Morgunblaðið - 22.04.2001, Page 27

Morgunblaðið - 22.04.2001, Page 27
hafði náð í höndina á honum. Svona var hann góður drengur og allt fólkið í Hlíð. Ég var lánsmanneskja að fá að alast þar upp. Ég leið ekki – en það gerði móðir mín. Akurliljan rauða Þegar ég kom suður til Reykjavík- ur til að hefja nám í þriðja bekk í Kvennaskólanum settist ég að í Al- þingishúsinu hjá mömmu. Hún hafði seiglast áfram þrátt fyrir heilsuleys- ið. Það er enda seigla í hennar ætt. Sonur Jóhönnu systur hennar var Haraldur Matthíasson kennari á Laugarvatni, hvers sonur, Ólafur Örn alþingismaður, gekk á Suðurpólinn. Ég hafði nokkrum sinnum komið til Reykjavíkur en nú var ég þar lang- dvölum og líkaði vel, bæði í Alþing- ishúsinu og í skólanum. Það var gam- an að búa í Alþingishúsinu. Stundum fór ég upp til þess að hlusta á umræð- urnar á kvöldin og um tíma vann ég í fatageymslunni. Margir þingmenn- irnir eru mér eftirminnilegir. Ólafur Thors til dæmis. Hann kom hlaup- andi inn um dyrnar, oft með þrjá trefla. Hann var með einn trefil yfir frakkanum, þreif hann af sér og henti honum á borðið hjá mér, annan yfir jakkanum og henti honum líka á borðið en hafði alltaf á sér trefilinn undir jakkanum. Hann var alltaf svo hress og glaður. Haraldur Guð- mundsson tók af sér hattinn og tref- ilinn, braut trefilinn saman og lagði á borðið og hanskana á, hneigði sig ör- lítið og gekk burt. Hermann Jónas- son var alltaf í gráleitum fötum og snyrtimennskan alveg fullkomin. Bjarni Ásgeirsson var skemmtilega hagmæltur. Einu sinni kom ég þang- að sem síminn var, þá sátu við hann tvær símastúlkur, Ingibjörg og Katr- ín. Bjarni hallaði sér upp að dyra- karmi og var að bíða eftir símtali, en þá var farið inn í klefa til að tala í sím- ann. Allt í einu segir hann: Ingibjörg er eins og sól, þó ekki ber’ún danskan kjól. Situr hún á sínum stól, siðprúð við eitt kjaftatól. Um hana snúast eins og hjól alþingis- og stjórnarfól. Margur sem að sáran kól, sækir yl í hennar ból. Hann bara talaði þetta svona. Ingi- björg var ákaflega falleg kona, hold- ug og „flott“ í peysufötunum. Ég tók á móti yfirhöfnum þing- mannanna eins og fyrr sagði, engin númer voru, maður varð að þekkja hver átti hvað. Stundum varð maður að smjúga milli frakkanna til að sækja hina réttu yfirhöfn, það var mismunandi lykt af frökkunum, af sumum dálítið sterk tóbakslykt en af öðrum ilmur sem maður er ekkert að tala um. Það voru haldnar miklar þingveisl- ur á Hótel Borg og öllum boðið – líka ræstingakonum og stelpunum úr fatageymslunni. Í einni slíkri veislu var ort um Jón á Akri, sem þá var for- seti sameinaðs Alþingis: Drekkum austræn, vestræn vín, vodka og svartadauða. Áfeng gerist ilman þín, akurliljan rauða. Og þér eruð ekki búnar að fá neina stöðu ennþá, Hulda? Eftir að hafa lokið námi frá Kvennaskólanum fór ég í Kennara- skólann. Mamma vildi að ég færi í menntaskóla, en það vildi ég ekki. Við vorum sex stúlkur í Kennaraskólan- um og margir sætir strákar. Kennsla var karlastarf þá. Við höfðum góða kennara. Sigfús Einarsson var söng- kennari. Hafi ég nokkurn tíma séð áru í