Morgunblaðið - 08.04.2001, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 08.04.2001, Qupperneq 25
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 25 Útsölustaðir: Reykjavík: Verslanir Hans Petersen, Myndval í Mjódd, Beco ehf. Kópavogur: Hans Petersen. Garðabær: Framköllun Garðabæjar ehf. Hafnarfjörður: Filmur & Framköllun. Keflavík: Verslunin Hljómval. Vestmannaeyjar: Bókabúðin - Penninn. Selfoss: Hans Petersen. Akureyri: Pedromyndir. Sauðárkrókur: Bókabúð Brynjars. Ísafjörður: Penninn - Bókaverslun Jónasar Tómassonar ehf. Akranes: Penninn - Bókabúð Andésar Nielssonar. www.hanspetersen.is LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ FYLGIR HVERRI MYNDAVÉL R Ú N A Falleg hönnun, stór skoðari og stórir stjórntakkar. Góð vél fyrir byrjandann Verð: 6.690 C a n o n P R I M A B F - 9 S Léttasta APS vélin (aðeins 115g). Álíka stór og hefðbundið greiðslukort. Einföld og meðfærileg. Tilboðsverð: 11.900.- með tösku. C a n o n I X U S M 1 Nýjasta Ixus myndavélin með aðdráttarlinsu. Hlaut hin eftirsóttu EISA verðlaun 2000-2001 í flokki APS myndavéla. Fjölmargir möguleikar í myndatöku. Tilboðsverð: 17.990.- C a n o n I X U S Z 5 0 Falleg og stílhrein myndavél á frábæru verði. Fer vel í hendi og er einföld í notkun. Aðdráttarlinsa fyrir nærmyndir sem og landslags- myndir. Canon taska fylgir. Tilboðsverð: 12.390- (13.990.- með dagsetningu). C a n o n P r i m a Z o o m 7 6 SAMKVÆMT nýútkominni skýrslu ríkislögreglustjóra, Brot gegn lífi og líkama 1999, sem er samantekt um líkamsmeiðingar, aðrar en kynferðisbrot, var tíðni ofbeldisbrota 50,6 tilvik á hverja 10 þúsund íbúa árið 1999, sam- kvæmt málaskrá lögreglu. Í um- dæmi lögreglunnar í Vestmanna- eyjum reyndist brotatíðnin langhæst, eða 82,7 brot á hverja 10 þúsund íbúa. Skýrslan byggist á svörum lög- reglustjóra í landinu við fyrirspurn ríkislögreglustjóra þar sem óskað var upplýsinga um öll ofbeldismál sem tilkynnt voru til lögreglu 1999. Skýrslan sýnir að tveir þriðju hlutar líkamsmeiðinga sem til- kynntar voru til lögreglu áttu sér stað á eða við skemmtistaði og á almannafæri, rúmlega fimmtungur á heimilum og tæplega fimmtung- ur á öðrum stöðum. Árið 1999 voru alls 937 ofbeldismál tilkynnt til lögreglu á höfuðborgarsvæðinu og 399 á landsbyggðinni. Karlar sjaldnast barðir heima hjá sér Samkvæmt skráningu slysa- og bráðamóttöku Landspítala – há- skólasjúkrahúss í Fossvogi (LSH) urðu konur fyrir ofbeldi á eigin heimilum í 32,7% tilvika en karlar mun sjaldnar, eða í 7% tilvika. Oft- ast urðu karlar fyrir ofbeldi utan heimilis eða í 54,5% tilvika og í öðrum heimahúsum í 38,6% tilvika. Samkvæmt tölum slysa- og bráða- móttöku LSH leituðu þangað 1.136 karlar vegna ofbeldis frá miðju ári 1999 til sama tíma 2000, en 416 konur. Deilur voru langalgengast að- dragandi líkamsmeiðinga ef litið er til landsins alls og næstar í röðinni eru fyrirvaralausar árásir. Tölu- verður munur var á aðdraganda líkamsmeiðinga eftir því hvort verknaðurinn átti sér stað á höf- uðborgarsvæðinu eða landsbyggð- inni. Í 58,5% tilvika voru deilur að- dragandi líkamsmeiðinga á