Morgunblaðið - 22.05.2001, Side 13

Morgunblaðið - 22.05.2001, Side 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 13 FORRÁÐAMENN Baugs buðu fulltrúum Samkeppnisstofnunar til fundar hjá sér í gær og var viðræðu- efnið nýleg skýrsla stofnunarinnar um matvörumarkaðinn. Talsmenn Baugs og Samkeppnisstofnunar höfðu skipst á skoðunum í fjölmiðl- um og haft uppi gagnrýni hverjir á aðra. Að fundi loknum lýstu báðir að- ilar yfir ánægju með hann í samtöl- um við Morgunblaðið. Fundurinn hefði hreinsað andrúmsloftið og skoðanaskipti verið gagnleg. Tryggvi Jónsson, aðstoðarfor- stjóri Baugs, sagði það hafa staðið til lengi að fá fulltrúa Samkeppnis- stofnunar í heimsókn. Matvara hækkaði minna en aðrar vörur „Við fórum yfir skýrsluna, sjónar- mið okkar og hvernig ýmsir aðrir hafa túlkað niðurstöðu skýrslunnar, t.d. að því er varðar áhrif átaks okk- ar, Viðnám gegn verðbólgu. Það línurit sem Samkeppnisstofnun birti sýndi glögglega að Viðnámið hafði áhrif í þá átt að matvara hækkaði minna á síðasta ári en aðrar vörur,“ sagði Tryggvi. Guðmundur Sigurðsson, forstöðu- maður samkeppnissviðs Samkeppn- isstofnunar, sagði fundinn hafa verið gagnlegan. Stofnunin hefði komið skoðunum sínum á framfæri og Baugsmenn sínum. Ekkert hefði þó komið fram varðandi matvörumark- aðinn og aðild Baugs sem gæfi stofn- uninni tilefni til nánari könnunar í framhaldinu. Gagnleg skoðana- skipti Samkeppnisstofnun á fundi með forráða- mönnum Baugs BÚIST er við norska pólfaran- um Børge Ousland til Ward Hunt-eyju á hverri stundu, eft- ir 1.720 km göngu frá Síberíu. Í gær, mánudag, átti hann 37 km eftir ófarna og er því aðeins hársbreidd frá því að verða fyrsti maðurinn sem gengur yf- ir Norður-Íshafið einsamall. Hann hefur gengið rúman 21 km á dag að meðaltali frá því hann hóf leiðangurinn 3. mars. Frostið er komið niður í 4 stig og vakirnar varasamar sem aldrei fyrr. Ousland að ljúka heimskauta- leiðangri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.