Morgunblaðið - 22.04.2001, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 22.04.2001, Qupperneq 50
DAGBÓK 50 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Lag- arfoss kemur og fer í dag. Trinket kemur í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Lagarfoss kemur í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Á morg- un kl. 8.45 leikfimi, kl. 10 boccia, kl. 14 félags- vist, kl. 12.30 baðþjón- usta. Árskógar 4. Á morgun kl. 9 opin handa- vinnustofan, penna- saumur og perlusaumur, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30 félags- vist, kl. 13 opin smíða- stofan/útskurður, kl. 13.30 félagsvist, kl. 16 myndlist, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–12 búta- saumur, kl. 10 sam- verustund, kl. 13 bútasaumur. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13–16.30, spil og föndur. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586-8014 kl. 13–16. Tímapöntun í fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hárgreiðslu og fótanudd, s. 566 8060 kl. 8–16. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaað- gerð og myndlist, kl. 9.30 hjúkrunarfræð- ingur á staðnum, kl. 10– 13 verslunin opin, kl. 11.10 leikfimi, kl. 13 handavinna og föndur, kl. 13.30 enska, fram- hald. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Á morgun kl. 9 böðun, kl. 9.45 leikfimi, kl. 9 hár- greiðslustofan opin. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Á morgun, mánudag, verða púttæfingar í Bæjarútgerðinni kl. 10– 11.30, tréútskurður í Flensborg kl. 13, félags- vist kl. 13.30. Á þriðju- daginn er saumur kl. 13, brids kl. 13.30. Leik- húsferð í Þjóðleikhúsið að sjá „Syngjandi í rign- ingunni“ 4. maí. Miða- sala í Hraunseli kl. 13.30–16. Sigurbjörn Kristinsson verður með málverkasýningu í Hraunseli fram í maí. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga kl. 10– 13. Matur í hádeginu. Félagsvist í dag kl. 13.30. Dansleikur í kvöld kl. 20, Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Mánudagur: Brids kl. 13. Danskennsla fellur niður. Þriðjudagur: Kl. 10.30 fara Göngu- Hrólfar í létta göngu með sænskum gestum. Kl. 10.30 koma sænskir eldri borgarar í heim- sókn. Gengið verður um Laugardalinn. Hádeg- isverður í Ásgarði kl. 12. Erindi flytja Ólafur Ólafsson, formaður FEB, og Bendikt Dav- íðsson frá LEB. Dansað undir harmónikuleik Ólafs B. Ólafssonar. Skák kl. 13.30 og alkort spilað kl. 13.30. Dagana 27.–29. apríl verður far- in 3ja daga ferð á Snæ- fellsnes. Gististaður: Snjófell á Arnarstapa. Áætlað að fara á Snæ- fellsjökul. Komið í Ólafsvík, á Hellissand og Djúpalónssand. Einnig verður litið á slóðir Guðríðar Þor- bjarnardóttur. Brottför frá Ásgarði, Glæsibæ, 27. apríl kl. 9. Skráning hafin. Silfurlínan opin á mánudögum og mið- vikudögum kl. 10–12. Ath. Skrifstofa FEB er opin kl. 10–16. Upplýs- ingar í síma 588 2111. Gerðuberg, félagsstarf. Á morgun kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, dans hjá Sigvalda fellur nið- ur. Veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Föstudag- inn 27. apríl kl. 16 verð- ur opnuð myndlistar- sýning Gunnars Þórs Guðmundssonar. Allir velkomnir. Félagsstarf aldraðra, Háteigskirkju. Spilað í Setrinu mánudaga kl. 13–15, kaffi. Miðviku- dagar kl. 11–16 bæna- stund, súpa í hádeginu, spilað kl. 13–15, kaffi. