Morgunblaðið - 22.05.2001, Side 32

Morgunblaðið - 22.05.2001, Side 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÞAÐ FÓR ekki svo, aðfrumvarp um frestun ákvótasetningu meðaflasmábáta kæmi fram eða væri samþykkt á lokadögum Al- þingis. Misvísandi yfirlýsingar eru meðal stjórnarliða um framhald málsins, en sjávarútvegsráðherra segir engin loforð hafa verið gefin um sértækar aðgerðir. Þingfundum var frestað aðfara- nótt sunnudags og þá hafði enn ekki tekist að ná sátt um málið innan stjórnarflokkanna. Smábátasjó- menn og „velunnarar þeirra“ mót- mæltu aðgerðaleysi alþingismanna með táknrænum hætti fyrir framan Alþingishúsið á laugardag og um kvöldið fóru fram umræður utan dagskrár um kvótasetninguna á harla óvenjulegum tíma, eða kl. 21 að kvöldi. Frumvarpið var tilbúið Morgunblaðið hefur undir hönd- um minnisblað sjávarútvegsráð- herra til ríkisstjórnarinnar, sem inniheldur drög að frumvarpi hans, sem koma átti til móts við óánægða. Í því felst, að haldið er fast við áformaða kvótasetningu, en við lög um stjórn fiskveiða verði bætt ákvæði til bráðabirgða er orðist svo: „Í upphafi fiskveiðiársins 2001/ 2002 skal aflahlutdeild allra skipa í ýsu og steinbít endurreiknuð miðað við að 1.800 tonn af ýsu og 1.500 tonn af steinbít af leyfilegum heild- arafla þessara tegunda á fiskveiði- árinu 2001/2002 komi sérstaklega í hlut krókaflamarksbáta.“ Þetta þýðir í raun, að til viðbótar við þau 2.500 tonn af ýsu, sem smá- bátar koma til með að mega veiða skv. lögum 1. september nk. kæmu 1.800 tonn. Ýsuaflinn yrði því alls 4.300 tonn, eða færi úr 8% af heild- arafla í 14% af heildarafla. Kvóta- setningin gerir ennfremur ráð fyrir að 3.400 tonn af steinbít verði til skiptanna í haust, en samkvæmt frumvarpi sjávarútvegsráðherra hefði sú tala hækkað um 1.500 tonn eða upp í 4.900 tonn. Það hefði sam- svarað um 35% af heildarafla í stað þeirra 25% sem eru til skiptanna lögum samkvæmt. Fram kemur í frumvarpinu að þessum 1.800 lestum af ýsu og 1.500 lestum af steinbít skuli skipt milli krókaaflamarksbáta eftir ákveðinni reglu, enda þykir nauðsynlegt að ákveðnum hluta þessa magns verði ráðstafað til að auka hlut báta þeirra aðila, sem fjárfest hafi sér- staklega í þorskaflahámarksbátum, eða heimildum til að stækka eða breyta þorskaflahámarksbátum sínum. Segir um þetta í athuga- semdum við frumvarpið, sem aldrei var lagt fram: „Er ljóst að staða þessara aðila yrði að öðrum kosti mjög erfið. Sérstökum heimildum verði skipt milli þeirra á grundvelli aflareynslu þeirra á tímabilinu 1. maí 2000 til 30. apríl 2001.“ Enn fremur er í drögum að frum- varpi sjávarútvegsráðherra kveðið á um það, að hver aðili, sem á rétt til uppbóta í ýsu og steinbít vegna fjár- festinga, fái aldrei uppbætur nema á einn bát í sinni eigu. Segir þar að slík takmörkun sé nauðsynleg, t.d. vegna þeirra tilvika þar sem aðili kaupir veiðileyfi vegna breytinga á tveimur bátum í eigu sinni. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu var ágreiningur um málið milli stjórnarflokkanna og var leitað málamiðlunar fram á síðustu stundu. Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra, og Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, reyndu að miðla málum í sínum flokkum og varð nokkuð ágengt á föstudag og laug- ardag. Var svo komið að bæði var búið að fá fylgjendur kvótasetning- arinnar til að sættast á frumvarpið og andstæðinga hennar innan Sjálf- stæðisflokks, þá Einar Odd Krist- jánsson, Einar K. Guðfinnsson og Gunnar Birgisson. Innan Fram- sóknarflokks hafði einnig tekist að ná sáttum, utan að varaformaður sjávarútvegsnefndar, Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður, sat fastur við sinn keip og upp úr kvöldmat á laugardag gáfust menn endanlega upp á sáttaumleitunum. Andstaða Kristins H. Gunnars- sonar kom því í veg fyrir hinar auknu aflaheimildir til handa smá- bátum samhliða kvótasetningunni í haust. „Það er rétt að ég var og er andsnúinn þessu frumvarpi. Ein- faldlega vegna þess að ég er andsnúinn því að kvótasetja smá- bátana á meðan vinna stendur yfir við endurskoðun fiskveiðistjórnun- arkerfisins í heild sinni,“ sagði Kristinn við Morgunblaðið. Kristinn kveðst hafa hafnað því að samþykkja frumvarp sem samið hefði verið á næturfundum um svo viðamikið mál og kvaðst telja það al- gjörlega ófullnægjandi fyrir sjó- menn. Bendir hann á að kvótasetn- ing þýði að smábátar veiði 8.000 tonnum minna af ýsu en áður og það þýði minni umsvif, færri störf og mikinn tekjumissi fyrir byggðalög- in. Sjálfur segist hann hafa talað fyrir því að merkja aflaheimildir byggðarlögunum og kveðst óttast afleiðingar þess sem nú verður. „Nú harðnar í ári og áhrifin geta komið í ljós fyrr en marga grunar. Nú geta einstakir útgerðarmenn selt sínar veiðiheimildir til að grynnka á skuldunum og flutt svo suður á mölina. Þar með standa byggðalögin eftir,“ segir hann. Kristinn segist ekki telja að smá- bátasjómenn séu ósáttir við afstöðu sína í þessu máli. Þeir hafi ekki talað fyrir samningum, heldur lagst alfar- ið gegn kvótasetningu. Það hafi hann gert sömuleiðis. Einar Oddur Kristjánsson sagð- ist í samtali við Morgunblaðið hafa vissu fyrir því að það væri einlægur vilji og ætlan ríkisstjórnarinnar að koma til móts við smábátasjómenn vegna kvótasetningar- innar. Í sama streng tók Gunnar Birgisson. Einar Oddur sagði að sam- komulag hefði verið langt komið en ógæfa verið yfir sem varð til þess að það gekk ekki fram. „Þetta hefur vakið slíkan óhug og örvæntingu í mörgum byggðum að ég hef talið það ákaflega þýðingar- mikið að fyrr en seinna verði komið til móts við smábótasjómenn. Það verður að koma í ljós í fyllingu tím- ans hvort það rætist ekki sem ég hef sagt,“ sagði Einar Oddur. Sá sem hvað mest hefur um málið að segja, kannast þó ekki við að í bí- gerð séu mótaðgerðir vegna kvóta- setningarinnar. Árni M. Mathiesen segir engin loforð hafa verið gefin um slíkt og alls ekkert liggi fyrir annað en að kvótasetnin gildi 1. september. „Það er ágætt að menn góðum hugmyndum og ég auðvitað fagnandi. Hins v því fjarri að einhver loforð gefin í þessum efnum. vandamál sem við vitum viljum gjarnan leysa. Það v ekki gert þannig að einhve beri skaða af,“ sagði sjáva ráðherra. Rætt utan dagskr Fyrirhuguð kvótasetnin umræðu utan dagskrár óvenjulegum tíma, eða kl. 2 ardagskvöld. Árni M. M sagði þá, að kvótasetning smábáta á ýsu, ufsa og tækju gildi 1. september n ekki frestað. Sagði ráðher aðila fullyrða, að vafi leik frekari frestun kvótas standist jafnræðisreglu skrár og benti á að aðilar hafi haft nokkurn tíma til ar. Málshefjandi í umræð Guðjón Arnar Kristjánss maður Frjálslynda flokk gagnrýndi hann stjórnvöld fyrir að fallast ekki á fre anna og benti á að þegar k ingunni var frestað fyrir rökin verið þau að enn s heildarendurskoðun á lö stjórn fiskveiða. Sú vinna enn yfir, sagði Guðjón A sömu rök ættu því við nú. Steingrímur J. Sigfús maður Vinstri grænna og Ársælsson, Samfylkingun rýndu sjávarútvegsráðher lega fyrir framgöngu sína og sagði Steingrímur ráðhe þingið með glæsilegum h hitt þó heldur; með lagase kjör sjómanna og síðan á annan hóp sjósóknara. Stjórnarliðar ósát við