Morgunblaðið - 08.04.2001, Síða 25

Morgunblaðið - 08.04.2001, Síða 25
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 25 Útsölustaðir: Reykjavík: Verslanir Hans Petersen, Myndval í Mjódd, Beco ehf. Kópavogur: Hans Petersen. Garðabær: Framköllun Garðabæjar ehf. Hafnarfjörður: Filmur & Framköllun. Keflavík: Verslunin Hljómval. Vestmannaeyjar: Bókabúðin - Penninn. Selfoss: Hans Petersen. Akureyri: Pedromyndir. Sauðárkrókur: Bókabúð Brynjars. Ísafjörður: Penninn - Bókaverslun Jónasar Tómassonar ehf. Akranes: Penninn - Bókabúð Andésar Nielssonar. www.hanspetersen.is LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ FYLGIR HVERRI MYNDAVÉL R Ú N A Falleg hönnun, stór skoðari og stórir stjórntakkar. Góð vél fyrir byrjandann Verð: 6.690 C a n o n P R I M A B F - 9 S Léttasta APS vélin (aðeins 115g). Álíka stór og hefðbundið greiðslukort. Einföld og meðfærileg. Tilboðsverð: 11.900.- með tösku. C a n o n I X U S M 1 Nýjasta Ixus myndavélin með aðdráttarlinsu. Hlaut hin eftirsóttu EISA verðlaun 2000-2001 í flokki APS myndavéla. Fjölmargir möguleikar í myndatöku. Tilboðsverð: 17.990.- C a n o n I X U S Z 5 0 Falleg og stílhrein myndavél á frábæru verði. Fer vel í hendi og er einföld í notkun. Aðdráttarlinsa fyrir nærmyndir sem og landslags- myndir. Canon taska fylgir. Tilboðsverð: 12.390- (13.990.- með dagsetningu). C a n o n P r i m a Z o o m 7 6 SAMKVÆMT nýútkominni skýrslu ríkislögreglustjóra, Brot gegn lífi og líkama 1999, sem er samantekt um líkamsmeiðingar, aðrar en kynferðisbrot, var tíðni ofbeldisbrota 50,6 tilvik á hverja 10 þúsund íbúa árið 1999, sam- kvæmt málaskrá lögreglu. Í um- dæmi lögreglunnar í Vestmanna- eyjum reyndist brotatíðnin langhæst, eða 82,7 brot á hverja 10 þúsund íbúa. Skýrslan byggist á svörum lög- reglustjóra í landinu við fyrirspurn ríkislögreglustjóra þar sem óskað var upplýsinga um öll ofbeldismál sem tilkynnt voru til lögreglu 1999. Skýrslan sýnir að tveir þriðju hlutar líkamsmeiðinga sem til- kynntar voru til lögreglu áttu sér stað á eða við skemmtistaði og á almannafæri, rúmlega fimmtungur á heimilum og tæplega fimmtung- ur á öðrum stöðum. Árið 1999 voru alls 937 ofbeldismál tilkynnt til lögreglu á höfuðborgarsvæðinu og 399 á landsbyggðinni. Karlar sjaldnast barðir heima hjá sér Samkvæmt skráningu slysa- og bráðamóttöku Landspítala – há- skólasjúkrahúss í Fossvogi (LSH) urðu konur fyrir ofbeldi á eigin heimilum í 32,7% tilvika en karlar mun sjaldnar, eða í 7% tilvika. Oft- ast urðu karlar fyrir ofbeldi utan heimilis eða í 54,5% tilvika og í öðrum heimahúsum í 38,6% tilvika. Samkvæmt tölum slysa- og bráða- móttöku LSH leituðu þangað 1.136 karlar vegna ofbeldis frá miðju ári 1999 til sama tíma 2000, en 416 konur. Deilur voru langalgengast að- dragandi líkamsmeiðinga ef litið er til landsins alls og næstar í röðinni eru fyrirvaralausar árásir. Tölu- verður munur var á aðdraganda líkamsmeiðinga eftir því hvort verknaðurinn átti sér stað á höf- uðborgarsvæðinu eða landsbyggð- inni. Í 58,5% tilvika voru deilur að- dragandi líkamsmeiðinga á lands- byggðinni en í 