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Á morgun kl. 9–16.30 opin vinnu- stofa, handavinna og föndur, kl. 9 hár- greiðsla, kl. 14 félags- vist. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun er handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum kl. 9–17, kl. 9.30 gler og postulínsmálun, kl. 13.30 lomber og skák, kl. 14.30 enska. Hraunbær 105. Á morg- un kl. 9 postulínsmálun, perlusaumur og korta- gerð, kl. 10.30 bæna- stund, kl. 13 hár- greiðsla, kl. 14 sögustund og spjall. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 böðun, fótaaðgerðir, keramik, tau- og silkimálun og klippimyndir, kl. 10 boccia, kl. 13 spilað. Kirkjulundur, félags- starf aldraðra, Garða- bæ. Mánud. 23. apríl: Boccia kl. 10.30, leikfimi kl. 12.10 og kl. 13. Þriðjud. 24. apríl: Spilað í Kirkjuhvoli kl. 13.30, tréskurður kl. 13.30. Fimmtudaginn 26. apríl: Spilað í Holtsbúð kl. 13.30, boccia kl. 10.30, leikfimi kl. 12.10. Dag- ana 27. og 28. apríl eru uppskerudagar í Kirkju- hvoli kl. 13–18, sýning á tómstundavinnu aldr- aðra. Skemmtiatriði og veitingar kl. 15 báða dagana. Norðurbrún 1. Á morg- un verður fótaaðgerða- stofan opin kl. 9–14, bókasafnið opið kl. 12– 15, ganga kl. 10. Vesturgata 7. Á morg- un kl. 9 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 13 kóræfing, kl. 12.15 danskennsla, framhald, kl. 13.30 dans- kennsla, byrjendur. Sýning á vatns- litamyndum(frum- myndum) eftir Erlu Sig- urðardóttur úr bókinni „Um loftin blá“ eftir Sigurð Thorlacius verð- ur opin frá 30. mars til 4. maí alla virka daga frá kl. 9–16.30. Allir vel- komnir. Vitatorg. Á morgun kl. 9 smiðjan og hár- greiðsla, kl. 9.30 bók- band, bútasaumur og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir, kl. 13 handmennt, kl. 13 leik- fimi, kl. 13 spilað. Gullsmárabrids. Brids- deild FEBK í Gullsmára býður alla eldri borgara velkomna að brids- borðum í félagsheim- ilinu að Gullsmára 13 á mánudögum og fimmtu- dögum. Mæting og skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborgar- svæðinu, Hátúni 12. Á morgun brids kl. 19. GA-fundir spilafíkla eru kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðslu- deild SÁÁ Síðumúla 3–5 og í Kirkju Óháða safn- aðarins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis eru með fundi alla mánu- daga kl. 20 á Sól- vallagötu 12, Reykjavík. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Hana-nú, Kópavogi. Spjallstund fellur niður á mánudag af óviðráð- anlegum ástæðum. Mið- ar á „Syngjandi í rign- ingunni“ eru komnir. Upplýsingar Gjábakka í síma 554-3400 og Gull- smára í síma 564-5260. Itc-deildin Íris í Hafn- arfirði. Fundur í kvöld í Strandbergi, safn- aðarheimili þjóðkirkj- unnar í Hafnarf., kl. 20, stef fundarins: „Sko hvar litla lóan þaut.“ Allir velkomnir. Kirkjustarf aldraðra, Digraneskirkju. Kefla- víkurför er frestað til þriðjudagsins 8. maí. ÍAK. Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi hefst fimmtudag 26. apríl kl. 11. Kvenfélag Hreyfils. Kvenfélag Kópavogs býður Hreyfilskonum í heimsókn miðvikudag- inn 25. apríl kl. 20.30 í Gjábakka, Kópavogi. Ath! Fundur Kvenfélags Hreyfils fellur niður 24. apríl. Í dag er sunnudagur 22. apríl, 112. