Morgunblaðið - 22.05.2001, Page 18

Morgunblaðið - 22.05.2001, Page 18
SUÐURNES 18 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ VERIÐ er að koma upp landamæra- stöð við Njarðvíkurhöfn. Átt er við aðstöðu til að starfsmenn Fiskistofu geti skoðað innfluttan fisk af erlend- um skipum sem verið hafa á veiðum utan Evrópska efnahagssvæðisins. Við aðild Íslendinga að Schengen- samstarfi Evrópusambandsríkja hafa orðið breytingar á skipulagi eftirlits með innfluttu hráefni. Pétur Jóhannsson, hafnarstjóri Hafna- samlags Suðurnesja, segir að allur fiskur af erlendum skipum sem ver- ið hafa að veiðum utan svæðisins þurfi að fara í gegnum skoðunarstöð hér á landi. Vandræði hafi skapast á Suðurnesjum. Þannig hafi skip Atl- antsskipa ekki getað landað þar rækju frá Nýfundnalandi og þurft að landa henni sérstaklega í Reykja- vík eða Hafnarfirði. Hann segir að höfnin geti tapað viðskiptum vegna þessa. Hafnasamlagið hafði frumkvæði að því að Haukur Guðmundsson, sem rekur og leigir út frysti- og kæligeymslur í húsnæði Sjöstjörn- unnar við Njarðvíkurhöfn, lagfærði aðstöðuna hjá sér til þess að hún fengi viðurkenningu sem landa- mærastöð. Haukur er að láta malbika plön, lagfæra frystiklefa og koma upp að- stöðu fyrir skoðunarmenn Fiski- stofu. Stefnt er að því að aðstaðan verði tilbúin um mánaðamótin því von er á skoðunarmönnum frá Evr- ópusambandinu í byrjun júní en þeir hafa verið beðnir um að taka breyt- ingarnar út. Framkvæmdin kostar yfir 20 milljónir kr., að sögn Hauks. Hann vonast til að geta fengið aukin við- skipti þegar aðstaðan verður tilbúin. Segist geta tekið á móti heilum skipsförmum af rækju eða Rússa- þorski. Reiknað er með að Fiski- stofa taki á leigu vinnuaðstöðu fyrir eftirlitsmenn sína. Landamærastöð kom- ið upp við frystihúsið Ytri-Njarðvík VERIÐ er að setja upp leiksvæði fyrir börn við íþróttamiðstöðina í Vogum. Verður svæðið opið börn- um á öllum aldri, að sögn Jóhönnu Reynisdóttur, sveitarstjóra. Leik- svæðið er varið fyrir norðanáttinni, hellulagt og afmarkað með tréstólp- um. Þar verða sett upp ýmis leik- tæki. Íslenskir aðalverktakar ann- ast framkvæmdina en starfsmenn Nesprýði sem er undirverktaki vinna hluta verksins og voru þeir þar að störfum á dögunum. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Útbúa opið leiksvæði Vogar HREPPSNEFND Gerðahrepps ákvað á fundi sínum í gær að taka til- boði lægstbjóðanda í stækkun grunn- skólans í Garði. Tilboðið er 9 millj- ónum undir kostnaðaráætlun. Tilboð voru opnuð í framkvæmd- irnar í gær. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 74,7 milljónir kr. Tvö tilboð voru undir áætluninni, lægra boðið var frá Húsagerðinni í Reykjanesbæ, tæpar 65,5 milljónir kr., hitt var frá Hjalta Guðmundssyni í Reykja- nesbæ, 66,4 milljónir. Hæsta tilboðið var frá Byggingaráðgjafanum í Reykjavík, 79,5 milljónir kr. Að lok- inni yfirferð verkfræðinga ákvað hreppsnefnd að taka lægsta tilboðinu. Verkið felst í að byggja fjórar skólastofur sem eiga að vera tilbúnar í júlí á næsta ári. Einnig á að steypa upp samkomusal við skólann. Húsagerðin byggir við grunnskóla Garður UM 120 manns tóku þátt í póst- göngunni að þessu sinni, en