35,7% tilvika á höfuðborgarsvæðinu. Í 27,6% til- vika var fyrirvaralaus árás aðdrag- andi ofbeldisins á landsbyggðinni en í 38,9% tilvika á höfuðborg- arsvæðinu. Algengast að þolendur séu kýldir og slegnir Algengast var að þolandi væri sleginn, í hann sparkað eða honum hrint. Beiting vopna var sárasjald- gæf. Stundum var notast við það sem hendi er næst til að veita áverka og dæmi eru um að höfði árásarþola sé barið við harðan flöt, hann kaffærður í snjó eða í hann kastað. Á höfuðborgarsvæðinu var kýlt eða slegið í 41,8% tilvika og í 49% tilvika á landsbyggðinni. Flest ofbeldisbrot má skilgreina sem minni háttar líkamsárásir þótt allmörg dæmi séu um mjög alvar- leg ofbeldisverk. Algengust voru smávægileg meiðsl í andliti. Þar á eftir koma aðrir höfuðáverkar og áverkar á útlimum. Dæmi eru um mjög alvarleg meiðsl, s.s. mikla andlitsáverka, nefbrot og brotnar eða lausar tennur. Miklir andlits- áverkar, nefbrot og áverkar á baki og brjóstkassa virðast algengari á höfuðborgarsvæðinu. Karlar voru árásarmenn í lang- flestum tilvikum og jafnframt mun oftar þolendur ofbeldis en konur. Þá var yngra fólk oftar gerendur en þolendur í ofbeldismálum. Flestir gerendur á höfuðborgar- svæðinu voru í aldurshópnum 15- 20 ára, eða 32,1%, og 22,9% í ald- urshópnum 21-25 ára. Á lands- byggðinni voru 43,2% í aldurs- hópnum 15-20 ára og 23,4% í aldurshópnum 21-25 ára. Í meirihluta mála þekktust árás- armenn og fórnarlömbin ekki. Á hinn bóginn voru vina- eða kunn- ingjatengsl nokkuð algeng milli gerenda og þolenda. Skýrslan leiðir í ljós að lang- hæsta tíðni ofbeldisbrota mældist í Vestmannaeyjum, þá í Reykjavík og Keflavík. Í Eyjum voru 82,2 brot á hverja 10 þúsund íbúa, 69,2 brot í Reykjavík og 67 í Keflavík. Meðaltal allra lögregluumdæma var 50,6 brot á hverja 10 þúsund íbúa. Fæst brotin voru í Neskaup- stað (6,6) Vík (9,1) Bolungarvík, (9,8) og Búðardal (12,6). Ekkert brot var kært til lögreglu á Kefla- víkurflugvelli eða Hólmavík. Ný skýrsla ríkislögreglustjóra um ofbeldisbrot í landinu Rúmlega 50 ofbeldisbrot á hverja 10 þúsund íbúa ALÞÝÐUSAMBAND Íslands hefur tilkynnt félagsmála- ráðuneytinu að það telji sér ekki lengur fært að sinna um- sagnarhlutverki vegna útgáfu á atvinnuleyfum nektardans- ara. Í bréfi sem ASÍ hefur sent ráðuneytinu segir að af- staða sambandsins byggi fyrst og fremst á þeirri óvissu sem ríki um eðli þeirra starfa sem viðkomandi dansarar eru látnir sinna á grundvelli út- gefinna atvinnuleyfa og þær aðstæður sem þær starfa við. „Það er skoðun Alþýðusam- bandsins að stjórnvöld og lög- gjafinn verða að skera úr um til hvers konar starfa og vinnuskilyrða umrædd at- vinnuleyfi ná og tryggja að eftir því sé farið. Þá bendir ASÍ á nauðsyn þess að Ísland leggi sitt af mörkum í þeirri alþjóðlegu baráttu sem nú fer fram gegn skipulagðri versl- un með fólk, einkum ungar konur og börn, en kastljósinu var m.a. beint að þessum vanda á alþjóðlegum degi kvenna, 8. mars sl.,“ segir m.a. í bréfi ASÍ. Veitir ekki umsögn um atvinnu- leyfi nekt- ardansara

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.