Morgunblaðið - 22.04.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.04.2001, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞRENNT finnst mér mikil-vægast í lífinu, það er góðheilsa, létt lund og það aðeiga ekki bíl,“ segir HuldaRunólfsdóttir og réttir mér handprjónaða inniskó með skrautlegum illeppum. Ég humma og fer úr útiskónum, ég kom á bílnum mínum, svo þeir eru ekki mjög óhreinir. Á skrautleppunum trítla ég inn í stofuna en Hulda fer að svo mæltu inn í eldhús til þess að hita fyr- ir mig cappuccinokaffi. Meðan hún vafstrar í eldhúsi sínu horfi ég „hauk- fránum“ augum í kringum mig, eink- um beini ég athyglinni að bókunum í bókahillunum. Það er hægt að kom- ast að svo mörgu um persónuleika fólks með því að athuga hvaða bækur það kaupir og les. Hulda Runólfsdótt- ir á alls konar bækur en er þó greini- lega áhugamanneskja um sögu kvenna, sagnfræði í víðum skilningi, þjóðfræði og ferðalög. Ég er rétt komin aftur í sætið mitt í litla sóf- anum undir fjölskyldumyndunum þegar Hulda kemur með kaffibollann sem hún setur kirfilega niður fyrir framan mig á sófaborðið. Tekönnu fyrir sjálfa sig setur hún á borðsend- ann og dregur svo ruggustól nær borðinu og fær sér sæti. Allt er tilbúið – viðtalið getur hafist. „Ég var vistráðin“ „Ég er fædd í Skarði í Gnúpverja- hreppi. Þar bjó Jóhanna móðursystir mín og ég kom nokkuð óvænt í heim- inn,“ segir Hulda. „Móðir mín Kristín Bjarnadóttir var frá Glóru í Gnúp- verjahreppi. Hún hafði misst móður sína tvítug að aldri og þegar afi minn hætti búskap kom nýr bóndi að Glóru. Honum og konu hans fannst nafnið ekki gott svo þau skírðu bæ sinn Ásbrekku. Síðan eru þeir Glóru- lausir í hreppnum.“ Nú hlær Hulda en ég velti fyrir mér hvað hún hafi átt við með orðunum að koma hennar í heiminn hafi verið óvænt. „Jú, sjáðu til. Mamma lærði að verða rjómabússtýra á Hvítárvöllum og réðst svo sem slík norður á Kornsá í Vatnsdal, til Björns Sigfússonar prests Jónssonar af hinni merkilegu Reykjahlíðarætt og konu hans Sig- ríðar, dóttur Björns Blöndals sýslu- manns. Bóndasyninum á bænum, Runólfi, leist vel á hina nýju rjóma- bússtýru og ég varð til – en verra var það að hann gifti sig rétt eftir að ég kom undir. Þá tók nú að vandast mál- ið fyrir móður mína. Giftinguna bar brátt að, mér hefur verið sagt að faðir minn hafi farið að heiman, norður á Blönduós, en ekki skilað sér heim á þeim tíma sem búist var við. Svo fréttist að hann væri kominn í Búð- ardal. Heim kom hann eftir nokkra daga og þá með unga og fallega eig- inkonu sína, hún var kaupmannsdótt- ir af Blönduósi, þau höfðu gift sig í Búðardal. Mamma var á Kornsá allt sumarið og vafalaust hefur vistin ver- ið henni erfið. Alma Louise Möller, kona föður míns, sagði eitt sinn Álf- hildi hálfsystur minni, að sér hefði fundist undarlegt að ein af stúlkunum á heimilinu hefði alltaf verið grátandi. Hún vissi þó ekki af hverju stúlkan grét. Þegar hún svo frétti af tilvist minni hélt hún lengi vel að ég hefði fæðst nokkrum mánuðum fyrr en raun bar vitni, sannleikurinn er sá að ég var aðeins rúmum mánuði eldri en elsta barn Ölmu. Ég spurði seinna mömmu mína: „Hvernig í ósköpunum gastu verið þarna um sumarið?“ „Gat ég verið?“ svaraði mamma. „Ég var vistráðin og ég gat ekki farið að svíkja afa þinn og ömmu þótt þetta væri svona.