gengið var frá Gunnuhver við Reykjanes- vita til Grindavíkur, en það er um 15 km leið. Helga Ingimundardóttir leiðsögumaður var með í för og fræddi göngumenn um svæðið, jarð- fræðina og söguna. Gangan hefur verið árviss við- burður frá árinu 1999 á vegum Ís- landspósts, þó með áratugahefð að baki, og eru gamlar póstleiðir í ná- grenni Reykjavíkur gjarnan valdar enda hugmyndin sú að þátttakend- ur fái tilfinningu fyrir því hvað póst- burðarmenn þurftu að leggja á sig á árum áður. Íslandspóstur bauð þreyttum og svöngum göngugörp- unum síðan upp á veitingar á Sjáv- arperlunni, nýja veitingahúsinu í Grindavík, að göngu lokinni. Fengu póststimpil hjá forsetanum Bára Sigurjónsdóttir hefur verið með í göngunni á hverju ári frá árinu 1991, fyrir utan tvær sem hún missti af. Hún hefur safnað kortum sem eru gefin út sérstaklega fyrir göngumenn hvers árs og haldið dagbók yfir göngurnar. „Ég svona skrifaði hjá mér vegalengdir og veð- urlýsingar. Við fengum eitt árið stimpil hjá Ólafi Ragnari, forseta Íslands á Bessastöðum, ég held að það hafi verið 1999, þegar stóra gangan var á vegum Íslandspósts,“ sagði Bára. Þorsteinn Ólafsson, safnstjóri í Póstminjasafninu, sá um að skipu- leggja ferðina að þessu sinni. „Hefð- in er sú að starfsmannastjóri sér um skipulagninguna. Allir eru vel- komnir, ekki aðeins starfsmenn Ís- landspósts, og fá allir gjafir í tilefni göngunnar. Í ár var það regnhlíf,“ sagði Þorsteinn. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Mikill skriður var á fólkinu í póstgöngunni sem farin var frá Gunnuhver á Reykjanesi til Grindavíkur. Fengu regn- hlíf að gjöf Grindavík Póstgangan frá Reykjanesi FJÓRTÁN danskir unglingar hafa undanfarna daga verið í heimsókn á Suðurnesjum ásamt tveimur kennurum. Þeir voru þrjá daga í Grunnskóla Sandgerðis og aðra þrjá í Reykjanesbæ en halda heim- leiðis í dag. Unglingarnir eru frá bænum Humlebæk sem er norðan við Kaupmannahöfn og heitir skólinn þeirra Humlebæk lille skole. Skól- inn er lítill á danska vísu, með 150 nemendur frá 6 til 15 ára aldri. Krakkarnir gista hjá jafnöldrum sínum í Sandgerði en nemendurnir í Grunnskóla Sandgerðis hafa safn- að í vetur fyrir ferð sem þau fara til Danmerkur í lok mánaðarins. Dönsku nemendurnir hafa farið í heimsóknir á ýmsa staði í Sand- gerði og kynnst íslenskum ungling- um og áhugamálum þeirra. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Danskir og íslenskir unglingar skemmtu sér vel í æskulýðsmiðstöðinni Skýjaborg í Sandgerði við dúndrandi rokktónlist. Danskir unglingar í heimsókn Sandgerði SJÖ ára gamall drengur slas- aðist nokkuð þegar hann hrap- aði í Berginu við smábátahöfn- ina í Keflavík á laugardags- kvöld. Talið er að hann hafi fallið 4–5 metra niður í stór- grýtta fjöru. Þrír drengir voru að leika sér á Berginu um kvöldmatarleytið á laugardag þegar einn þeirra féll fram af. Lögreglan fékk til- kynningu um slysið klukkan tuttugu mínútur yfir sjö um kvöldið. Drengurinn fékk skurð á höfði og áverka á baki og var fluttur á sjúkrahús. Hann var þar enn í rannsókn í gærmorg- un. Talið er að hann sé óbrot- inn. Drengur féll 4–5 metra Keflavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.