Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 55 Heimsferðir bjóða flug til London alla föstudaga í sumar á hreint frábærum kjörum og þú getur valið um úrval hótel í hjarta heimsborgarinnar. Flug út á föstudögum. Heim á mánudögum. Flogið með Go. London í sumar frá kr. 17.855 Verð kr. 17.855 M.v. hjón með 2 börn, með sköttum. Verð kr. 20.690 Flugsæti fyrir fullorðinn með sköttum. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Fyrir páskafríið tískuverslun v. Nesveg, Seltjarnarnesi. Sími 561 1680. bolir og kvart-buxur U NDIR lok níunda ára- tugarins var eitt helsta til- efni heimsókna tónlist- arvina til Lundúna að komast í Rough Trade- búðina í Notting Hill í Lundúnum. Búðin var upphaflega stofnuð til að flytja inn tónlist frá Jam- aica og Bandaríkjunum, en ekki leið á löngu þar til pönkið tók að blómsta í Lundúnum og ekki síst í versluninni. Plötubúð og útgáfa Á þessum tíma var mik- il gerjun í plötuiðnaðinum í Bretlandi, upp spruttu fjölmörg óháð plötufyr- irtæki og til að standast stórfyrirtækjunum snún- ing komu þau sér upp dreifingarfyrirtækjum. Rough Trade tók að sér að dreifa plötum fyrir ýmsar útgáfur, þar á með- al Factory, en einnig fór Rough Trade að gefa út plötur, gaf út fyrstu smá- skífuna, „Paris Maquis“ með Metal Urbain, 1975. Eftir því sem útgáfunni óx fiskur um hrygg komu brestir í samstarf manna og á endanum var skilið á milli verslunar og útgáfu/ dreifingar. Útgáfan, sem Geoff Travis stýrði, óx mjög hratt í upphafi ní- unda áratugarins, en var ekki að sama skapi vel rekin, sem bitnaði meðal annars á dreifingarfyrirtækinu Cartel sem ýmis fyrirtæki tengdust, en Rough Trade þó helst. Travis og félögum var ekki lagið að reka fyrirtæki, en voru naskir á að finna áhugaverða tónlist til útgáfu, enda gaf fyrirtækið út plötur með Stiff Little Fingers, Young Marble Giants, The Slits, Cabaret Voltaire, Wire, Pere Ubu, Fall, Aztec Camera, Scritti Politti, Woodentops, Go-Betweens, The Smiths, Robert Wyatt, Sundays, James og Jonathan Richman svo dæmi séu tekin, en þess má geta að Travis sótti það fast að ná samningi við Sykurmolana og Rough Trade í Þýskalandi gaf Molana út þar í landi. Einn- ig hugðist Rough Trade í Bandaríkjunum, sem var sjálf- stætt fyrirtæki að mestu, dreifa Bless, Risaeðlunni og Ham, en fór á hausinn áður en af því varð. Þrátt fyrir margar góðar söluskífur fór reksturinn í handaskolum og um tíma eignuðust aðrir fyrirtækið, en það er víst aftur komið í hendur Geoffs Travis. Framsækin tónlist í 25 ár Búðin hélt aftur á móti sínu striki sem verslun, plötu- dreifing og póstsala og gengur enn. Fyrir hálfum öðrum áratug flutti búðin á Talbot Road og stuttu síðar opnaði Rough Trade útibú í kjallara skate-búðar í Neals Yard skammt frá Covent Garden í Lundúnum. Einnig rak Rough Trade um tíma verslun í París, en gafst upp á því fyrir stuttu, en rekur nú tvær verslanir í Tókýó. Til að fagna 25 ára afmælinu gaf Rough Trade- verslunin, ekki útgáfan, út safnkassa með fjórum diskum, 56 lögum alls, sem gefa einkar góða mynd af því sem helst var á seyði í framsækinni tónlist á Bretlandseyjum á síð- asta aldarfjórðungi. Þeir sem hlustað hafa á tónlist þann tíma, og þá á spennandi og krefjandi tónlist en ekki popp- froðu, ganga í endurnýjun lífdaga við það að hlusta á safn- ið, þótt tónlistin hafi elst misvel, og þeir sem yngri eru og búnir að hlusta skemur átta sig margir á því að það er búið að finna upp hjólið nokkrum sinn- um. Fjölbreytt og skemmtilegt safn Það vekur vissa eft- irtekt hve lítið er af lögum frá Rough Trade- útgáfunni í kassanum, eins áhrifamikil og hún var, en fyrir vikið er safn- ið fjölbreyttara og skemmtilegra. Eins og getið er eru diskarnir fjórir og lögin 56, allt frá 1975 fram á síðustu daga, og spanna allt frá hráu pönki, í harða danstónlist, industrial, framúr- stefnurokk og allsúrt dubreggí. Til gamans má geta þess að Sykurmol- arnir eiga eitt lag á disk- inum, „Ammæli“, nema hvað. Af öðrum sem þar eiga lög má nefna Cabaret Voltaire, Throbbing Gristle, Go-Betweens, Joy Division, Fall, Birthday Party, Robert Wyatt, Cocteau Twins, Smiths, Einstürzende Neubauten, Nick Cave, Sonic Youth, Pixies, Stereolab, Lamb- chop, Plastikman, Corn- ershop, Boards of Can- ada, Clinic, Ryan Adams og Tindersticks, sem eiga nýjasta lagið, endurgerð af „Talk to Me“. Plötubúðin merka Rough Trade átti 25 ára afmæli um daginn. Árni Matthíasson skoðaði kassa sem aðstandendur búðarinnar gáfu út til að halda upp á daginn. Evan Dando, leiðtogi Lemon- heads, á meðan allt lék í lyndi. Lemonheads byrjaði í pönki og endaði í poppi. Þeir Smiths-félagar Morr- issey og Marr þegar allt lék í lyndi, en Smiths var drif- kraftur óháðrar útgáfu í Bretlandi, sönnun þess að hægt væri að gefa út fram- sækna tónlist og selja vel af henni. Afmælisútgáfa merkisbera Aðal Joy Division var þung- lyndi og ör- vænting. l i i i - l i - i . Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Ammæli, sem Bretar kölluðu Birthday, er talið með merkustu smáskífum síðasta ald- arfjórðungs á Bret- lands- eyjum. FÓLK Í FRÉTTUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.