kringum höfuð manns þá var það í kringum höfuð Sigfúsar, einkum var ljómi yfir honum þegar okkur tókst vel, en hann æfði okkur m.a. í söng fyrir útvarpið. Í Kennaraskólanum varð ég fyrst alvarlega ástfangin. Sá útvaldi var Helgi Þorláksson, sem síðar varð skólastjóri í Reykjavík. Hann var fal- legur maður og „sjarmerandi“. Ekk- ert varð þó úr því ástarævintýri ann- að en það að við vorum alla tíð góðir vinir. Að loknu kennaraprófi vildi ég auð- vitað komast í kennarastöðu, helst hér fyrir sunnan því ég vildi síður fara langt frá mömmu. Ég fór að sækja um en ekkert gekk lengi vel. Ásgeir Ásgeirsson var þá fræðslu- málastjóri, ég þekkti hann úr þinginu. Um haustið, í september, fékk ég boð um að koma til fræðslu- málastjóra. „Og þér eruð ekki búnar að fá neina stöðu ennþá Hulda? Ég ætla að senda yður vestur til Bolungarvíkur,“ segir Ásgeir. Á þessum tíma þéruð- ust allir. „Gullfoss fer eftir þrjá daga, þér skuluð fara með honum. Já – og þér eigið líka að spila í kirkjunni.“ Ég hafði lært á orgel hjá elstu fóstursyst- ur minni, Arndísi Pálsdóttur, sem síð- ar varð húsfreyja í Sandvík og er móðir Páls Lýðssonar rithöfundar. Seinna lærði ég hjá Kjartani Jóhann- essyni, kunningja mömmu Ragnhild- ar, svo hjá Kristni Ingvarssyni og tók loks söngpróf hjá Sigfúsi Einarssyni. Í Bolungarvík Ég fór vestur á skipi í nýju bláu kápunni minni og var á áfangastað hífð í trossu um borð í pramma. Það var ekki gott fyrir kápuna og ég var dauðhrædd. „Það er alveg óþarfi að vera hrædd góða mín, það er öllu óhætt,“ sagði Þórður Hjaltason, for- maður skólanefndar, en hjá honum og hans góðu konu, Kristínu Guð- mundsdóttur, bjó ég meðan ég var í Bolungarvík. Mér leist nú ekki reglulega vel á Bolungarvík í fyrstu en það breyttist og ég fór að sjá fegurð staðarins. Ég gleymi aldrei þegar presturinn mess- aði eitt sinn á gamlárskvöld klukkan ellefu. Eftir messu um miðnætti komu allir kirkjugestir út – þá var komið nýtt ár. Harðfenni var, heið- skír himinn, norðurljósin voru eins og kóróna yfir fjallinu Erni og Djúpið var dimmblátt. Fólkið stóð þegjandi og horfði, svo var fegurðin mikil. Ég kenndi þrjá vetur í Bolungarvík og varð að kenna allt mögulegt, líka handavinnu drengja. Í Bolungarvík sté ég fyrst á leiksvið. Eitt fyrsta leik- ritið sem ég fékk hlutverk í var Ráðs- kona Bakkabræðra, sem síðar var sýnt hér í Hafnarfirði mjög lengi, ég hafði er yfir lauk leikið þetta hlutverk yfir hundrað sinnum. Ég fór auðvitað á böll þar vestra. Það tíðkaðist að konur sátu öðrum megin í salnum og herrar hinum megin. Svo komu þeir og buðu upp í dans, eftir einn dans var daman svo leidd til sætis. En í fyrsta skipti sem mér var boðið upp, af ungum og fallegum manni, hvíslaði hann að mér ofurlágt eftir fyrsta dansinn: Ættum við að halda á? Ég vissi ekki hvað hann meinti en þetta þýddi að halda áfram að dansa og það gerðum við. Ég varð afar ástfangin þarna af mjög glæsilegum manni, hann hafði fallega söngrödd og var snillingur í höndunum. En þetta samband entist ekki og eftir þrjú ár fór ég með skipi suður aftur. Ég treysti mér ekki til að