Morgunblaðið - 22.05.2001, Side 27
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 27
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri undirritaði í gær
starfssamninga menningarmála-
nefndar Reykjavíkur við þrettán
listastofnanir og hópa. Samningarn-
ir eru til þriggja ára og voru gerðir
við þrjú sjálfstæð leikhús: Kaffileik-
húsið, Leikfélag Íslands og Mögu-
leikhúsið, þrjár myndlistarstofnan-
ir: i8 gallerí, Nýlistasafnið og
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, og
sjö tónlistarhópa, en það eru: Cap-
ut, Kammersveit Reykjavíkur, Tón-
skáldafélag Íslands vegna tónlist-
arhátíðarinnar Myrkra músíkdaga,
Lúðrasveit Reykjavíkur, Lúðra-
sveitin Svanur, Lúðrasveit verka-
lýðsins og Kammermúsíkklúbbur-
inn.
„Slíkir starfssamningar hafa
aldrei verið gerðir áður við þá lista-
menn sem hljóta styrki hjá menn-
ingarmálanefnd Reykjavíkurborg-
ar,“ sagði Signý Pálsdóttir, menn-
ingarmálastjóri Reykjavíkurborgar,
í samtali við Morgunblaðið. „Í raun
eru þetta tveir ólíkir sigrar sem
vinnast með þessu. Annars vegar er
það barátta sjálfstæðu leikhópanna
fyrir fjármagni, sem staðið hefur
lengi, en borgarstjóri átti frum-
kvæðið að því nú að veita aukið fjár-
magn til þeirra. Hins vegar lagði
menningarmálanefnd fram þá hug-
mynd að gera samning til þriggja
ára við nokkra af helstu aðilunum
sem hlotið hafa styrk frá borginni
undanfarin ár.“
Stefnubreyting í
menningarmálum
Ingibjörg Sólrún sagði meðal
annars í ávarpi sínu að ákveðin
breyting hefði átt sér stað með
samningunum hvað varðar menn-
ingarstefnu borgarinnar. „Sumir af
þessum aðilum, söfnum og tónlist-
arhópum, hafa verið með framlög
frá Reykjavíkurborg undanfarin
ár,“ sagði borgarstjóri. „Það sem er
nýtt í þeim tilvikum er að samning-
arnir eru gerðir til þriggja ára. Það
auðveldar þessum hópum að skipu-
leggja starfsemi sína með tilliti til
þess að geta gengið að því vísu að fá
tilteknar fjárhæðir á hverju ári í
þrjú ár.“ Borgarstjóri sagði enn
fremur að leikhóparnir hefðu
nokkra sérstöðu við gerð starfs-
samninganna, vegna þess að þau
þrjú sjálfstæðu leikhús sem samn-
ingurinn er gerður við, hafa hingað
til ekki hlotið styrk frá borginni.
Fjárframlög til sjálfstæðra leikhúsa
hefðu fram til þessa verið mun
lægri en í ár og því hefðu þau ekki
getað gengið að styrkveitingu sem
vísri.
„Við viljum með gerð allra þess-
ara samninga sýna það í verki að við
metum mjög mikils það starf sem
þarna er unnið og reyna að renna
styrkari stoðum undir þessa menn-
ingarstarfsemi heldur en hefur ver-
ið hingað til,“ sagði Ingibjörg í lok
ávarpsins.
Samningar upp á meira
en 20 milljónir króna
Framlögin munu aukast á hverju
ári þau þrjú ár sem starfssamning-
arnir gilda. Í ár fer hæsta upphæðin
til sviðslista af flokkunum þremur,
alls 9 milljónir króna. Þar af hlýtur
Leikfélag Íslands 5 milljónir, Kaffi-
leikhúsið hlýtur 2 milljónir og
Möguleikhúsið einnig 2 milljónir.
Sjónlistir hljóta í starfssamningun-
um í ár 6,6 milljónir, þar af hljóta
Nýlistasafnið og Listasafn Sigur-
jóns Ólafssonar 2,9 milljónir hvort
um sig og i8 gallerí 600.000. Starfs-
samningar í tónlist voru gerðir upp
á alls 5,7 milljónir í ár, þar af hlýtur
Caput 2 milljónir, Tónskáldafélag
Íslands vegna Myrkra músíkdaga
700.000, Kammersveit Reykjavíkur
1,6 milljónir og Lúðrasveitin Svan-
ur, Lúðrasveit Reykjavíkur, Lúðra-
sveit verkalýðsins og Kammermús-
íkklúbburinn 350.000 hvert.
Morgunblaðið/Jim Smart
Undirritaðir voru þriggja ára starfssamningar milli Reykjavíkurborgar og þrettán listastofnana í gær.
Undirritun starfssamninga menningarmálanefndar
Breyting á menning-
arstefnu borgarinnar
EINKONULEIKURINN Hefnd
kynjafræðiprófessorsins eða „The
revenge of the women’s studies pro-
fessor“ verður fluttur í Hlaðvarpan-
um í kvöld kl. 20. Rannsóknarstofa í
kvennafræðum stendur fyrir flutn-
ingnum sem verður á ensku, en höf-
undur og flytjandi er Bonnie Morris,
doktor í kvennasögu og prófessor við
George Washington háskóla í
Bandaríkjunum.
