Morgunblaðið - 22.05.2001, Side 38

Morgunblaðið - 22.05.2001, Side 38
UMRÆÐAN 38 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÁRSREIKNINGUR Lífeyris- sjóðs starfsmanna ríkisins, LSR, fyrir árið 2000 hefur verið lagður fram. Honum fylgir efalaust yf- irlýsing frá Ríkisend- urskoðun um að það sé álit þeirrar stofn- unar að reikningurinn gefi glögga mynd af rekstri sjóðsins og sé í góðu samræmi við lög, reglur og góða reikn- ingsskilavenju. Með þessari yfirlýs- ingu hefur Ríkisend- urskoðun þó ekki lok- ið starfsskyldu sinni við sjóðinn og sjóð- félaga fyrir árið 2000. Ríkisendurskoðunin er ráðin af stjórn LSR til að annast innra eft- irlit hjá sjóðnum. Þannig kaupir LSR sérfræðiþjónustu af þessu dóttur- fyrirtæki Alþingis Íslendinga. Ekki er að efa að þegar stofnað var til verksamnings þessara aðila hefur verið farið í einu og öllu eftir þeim siðareglum sem Ríkisendur- skoðun segir eiga að vera leiðarljós í þvílíkri samningsgerð í bæklingi sínum „Kaup ríkisstofnana á ráð- gjöf og annarri sérfræðiþjónustu“, sem út var gefin í maí árið 2000. Varla hefði Ríkisendurskoðun tekið þátt í þessum leik hefði ekki verið farið eftir þessum reglum því þó bæklingurinn fjalli um ríkis- stofnanir þá eru siðareglurnar byggðar á svo almennum röksemd- um að þær hafa gildi fyrir LSR hvort sem litið er á sjóðinn sem opinbera stofnun, hálf-opinbera eða al- gjörlega frjálst og sjálfstætt fyrirtæki. Til þess að tryggja hlutleysi og trúverð- ugleika endurskoðun- arinnar og efla þannig traust á henni, stuðla að því að hagkvæm- ustu kostanna sé leit- að, tryggja jafnræði aðila og að valið fari fram á sanngjarnan og málefnalegan hátt, er ekki að efa það að LSR hefur leitað til nokkurra endurskoðunarfyrirtækja um þetta verkefni, að annast innri endurskoðun sjóðsins, eða jafnvel boðið það út á opnum markaði og valið síðan hæfasta verkbjóðand- ann að teknu tilliti til verðs og verkhæfni. Þar hafi ríkisendur- skoðun borið af og því við hana samið. Þá hlýtur það að vera sjálfgefið að í útboðslýsingu og verksamningi hafi verið kveðið á um það með skýrum hætti hvert markmið end- urkoðunarinnar sé, hvenær henni skuli lokið og hvert endurgjaldið skuli vera. Ákvæði 35. gr almennu lífeyris- sjóðslaganna hafa að sjálfsögðu verið tekin upp í verklýsinguna. Ít- arleg grein gerð fyrir hvernig verkefnin skyldu unnin og hvernig skýrslum skila um þau. Fyrstu tveir töluliðir 1. máls- greinar 35. greinarinnar segja að meðal verkefna endurskoðanda sé að: 1. hafa eftirlit með að skráning iðgjalda og lífeyrissréttinda sé samkvæmt lögum og samþykktum sjóðsins. 2. hafa eftirlit með að lífeyris- réttindi séu reiknuð í samræmi við lög og samþykktir sjóðsins. Endurskoðuninni ber þannig að sinna fleiri verkefnum fyrir sjóðinn en að telja úr kassanum og athuga hvort debet og kredit stemmi. Þessi lagaákvæði fjalla um að tryggja réttindi einstakra sjóð- félaga. Endurskoðunin á að beinast að því að ekki mistakist hjá stjórn og starfsmönnum lífeyrissjóðsins að halda til haga skráningu rétt- indaávinnings einstakra sjóðfélaga og að þess sé gætt að forsendur líf- eyrisgreiðslna til þeirra séu rétti- lega ákvarðaðar og reiknaðar hjá sjóðnum. Endurskoðandinn