Morgunblaðið - 22.04.2001, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 22.04.2001, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2001 51 DAGBÓK LJÓÐABROT SJÓMAÐUR, DÁÐADRENGUR Hann var sjómaður, dáðadrengur – en drabbari, eins og gengur – hann sigldi í höfn um snæfexta dröfn, þegar síldin sást ekki lengur. Svo breiðan um herðar og háan hjá Hljómskálanum ég sá hann. Hið kyrrláta kveld lagði kvöldroðans eld á flóann svo breiðan og bláan. – – – Samt hendir, ef hálfur er máni, ég haga mér eins og kjáni, í landöldu hljóm ég heyri hans róm frá Malmö, Marseilles eða Spáni. Ragnar Jóhannesson. Árnað heilla 70ÁRA afmæli. Á morg-un, mánudaginn 23. apríl, verður sjötugur Bald- vin Sveinsson. Hann og eig- inkona hans, Ragna María Sigurðardóttir, taka á móti ættingjum og vinum laugar- daginn 28. apríl í Lauga- gerðisskóla á Snæfellsnesi frá kl. 19.30–23. 50 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 22. apr- íl, verður fimmtugur Helgi Halldórsson, Koltröð 26, Egilsstöðum. Hann verður að heiman í dag. 50ÁRA afmæli. Á morg-un, mánudaginn 23. apríl, verður fimmtugur Pálmi Pálmason, markaðs- stjóri Globus hf. Eiginkona hans er Helga Ólöf Olivers- dóttir sjúkraliði. Þau eru að heiman í dag. 80 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 22. apr- íl, verður áttræður Jóhann Valdimar Guðmundsson, fyrrum strætisvagnastjóri í Reykjavík. Hann tekur á móti gestum í dag frá kl. 15 á heimili dóttur sinnar í Hlíðarhúsi, Borðeyri. STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake HRÚTUR Afmælisbarn dagsins: Þú ert réttsýnn og ráðagóður og ert sjálfum þér nógur á flest- um sviðum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ættir að bregða þér í smá- rannsóknarleiðangur í dag. Mundu að það skiptir meira máli hvað þú hugsar heldur en hverju þú klæðist. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það er klókt að líta vel í kringum sig áður en þú ákveður að kaupa einhverja hluti. Og í raun á þetta við um flestar hliðar mannlífsins. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Nú er kominn tími til að þú standir upp og takir frum- kvæðið í þínar hendur því annars verður ekkert af því verki sem þú berð fyrir brjósti. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Nokkrir kunningjar sækja fast að komast í vinahóp þinn. Þú ert hikandi gagnvart þeim og gerir rétt í því að fara var- lega í þessum efnum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Tækifærin eru hvarvetna. Vandinn er bara að koma auga á þau og það gerir mað- ur ekki nema maður spari hvorki tíma né fyrirhöfn. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Hugsaðu vel um fjármál þín því þér er eitthvað hætt á því sviði þessa dagana. Gakktu ekki gegn þínum innri manni hvorki í þessum efnum né öðrum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Betur sjá augu en auga og því áttu ekki að bregðast illa við þótt samstarfsmaður þinn vilji gefa þér góð ráð varðandi verkefni sem er að öðru leyti aðeins á þinni könnu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er sjálfsagt að hjálpa öðr- um þegar maður er í færi til þess. En kröfur um annað skaltu láta sem vind um eyru þjóta því þú hjálpar engum með því að bregðast við þeim. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er að æra óstöðugan að vera alltaf að semja nýjar og nýjar leikreglur eftir því sem leiknum vindur fram. Þessu átt þú að hafna og taka stjórnina í þínar hendur. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þótt forfeðurnir séu komnir fyrir ætternisstapann má samt ýmislegt af þeim læra. Sérstaklega er hyggilegt að velta fyrir sér þeim mistökum sem þeim hafa orðið á. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Ef þú færir hugsanir þínar í skemmtilegan búning getur þú náð athygli annarra og unnið þá á þitt band. Þá verða þér allir vegir færir. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Láttu það ekki slá þig út af laginu þótt einhverjir geri at- hugasemdir við málflutning þinn. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. STAÐAN kom upp á heimsbikarmótinu í at- skák sem lauk fyrir skömmu í Cannes. Rússar hafa í gegnum tíðina fjöldaframleitt skáksnill- inga en á undanförnum ár- um hafa fleiri lönd komist í þann fríða flokk. Nýjasta stjarna þeirra, Alexander Grischuk (2.668), hefur þeyst fram á sjónarsviðið með hraða ljóssins. Þessi 18 ára kappi var óþekktur fyrir rétt rúmu ári en er nú á meðal þeirra fremstu í heimi. Hann hafði svart gegn Mikhail Gurevich (2.688) og tókst að snúa á fyrrum landa sinn. 36...Rxc5! Svartur vinnur með þessu peð en fram- haldið þarf hann að tefla af krafti til að vinningurinn komist í höfn: 37. Hd4 Re6 38. Hd1 Rg5 39. Dd3 De4! 