Morgunblaðið - 22.04.2001, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 22.04.2001, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2001 25 LIÐ-A-MÓT FRÁ Miklu sterkara fyrir liða- mótin og líka miklu ódýrara APÓTEKIN Ö fl u g t ví ta m ín – D re if in g J H V pela flaska af íslensku brennivíni kostaði um 600 krónur. Siglingar til Churchill Íslensk skipafélög hafa stefnt skipum sínum til Nýfundnalands vegna flutninga til Kanada en Neil bendir á að fært sé til Churchill við Hudson- flóa um tvo til þrjá mán- uði á hverju sumri og þaðan séu góðar sam- göngur með járnbraut beint suður til Gimli auk þess sem flogið sé þangað nær daglega frá Winnipeg. Þetta sé flutningsleið sem vert sé að kanna og til dæmis séu Hollendingar þegar farnir að skoða þennan möguleika með gámaflutninga í huga. Innfluttar vörur til Vestur-Kanada fari gjarn- an í gegnum Montreal en bent hafi verið á að hagkvæmara sé að fara í gegnum Churchill og það sé víða til skoðunar. Loren segir að Rússar séu í auknum mæli farnir að kanna hag- kvæmni vöruflutninga á norðurleið- um og Íslendingar og Kanadamenn hljóti að fylgjast grannt með gangi mála. Íslendingar komi að fiskverkuninni og sölunni Margar fisktegundir eru í vötn- um Manitoba en fyrir sumar er lítill eða enginn markaður og í þeim til- vikum er fiskinum einfaldlega hent komi hann í netin. Að sögn Lorens er þarna um um- talsvert hráefni að ræða, hráefni sem Íslendingar kunni að verka og geti gert verðmætt. Íslendingar hafi getið sér sérstaklega gott orð fyrir fiskverkun og markaðssetn- ingu á sjávarafurðum og mun auð- veldara sé að nýta fyrirliggjandi þekkingu og kunnáttu heldur en að reyna að finna stöðugt upp hjólið. „Aðeins þarf að koma þessum af- urðum í réttar hendur og þá er eft- irleikurinn mun auðveldari en ella,“ segir hann. „Ég sé fyrir mér að Ís- lendingar kaupi þessar afurðir, vinni þær og selji.“ Neil segir að fiskimaður á Winni- pegvatni, hafi rætt við embættis- menn á Íslandi um þetta atriði í fyrra en ekkert hafi komið út úr þeim viðræðum. „Við viljum að Íslendingar kanni þetta mál og taki af skarið. Segi að þeir geti gert þetta eða vísi því frá sér.“ Markaður fyrir íslenska lambakjötið Loren segir að oft á tíðum hafi verið rætt um íslenska lambakjötið í Kanada. Kanadísk veitingahús ut- an Alberta kaupi einkum lambakjöt frá Nýja-Sjálandi og góður mark- aður sé almennt fyrir það í Kanada. Í því sambandi bendir Kristine á að aukinn áhugi sé á lífrænt ræktuðum matvælum í Norður-Ameríku og eftir því sem hún best viti standi ís- lenska lambakjötið sterkt að vígi á austurströnd Bandaríkjanna. Hugs- anlega mætti stækka þennan mark- að í Bandaríkjunum og skapa nýjan í Kanada og enn og aftur gæti flutn- ingurinn farið í gegnum Churchill og eða Winnipeg, þegar og ef flogið verður þangað frá Íslandi. Loren segir að í raun væri hvergi betra að kynna íslenska lambakjöt- ið í Ameríku en í móttökusal Menn- ingarmiðstöðvarinnar á Gimli, The Waterfront Centre. Þaðan sé útsýni til allra átta, til bóndabæja í eigu Kanadamanna af íslenskum ættum, út á Winnipegvatn, sem hefur verið ein helsta lífsbjörg þeirra frá upp- hafi og að nýja hótelinu sem sé tákn nýrra tíma rétt eins og Menningar- miðstöðin. „Tilvalið er að bjóða kokkum víðs vegar að frá veitinga- stöðum í Norður-Ameríku á ís- lenska lambakjötskynningu sem yrði í höndum íslenskra kokka. Þá gæfist tækifæri til að sjá afurðirnar í eins íslensku umhverfi og best verður á kosið í Norður-Ameríku og menn gætu fengið leiðsögn varð- andi meðferðina og fleira. Svona lít- ur það út, svona lyktar það, svona er best að elda það, svona bragðast það, svona er farið að því að panta það og svo framvegis.