er þannig trúnaðarmaður sjóðfélaganna gagnvart stjórn og starfsmönnum sjóðsins. Endurskoðuninni ber því að skila skýrslum sínum um þessi at- riði til sjóðfélaganna, gera þeim grein fyrir hvort eitthvað sé að- finnsluvert í störfum stjórnar og starfsmanna í þessum efnum og hvað gæti orðið til úrbóta. Þá ber endurskoðuninni að gera sjóðfélög- unum grein fyrir hinum einstöku mistökum sem í ljós hafa komið og greiningu á þeim og þá hvort ástæða sé til að ætla að ekki sé um einstakt atvik að ræða heldur hættu á sömu mistökum hjá öðr- um. Einnig ber endurskoðuninni að gera sjóðfélögunum grein fyrir þeim athugunum sem hún gerir með úrtakskönnunum án sérstakra tilefna og mati sínu á því hvort hin athuguðu atriði séu gallalaus eða hvort þurfi víðtækari athuganir á vinnubrögðum sjóðsins í þessum efnum. Kjarni málsins er sá að endur- skoðandinn á að gera sjóðfélög- unum grein fyrir athugunum sín- um og aðfinnslum með ítarlegri skýrslu sem birta verður og að hún sé öllum sjóðfélögum aðgengileg. Það er ekki nóg að hvísla að- finnslunum og þessum atriðum að stjórn og starfsmönnum sjóðsins. Endurskoðandinn á ekki eingöngu að hafa eftirlit með peningabók- haldinu. Hann á ekki síður að hafa eftirlit með réttindabókhaldinu og lífeyrisgreiðslunum. Það er sjóð- félaganum mikilvægara að réttind- in og lífeyrisgreiðslurnar séu ræki- lega endurskoðaðar fyrir hvern og einn, heldur en að ársreikningur- inn sé settur upp samkvæmt góðri reikningsskilavenju. Almennu lífeyrissjóðslögin, með lagaákvæðinu um skyldu endur- skoðanda til að hafa gát á lífeyr- isréttindunum, tóku gildi 1. júlí 1998. Hvaða skýrslur um réttindabók- haldið og framkvæmd lífeyris- greiðslna hefur Ríkisendurskoðun- um lagt fyrir sjóðfélaga LSR nú þegar hartnær þrjú ár eru liðin frá gildistöku laganna? Engar? Hefur Ríkisendurskoðunin ekki haft frá neinu athugaverðu að segja? Eru réttindamálin og lífeyr- isgreiðslurnar í góðu lagi? Hvernig hefur Ríkisendurskoð- unin brugðist við þegar upp hafa komið leiðréttingar lífeyris- greiðslna hjá einstaklingum upp á hundruð þúsunda og jafnvel nokkr- ar milljónir og leiðrétt hefur verið tíu, tuttugu ár aftur í tímann? Hefur ekki verið farið í saumana á þeim málum og kannað hvernig á þvílíkum mistökum standi, hvað hafi brostið í sjálfsögðu eftirlits- kerfi? Hefur það ekki vakið grun um að ástæða sé til að kanna á skipulegan hátt fleiri tilvik eða jafnvel að fara í heildarendurskoð- un? Hefur Ríkisendurskoðun ekki veitt því athygli að nú þegar starfsheitakerfið hefur verið aflagt er viðmiðun í eftirlaunakerfinu í al- gjöru uppnámi og taka verður því launamiðun hvers einstaks lífeyr- isþega upp til endurskoðunar og ákvörðunar? Hefur það verk verið unnið og þá svo tryggilega að Rík- isendurskoðun telji það ásættan- legt? Svör óskast! Eftir að starfsheitakerfið var að mestu lagt af í kjarasamningum hafa lífeyrisþegar yfirleitt ekki nokkurn möguleika á að fylgjast með hvort lífeyririnn sé rétt greiddur. Því ríður á að endur- skoðandi sjóðsins sinni starfsskyld- um sínum gagnvart sjóðfélögunum af samviskusemi og einurð. Á ársfundi LSR fyrir ári var bannað að ræða um endurskoð- unarmál lífeyrissjóðsins svo þess vegna