Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 1
MORGUNBLAÐIÐ 13. MAÍ 2001 107. TBL. 89. ÁRG. SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Þjóðkirkjan og þjóðgarðurinn ingvellir eru helgistaður þjóðarinn- r. Þar er einn elsti kirkjustaður andsins og elsti þjóðgarðurinn. Guðni inarsson kynnti sér ýmsar breyt- ngar sem orðið hafa á Þingvöllum n verið og hvernig horfir með framtíð ingvallaprests. /2 Sunnudagur 13. maí 2001 Prentsmiðj Morgunblaðsin B 26 Velferð búfjár veltur mest á neytendum Tími bænabréfa liðinn 20 Íslendingar hafa ekkert að óttast 10 NORSK yfirvöld hafa ákært 48 ára Norðmann fyrir að hafa smyglað 903.000 lítrum af 95% spíra til landsins og er þetta mesta spírasmygl sem afhjúpað hefur verið í landinu, að sögn netútgáfu Verdens Gang í gær. Í frétt Verdens Gang segir að magnið, sem maðurinn smygl- aði, sé næstum því jafnmikið og helmingur þess sem norska áfengisverslunin setji á markað í Ósló á ári. „Ég veit ekki til þess að stærra spírasmyglmál hafi verið afhjúpað,“ er haft eft- ir saksóknaranum Anne-Mette Dyrnes, sem stjórnaði rann- sókn málsins. Norðmaðurinn er sagður hafa smyglað spíranum til Nor- egs frá ágúst 1994 til maí 1998. Hann bjó þá í Róm og mun hafa smyglað spíranum frá Ítalíu. Hann er nú í varðhaldi í Noregi. Hermt er að maðurinn hafi keypt spírann fyrir andvirði 80 ísl. kr. á lítrann og selt hann fyrir allt að 2.500 kr. á lítrann. Söluverðmæti spírans var sem svarar rúmum tveimur millj- örðum ísl. kr., að mati norsku lögreglunnar. Ákærður fyrir stór- fellt smygl á spíra ÍTALIR ganga til þingkosninga í dag, sunnudag, og margir stjórn- málaskýrendur telja að lítill munur verði á fylgi kosningabandalags mið- og hægrimanna, undir forystu auðkýfingsins Silvios Berlusconis, og bandalags mið- og vinstriflokka sem hafa verið við völd í landinu í fjögur ár. Mikil óvissa ríkir um fylgi banda- laganna þar sem bannað er að birta niðurstöður skoðanakannana hálf- um mánuði fyrir kosningar á Ítalíu. Samkvæmt síðustu könnunum í lok apríl voru mið- og hægriflokkarnir með fjögurra prósentustiga forskot á bandalag miðju- og vinstrimanna, sem er talið hafa sótt í sig veðrið síðustu vikurnar. Um fjórðungur kjósendanna hafði ekki enn gert upp hug sinn og margir stjórn- málaskýrendur telja að sá hópur ráði úrslitum í kosningunum. „Versta kosningabarátta í sögu Ítalíu“ Kosningabaráttan var mjög harðvítug þótt lítill munur væri á stefnu bandalaganna. „Þetta var versta kosningabarátta í sögu Ítal- íu,“ sagði Berlusconi á föstudags- kvöld í viðtali við eina af þremur sjónvarpsstöðvum sínum. Ítalska ríkissjónvarpið sýndi á sama tíma viðtal við Francesco Rutelli, forsætisráðherraefni mið- og vinstriflokkanna, sem gagnrýndi loforð Berlusconis um að lækka skatta. Hann sagði að skattalækk- anirnar myndu aðeins koma ríkasta fólkinu til góða og bitna á þeim sem minnst mættu sín. Berlusconi var forsætisráðherra í sjö mánuði þar til Umberto Bossi, leiðtogi Norðursambandsins, ákvað að hætta að styðja stjórn hans árið 1994. Bossi, sem er þekktur fyrir að taka djúpt í árinni, varaði við því í fyrrakvöld að mið- og vinstri- flokkarnir myndu verða við völd í hálfa öld færu þeir með sigur af hólmi að þessu sinni. „Þetta verða síðustu þingkosningarnar,“ sagði hann. Mjög tvísýnt um úrslit kosninganna Róm. Reuters, AFP.  Orkubúntið/12 Ítalir ganga að kjörborði eftir harða kosningabaráttu AP Silvio Berlusconi á síðasta kosn- ingafundi ítalskra mið- og hægrimanna í fyrrakvöld. FJÓRTÁN manns særðust þegar sprengja sprakk í miðborg Madrid í gærmorgun, daginn fyrir kosn- ingar til héraðsþings Baskalands. Óþekktur maður, sem kvaðst tala í nafni ETA, aðskilnaðarhreyfingar Baska, hringdi í lögregluna til að vara við tilræðinu átta mínútum fyrir sprenginguna. Sprengjan sprakk í bíl á einni af fjölförnustu götum Madrid, Goya- stræti. Öryggisvörður nálægs banka var sá eini sem særðist alvar- lega og framhlið bankans eyðilagð- ist í sprengingunni. Slökkviliðs- menn fjarlægja hér brak úr byggingunni. ETA hefur orðið 30 manns að bana frá því í desember 1999 þegar hreyfingin batt enda á 14 mánaða vopnahlé sitt. Hún hefur barist fyr- ir sjálfstæðu ríki Baska á Norður- Spáni og í suðvesturhluta Frakk- lands frá 1968. Sprengjutilræði í Madrid AP TVEIR Palestínumenn biðu bana og sextán særðust í gær þegar ísra- elskar herþyrlur skutu flugskeytum á bíl palestínsks leyniþjónustu- manns í Jenín á Vesturbakkanum. Palestínskir embættismenn sögðu að árásin hefði verið vísvitandi til- raun til að ráða leyniþjónustumann- inn af dögum. Leyniþjónustumaðurinn særðist lítilsháttar í árásinni. Félagi í Fatah, hreyfingu Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, var í bíln- um og lét hann lífið ásamt lögreglu- manni sem staddur var nálægt bíln- um. Fréttaritari Reuters varð vitni að árásinni og sagði að herþyrlur hefðu skotið þremur flugskeytum að bif- reið leyniþjónustumannsins. Tvö þeirra misstu marks og annað þeirra lenti á nálægu íbúðarhúsi. 30 Palestínumenn, sem voru grunaðir um árásir á Ísraela, hafa verið vegnir frá því að uppreisn Pal- estínumanna hófst í september. Ísraelsher hefur þó neitað því að þeir hafi verið myrtir af ásettu ráði. Sprengjuárása hefnt Ísraelskir skriðdrekar skutu einnig sprengjum á þorp á Gaza- svæðinu í fyrrakvöld til að hefna sprengjuárásar á nálæga byggð gyðinga. Átökin hafa harðnað á síð- ustu dögum og á meðal þeirra sem hafa legið í valnum eru fjögurra mánaða palestínsk stúlka og tveir ísraelskir unglingar sem voru grýtt- ir til bana á Vesturbakkanum. George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, fordæmdi í gær ofbeld- ishrinuna að undanförnu og sagði hana „viðbjóðslega“. „Það verður mjög erfitt fyrir okkur að koma þjóðunum að samningaborðinu með- an ekkert lát er á ofbeldinu,“ sagði hann. Flugskeytum skotið á bíl palestínsks leyniþjónustumanns Þyrlur urðu tveimur mönnum að bana Jenín. Reuters.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.