vera þarna eftir að upp úr ástarsamband- inu slitnaði. Blátt lítið blóm eitt er Þegar ég kom suður haustið 1942 fór ég að kenna í Kaþólska skólanum í Hafnarfirði en bjó hjá mömmu í lítilli íbúð sem hún hafði á Laufásvegi 43. Um vorið kenndi ég í forföllum í Lækjarskóla. Guðjón Guðjónsson skólastjóri sagðist vilja fá mig að skólanum. Ég sótti um stöðu þar, en um mitt sumar segir Guðjón mér að það verði víst ekki nein staða laus um haustið, ég geti því ekki komið nema þá sem forfallakennari. Það leist mér ekki vel á. En örlögin gripu í taum- ana. Ég hafði stundum litið til með dreng hjóna sem bjuggu nálægt Kaþ- ólska skólanum. Eitt sinn sem oftar kom ég þangað og þá var konan ekki heima. Húsbóndinn, sem var skip- stjóri, afsakaði það að eiga ekkert kaffi en bauð mér drykk í stóru glasi úr ísskápnum, sem ég þáði með þökk- um því ég var þyrst. Mér fannst drykkurinn ágætur og þáði annað stórt glas. Svo fór ég að kenna í kvöldskólanum hjá kaþólsku systrun- um. Þegar ég kom uppeftir var ég einhvern veginn ekki upplögð í stærðfræðikennslu svo ég lét stelp- urnar fara að syngja og spilaði undir á orgelið. Þetta varð hinn fjörugasti söngur. Þegar tíminn var búinn kom príorinnan og sagði: „Þið syngið svona ljómandi vel, viltu ekki æfa kór með krökkunum og láta þau svo syngja við útskriftina?“ Ég játti þessu og fór heim. Daginn eftir hitti ég skipstjórann og hann spurði: „Hvernig gekk kennslan?“ „Ágæt- lega, ég lét stelpurnar fara að syngja.“ Þá hló hann mikið og sagði: „Mér stóð ekki alveg á sama, þetta var enskur bjór og þú drakkst tvær dósir.“ Þessi hjón buðu mér með sér norð- ur í land. Á Akureyri hittum við Ás- geir Stefánsson sem var einn aðal- maðurinn hér í Hafnarfirði. Hann var m.a. stórútgerðarmaður og formaður skólanefndar. Hann var í bílnum með okkur suður og við sungum mikið. Ásgeir hélt sérstaklega upp á Blátt lítið blóm eitt er. Þegar við vorum á leiðinni niður Reykjavíkurveginn Hulda og Óli Þ. Guðbjartsson, fyrrverandi ráðherra, í hlutverkum sín- um í Kinnarhvolssystrum sem hún setti upp á Selfossi um 1953. SJÁ SÍÐU 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2001 27 Heimsferðir opna þér leiðina til Ítalíu á verði sem hefur aldrei sést fyrr á Íslandi. Vikuleg flug alla föstudaga til Mílanó, þessarar háborgar lista og tísku í heiminum. Hér kynnist þú listaverkum Leonardo da Vinci, Scala óperunni með frægustu listamönnum heimsins, hinum fræga miðbæ þar sem Duomo dómkirkjan gnæfir yfir, hinni frægu verslunargötu Galeria Vittorio, Emanuele II, ráðhúsinu, glæsilegustu verslunum heimsins, listasöfnum og nýtur lífsins í þessu menningarhjarta Evrópu. Verð kr. 22.720 Verð p.mann, m.v. hjón með 2 börn, 2 - 11 ára. Skattar, kr. 2.495 fyrir fullorðinn, kr. 1810 fyrir barn, innifaldir. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 23.520 Flugsæti fyrir fullorðinn. Verð kr. 26.015 með sköttum. Beint flug föstudaga. Brottför frá Keflavík kl. 17.10 Flug heim á miðvikudagsmorgnum. Flugsæti Flug og bíll Flug og hótel Mílanó í sumar frá 22.720 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.