Morgunblaðið - 22.04.2001, Page 8

Morgunblaðið - 22.04.2001, Page 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Málþing um námsefnisgerð Í deiglu nýrra tíma ÁMORGUN hefstklukkan 15 málþingum námsefnisgerð og þróun námsefnis í fund- arsal Þjóðarbókhlöðunnar. Það er Hagþenkir, félag höf- unda fræðirita og kennslu- gagna, sem stendur fyrir málþinginu sem efnt er til á Degi bókarinnar. Hörður Bergmann er framkvæmda- stjóri félagsins og hefur und- irbúið ráðstefnuna og stjórn- ar henni. Hann var spurður hvað þar ætti að fara fram. „Það verða sex stuttar framsögur reyndra náms- efnishöfunda og fræðimanna þar sem verður einkum fjallað um kröfur til náms- efnis nú á dögum og þau áhrif sem þjóðfélags- og tæknibreytingar hafa á inn- tak og form. Þarna verður einkum litið til námsefnis í sögu og sam- félagsfræðum, um það ræða Gunnar Karlsson, námsbókahöf- undur og prófessor við HÍ, og Þor- steinn Helgason, námskrárrit- stjóri og lektor við KHÍ. Um efni fyrir móðurmálsnám ræðir Þór- unn Blöndal, námsbókahöfundur og lektor við KHÍ, en það eru ein- mitt bækur á þessum sviðum og náttúrufræði sem eru á sýningu sem er opin í Þjóðarbókhlöðunni til 31. maí og er ætlað að varpa ljósi á þróun námsefnis á 20. öld. Á málþinginu rýnum við í vanda námsefnishöfunda í nútímanum.“ – Hver er sá vandi? „Hann felst í þeim miklu og fjöl- þættu kröfum sem gerðar eru til námsefnishöfunda. Hann felst ekki bara í því að höfundar fari rétt með staðreyndir og skrifi vandað mál, fjalli með sanngirni um álitaefni – heldur verða þeir líka að hrífa og vekja áhuga, skilja eitthvað eftir hjá nemendum og jafnvel kennurum – kveikja hug- myndir hjá þeim. Nú, þeir verða líka að taka tillit til foreldra og stjórnvalda sem láta semja nám- skrárnar og samræmdu prófin og svo er alkunna hvað eru miklar væntingar til skólans.“ – Hafa þær aukist mjög mikið á seinni árum? „Ég tel það vera og það birtist okkur í því að þess er eiginlega vænst að í skyldunáminu hjálpi skólinn börnunum til að verða reglusöm, vel upplýst, að þau hafi góða samskiptahæfni, sjálfsþekk- ingu og sjálfsöryggi sem leiði svo til að þau lendi ekki í fíkniefnum og fari vel með peninga. Þessar kröfur er farið að flétta inn í nám- skrár og námsefni. Hver maður getur séð í hendi sér að það er ekki auðvelt að skapa einhverjar for- sendur til að þetta gerist. Sem dæmi má nefna námsefni í lífs- leikni sem eldri kynslóðin í land- inu kynntist ekki. Á málþinginu mun Erla Kristjánsdóttir fjalla um áhrif samfélagsbreytinga og nýrra fræðikenninga á námsefnið. Fjölgreindarkenningar eru t.d. farnar að hafa áhrif þannig að reynt er að taka tillit til þess hvað greind fólks er mismunandi og að- ferðir þess við að læra þar af leiðandi. Einnig koma þarna inn stórar heimspekilegar spurn- ingar sem tengjast mannúð, á að láta þá sem eru lé- legir í stærðfræði fá meiri stærð- fræði eða eitthvað annað? Hefðin er sú að þeir fá sérkennslu, meiri stærðfræði, af því þeir hafa ekki áhuga á stærðfræði, en er þetta réttmætt? Væri ekki réttara að skírskota til annarra greindar- þátta? Sumir af framsögumönn- unum, t.d. Hafþór Guðjónsson sem hefur samið kennslubækur í efnafræði, spyr sig spurninga eins og hvort hægt sé að kenna slík fræði með þeirri orðræðu sem þar tíðkast vegna þess hve reynslu- heimur barna og unglinga hefur breyst. Þess má geta að rannsókn- ir Þorbjörns Broddasonar pró- fessors sýna að á 30 ára tímabili hefur fjöldi þeirra sem enga bók hafa lesið síðasta mánuðinn áður en spurt var meira en tvöfaldast, úr 11% 1968 í 27% 1997.