Morgunblaðið - 13.05.2001, Síða 1

Morgunblaðið - 13.05.2001, Síða 1
MORGUNBLAÐIÐ 13. MAÍ 2001 107. TBL. 89. ÁRG. SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Þjóðkirkjan og þjóðgarðurinn ingvellir eru helgistaður þjóðarinn- r. Þar er einn elsti kirkjustaður andsins og elsti þjóðgarðurinn. Guðni inarsson kynnti sér ýmsar breyt- ngar sem orðið hafa á Þingvöllum n verið og hvernig horfir með framtíð ingvallaprests. /2 Sunnudagur 13. maí 2001 Prentsmiðj Morgunblaðsin B 26 Velferð búfjár veltur mest á neytendum Tími bænabréfa liðinn 20 Íslendingar hafa ekkert að óttast 10 NORSK yfirvöld hafa ákært 48 ára Norðmann fyrir að hafa smyglað 903.000 lítrum af 95% spíra til landsins og er þetta mesta spírasmygl sem afhjúpað hefur verið í landinu, að sögn netútgáfu Verdens Gang í gær. Í frétt Verdens Gang segir að magnið, sem maðurinn smygl- aði, sé næstum því jafnmikið og helmingur þess sem norska áfengisverslunin setji á markað í Ósló á ári. „Ég veit ekki til þess að stærra spírasmyglmál hafi verið afhjúpað,“ er haft eft- ir saksóknaranum Anne-Mette Dyrnes, sem stjórnaði rann- sókn málsins. Norðmaðurinn er sagður hafa smyglað spíranum til Nor- egs frá ágúst 1994 til maí 1998. Hann bjó þá í Róm og mun hafa smyglað spíranum frá Ítalíu. Hann er nú í varðhaldi í Noregi. Hermt er að maðurinn hafi keypt spírann fyrir andvirði 80 ísl. kr. á lítrann og selt hann fyrir allt að 2.500 kr. á lítrann. Söluverðmæti spírans var sem svarar rúmum tveimur millj- örðum ísl. kr., að mati norsku lögreglunnar. Ákærður fyrir stór- fellt smygl á spíra ÍTALIR ganga til þingkosninga í dag, sunnudag, og margir stjórn- málaskýrendur telja að lítill munur verði á fylgi kosningabandalags mið- og hægrimanna, undir forystu auðkýfingsins Silvios Berlusconis, og bandalags mið- og vinstriflokka sem hafa verið við völd í landinu í fjögur ár. Mikil óvissa ríkir um fylgi banda- laganna þar sem bannað er að birta niðurstöður skoðanakannana hálf- um mánuði fyrir kosningar á Ítalíu. Samkvæmt síðustu könnunum í lok apríl voru mið- og hægriflokkarnir með fjögurra prósentustiga forskot á bandalag miðju- og vinstrimanna, sem er talið hafa sótt í sig veðrið síðustu vikurnar. Um fjórðungur kjósendanna hafði ekki enn gert upp hug sinn og margir stjórn- málaskýrendur telja að sá hópur ráði úrslitum í kosningunum. „Versta kosningabarátta í sögu Ítalíu“ Kosningabaráttan var mjög harðvítug þótt lítill munur væri á stefnu bandalaganna. „Þetta var versta kosningabarátta í sögu Ítal- íu,“ sagði Berlusconi á föstudags- kvöld í viðtali við eina af þremur sjónvarpsstöðvum sínum. Ítalska ríkissjónvarpið sýndi á sama tíma viðtal við Francesco Rutelli, forsætisráðherraefni mið- og vinstriflokkanna, sem gagnrýndi loforð Berlusconis um að lækka skatta. Hann sagði að skattalækk- anirnar myndu aðeins koma ríkasta fólkinu til góða og bitna á þeim sem minnst mættu sín. Berlusconi var forsætisráðherra í sjö mánuði þar til Umberto Bossi, leiðtogi Norðursambandsins, ákvað að hætta að styðja stjórn hans árið 1994. Bossi, sem er þekktur fyrir að taka djúpt í árinni, varaði við því í fyrrakvöld að mið- og vinstri- flokkarnir myndu verða við völd í hálfa öld færu þeir með sigur af hólmi að þessu sinni. „Þetta verða síðustu þingkosningarnar,“ sagði hann. Mjög tvísýnt um úrslit kosninganna Róm. Reuters, AFP.  Orkubúntið/12 Ítalir ganga að kjörborði eftir harða kosningabaráttu AP Silvio Berlusconi á síðasta kosn- ingafundi ítalskra mið- og hægrimanna í fyrrakvöld. FJÓRTÁN manns særðust þegar sprengja sprakk í miðborg Madrid í gærmorgun, daginn fyrir kosn- ingar til héraðsþings Baskalands. Óþekktur maður, sem kvaðst tala í nafni ETA, aðskilnaðarhreyfingar Baska, hringdi í lögregluna til að vara við tilræðinu átta mínútum fyrir sprenginguna. Sprengjan sprakk í bíl á einni af fjölförnustu götum Madrid, Goya- stræti. Öryggisvörður nálægs banka var sá eini sem særðist alvar- lega og framhlið bankans eyðilagð- ist í sprengingunni. Slökkviliðs- menn fjarlægja hér brak úr byggingunni. ETA hefur orðið 30 manns að bana frá því í desember 1999 þegar hreyfingin batt enda á 14 mánaða vopnahlé sitt. Hún hefur barist fyr- ir sjálfstæðu ríki Baska á Norður- Spáni og í suðvesturhluta Frakk- lands frá 1968. Sprengjutilræði í Madrid AP TVEIR Palestínumenn biðu bana og sextán særðust í gær þegar ísra- elskar herþyrlur skutu flugskeytum á bíl palestínsks leyniþjónustu- manns í Jenín á Vesturbakkanum. Palestínskir embættismenn sögðu að árásin hefði verið vísvitandi til- raun til að ráða leyniþjónustumann- inn af dögum. Leyniþjónustumaðurinn særðist lítilsháttar í árásinni. Félagi í Fatah, hreyfingu Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, var í bíln- um og lét hann lífið ásamt lögreglu- manni sem staddur var nálægt bíln- um. Fréttaritari Reuters varð vitni að árásinni og sagði að herþyrlur hefðu skotið þremur flugskeytum að bif- reið leyniþjónustumannsins. Tvö þeirra misstu marks og annað þeirra lenti á nálægu íbúðarhúsi. 30 Palestínumenn, sem voru grunaðir um árásir á Ísraela, hafa verið vegnir frá því að uppreisn Pal- estínumanna hófst í september. Ísraelsher hefur þó neitað því að þeir hafi verið myrtir af ásettu ráði. Sprengjuárása hefnt Ísraelskir skriðdrekar skutu einnig sprengjum á þorp á Gaza- svæðinu í fyrrakvöld til að hefna sprengjuárásar á nálæga byggð gyðinga. Átökin hafa harðnað á síð- ustu dögum og á meðal þeirra sem hafa legið í valnum eru fjögurra mánaða palestínsk stúlka og tveir ísraelskir unglingar sem voru grýtt- ir til bana á Vesturbakkanum. George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, fordæmdi í gær ofbeld- ishrinuna að undanförnu og sagði hana „viðbjóðslega“. „Það verður mjög erfitt fyrir okkur að koma þjóðunum að samningaborðinu með- an ekkert lát er á ofbeldinu,“ sagði hann. Flugskeytum skotið á bíl palestínsks leyniþjónustumanns Þyrlur urðu tveimur mönnum að bana Jenín. Reuters.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.