niðurstöðuna Karl V. Matthíasson, Sam unni, benti á að meirihluti v þingi fyrir frestun kvótas og Árni Steinar Jóhanns sagðist skammast sín greiðslu Alþingis á þes Benti hann á að lykilme beggja stjórnarflokkanna undanförnum mánuðum h digurbarkalegar yfirlýsing lausn yrði fundin á málinu komið í ljós að svo væri ekk Athygli vakti að tveir stjórnarflokkanna, þeir E Guðfinnsson, Sjálfstæðisf Hjálmar Árnason, Fram flokki, lýstu sig ósátta við n una og kváðust harma að e tekist að fresta gildistöku Benti Hjálmar á að heild sem um ræðir, væri ekki n af því, sem talið er að lendi vegna brottkasts á ári h Einar K. sagði að nú væri s urskoðunarnef ar brýnna en sinni, svo unnt ná sátt í málinu búðar. Þriðji stjórn Árni Ragnar Árnason, l vegar yfir stuðningi við vegsráðherra í málinu og baul frá sjómönnum, sem voru saman á þingpöllum hann ósanngjarnt að hlu báta byggi við frjálsræði m ir þyrftu að hlíta lögmálum Guðjón Arnar Kristjáns ist við lok umræðunnar málalok og ekki síst að e fengist að afgreiða frumv og Karls V. Matthíassonar un kvótasetningarinnar. Sjávarútvegsráðherra um kvóta á meðafla smábát Engin loforð um mótaðgerðir Alþingi var frestað aðfaranótt sunnudags án þess að til kæmi frestun á kvótasetn- ingu meðafla smábáta. Björn Ingi Hrafns- son skrifar að fram á síðustu stundu hafi verið unnið að málamiðlun. Kristinn H. andsnúinn frumvarpinu bingi@mbl.is SÖGULEG EINKAVÆÐING KVÓTASETNING KRÓKABÁTA Mál trillusjómanna eru flókinúrlausnar eins og komið hef-ur fram í hörðum viðbrögð- um við því að Alþingi skyldi ekki fresta gildistöku kvótasetningar í ýsu, ufsa og steinbít á krókabáta fyrir þinglok, meðal annars í röðum þing- manna stjórnarflokkanna. Kvótasetn- ingin á að taka gildi 1. september. Það er ef til vill ekki hægt að bera saman veiðar krókabáta og stærri fiskiskipa. Á hinn bóginn er alltaf erf- itt að rökstyðja hvers vegna þeir sem sækja sjóinn eigi ekki allir að sitja við sama borð og búa við kvóta. Þá hefur komið í ljós að veiðigeta trillanna er mun meiri en gert var ráð fyrir. Í þeim efnum má benda á að samkvæmt tölum Fiskistofu var ýsu- afli krókabáta rúm tvö þúsund tonn en aflamarksskipa tæp 46 þúsund tonn á vertíðinni 1992/93. Það fiskveiðiár veiddu krókabátar 4,2 af hundraði af heildarafla bæði krókabáta og afla- marksskipa. Fiskveiðiárið 1999/2000 veiddu krókabátar hins vegar rúm- lega átta þúsund tonn af ýsu en afla- marksskip tæplega 33 þúsund tonn. Afli krókabátanna það fiskveiðiár var því 20 af hundraði af heildarafla og hafði verið um 16 af hundraði af heild- arafla fiskveiðiárið á undan. Það er skiljanlegt að menn hrökkvi við að sjá að hlutur krókabáta í heildarafla á ýsu hefur á sjö árum næstum fimmfaldast. Á hinn bóginn er ljóst að trillu- útgerðin er mikilvæg víða á lands- byggðinni og í sumum sjávarplássum er lítið eftir annað en sá afli sem krókabátarnir koma með að landi. Eins og kemur fram í Morgun- blaðinu í dag telja bæjar- og sveitar- stjórar nokkurra sjávarbyggða í land- inu að gildistaka laganna um kvóta- setningu aukategunda hjá króka- bátum muni hafa veruleg áhrif á afkomu fyrirtækja og einstaklinga í byggðarlögunum. Um leið segja þeir að stjórnvöld verði að koma til móts við kröfur trillukarla til að koma í veg fyrir byggðaröskun og atvinnuleysi. Ólafur M. Birgisson, sveitarstjóri á Tálknafirði, segir í samtali við Morg- unblaðið í dag að það hafi „dimmt yfir byggðinni“ þegar fréttir bárust af af- greiðslu Alþingis á málinu. Hann seg- ir að á Tálknafirði hafi verið landað um 1.700 tonnum á síðasta ári en komi til kvótasetningar sé viðmiðun