Morgunblaðið - 08.04.2001, Page 15

Morgunblaðið - 08.04.2001, Page 15
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 15 HEFUR ÞÚ HEYRT UM „WRITE AN OPERA“? Nýtt námskeið verður haldið hjá Stord (í Noregi) 25. júní - 1. júlí. Umsóknarfrestur: 1. maí 2001. Nánari upplýsingar á: www.stord.kommune.no/wao/ eða í símum: +47 53 49 69 05 – Åge Vallestad/Stord musikk- og kulturskule +47 53 49 13 68 – Brit Husebø/Høgskulen Stord/Haugesund +47 53 49 69 15 – Øystein Morvik/Stord musikk- og kulturskule „LAUN heimsins“ – Örleikrit og ann- ar skáldskapur heitir dagskrá Lista- klúbbs Leikhúskjallarans á mánu- dagskvöld kl. 20.30. Hún er helguð verkum Kjartans Árna- sonar rithöfundar en hann hefur auk örleikrita gefið út ljóðabækur, smá- sögur og skáld- sögur bæði fyrir börn og fullorðna. Kjartan Árnason er fæddur árið 1959, hann stundaði nám í íslensku við HÍ og nám í málvís- indum og norsku í Noregi. Kjartan hefur fengist við blaðamennsku, bæði sem bókmenntagagnrýnandi, pistla- höfundur og dagskrárgerðarmaður í útvarpi. Rúmlega tvítugur að aldri greind- ist hann með MS-sjúkdóm. Kjartan hefur fyrst og fremst helgað sig skáldskap í seinni tíð og fyrsta bók hans, ljóðabókin Dagbók Lasarusar kom út árið 1986, smásagan Frost- mark 1987, Draumur þinn rætist tvisvar, skáldsaga 1989, Kata manna- barn og stelpa sem ekki sést, saga fyrir börn, hljóðbók 1998 og í bókar- formi 1999, 7 ævidagar, ljóð 1998 og Laun heimsins örleikrit 2000. Í Listaklúbbnum munu listamenn flytja valda kafla úr verkum höfund- ar, m.a. verður leiklestur á örleikrit- unum. Einnig verða tónlistaratriði og leynigestur. Þátttakendur í dagskránni eru: Garðar Sverrisson, rithöfundur og formaður Öryrkjabandalagsins, Gísli Helgason, tónlistarmaður og umsjón- armaður hljóðbókaklúbbsins, Herdís Hallvarðsdóttir söngkona og leikar- arnir: Arnar Jónsson, Guðmundur Magnússon, Guðný Helgadóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Lilja Guð- rún Þorvaldsdóttir, Randver Þorláks- son, Sigurður Skúlason og norska leikkonan Gunhild Kværnes. Aðgengi fyrir fólk í hjólastól verður frá Lindargötu (hjá dyraverði Þjóð- leikhússins). Örleikrit og annar skáldskapur Kjartan Árnason Listaklúbbur Leik- húskjallarans KVARTETTINN Major leikur djassstandarda á skemmtistaðnum Ozio við Lækjargötu í kvöld, sunnu- dagskvöld, kl. 21.30. Kvartettinn skipa Snorri Sigurðarson trompet- leikari, Ásgeir Ásgeirsson gítarleik- ari, Valdimar Kolbeinn kontrabassa- leikari og Helgi Sv. Helgason trommari. Snorri og Ásgeir hafa báðir lokið burtfararprófi frá djassdeild tónlist- arskóla FÍH og hafa síðastliðin tvö ár stundað nám í djassdeild Con- servatorium Van Amsterdam. Valdi- mar og Helgi eru langt komnir nem- endur í FÍH. Miðaverð er 600 kr. Djass á Ozio NÚ stendur yfir myndlistarsýning Hildar Margrétardóttur á „Rauða veggnum“ í Japis. „Sýningin er til þess gerð að vekja athygli á þeirri þróun í nútímatónlistargeiranum að söngkonur virðast æ meir færa sig í átt að klámiðnaðinum og láta móta sig í æ ríkari mæli eftir kröfum útgef- enda og fjölmiðla,“ segir í kynningu. Hildur nam við málaradeild Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands 1995– 1999. Einnig var hún við nám í The Utrecht School of Arts í Hollandi 1998. Hún hefur haldið sex einkasýn- ingar og tekið þátt í mörgum samsýn- ingum. Sýningin stendur til 1. maí og er op- in á afgreiðslutíma verslunarinnar. Söngkonur og klám í Japis ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.