“ – Hvernig á að bregðast við þessu í gerð námsefnis? „Margir telja mikilvægt að finna hvernig hægt er að sam- ræma hefðbundið námsefni á bók og möguleikana sem rafrænt efni býður upp á. Rafræna efnið er bæði á geisladiskum og liggur á Netinu og hefur það einkenni að vera að sumu leyti endalaust. Þar er hægt að fara í fjölmargar áttir til að leita frekari fróðleiks eða fá betri æfingu meðan bókin aftur á móti er afmörkuð, áþreifanleg og fullunnin heild.“ – Sérð þú fyrir þér að gerð námsefnis verið í æ ríki mæli í raf- rænu formi? „Jú, það er einmitt verið að leita að því hvernig þetta form nýtist við að setja fram námsefni. Kost- irnir eru augljósir því nemandinn ræður hraðanum og fær strax viðbrögð og leiðbeiningar með þess- um gagnvirku mögu- leikum sem rafrænt námsefni býður upp á. Menn velta fyrir sér hvernig hægt er að tengja hefðbundið efni á bók við eins konar ítarefni í rafrænu formi til frekari æfingar. Tryggvi Jak- obsson, útgáfustjóri hjá Náms- gagnastofnun, ræðir svo í lok mál- þingsins um það sem hann telur prýða gott námsefni nú á dögum þegar allir tiltækri nútímatækni er beitt. Hörður Bergmann  Hörður Bergmann fæddist 1933 í Keflavík. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1954 og BA-prófi frá Háskóla Íslands 1956 í upp- eldisfræði, dönsku og sögu. Hann hefur starfað sem kenn- ari, námsstjóri, fræðslufulltrúi hjá Vinnueftirlitinu og er nú framkvæmdastjóri Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna. Hann hefur sam- ið um 30 námsbækur fyrir grunnskóla og fullorðinsfræðslu og tvær „debatt“-bækur um þjóðfélagsmál. Hann er kvænt- ur Dórotheu Einarsdóttur leið- beinanda og eiga þau fjögur börn og átta barnabörn. Miklar og fjöl- þættar kröfur eru gerðar til námsefnis- höfunda SIGMUND Jóhannsson teiknari verður í fríi í nokkra daga, frá og með deginum í dag. Sigmund BÖRN og fullorðnir hafa notið þess hvað vel hefur viðrað að undan- förnu. Reynir Ragnarson í Vík í Mýrdal hjálpaði barnabörnunum sínum við að smíða tvo fleka úr brettum og tómum plastbrúsum sem síðan var komið á flot með aðstoð heima- tilbúinna ára. Varð þetta hin mesta skemmtun fyrir krakkana í góða veðrinu þó að hitastigið á vatninu sé ekki nema rúmar 6 gráður. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Gunnar Sveinn Gíslason að róa á heimatilbúnum fleka á páskadag. Róið á fleka Fagradal. Morgunblaðið. STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra hefur beðið Alþjóðaflug- málastofnunina um mat á umsjón- arhlutverki Flugmálastjórnar og einnig beðið um mat á þeirri að- ferðafræði sem rannsóknarnefnd flugslysa beitir í störfum sínum. Er óskað eftir skjótum svörum. Þetta kemur fram í bréfi sem samgönguráðherra hefur ritað Ass- ad Kotaite, forseta Alþjóðaflug- málastofnunarinnar, ICAO. Í bréf- inu er sagt frá flugslysinu í Skerjafirði í ágúst síðastliðnum og rannsókninni í kjölfarið, en skýrsla flugslysanefndar um slysið kom út 23. mars síðastliðinn. Segir að slys- ið hafi vakið harðar deilur í íslensk- um fjölmiðlum og harðri gagnrýni hafi verið beint að flugslysanefnd og umsjónarhlutverki Flugmála- stjórnar. Umræðan hafi grafið und- an trausti almennings á þessum mikilvægu stofnunum sem gegna lykilhlutverki í flugöryggismálum og ekki sé hægt að gera of mikið úr mikilvægi þess að viðhalda og styrkja traust almennings. Í bréfinu er þess farið á leit að Alþjóðaflugmálastjórnin meti um- sjónarhlutverk Flugmálastjórnar. Þá óskar hann eftir því að hún meti aðferðafræði og starfaðferðir flug- slysanefndar og segir að áríðandi sé að niðurstaða í þessum efnum liggi fyrir hið fyrsta. Óskar mats á starfshátt- um flugmálayfirvalda Samgönguráðherra skrifar Alþjóðaflugmálastofnuninni ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.