“ Heim fór hún í byrjun október en ég fæddist 6. apríl 1915. Hún sagði mér að Runólfur faðir minn hefði fylgt henni á Blönduós þar sem hún átti að taka skip. Skipið kom ekki fyrr en að nokkrum dögum liðnum og þá kom hann henni í vinnu í sláturhúsinu á meðan, „fyrir það var ég þakklát, ég hefði annars ekkert haft að gera þessa daga, alein að bíða eftir skip- inu“, sagði mamma. Svo kom skipið og hún fór með því suður. Þegar það sigldi fyrir Snæfellsnes var komið brjálað veður. Einn skipverjanna kom niður og sagði: „Það er óvíst að við komumst nokkurn tíma suður, ég held bara að skipið fari niður.“ „En mér var alveg sama,“ sagði mamma. Hún komst svo með bíl austur að Þjórsártúni, þaðan gekk hún með eig- ur sínar í pokaskjatta á bakinu, upp öll Skeiðin og að Skarði. Þrátt fyrir allt þetta sá hún eftir pabba alla ævi og dáði hann einan manna. Vildi bara eiga einn pabba Föður mínum, konu hans og hálf- systkinum mínum kynntist ég ekki fyrr en ég var tvítug að aldri. Þá fór ég til þeirra norður og var þar í eitt sumar og mér kom sérstaklega vel saman við stjúpmóður mína. Föður minn sá ég aðeins einu sinni á mínum uppvaxtarárum. Þá var ég átta ára. Mamma sagði að hann væri kominn suður til Reykjavíkur og langaði til að sjá mig. Við mamma hittum hann hjá söluturninum sem nú er við Lækjar- götu en stóð þá á horninu hjá Lækj- artorgi og Bankastræti. Við fórum svo öll til frænku mömmu og sátum þar í fínni stofu og alltaf var hann að reyna að tala við mig en ég hafði ekki mikinn áhuga á því. Ég átti pabba fyrir austan, Pál Lýðsson í Hlíð, þar sem ég ólst upp, og ég vildi ekki fleiri pabba. Ekki bætti úr fyrir Runólfi föður mínum að þegar við kvöddum hann kyssti hann mömmu. Hún fór að gráta og mér varð ekki betur til hans fyrir það.“ Að Hlíð kom Hulda sex vikna göm- ul. „Mamma hafði komið í Hlíð korn- ung stúlka og var þar í nokkur ár. Hún var þá trúlofuð ungum manni þar í sveit sem Ólafur hét,“ segir Hulda. „Hann fór í verið og drukkn- aði en hún dreif sig í skóla sem fyrr sagði. Hjónin í Hlíð, Páll og Ragn- hildur Einarsdóttir, komu í skírnar- veisluna mína og tóku með sér úr veislunni móður og barn. Ég kallaði Hlíðarhjónin alltaf pabba og mömmu. Ég var svo í Hlíð þar til ég var upp- vaxin stúlka og börnin þar voru mín systkini. Mamma var í Hlíð þar til ég var átta ára og ég kallaði bæði hana og Ragnhildi mömmu, en þær sögðu seinna að þær hefðu alltaf þekkt hvora ég ætti við hverju sinni – hvernig sem þær fóru að því. Ég vildi hins vegar ekki eiga nema einn pabba. Móðir mín sagði mér að ég hefði komið til hennar þegar ég var þriggja ára og sagt: „Krakkarnir segja að ég sé ekki Pálsdóttir?“ Hún sagði að ég væri það heldur ekki, pabbi minn héti Runólfur og ætti heima fyrir norðan. Ég fór þá upp í glugga, móða var á glerinu. Ég potaði í móðuna og sagði svo: „Nú er ég búin að skrifa Hulda Pálsdóttir, það er ég búin að gera.“ Svo hafði ég gengið hnakkakerrt út. Ranka er ný stelpa og fær nýtt sæti Páll fósturfaðir minn var mér afar góður. Eitt dæmi get ég sagt af því. Þá var Ragnheiður, yngsta fóstur- systir mín, komin hátt á þriðja ár. Hún var sex árum yngri en ég. Á að- fangadagskvöld sátum við öll saman við langt borð. Ég hafði alltaf setið hjá pabba á rúmstokknum öðrum megin, á bríkinni. Þetta aðfangadags- kvöld sá ég að búið var að setja disk- inn hennar Rönku, með mynd af stelpu á bláum kjól, við sætið hans pabba. „Þú ætlar þó ekki að fara að beygja af þótt hún Ranka sitji hjá pabba sín- um,“ sagði kona sem var þarna á bænum. Ég hágrét. Þá sagði pabbi: „Hulda, hún hefur sitt sæti hjá mér, Ranka er ný stelpa og hún fær nýtt sæti við hina hliðina á mér.