verður að taka þetta upp í fjölmiðlum og ef til vill eins gott því málið varðar svo marga, 24 þúsund sjóðfélaga og sjö til átta þúsund lífeyrisþega. Ríkisendurskoðun og Lífeyris- sjóður starfsmanna ríkisins Steingrímur Pálsson Lífeyrissjóðir Endurskoðandinn, segir Steingrímur Pálsson, er einnig trúnaðarmaður sjóðfélaganna gagnvart stjórn og starfsmönnum sjóðsins. Höfundur er lífeyrisþegi og fyrrverandi starfsmaður fjármálaráðuneytisins. SEM betur fer hef- ur áróður fyrir vatns- drykkju undanfarin ár borið árangur og vatn í mörgum tilfellum kom- ið í stað gosdrykkja. Þó drekkum við meira af gosdrykkjum en flestar aðrar þjóðir eða um 135 lítra hver Ís- lendingur að meðaltali á ári hverju. Á mörgum stöðum hafa ráðstafanir verið gerðar til að auðvelda aðgang að vatni en sums staðar hafa verið valdar óþarflega flókn- ar leiðir til þess. Fyrir nokkrum árum gaf Tann- verndarráð 15 vatnsdrykkjarskálar í íþróttahús víðs vegar um landið, en við athugun kom í ljós að á mörgum þessara staða hafði gleymst að ein- angra kaldavatnsleiðslurnar og lágu þær jafnvel óeinangraðar í gegnum herbergi, þar sem jafnframt lágu heitavatnsleiðslur, með þeim afleið- ingum að drykkjarvatnið var volgt og lítið svalandi. Auðvitað verður að vanda frágang og einangrun á kaldavatnsleiðslum engu síður en gert er við heitavatns- leiðslur. Afleiðing þessa hefur orðið sú að víða hefur verið gripið til þess ráðs að flytja vatn í plastumbúðum inn í hús, sem oftast er óþarfi og broslegt, því að eftir 1909 hætti vatnsburður í hús í Reykjavík, þegar renn- andi kalt vatn var orð- ið til staðar og að- gengilegt í öllum húsum. Þar að auki gerir þessi vatnsburður framkvæmdina flókn- ari og dýrari, auk þess sem vatnið batnar örugglega ekki við að setja það í brúsa og flytja í þeim langar leiðir, enda er hið einfalda oftast best. Vatn besti svala- drykkurinn Magnús R. Gíslason Höfundur er tannlæknir í Reykjavík. Heilsa Vanda verður, segir Magnús R. Gíslason, frágang og einangrun á kaldavatnsleiðslum. Í MORGUNBLAÐINU sl. laug- ardag birtist grein um val rektors í Skálholti. Var það sveitarstjóri Biskupstungna sem skrifaði hana og studdi eindregið ákvörðun skólaráðs Skálholtsskóla að mæla með ráðningu Guðmundar Einars- sonar kennara í stöð- una. Eins og flestir vita kom upp ágreiningur milli kirkjuráðs hinn- ar íslensku þjóðkirkju og skólaráðs vegna þessarar niðurstöðu. Taldi kirkjuráð Guð- mund ekki uppfylla þær menntunarkröfur sem gerðar eru til manns í slíkri stöðu. Kirkjuráð vísaði málinu því aft- ur til skólaráðs þótt kirkjuráð hefði sjálft allan rétt lögum sam- kvæmt til þess að ákvarða hver fengi stöðuna. Var með þessu greinilega ætlast til þess að skóla- ráð endurskoðaði afstöðu sína og fyndi leið sem báðir aðilar gætu sætt sig við. Því kemur það á óvart að sveit- arstjóri Biskupstungnahrepps skuli blanda sér í málið og vilja að skólaráð standi fast við fyrri ákvörðun sína. Nú er það svo að þó að fulltrúi hreppsfélagsins eigi mann í ráðinu þá kemur hrepp- urinn sem slíkur ekki að rekstri skólans, heldur er hann alfarið á vegum kirkjunnar. Því hljóta fyrst og fremst kirkjuleg sjónarmið að ráða úrslitum við val á rektor skól- ans. Þannig