. Sólin skein í 94 sól- skinsstundir á Akureyri sem er 17 stundum meira en í meðalári. Í Reykjavík var meðalhiti 0 stig sem er 1,5 stigum kaldara en í meðalári. Á Akureyri var með- alhitinn -2,8 stig sem er 2,5 stig- um kaldara en í meðalári. Á Hveravöllum var meðalhitinn -7,9 stig sem er 2,1 stigi undir með- allagi. Úrkoma í Reykjavík var 24,4 mm sem er lítið eða einungis 38% af meðalúrkomu. Á Akureyri var úrkoman 40,4 mm sem er rétt undir meðallagi. Á Hveravöllum mældist úrkoma 24,9 mm sem er minnsta úrkoma þar í marsmán- uði síðan 1981. Sólríkur en kaldur marsmánuður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.