Morgunblaðið - 22.05.2001, Síða 42

Morgunblaðið - 22.05.2001, Síða 42
MINNINGAR 42 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðrún Þórarins-dóttir fæddist í Hafnarfirði 6. októ- ber 1943. Hún varð bráðkvödd á heimili fyrrverandi eigin- manns síns, Friðriks Péturs Magnússonar Welding, 15. maí síð- astliðinn. Foreldrar Guðrúnar voru hjónin Þórarinn Hinriksson bifreiðastjóri, f. í Öl- versholti í Holtum í Rangárvallasýslu 7.9. 1921, og Unnur Jóns- dóttir, verkakona og húsmóðir, f. í Reykjavík 21.10. 1922. Guðrún var önnur í röð fimm barna þeirra hjóna sem eru Jón Reynir f. 21.6. 1942, Guðrún, Stef- án Hinrik, f. 1.4. 1945, d. 25.6. 1954, Stefanía, f. 22.12. 1954, og Sigríður Ragna, f. 21.12. 1957. Hálfbróðir þeirra systkina og samfeðra er Ragnar Avenarius, f. 16.3. 1940, búsettur í Bandaríkjunum. Guðrún var gift Friðriki Pétri Magnússyni Welding, f. 12.11. 1937. Þau skildu. Börn Guðrúnar og Friðriks eru fimm. 1) Jóna Fanney fjölmiðla- fræðingur, f. 17.8. 1963, fyrrver- andi maður hennar og barnsfaðir er Guðni Franzson tón- listarmaður, f. 21.1. 1961. Þeirra börn eru Þórarinn, f. 7.2. 1989, og Guðrún Halla, f. 24.7. 1991. 2) Þórarinn trygginga- ráðgjafi, f. 1.1. 1965, kvæntur Elvu Ósk Wiium lögfræðingi, f. 7.3. 1975. Þeirra son- ur er Jakob Andri, f. 16.8. 1998. 3) Unnur Munda húsmóðir, f. 6.9. 1967, gift Rúnari Jóhannssyni málara, f. 22.12. 1959. Þeirra sonur er Alexander Jafet, f. 28.6. 2000. Fyrir á Unnur Munda börnin Matthías, f. 30.1. 1987, hans faðir er Vilhjálmur Matthíasson, f. 11.1. 1963; og Söndru Ósk, f. 13.6. 1990, hennar faðir var Karl Frí- mann Ólafsson, f. 7.9. 1965, d. 7.8. 2000. 4) Stefán Hinrik athafnamað- ur, búsettur í Berlín, Þýskalandi, f. 21.1. 1969. 5) Róbert Daði verka- maður, f. 15.6. 1972. Útför Guðrúnar fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin kl. 14. Elsku mamma. Ég kveð þig í hinsta sinn og ég get vart trúað því að ég sjái þig ekki oft- ar. Fráfall þitt tekur mig svo sárt að orð fá því ekki lýst. Við vorum svo nánar elsku mamma. Samband okk- ar var sterkt og sérstakt. Við skild- um hvor aðra svo vel. Við gátum tal- að saman um það sem skipti máli í lífinu. Um okkur sjálfar, líðan okkar og annarra. Erfiðleikar koma upp. Við stóðum ávallt saman, mamma, sterkar og hjálpuðumst að við að leysa úr þeim eftir bestu getu. Sama hvað það var, við leyndum engu hvor fyrir annarri. Við ræddum saman af einlægni. Alltaf skildum við hvor aðra. Við fórum aldrei í felur með tilfinningar okkar eða skoðanir. Við ræddum saman af raunsæi og skilningi. Eins og gengur kom upp misskiln- ingur á milli okkar. Það var sjaldan en þegar það gerðist vorum við ávallt fljótar að finna út úr hlutunum og leiðrétta okkar á milli. Það var yndislegt að geta tjáð þér, elsku mamma, um líf mitt. Um erf- iðleika mína jafnt sem hamingju. Þú skildir mig alltaf innilega vel. Deildir þessu öllu með mér af þinni einskæru einlægni og hinum djúpa skilningi sem þú hafðir á lífinu. Enda lífsreynd kona, mamma mín. Aldrei kom neinn að að tómum kofunum þar sem þú varst. Þú fékkst sérstaka náðargáfu í vöggugjöf; að skynja tilveruna og fólkið um leið og þú hittir það. Jafn- vel án þess að tala við það. Þetta er sérstakt og ekki öllum gefið. Og þessari náðargjöf fylgdi þessi djúpi skilningur á lífinu og mannfólkinu. Þú varst alveg einstök manneskja elsku mamma mín. Það er ekki hægt að lýsa gæskunni og hjartahlýjunni sem stafaði frá þér. Jafnvel þegar þér sjálfri leið ekki