“ Svo var komið með púlt sem sett var við hina hliðina á pabba og þar var svo Rönku sæti. Helgi Pjeturss var einkennilega næmur maður Dr. Helgi Pjeturss var alltaf í Hlíð á sumrin, pabbi ferðaðist með honum. Móðir Ragnhildar mömmu hafði ver- ið húsfreyja á Hæli í Gnúpverja- hreppi og Helgi og hún voru systra- börn. Helgi kom austur að Hæli og ætlaði að vera hjá frænku sinni en fór í heimsókn út að Hlíð. Honum féll þar svo vel að hann fór að Hæli og tók dótið sitt og sagðist ætla að vera í Hlíð og þar var hann svo um tíma á hverju sumri. Helgi var mjög glæsi- legur maður og eftirminnilegur. Hann gekk að slætti í Hlíð og hafði sérstakar spildur sem hann sló. Hann sagði að sláttur væri góð leikfimi, og þegar hann var að slá var hann aðeins í mjórri sundskýlu og gúmmístígvél- um. Þetta fannst öllum eðlilegt þegar Helgi átti í hlut. Hann var stundum að tala við pabba um líf á öðrum stjörnum, ég efast um að pabbi hafi verið trúaður á það. Hins vegar gerð- ist í Hlíð atvik sem erfitt er að skýra og sýnir að Helgi Pjeturss var ein- kennilega næmur maður. Honum var í nöp Kaabersbræður, sem bjuggu hinum megin við Hverfisgötuna, á móti Helga og fjölskyldu hans. Lík- lega var óvináttan til komin vegna árekstra milli sona Helga og þessara bræðra. Einhverju sinni er Helgi var í Hlíð heyrum við um morgun að hann er mjög æstur. Hann talaði um það við pabba að Kaabersstrákarnir hefðu verið þarna í nótt og ábyggi- lega ekki í góðum erindagjörðum. Pabbi, sem var rólegur maður, sagði. „Nei, nei, við vitum að hér hefur eng- inn komið.“ En Helga varð ekki þok- að í þessu máli. Nokkru seinna kom einhver frá Hæli og sagði: „Við feng- um einkennilega heimsókn í nótt. Kaabersbræður komu, höfðu villst af leið upp í Þjórsárdal en tóku leiðina að Hæli og við gátum vísað þeim á rétta leið.“ Hefðu bræðurnir haldið áfram hefðu þeir komið að Hlíð. Ég man að pabbi sagði: „Þetta er und- arlegt.“ Hún giftist Þegar ég var rösklega átta ára kom skarlatssótt og allir urðu fárveikir. Kristín mamma mín náði ekki fullri heilsu eftir þau veikindi. Hún fór suð- ur og náði þar smám saman nokkurri heilsu, tók að stunda ræstingar og fékk loks íbúð í kjallara Alþingishúss- ins sem hún ræsti ásamt annarri konu. Móðir mín var alltaf ákveðin í að ég færi í skóla. Eftir að ég fermdist sagði presturinn, séra Ólafur Briem, við hana að hún mætti til með að láta stelpuna læra eitthvað. Mamma fór og hitti einhvern merkisbónda í hreppnum og sagði honum að hún hugsaði sér að ég sækti um inntöku í Kvennaskólann. Þá sagði bóndinn: „Hún giftist.“ Mamma var ekki ánægð með það og sagði: „Þótt hún giftist þarf hún samt á menntun að halda.“ Fóstursystkini mín voru öll bráðgreind og einn bróðirinn varð arkitekt. Bjarni hét hann og teiknaði húsið sem ég byggði hér við Fögru- kinn í Hafnarfirði. Bjarni var þremur árum eldri en ég. Þegar við vorum krakkar að hlaupa úti á túni hafði ég oft ekki við strákunum. Þá teygði Bjarni höndina aftur fyrir sig og mér fannst alltaf öllu borgið þegar ég Morgunblaðið/ÁsdísHulda Runólfsdóttir Huldubarnið Hulda Runólfsdóttir nýút- skrifuð úr Kennaraskólan- um árið 1938. Sveinn Viggó Stefánsson sem Jóhann í Kinnarhvolssystrum 1945. Hann var eiginmaður Huldu Runólfsdóttur. Þegar Hulda Runólfs- dóttir tók kennarapróf 1938 var kennsla karlastarf. Hún segir í viðtali við Guðrúnu Guðlaugsdóttur sitthvað frá tilurð sinni, uppvexti og störfum við kennslu og leiklist í bland við ýmsar skemmtilegar sögur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.