eru þessi afskipti sveit- arstjórans af innri málefnum kirkjunnar óheppileg, auk þess sem þau gera nýjum rektor eflaust mun erfiðara að hefja starf þar í héraði, þ.e. ef ekki er látið undan þrýstingi heimamanna og annar valinn en þeir virðast vilja. Raunar er skólaráð- ið þannig upp byggt að tryggt ætti að vera að hagsmunir kirkj- unnar sætu í fyrir- rúmi. T.d. með því að gera kröfur um það að rektor sé guðfræðing- ur, eða a.m.k. með sambærilega fram- haldsmenntun, og hafi mikla reynslu af störfum innan kirkj- unnar. Fjórir af sex umsækjendum uppfylltu þær menntunarkröfur en tveir ekki. Var Guðmundur annar þeirra. Því vakti það furðu margra að skólaráðið mælti með Guðmundi. Þó voru meðal umsækjenda fyrr- verandi fræðslustjóri þjóðkirkj- unnar, nokkrir prestvígðir menn með mislanga starfsreynslu og tveir guðfræðingar langt komnir í doktorsnámi. Guðmundur hafði þannig einna minnsta menntun umsækjenda (er líklega með kennarapróf úr gamla Kennaraskólanum sem samsvarar stúdentsprófi í dag) og litla sem enga reynslu á einu helsta starfs- sviði rektors, þ.e. að halda fræðslu- og starfsnámskeið fyrir presta og starfsfólk kirkjunnar. Viðbrögð kirkjuráðs voru því eðlileg, þ.e. að vísa valinu aftur til skólaráðs. Eina sjáanlega skýringin á því að skólaráðið valdi í fyrstunni Guðmund Einarsson er hinn rekstrarlegi þáttur skólans. Nú eru að hefjast framkvæmdir við að fjölga til muna gistirýmum skólans og kallar það á auknar rekstr- arlegar kröfur til rektors. Hér gæti reynsla Guðmundar komið að góðum notum. Þó er það alls ekki sjálfgefið að hann sé best fallinn til þess af þeim sem sóttu. Þá eru eftir tvær hinar helstu kröfurnar sem gerðar eru til rekt- ors. Að hann hafi frumkvæði að sí- og endurmenntun presta og guð- fræðinga og standi fyrir námskeið- um fyrir starfsfólk kirkjunnar. Með allri virðingu fyrir kennara- menntun og stjórnunarreynslu Guðmundar þá tel ég það vera augljóst að hann sé með mun minni reynslu af kirkjulegri fræðslu en flestir umsækjenda og menntun hans sé einna síst til þess fallin að sjá um endur- og símennt- un háskólamenntaðs fólks. Því kom ákvörðun skólaráðs mér og fleirum á óvart. Ég geri þó fastlega ráð fyrir því að eftir meiri yfirlegu muni það komast að ann- arri niðurstöðu. Undanfarin misseri hefur verið mikil umræða innan kirkjunnar um fagleg vinnubrögð. Hún hefur oft þurft að sætta sig við það að persónulegar tilfinningar manna hafa ráðið meiru um ráðningarmál í störf innan hennar en fagleg sjónarmið. Nú hafa ráðningarmál- in færst meira yfir á til þess kjörna fulltrúa og krafa gerð til þeirra um faglegt mat. Það er mik- ilvægt að kirkjan falli ekki á því prófi og að hún láti ekki utanað- komandi þrýsting stjórna gerðum sínum. Að gefnu tilefni skal það ítrekað hér að lokum að umsækjendur um starf Skálholtsrektors eru ekki að- eins tveir eins og aðstandendur nýtilkomins fréttablaðs virðast halda. Val Skálholtsrektors Torfi Kristján Stefánsson Hjaltalín Stöðuveiting Þessi afskipti sveitar- stjórans af innri mál- efnum kirkjunnar, segir Torfi Kristján Stefánsson Hjaltalín, eru óheppileg. Höfundur er prestur og einn umsækjenda. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.