bátanna ekki nema 400 tonn. Það er ljóst að staðan er viðkvæm í mörgum byggðarlögum á landsbyggð- inni og krókabátarnir skapa fleirum atvinnu en á þeim róa. Vart er hægt að hugsa sér skýrara og skemmtilegra dæmi um einka- framtak í atvinnulífi en trilluútgerð. Það er ekki hægt að fallast á að trillu- karlar eigi að fá að fara sínu fram. En jafnljóst er að eina lausnin á þessari erfiðu deilu er málamiðlun sem báðir aðilar geta unað við. Ljóst er að ríkis- stjórnin og þingflokkar hennar að ein- um þingmanni Framsóknarflokksins undanskildum voru tilbúin til slíkrar málamiðlunar. Vonandi verður unnið að því áfram að ná samkomulagi á grundvelli þeirra sáttahugmynda. Meðal síðustu verka Alþingis í síð-ustu viku var samþykkt laga er heimilar sölu á hlut ríkisins í Lands- banka Íslands, Búnaðarbanka og Landssímanum. Hlutur ríkisins í Landsbanka er 68% og í Búnaðar- banka 72,5%. Stefnt er að því að sala á þessum hlut hefjist þegar á þessu ári og að henni verði lokið áður en núver- andi kjörtímabil rennur út árið 2003. Enn hefur ekki verið ákveðið hve- nær sala á hlut ríkisins í Landssím- anum hefst en gert er ráð fyrir að 49% af hlutafé ríkissjóðs í verði seld í fyrsta og öðrum áfanga, þar af 14% til almennings, 10% til lítilla og meðal- stórra hluthafa. Loks er það markmið ríkisins að selja einum aðila allt að 25% hlut í fyrirtækinu. Salan á Landssímanum ein og sér er umfangsmesta einkavæðing sem nokkurn tímann hefur verið ráðist í hér á landi. Þegar við bætist sala á hlut ríkisins í viðskiptabönkunum tveimur er um að ræða stórfellda breytingu í íslensku efnahagslífi sem mun fela í sér að verulega dregur úr afskiptum hins opinbera á samkeppn- ismarkaði. Ríkisbankarnir voru barn síns tíma en nokkuð er um liðið frá því að þær forsendur er réttlættu opinber af- skipti á þessu sviði heyrðu sögunni til. Lög um hlutafélagavæðingu þeirra voru samþykkt árið 1997 og á árinu 1998 voru jafnt Landsbanki sem Bún- aðarbanki skráðir sem félög á Verð- bréfaþingi Íslands. Í desember 1999 var samþykkt að selja 15% af hlut rík- isins í hvorum banka fyrir sig og nú hefur síðan verið ákveðið að taka skrefið til fulls. Hins vegar er ástæða til að hafa áhyggjur af því að þingið hefur ekki ákveðið samhliða þessum ákvörðun- um að tryggja dreifða eignaraðild að viðskiptabönkunum. Fyrir nokkrum misserum fóru fram miklar umræður um þann þátt í sölu bankanna og voru m.a. færð fram hér í Morgunblaðinu sterk rök fyrir því að gera ætti sér- stakar ráðstafanir til þess að tryggja að einn eða fáir aðilar réðu ekki yfir of stórum hlut í bönkunum. Sá þáttur í einkavæðingu bankanna hlýtur því að teljast óleystur. Umskipti á fjarskiptamarkaði hafa opnað leiðina fyrir einkavæðingu á því sviði. Þótt Landssíminn hafi enn yfir- burðastöðu á markaði er ljóst að þró- unin er gífurlega hröð og enn eru miklar breytingar fram undan í fjar- skiptamálum. Við búum heldur ekki lengur við einangrun á þessu sviði heldur erum smám saman að verða hluti af hinu alþjóðlega rekstrarum- hverfi. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að hér eftir sem hingað til verði starfandi hér fyrir- tæki sem eru leiðandi í því að bjóða nýjustu tækni og fullkomna þjónustu á fjarskiptamarkaði. Rétt eins og á bankamarkaði eru einkafyrirtæki lík- legri til að gegna því hlutverki með sómasamlegum hætti í hinu breytta umhverfi. Hlutverk ríkisins á að vera að móta þær almennu aðstæður sem nauðsynlegar eru til að starfsemi sem þessi geti þrifist en ekki að standa í sjálfum rekstrinum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.