lands- byggðinni en í 35,7% tilvika á höfuðborgarsvæðinu. Í 27,6% til- vika var fyrirvaralaus árás aðdrag- andi ofbeldisins á landsbyggðinni en í 38,9% tilvika á höfuðborg- arsvæðinu. Algengast að þolendur séu kýldir og slegnir Algengast var að þolandi væri sleginn, í hann sparkað eða honum hrint. Beiting vopna var sárasjald- gæf. Stundum var notast við það sem hendi er næst til að veita áverka og dæmi eru um að höfði árásarþola sé barið við harðan flöt, hann kaffærður í snjó eða í hann kastað. Á höfuðborgarsvæðinu var kýlt eða slegið í 41,8% tilvika og í 49% tilvika á landsbyggðinni. Flest ofbeldisbrot má skilgreina sem minni háttar líkamsárásir þótt allmörg dæmi séu um mjög alvar- leg ofbeldisverk. Algengust voru smávægileg meiðsl í andliti. Þar á eftir koma aðrir höfuðáverkar og áverkar á útlimum. Dæmi eru um mjög alvarleg meiðsl, s.s. mikla andlitsáverka, nefbrot og brotnar eða lausar tennur. Miklir andlits- áverkar, nefbrot og áverkar á baki og brjóstkassa virðast algengari á höfuðborgarsvæðinu. Karlar voru árásarmenn í lang- flestum tilvikum og jafnframt mun oftar þolendur ofbeldis en konur. Þá var yngra fólk oftar gerendur en þolendur í ofbeldismálum. Flestir gerendur á höfuðborgar- svæðinu voru í aldurshópnum 15- 20 ára, eða 32,1%, og 22,9% í ald- urshópnum 21-25 ára. Á lands- byggðinni voru 43,2% í aldurs- hópnum 15-20 ára og 23,4% í aldurshópnum 21-25 ára. Í meirihluta mála þekktust árás- armenn og fórnarlömbin ekki. Á hinn bóginn voru vina- eða kunn- ingjatengsl nokkuð algeng milli gerenda og þolenda. Skýrslan leiðir í ljós að lang- hæsta tíðni ofbeldisbrota mældist í Vestmannaeyjum, þá í Reykjavík og Keflavík. Í Eyjum voru 82,2 brot á hverja 10 þúsund íbúa, 69,2 brot í Reykjavík og 67 í Keflavík. Meðaltal allra lögregluumdæma var 50,6 brot á hverja 10 þúsund íbúa. Fæst brotin voru í Neskaup- stað (6,6) Vík (9,1) Bolungarvík, (9,8) og Búðardal (12,6). Ekkert brot var kært til lögreglu á Kefla- víkurflugvelli eða Hólmavík. Ný skýrsla ríkislögreglustjóra um ofbeldisbrot í landinu Rúmlega 50 ofbeldisbrot á hverja 10 þúsund íbúa ALÞÝÐUSAMBAND Íslands hefur tilkynnt félagsmála- ráðuneytinu að það telji sér ekki lengur fært að sinna um- sagnarhlutverki vegna útgáfu á atvinnuleyfum nektardans- ara. Í bréfi sem ASÍ hefur sent ráðuneytinu segir að af- staða sambandsins byggi fyrst og fremst á þeirri óvissu sem ríki um eðli þeirra starfa sem viðkomandi dansarar eru látnir sinna á grundvelli út- gefinna atvinnuleyfa og þær aðstæður sem þær starfa við. „Það er skoðun Alþýðusam- bandsins að stjórnvöld og lög- gjafinn verða að skera úr um til hvers konar starfa og vinnuskilyrða umrædd at- vinnuleyfi ná og tryggja að eftir því sé farið. Þá bendir ASÍ á nauðsyn þess að Ísland leggi sitt af mörkum í þeirri alþjóðlegu baráttu sem nú fer fram gegn skipulagðri versl- un með fólk, einkum ungar konur og börn, en kastljósinu var m.a. beint að þessum vanda á alþjóðlegum degi kvenna, 8. mars sl.,“ segir m.a. í bréfi ASÍ. Veitir ekki umsögn um atvinnu- leyfi nekt- ardansara
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.