Leikritið er skopádeila á hinar
fjölmörgu klisjur um kvennafræði og
femínisma. Þar bregður Morris upp
spaugilegum svipmyndum af ferli
sínum, og leitast þannig við að varpa
ljósi á þau viðhorf sem hún hefur
mætt í starfi sínu sem fræðikona á
þessu sviði.
Fjallar hún þar um raunverulega
atburði og uppákomur, frá því að
hún tók sinn fyrsta kúrs í kvenna-
sögu 12 ára gömul og fram til dags-
ins í dag. Brugðið er upp myndum af
samskiptum við nemendur, stjórn-
endur og aðra, og sagt er frá skondn-
um uppákomum og sársaukafullum
frá fyrstu árunum á starfsferlinum.
Að leikritinu loknu verður efnt til
umræðna en dagskráin stendur yfir í
eina og hálfa klukkustund. Aðgang-
ur er ókeypis.
Skopádeila á klisjur
um kvennafræði
Í SÍÐUSTU viku kom fyrsta Nonna-
bókin út hjá bókaútgáfunni Les edi-
tions Elor í Frakklandi, en Nonna-
bækurnar eftir Jón Sveinsson nutu
mikilla vinsælda á fyrri hluta síðustu
aldar og langt fram eftir öldinni,
bæði hér heima og erlendis. Þýðandi
bókarinnar er Gabriel Rolland. Jak-
ob Rolland, bróðir Gabriels, segir að
Nonnabækurnar hafi komið út í
Frakklandi á árunum 1920–30 og
síðasta bókin rétt eftir stríð.
„Nonnabækurnar fengu sæmilega
útbreiðslu í Frakklandi en þó ekki
eins mikla og í Þýskalandi þar sem
Nonnabækurnar hafa verið í stöð-
ugri útgáfu fram á okkar daga. Bæk-
urnar hafa verið gjörsamlega ófáan-
legar í Frakklandi, ekki bara
uppseldar, heldur það mikið ófáan-
legar að mér tókst ekki að útvega
mér eitt eintak. Bróðir minn Gabriel,
sem býr hér á Íslandi, hafði mikinn
áhuga á Nonna og talar ágæta
þýsku, það varð úr að hann ákvað að
þýða Nonnabækurnar upp á nýtt úr
þýsku yfir á frönsku. Við fundum svo
útgefanda í vesturhluta Frakklands,
sem hefur sérhæft sig í unglingabók-
um, og þeim leist mjög vel á þetta og
því var ráðist í að gefa út fyrstu bók-
ina.“
Falleg og vönduð útgáfa
Ákveðið er að allar Nonnabæk-
urnar komi út hjá Les editions Elor,
fyrsta bókin kom út í síðustu viku, og
af því tilefni efndi franski sendiherr-
ann til hófs í gær, til að fagna útgáf-
unni. Að sögn Jakobs Rolland skrif-
aði Björn Bjarnason menntamála-
ráðherra mjög fallegan formála að
frönsku útgáfunni. „Ég fékk nokkur
eintök af bókinni í hendurnar á
föstudaginn og viðbrögð fólks í
kringum mig hafa verið mjög góð,“
segir Jakob Rolland. „Þetta er mjög
falleg og vönduð útgáfa og kápu-
myndin sem er hönnuð af frönskum
listamanni er mjög vel heppnuð. Ég
myndi segja að þetta væri mjög góð
kynning fyrir Nonna og Ísland. Ann-
ars eru Nonnabækurnar mestu met-
sölubækur allra tíma, meðal ís-
lenskra bóka, og hafa selst langt
umfram næstu íslensku bækur er-
lendis, sem myndu vera bækur Hall-
dórs Laxness. Enginn Íslendingur
hefur selst jafn-vel erlendis og Jón
Sveinsson. Ég tel Nonnabækurnar
hiklaust meðal sígildra unglinga-
bóka á borð við bækur Jules Vernes
og bækur Charles Dickens eins og
David Copperfield. Þetta eru heims-
bókmenntir fyrir unglinga.“
Nonnabækurnar koma út á frönsku
Heimsbókmennt-
ir fyrir unglinga
Morgunblaðið/Sigurður Jökull
Þýðandinn Gabriel Rolland með
Nonnabók í franskri útgáfu.
SÁ leiði misskilningur varð í umfjöll-
un um sýningu í Grófarhúsi á ljós-
myndum og veggspjöldum sem
varða verkalýðsbaráttu og frídag
verkalýðsins á millistríðsárunum
sem birtist sl. sunnudag að sýningin
var ranglega eignuð Ljósmyndasafni
Reykjavíkur. Hið rétta er að sýning-
in var alfarið skipulögð af Borgar-
skjalasafni. Um leið og gagnrýnandi
Morgunblaðsins harmar þessi mis-
tök ítrekar hann hversu slælega
hinna réttu skipuleggjenda var get-
ið.
Halldór Björn Runólfsson
LEIÐRÉTT