Morgunblaðið - 22.04.2001, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 22.04.2001, Qupperneq 28
28 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ segir Ásgeir: Syngdu nú einu sinni fyrir mig Blátt lítið blóm eitt er. Og ég geri það. Um hádegi daginn eftir hringir Guðjón skólastjóri og segir: „Þú færð stöðuna, hann Ásgeir Stefánsson hringdi til mín í morgun og sagði: „Við verðum að fá hana Huldu að skólanum.““ Svo ég komst inn á Blátt lítið blóm eitt er. Húsbygging, barneign og hjónaband Lækjarskólinn var sérstaklega skemmtilegur vinnustaður. Ég var eina konan í fyrstu fyrir utan handa- vinnukennarann, en svo fór þetta að breytast. Mér féll kennslan mjög vel, lét krakkana syngja heilmikið og sagði þeim líka sögur. Ég fékk ágæt laun og lagði fyrir eftir því sem ég gat, það hafði ég lært af mömmu. Jafnframt því að kenna tók ég þátt í leiklistarlífinu hér í Hafnarfirði. Ráðsmaðurinn í Kaþólska skólanum hafði komið mér inn í það. Fyrsta hlutverkið mitt hér var í Ævintýri á gönguför, ég lék fjörugri stelpuna en Herdís Þorvaldsdóttir hina, persónur þessar heita Jóhanna og Lára. Nokkru síðar lék ég í Apakettinum með Guðmundi Jónssyni og svo í Nei- inu og í fjölmörgum öðrum leikritum. Þetta starf mitt með leikfélaginu dró dilk á eftir sér, ef svo má segja. Ég kynntist Sveini Viggó Stefáns- syni, hann var skrifstofumaður og vann síðar á Keflavíkurflugvelli en fyrst og fremst var hann formaður leikfélagsins og á kafi í leiklistinni. Hann var giftur maður og átti börn en eigi að síður fórum við að vera saman og ég varð ófrísk. Þetta mælt- ist ekki vel fyrir, sem varla var von. Mamma og pabbi og mamma í Hlíð tóku þessu þó með skynsemi – sögðu að ég myndi drífa mig áfram. Eftir að ég hafði eignast son minn Ingva og hann var aðeins kominn á legg ákvað ég að sækja um lóð hér í Hafnarfirði og fara að byggja. Mörgum fannst þetta glæfraleg ráðagerð hjá ein- stæðri konu, en ég átti svolítið sparifé og einnig hafði móðir mín lagt fyrir og lét mig hafa það fé. Ég fékk lífeyr- issjóðslán og Einar fósturbróðir minn, sem var bankastjóri á Selfossi, lánaði mér svolítið. Bjarni fóstur- bróðir minn teiknaði húsið sem fyrr gat – en það mátti bara vera 80 fer- metrar að grunnfleti með risi sem að- eins var hægt að standa uppréttur í undir mæninum. Álfhildur hálfsystir mín bauðst til að skrá sig sem eig- anda að efri hæðinni og þá var hægt að reisa tveggja hæða hús. Mér tókst að flytja inn í neðri hæðina fullbúna þegar drengurinn var fimm ára og nokkru seinna flutti Sveinn Viggó til mín, en hann var þá skilinn við konu sína fyrir nokkru. Við eignuðumst síðar tvo syni, þá Hjálmar og Ólaf, og giftum okkur 1963. Með tímanum græddust öll sár og samkomulagið í fjölskyldunni allri varð sérlega gott. Satt að segja bjóst ég í upphafi ekki við öðru en að verða ein með minn dreng og þess vegna fór ég út í þessa húsbyggingu. Mamma setti á sig kinnalit Álfhildur hálfsystir mín, sem var ráðskona á Bessastöðum hjá Ásgeiri Ásgeirssyni, kom því til leiðar að móðir hennar Alma kom hingað til mín til þess að hitta Kristínu móður mína. Mamma bjó sig upp á í peysu- föt og setti á sig kinnalit og svo sátu þær gömlu konurnar og dáðust sam- eiginlega að því hvað Hjálmar, mið- sonur minn, væri líkur honum Run- ólfi afa sínum á Kornsá. Svona var nú það. Það voru ekki allir hrifnir af þessu Hjálmars-nafni, margir höfðu þá ekki heyrt um annan Hjálmar en Hjálmar tudda. En þannig lá í þessari nafngift að þegar móðir mín gekk með mig dreymdi hana að til hennar kæmi maður með reifastranga, fékk henni hann og sagði: „Þú átt að eiga hann, þetta er Hjálmar.“ Hún sagði mér þennan draum og nafnið sat í mér. Ég hefði fengið þetta nafn hefði ég verið strákur, en úr því ég var stelpa hlaut ég nafnið Hulda. Þá var mikið sungið kvæðið um Hjálmar og Huldu, sem byrjar svo: „Hjálmar í blómskrýddri brekkunni stóð.