Morgunblaðið - 08.04.2001, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 08.04.2001, Qupperneq 15
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 15 HEFUR ÞÚ HEYRT UM „WRITE AN OPERA“? Nýtt námskeið verður haldið hjá Stord (í Noregi) 25. júní - 1. júlí. Umsóknarfrestur: 1. maí 2001. Nánari upplýsingar á: www.stord.kommune.no/wao/ eða í símum: +47 53 49 69 05 – Åge Vallestad/Stord musikk- og kulturskule +47 53 49 13 68 – Brit Husebø/Høgskulen Stord/Haugesund +47 53 49 69 15 – Øystein Morvik/Stord musikk- og kulturskule „LAUN heimsins“ – Örleikrit og ann- ar skáldskapur heitir dagskrá Lista- klúbbs Leikhúskjallarans á mánu- dagskvöld kl. 20.30. Hún er helguð verkum Kjartans Árna- sonar rithöfundar en hann hefur auk örleikrita gefið út ljóðabækur, smá- sögur og skáld- sögur bæði fyrir börn og fullorðna. Kjartan Árnason er fæddur árið 1959, hann stundaði nám í íslensku við HÍ og nám í málvís- indum og norsku í Noregi. Kjartan hefur fengist við blaðamennsku, bæði sem bókmenntagagnrýnandi, pistla- höfundur og dagskrárgerðarmaður í útvarpi. Rúmlega tvítugur að aldri greind- ist hann með MS-sjúkdóm. Kjartan hefur fyrst og fremst helgað sig skáldskap í seinni tíð og fyrsta bók hans, ljóðabókin Dagbók Lasarusar kom út árið 1986, smásagan Frost- mark 1987, Draumur þinn rætist tvisvar, skáldsaga 1989, Kata manna- barn og stelpa sem ekki sést, saga fyrir börn, hljóðbók 1998 og í bókar- formi 1999, 7 ævidagar, ljóð 1998 og Laun heimsins örleikrit 2000. Í Listaklúbbnum munu listamenn flytja valda kafla úr verkum höfund- ar, m.a. verður leiklestur á örleikrit- unum. Einnig verða tónlistaratriði og leynigestur. Þátttakendur í dagskránni eru: Garðar Sverrisson, rithöfundur og formaður Öryrkjabandalagsins, Gísli Helgason, tónlistarmaður og umsjón- armaður hljóðbókaklúbbsins, Herdís Hallvarðsdóttir söngkona og leikar- arnir: Arnar Jónsson, Guðmundur Magnússon, Guðný Helgadóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Lilja Guð- rún Þorvaldsdóttir, Randver Þorláks- son, Sigurður Skúlason og norska leikkonan Gunhild Kværnes. Aðgengi fyrir fólk í hjólastól verður frá Lindargötu (hjá dyraverði Þjóð- leikhússins). Örleikrit og annar skáldskapur Kjartan Árnason Listaklúbbur Leik- húskjallarans KVARTETTINN Major leikur djassstandarda á skemmtistaðnum Ozio við Lækjargötu í kvöld, sunnu- dagskvöld, kl. 21.30. Kvartettinn skipa Snorri Sigurðarson trompet- leikari, Ásgeir Ásgeirsson gítarleik- ari, Valdimar Kolbeinn kontrabassa- leikari og Helgi Sv. Helgason trommari. Snorri og Ásgeir hafa báðir lokið burtfararprófi frá djassdeild tónlist- arskóla FÍH og hafa síðastliðin tvö ár stundað nám í djassdeild Con- servatorium Van Amsterdam. Valdi- mar og Helgi eru langt komnir nem- endur í FÍH. Miðaverð er 600 kr. Djass á Ozio NÚ stendur yfir myndlistarsýning Hildar Margrétardóttur á „Rauða veggnum“ í Japis. „Sýningin er til þess gerð að vekja athygli á þeirri þróun í nútímatónlistargeiranum að söngkonur virðast æ meir færa sig í átt að klámiðnaðinum og láta móta sig í æ ríkari mæli eftir kröfum útgef- enda og fjölmiðla,“ segir í kynningu. Hildur nam við málaradeild Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands 1995– 1999. Einnig var hún við nám í The Utrecht School of Arts í Hollandi 1998. Hún hefur haldið sex einkasýn- ingar og tekið þátt í mörgum samsýn- ingum. Sýningin stendur til 1. maí og er op- in á afgreiðslutíma verslunarinnar. Söngkonur og klám í Japis ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.