“ Neil segir að almennt séð sé Gimli kjörinn staður til að kynna ís- lenskar vörur og bendir á að árleg matarveisla ræðismanna í Winnipeg hafi verið í höndum Íslands 26. janúar sl. Hann og Svavar Gests- son, sendiherra og aðalræðismaður Íslands í Winnipeg, hafi ákveðið að halda boðið í Menningarmiðstöðinni á Gimli. Farið hefði verið í rútu frá Winnipeg um miðjan dag og eftir kynningu á Miðstöðinni, Safni ís- lenskrar arfleifðar í Vesturheimi, sem er þar til húsa, Íslandskynn- ingu og borðhald hefði verið haldið til baka um kvöldið. Framtakinu hefði verið sérlega vel tekið og á allt öðrum nótum en venja væri. Þar hefði auðvitað mikið að segja að Ísland væri sérstakt en umhverfið hefði ekki skemmt fyrir. Samstarfsverkefni í orkuvinnslu Loren segir að tækniþekking Ís- lendinga sé mikil á mörgum sviðum og þeir geti látið að sér kveða mun víðar en raun ber vitni. Hann nefnir til dæmis jarðskjálfta. Íslendingar geti sýnt með mjög mikilli ná- kvæmni hvenær þeirra sé að vænta, hvar og styrkleika þeirra, en þessi þekking sé ekki fyrir hendi í Kan- ada í sama mæli. Því geti Íslend- ingar selt þjónustu af þessu tagi og tilfellið sé að vilji sé fyrir hendi til að kaupa þjónustu eins og þessa. Sömu sögu sé að segja af þjónustu við orkuvinnslu. Orkumarkaðurinn hafi tekið stórstígum breytingum á undanförnum árum og tækifæri fyr- ir erlenda sérfræðinga hafi opnast víða um heim, þar á meðal í Kan- ada. „Það er mikil spurn eftir sér- fræðingum á þessu sviði. Ég hef rætt við Íslendinga og Kanadamenn um samstarf, því Íslendingar og Kanadamenn geta vissulega unnið saman á þessum vettvangi, bæði í Kanada, Bandaríkjunum, Suður- Ameríku og í raun hvar sem er,“ segir hann. Loren segir að sérstaklega sé ástæða til að fylgjast vel með mögu- leikum í Suður-Ameríku því þar sé um nýjan markað að ræða á mörg- um sviðum, ekki síst í fiskveiðum og -vinnslu. Hann nefnir sem dæmi að í Perú hafi hann tekið eftir vand- ræðum heimamanna varðandi fiski- mjölsverksmiðjur, viðhald þeirra, tækni og fleira, en þar væru Íslend- ingar sérfræðingar og gætu lagt sitt af mörkum. Þéttriðið net Að sögn Neils er ekkert því til fyrirstöðu að ganga í sum sam- starfsverkefni nú þegar en önnur þurfi meiri undirbúning með fram- tíðina í huga. „Mikilvægt er að bregðast fljótt við þar sem það er hægt en til að það sé mögulegt þurfum við að finna að áhuginn sé gagnkvæmur og fá svörun frá Ís- landi. Að Íslendingar vegi og meti aðstæður og segi hvað þeir vilji gera og hvað ekki. Aðalatriðið er að byrja á einhverju sem skilar strax árangri því það ryður brautina fyrir önnur verkefni.“ Kristine segir að í sínum huga sé dreifingarmiðstöð á Gimli fyrir vörur frá Íslandi einna mikilvægust til að byrja með. Loren segir að sennilega sé auðveldast að byrja á því að markaðssetja íslenska lambakjötið og fá Íslendinga til að kanna möguleika á vinnslu og markaðssetningu ónýtts sjávar- fangs úr vötnum Manitoba, en um leið að hugað verði að flutningaleið- inni í gegnum Churchill. Neil áréttar að á landnemaárum Íslendinga í Kanada 1875 til 1910 hafi þeir bundist sterkum böndum og þetta þéttriðna net sé enn við lýði. Kanadamenn af íslenskum ætt- um séu á öllum stöðum í kanadísku þjóðlífi og margir í mikilvægum stjórnunarstöðum á hæsta stigi. „Við erum öll í viðbragðsstöðu og þetta þéttriðna net er eitt mikil- vægasta haldreipi íslensku þjóðar- innar í þessu landi. Flestir sem hlut eiga að máli eiga rætur sínar að rekja til Manitoba, Nýja-Íslands, og Gimli sem höfuðborg Nýja-Íslands nýtur mikillar virðingar þeirra. Ís- lendingar eiga ekki slíkan bakhjarl í Bandaríkjunum og sennilega hvergi í heiminum.“ Góð aðstaða fyrir fyrirtæki er í iðngörðum við flugvöllinn á Gimli. steg@mbl.is Árangursrík samvinna ryð- ur brautina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.