“ Líka hefur mömmu kannski þótt nafnið táknrænt, ég var nú hálfgert huldubarn. Ánægð með mitt ævistarf Ég er ánægð með mitt ævistarf – kennsluna. En ég er ekki viss um að ég hefði valið það ef ég væri ung í dag. Mér fannst líka óskaplega gaman að leika. Ég hætti þó að leika að mestu eftir að ég eignaðist yngri drengina. Á ferli mínum sem áhugaleikkona lék ég fjölmörg hlutverk en mitt uppáhalds- hlutverk var Úlrika í Kinnarhvols- systrum, það er mikið sænskt drama um konu sem lætur græðgina teyma sig út í ófæru. Ég vann með mörgum leikstjórum og fannst gaman að vinna með þeim ýmsum. Ekki síst er Einar Pálsson mér eftirminnilegur, hann var afar skilningsríkur og gat líka komið svo vel frá sér því sem hann vildi fá fram í leiknum. Ef ég ætti að velja mér hlutverk hefði ég viljað fá tækifæri til að leika Sigrúnu í Sig- rúnu á Sunnuhvoli eftir Björnsson. Jón Norðfjörð var um tíma með framsagnartilsögn fyrir okkur hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar í tengslum við starf sitt sem leikstjóri. Hann sagði við okkur: „Ef þið farið með kvæði er langbest að þið lærið það utan að.“ Ég lærði þá m.a. Rispu eftir Tennyson í þýðingu Einars Kvaran, um 30 erindi. Svo fór ég seinni part dags til Jóns, tók mér stöðu og fór að hafa yfir kvæðið. Eftir að ég hafði þulið upp úr mér fyrsta erindið sagði hann: „Þetta er stórkostlegt, ég nýt þess enn betur ef ég halla mér hér á dívaninn.“ Skuggsýnt var orðið og ég hélt áfram að þylja. Þegar ég var búin með öll 30 erindin ríkti algjör þögn. Ég hugsaði að svona væri það þá fyrir hinar stóru stjörnur þegar þær stæðu á sviðinu og hefðu heillað svo áheyr- endur að ekki heyrðist neitt.“ – Það mátti heyra saumnál detta. Þar kom að mér fannst þögnin orðin nokkuð löng, ræskti mig og sagði: „Ég er búin, Jón.“ Hann tók þá að hrjóta. Ég gat ekki vakið hann og fór út. Eina sem ég sé eftir í þessu sam- bandi er að hafa ekki lært að syngja, ég hefði haft gaman af því og átti þess raunar kost. Þótt kennslan og leik- listin hafi verið mín aðalviðfangsefni um dagana lagði ég ýmislegt fleira fyrir mig, t.d. vann ég tvö sumur á Keflavíkurflugvelli. Þar vann ég með kornungri stúlku sem ég segi alltaf að ég hafi bjargað frá ástandinu og er mjög ánægð með að hafa gert það. Þessi stúlka var stúdent, afbragðsnemandi, en var jafn hrekklaus og hún var mikill námsmaður. Ég sá að henni var hætt og bauð henni að setjast að í „lamba- stíunni“, herbergi hér í húsinu mínu sem litlu strákarnir höfðu verið í. Glugginn í því herbergi skrölti dálítið svo ég sagði stúlkunni að setja eitt- hvað í hann til að stöðva skröltið. Hún gerði það og sagði að skröltið væri hætt. Svo fór hún eitthvað burt um tíma og ég fór inn í herbergið til að at- huga með gluggann. Þá sá ég hvað hún hafði sett í gluggann til að stöðva skröltið – hún hafði sett þar spari- sjóðsbókina sína! Þessi stúlka fór nokkru síðar í læknisnám erlendis og starfar sem læknir ytra í dag. Ég hætti formlegri kennslu 64 ára gömul, þá var ég komin á eftirlaun. Eftir það fékkst ég talsvert við að kenna lesblindum krökkum og gekk það ágætlega. Miklar framfarir hafa orðið í kennslu frá því ég hóf störf fyrir rúm- um sextíu árum. Einkum er kennslan ekki eins bundin við bókina og áður var. Á hinn bóginn hefur ýmislegt farið út sem eftirsjá er að, t.d. er ekki nærri því eins mikið sungið í stofun- um og fyrrum. Söngurinn sameinaði krakkana og gerði þá rólegri. Ég sagði þeim líka oft sögur; endursagði bæði þjóðsögur og skáldsögur – en til að fá sögurnar urðu þau að hafa lokið ýmsum verkefnum. Ég er ennþá að hitta fólk sem ég kenndi sem þakkar mér og vitnar í sönginn og sögurnar sem ég sagði. Þetta, og raunar ým- islegt annað, segir mér að ég hafi ekki til einskis barist.“ Guðmundur Jónsson og Hulda í hlutverkum sínum í Apakettinum. Gullsmiðir Frönsku- námskeið verða haldin 30. apríl.-22. júní 2001 Innritun frá 9. apríl. Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna, taltímar. Námskeið fyrir börn og eldri borgara og einkatímar. Kennum í fyrirtækjum. Ferðamannafranska: 10 tíma hraðnámskeið fyrir Frakklandsfara. Stuðningskennsla fyrir skólafólk. Upplýsingar í síma 552 3870 frá kl. 11-18 Hringbraut 121, JL-Húsið, 107 Reykjavík, fax 562 3820. ✆ Veffang: http://af.ismennt.is Netfang: af@ismennt.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.