40. Dxe4 fxe4 41. h4 Rf3+ 42. Kg2 e3 43. Rc3 Rd2 44. He1 Hf2+ 45. Kh3 Rf1 46. Re4 Hh2+ 47. Kg4 e2! 48. Rc3 Re3+ 49. Kf3 Rc2 50. Hxe2 Rd4+ 51. Ke3 Rxe2 52. Rxe2 Kf7 53. Kf3 Kf6 54. b4 Ke5 55. a3 Hh1 og hvítur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson FISHER er ekki jafn þekkt nafn í bridsheiminum og skákheiminum. En maður er nefndur John W. Fisher (f. 1925), bandarískur læknir og spilari. Hann státar ekki af mörgum titlum, en er góður spilari og hefur smíðað sagn- venju sem við hann er kennd. Sú er reyndar lítið notuð nú- orðið, en er þó að mörgu leyti góð. Hún snýst um útspils- dobl – bæði gegn þremur gröndum og slemmum. Regla Fishers er þessi: Þeg- ar andstæðingarnir melda stutt og laggott: eitt grand – þrjú grönd, biður dobl um lægsta lit út, eða lauf. Hafi mótherjarnir notað Staym- an-tvö-lauf á leiðinni í þrjú grönd (sem ekki hafa verið dobluð til útspils) biður dobl á geiminu um tígul út, það er að segja, næstlægsta litinn. Þessi regla er nokkuð á skjön við þá sem mest er not- uð, nefnilega að dobl biðji um útkomu í styttri hálit. En hugsun Fishers er sú að makker geti oft hjálparlaust fundið hjarta- eða spaðaút- spil frá stuttlit og dauðum spilum, því vitað er að mót- herjarnir hafa ekki áhuga á hálitageimi. Austur gefur; allir á hættu. Áttum breytt. Norður ♠ Á104 ♥ ÁK953 ♦ – ♣ KD1073 Vestur Austur ♠ K92 ♠ 8765 ♥ G4 ♥ 106 ♦ DG75 ♦ ÁK109832 ♣ G654 ♣ – Suður ♠ DG3 ♥ D872 ♦ 64 ♣ Á982 Þessi langi formáli er nauðsynlegur til skýra Fish- er-dobl á slemmum. Það er notað í samspili við Lightn- er-doblin, sem biðja um: (1) hliðarlit blinds út, eða (2) hliðarlit sagnhafa, hafi blind- ur engan sagt. Vandinn við Lightner-doblin kemur upp þegar mótherjarnir göslast í slemmu án þess að upplýsa mikið um spilin sín – melda til dæmis engan hliðarlit. Þá segir Lightner að dobl biðji um „óeðlilegt útspil“ – ekki tromp og ekki lit sem vörnin hefur sagt. En oft á tíðum eru þetta ekki nægar upplýs- ingar fyrir útspilarann og hann „finnur“ makker ekki og gefur slemmuna með röngu útspili. Því þykir mörgum betra að láta doblin vera skýr í slíkum stöðum og biðja um tiltekinn lit út. Í sjálfu sér skiptir ekki máli hvaða litur verður fyrir val- inu, en til samræmis við Fisher-doblið á þremur gröndum, er einfaldast að panta lægsta ósagða lit út með dobli. Sveit SPRON hefur tekið upp þessa reglu og Guðmundur Sv. Her- mannsson kom henni í brúk í fyrsta sinn í sjöundu umferð Íslandsmótsins. Hann var í austur, en makker hans, Björn Eysteinsson, í vestur. Mótherjarnir voru Júlíus Sigurjónsson og Tryggvi Ingason í sveit LA Café: Vestur Norður Austur Suður Björn Júlíus Guðm. Tryggvi -- -- 3 tíglar Pass 4 tíglar Dobl Pass 4 hjörtu Pass 6 hjörtu Dobl Allir pass Eins og um var beðið, kom Björn út með lauf og Guð- mundur trompaði. Það var fyrsti slagur varnarinnar og líka sá síðasti – 1660 í NS. Hvað segir þetta um dobl- reglu Fishers? A.m.k. eitt – Guðmundur þurfti ekki að kveljast lengi á meðan makker var að íhuga hvaða útspil væri verið að biðja um. Og sálarró er mikils virði við spilaborðið. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Meðvirkni Námskeið um meðvirkni, samskipti, tjá- skipti og tilfinningar verður haldið föstu- dagskvöldið 27. apríl og laugardaginn 28. apríl í kórkjallara Hallgrímskirkju. Nánari upplýsingar og skráning í síma 553 8800. Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið Stefán Jóhannsson, MA, fjölskylduráðgjafi  Ég þakka öllum sem sýndu mér vinsemd á átt- ræðis afmælinu sem og þeim sem tóku þátt í af- mælishljómleikunum í Salnum í Kópavogi. Jón Múli Árnason. SKRÁNING Í SÍMUM 551 9160 OG 551 9170 Á LOKASPRETTINUM FYRIR VORPRÓFIN stærðfræði - tungumál - eðlis - og efnafræði - bókfærsla o.fl. grunnskóli — framhaldsskóli Nemendaþjónustan sf. sími 557 9233 namsadstod.is Námsaðstoð Eru vandamál á toppnum? Ofnæmi, flasa, exem, psoriasis, feitur eða þurr hársvörður? ÚTSÖLUSTAÐIR: HEILSUVÖRUVERSLANIR OG APÓTEK UM ALLT LAND. HÁRVÖRUR LEYSA VANDANN OG ÞÚ BLÓMSTRAR. Gól fe fn i á v innustað inn Ármúla 23, sími 533 5060
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.