sem best reynd- irðu að hughreysta aðra sem áttu erfitt. Eilíft að stappa í aðra stálinu. Einstakur eiginleiki. Og þú varst svo skemmtileg og kúnstug. Komst sí- fellt á óvart með skemmtilegum uppákomum. Við hlógum oft. Enda varstu vinmörg og ég veit að vinir þínir sakna þín sáran. Því þú varst svo góð manneskja og ég er fegin að hafa fengið öll þau tækifæri sem ég fékk til að geta tjáð þér það. Okkar stundir – hvað ég elska þig mikið. Ég mun aldrei gleyma þér mamma og aldrei gleyma þegar ég hitti þig og ræddi við þig í síðasta sinn. Þú varst þreytt. Ég finn enn hlýja sterka faðminn þinn og við töluðum um lífið og dauðann. Ég hélt svo fast utan um þig, eins og ég vildi aldrei sleppa þér aftur. Þannig var það svo oft. Sterk og sérstök tilfinning situr eftir og hana ber ég með mér það sem eftir er ævi minnar. Eins og svo margt annað frá þér. Ég elska þig svo mikið, mamma mín, að mér finnst eins og það drjúpi úr hjarta mínu. Og ég sakna þín óendanlega mikið. En ég veit að þú ert í góðum höndum Drottins, því þú varst öðrum svo góð. Svo trúuð og svo falleg manneskja. Ég veit að þú ert nú í traustum hönd- um Drottins,og það er mér huggun elsku mamma mín. Móðurtilfinningin er svo sterk að það fær hana ekkert slitið. Sama hvað gengur á í lífinu. Það fundum við saman og gátum notið. Ég sakna faðmlaga þinna og þessara sterku til- finninga sem streymdu á milli okkar. Þær verða alltaf í hjarta mínu líkt og ég hef til minna barna. Ég ætla að halda áfram að læra af þér. Vera sterk og skemmtileg. Líta á björtu hliðarnar í lífinu og halda í allt það sem þú gafst mér, það sem ég erfði frá þér. Þrautseigju, manngæsku og þessa einstöku náðargjöf að vera vin- ur þeirra sem maður elskar. Ég mun sakna stundanna. Við komumst alltaf að okkar niðurstöðu, mamma. Ráð- leggingar þínar geymi ég í hjarta mér. Endalaust gæti ég haldið áfram að skrifa um þinn fallega persónu- leika. En ég kveð þig núna. Þú ert mér ómetanlegt veganesti elsku besta móðir mín. Hvíl þú í friði, með Guði. Ég veit að englar hans bera þig á vængjum sínum, í friðsælum heimi, þar sem við hittumst síðan. Mamma mín, við Rúnar, Sandra Ósk, Alex- ander Jafet og Matti söknum þín. GUÐRÚN ÞÓRARINSDÓTTIR Sími 562 0200 Erfisdrykkjur ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Legsteinar Vönduð íslensk framleiðsla Fáið sendan myndalista Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 MOSAIK ✝ Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít                 *+52  3 6%!    ! "  # $    %  &   $ ' ( )( $  $  *+  ,-- .      $     /     /    $ (     0      70  #0  31!&#   8# & 3&#    % 3&#   !! 04!&0 70  3&#    ! 00&# $! $  ! 4 !(               *+ 9  ,))+ 3!   1  )( $  *-  2  3 4   /     1        4 ! (  0&$! 0!  % &#   %0.% (  0&&#    ! 3:$! 4 !  0&$! .$&0!& +!#03&#   03  0&$! 8# %  0&$!  ; 4 03&#   < !  0&&#   8# % =  1!$! =  !  0&&#    ! 4 ! $  !  ! 4 !(                  ),  )2 #0.' ' >      % 1 &#    :! 8#  !&#    0  )#'$! 7:  ( ?!0  4 ! )#'$!  ! !! 9:0 &#    ! )#'$!  % % 7  )#'&#   =  !! )#'$!  % 4  +! ! &#   = 0 )#'$! ! ,03&#  $  ! 4 !(                    @ + 3 1  4% '  % 4!& $ (   5 (   (   *%  %--   8# % &#    % :! 0&#   ,03 = ( ,03$!  !! 0$! * 0  '&#   +! 4  0&#   %0 !! 0$!  %!/ 0&#   4 !  #!$! 7 & 0&#   !! 0$!  ! 4 ! $  !  ! 4 !(       *A2 9, ,))+ 3!  3! 3 %  ! " $ 1 0     &   $   3  %' !&   $!( MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Birting afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.