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá. (Hebr. 11, 1.) Víkverji skrifar... ÞAÐ eru stórtíðindi að sýning áljósmyndum Frakkans Henri Cartier-Bresson skuli hafa verið opnuð í Listasafni Akureyrar. Þetta er í fyrsta skipti sem myndir þessa mikla listamanns eru sýndar á Ís- landi og Víkverja þykir það sýna mikinn metnað forráðamanna safnsins á Akureyri að fá sýninguna til landsins. Opna átti sýninguna í gær og stendur hún til 3. júní. Vík- verji hvetur alla sem vettlingi geta valdið að gera sér ferð í Listasafnið á Akureyri og sjá verk Bresson. Myndir hans af daglegu lífi í París um miðja síðustu öld eru frábærar. x x x MIKIÐ líf virðist vera í starfiListasafns Akureyrar um þessar mundir. Blaðið Vikudagur sagði einmitt frá „markaregni“ í málverkasölu í safninu en þar var opið alla páskana. Þar sýndu Krist- inn G. Jóhannsson og Jónas Viðar „og á síðasta sýningardegi var stað- an hnífjöfn; Kristinn hafði selt 19 verk og Jónas Viðar 19. En á lokasprettinum „skoraði“ Jónas tvö mörk í viðbót og urðu því úrslit 19:21, Jónasi í vil. Óhætt er að fullyrða að annað eins markaregn í málverkasölu hafi ekki sést á Ak- ureyri í háa herrans tíð og þótt víðar væri leitað,“ segir í Vikudegi. x x x VÍKVERJI er mikill áhugamað-ur um knattspyrnu, eins og hann hefur margoft látið í ljós. Hann hefur einmitt stritast við að sitja fyrir framan sjónvarpið und- anfarna daga og notið þeirra veislu- halda sem sjónvarpsstöðin Sýn hef- ur boðið uppá. Vinur Víkverja, sem einnig fylgist vel með erlendum knattspyrnulið- um, naut þess einnig að fylgjast með á Sýn en hann var ekki jafn hress þegar hann sagði Víkverja frá að- stæðum knattspyrnumanna í Eyja- firði, þar sem hann býr. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar í Eyjafirði eru ákaflega bágbornar, sagði vinurinn. Hann upplýsti Vík- verja um að Akureyrarliðið KA og Leiftur úr Ólafsfirði hefðu mæst í deildarbikarkeppninni síðastliðinn fimmtudag og hefði leikurinn farið fram á malarvellinum á Grenivík, þar sem hann var eini boðlegi keppnisvöllurinn í Eyjafirði! Hann kvaðst hafa séð KA-menn á æfingum í malbikuðum bílastæðum á Akureyri og bætti við að Þórsarar hefðu æft í árfarvegi Eyjafjarðarár upp á síðkastið! Á sandflöt skammt norðan við Hrafnagil. Hvernig er hægt að ætlast til þess að liðin héðan að norðan nái árangri, þegar aðstæðurnar eru svona? spurði vinurinn. Ákveðið hefur verið að byggja fjölnota íþróttahús á íþróttasvæði Þórs á Akureyri og kvaðst vinurinn bíða spenntur eftir því að húsið kæmist í gagnið, vonandi innan nokkurra missera. Víkverji tekur undir það. Honum finnst eyfirskir knattspyrnumenn eiga skilið góða aðstöðu svo þeir verði samkeppnis- færir við leikmenn annars staðar á landinu. x x x ANDRÉSAR Andar-leikarnir áskíðum stóðu yfir í Hlíðarfjalli við Akureyri síðustu daga. Víkverji heyrði á dögunum af hugmyndum forráðamanna leikanna að auka fjöl- breytnina á þessum vettvangi; að gera enn stærri íþróttahátíð úr fyrir börn og unglinga með því að hefja keppni í listhlaupi á skautum og ís- hokkí, og jafnvel á skíðabrettum. Þetta eru skemmtilegar hugmyndir. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 torleystan hnút, 8 furða, 9 erfðafé, 10 fag, 11 skepnan, 13 sárum, 15 íláta, 18 lægja, 21 lengd- areining, 22 ginna, 23 reiðast, 24 hestaskítur. LÓÐRÉTT: 2 bál, 3 aldinið, 4 rudda- mennis, 5 rándýrum, 6 hönd, 7 stirð af elli, 12 reið, 14 hár, 15 drolla, 16 linnir, 17 skyldmennisins, 18 megna, 19 klampana, 20 sigaði. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 sorti, 4 fress, 7 pilta, 8 ragni, 9 náð, 11 róar, 13 bygg, 14 Ítali, 15 hólk, 17 kunn, 20 gin, 22 kafla, 23 aldin, 24 afræð, 25 ganar. Lóðrétt: 1 sópur, 2 rulla, 3 iðan, 4 ferð, 5 Engey, 6 sting, 10 ábati, 12 rík, 13 bik, 15 Hekla, 16 lofar, 18 undin, 19 nánar, 20 garð, 21 nagg. ÞEGAR ég var í skóla fyrir miðja síðustu öld, var kennt, að ekki væri alveg sama, hvort menn segðu að bera vott um e-ð eða bera vitni um e-ð. Var bent á, að vottur (í fornu máli váttr) merkir í upp- hafi þann, sem ber vitni um e-ð, þ. e. hann er áhorfandi eða áheyrandi, sem ber vitnisburð um e-ð. Frummerking í no. vitni er hins vegar að öll- um líkindum vitneskja, vitnisburður. Það er þess vegna votturinn, sem ber fram vitnisburðinn, þ. e. ber vitni um e-ð. Mörg dæmi eru um þessa notk- un í fornu máli. Nú er orðið mjög á reiki, hvort orðalagið er algengara í mæltu og rituðu máli. Sjálfur hef ég farið eft- ir því, sem kennt var og ævinlega notað no. vitni í þessu sambandi. Fyrir nokkrum árum var vikið að þessu í einum pistla minna, en ekki sak- ar að endurtaka hann að miklu leyti, enda virðist mér sem votturinn hafi þrengt sér inn, þar sem hann á helzt ekki heima. Tilefni fyrri hugleiðinga um þetta orðasamband var forystugrein í Mbl., þar sem þetta stóð: „Þessar umræður á aðal- fundi Landssamtaka kúa- bænda bera vott um raunsæi.“ Í Reykjavíkur- bréfi þennan sama dag mátti svo lesa: „En hún [þ. e. arfleifðin] ber ekki á nokkurn hátt vitni um afturhaldssemi eða þjóð- rembu. ... Hún ber ein- ungis vitni um löngun til að varðveita verðmæti.“ Af mismunandi orðalagi virðist einsætt, að hér hafi tveir höfundar haldið á penna. Í fyrra dæminu er ljóst, að það voru um- ræðurnar, sem báru vitn- isburð um raunsæi. Því hefði átt að nota no. vitni í því dæmi. Þessar um- ræður ... bera vitni um raunsæi. - J.A.J. ORÐABÓKIN Vottur – vitni ÉG lenti í því að hlaupa- hjólinu mínu og Mímis bróður míns voru tekin á opnunarhátíð hjá Spari- sjóði Kópavogs í Smáran- um, sunnudaginn 8. apríl sl. Við erum mjög ánægð því SPK gaf okkur systkinun- um mjög flott ný hlaupahjól í staðinn fyrir þau sem tek- in voru. Ég vil þakka Hildi Grétarsdóttur markaðs- stjóra Sparisjóðsins sér- staklega, en hún hringdi í okkur og afhenti okkur síð- ar þessi glæsilegu hlaupa- hjól. Takk fyrir allt. Við er- um mjög þakklát. Ásdís Rósa, 9 ára. Kvenmannsgleraugu töpuðust GLERAUGU töpuðust í miðbæ Reykjavíkur föstu- daginn langa. Gæti hafa verið á Kaffi Amsterdam. Skilvís finnandi er vinsam- legast beðinn að hafa sam- band í síma 564-1250. Nokia-sími í óskilum NOKIA GSM-sími fannst á hringtorginu við Korpúlfs- staði þriðjudaginn 17. apríl sl. Upplýsingar í síma 895- 6666 eða 564-3131. Dýrahald Páfagaukur fæst gefins KARLPÁFAGAUKUR fæst gefins á gott heimili. Búr fylgir. Upplýsingar í síma 699-0924. Læða fannst á Laugarvatni SVARTUR, stálpaður kett- lingur, hálf síamslæða, hef- ur verið á flækingi við sum- arbústaðahverfið á Laug- arvatni í tvær til þrjár vikur. Hún er ómerkt og ól- arlaus og greinilega vel vaninn heimilisköttur. Far- ið var með hana í Kattholt eftir páskana og hægt er að vitja hennar þar eða hringja í síma 554-3129 eða 564-5393. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Frábær þjónusta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.