Morgunblaðið - 22.05.2001, Síða 48

Morgunblaðið - 22.05.2001, Síða 48
FRÉTTIR 48 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ AÐALFUNDUR Skáksam- bands Íslands var haldinn á Akur- eyri um helgina. Áskell Örn Kára- son gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu sem forseti sambandsins og stakk upp á Hrannari B. Arnarssyni sem næsta forseta. Fleiri buðu sig ekki fram til embættisins og var Hrannari fagn- að með lófataki sem nýjum forseta Skáksambands Íslands. Áskell hef- ur verið forseti Skáksambandsins undanfarin tvö ár. Í hans stjórnar- tíð var efnt til ýmissa eftirminni- legra atburða, svo sem Heimsmóts- ins í skák sem haldið var í Kópavogi í apríl í fyrra. Fjárhagslega skilar Áskell Skáksambandinu sterku og er slæm fjárhagsstaða ekki lengur sá dragbítur á Skáksambandinu sem hún var fyrir nokkrum árum. Eigi að síður bíða Hrannars mörg krefjandi verkefni, svo sem kraft- meiri kynning á skákinni og efling barna- og unglingastarfs. Í aðalstjórn Skáksambandsins voru kosnir: Bragi Kristjánsson, Haraldur Baldursson, Haraldur Blöndal, Helgi Ólafsson, Ríkharður Sveinsson og Sigurbjörn Björns- son. Varamenn í nýrri stjórn eru: 1. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, 2. Invar Þór Jóhannesson, 3. Björn Þorfinnsson, 4. Rúnar Sigurpálsson. Á aðalfundinum voru fimm vel- unnarar skákhreyfingarinnar heiðraðir fyrir framlag sitt til efl- ingar skákiðkunar hér á landi. Silf- urmerki hlutu þeir Bjarni Felixson, Jón Björnsson, kjördæmisstjóri á Vestfjörðum, og Tómas Rasmus, kjördæmisstjóri á Suðurlandi. Gunnar Eyjólfsson hlaut gullmerki skáksambandsins og Ólafur H. Ólafsson var kjörinn heiðursfélagi Skáksambandsins. Allir hafa þessir menn unnið frá- bært starf sem lagt hefur drjúgan skerf til kraftmikils skákstarfs hér á landi á undanförnum árum og áratugum. Þó hefur hver gert það með sínum hætti. Þeir Jón Björns- son og Tómas Rasmus hafa lagt ómælda vinnu í eflingu skákiðkun- ar í skólum. Ef ekki væri fyrir Bjarna Fel- ixson væri líklega aldrei minnst á skák í ljósvakamiðlunum, en hann hefur haldið merki skákarinnar á lofti hjá Ríkisútvarpinu og verður seint fullþökkuð sú vinna sem hann hefur lagt á sig við að fylgjast með skákviðburðum og flytja fréttir af þeim. Þáttur Gunnars Eyjólfssonar er einstakur. Hann hefur sýnt okk- ar sterkustu skákmönnum fram á, að það er fleira en skákþekkingin sem skiptir máli til þess að ná ár- angri í skák. Í vetur sótti stórmeist- arinn Hannes Hlífar Stefánsson námskeið hjá honum og ástæða er fyrir fleiri af okkar efnilegustu skákmönnum til þess að huga að slíkum námskeiðum. Ólafur H. Ólafsson er í hópi þeirra Íslendinga sem hafa gefið mest af sér til eflingar íslensku skáklífi. Hann hefur um áratuga- skeið einbeitt sér að unglingastarf- inu og margir okkar sterkustu skákmanna stigu sín fyrstu skref á skákferlinum undir leiðsögn hans. Norðanmenn sigruðu á at- skákmóti á Akureyri Áskell Örn Kárason var ekki lengi að finna sér nýtt forystusæti eftir að hafa hætt sem forseti Skák- sambands Íslands á laugardaginn. Síðustu umferðir atskákmóts, sem fram fór samhliða aðalfundi SÍ á Akureyri, voru tefldar að aðalfund- inum loknum. Mótinu lauk með sigri þeirra Áskels og Gylfa Þórs Þórhallssonar, en þeir fengu báðir 6 vinninga af 7 mögulegum. Áskell var úrskurðaður sigurvegari eftir stigaútreikning. Röð efstu manna: 1. Áskell Örn Kárason 6 v. 2. Gylfi Þórhallsson 6 v. 3. Halldór Brynjar Halldórsson 5½ v. 4. Ólafur Kristjánsson 4½ v. 5. Guðmundur Gíslason 4 v. 6.–9. Jóhann H. Ragnarsson, Sigurbjörn J. Björnsson, Þór Valtýsson og Jón Björg- vinsson 3½ v. o.s.frv. Skákstjórar voru Gylfi Þórhallsson, Þór Valtýsson og Sigurbjörn J. Björnsson. Frá Skákfélagi Akureyrar Úrslit móta félagsins í maí urðu sem hér greinir: Coca Cola-hraðskákmótið. 1. Gylfi Þórhallsson 12½ v. af 16, 2. Ólafur Kristjánsson 12 v., 3. Halldór Brynjar Halldórsson 10½ v., 4. Stefán Bergsson 8½ v., 5. Jón Björgvinsson 8 v. Keppt er um Coca Cola-bikarinn, en fyrst var keppt um hann í fyrra. Maí-10-mínútna mótið. 1. Ólafur Kristjánsson 8 v. af 9, 2. Stefán Bergsson 7½ v., 3. Sigurður Eiríksson 6½ v., 4. Karl E. Steingrímsson 5 v., 5. Ari Friðfinnsson 4½ v. Á atkvöldum eru tefldar hrað- skákir og atskákir. Stefán Bergs- son sigraði, hlaut 6 v. af 7. Í 2.–3. sæti urðu Þór Valtýsson og Sigurð- ur Eiríksson með 5 v., 4. Karl Stein- grímsson 3½ v., 5.–6. Haukur Jóns- son og Sveinbjörn Sigurðsson 3 v. SA hefur haldið fjölmörg 10 og 15 mínútna mót í vetur, og eru gefin stig í þessum mótum fyrir saman- lagðan árangur. Sveinbjörn Sig- urðsson hlaut flest stig í 15 mínútna mótum eftir mjög jafna keppni, en það var annað upp á teningnum í 10 mínútna mótunumm þar sem Stef- án Bergsson hafði yfirgnæfandi forystu. Skákæfingar fyrir börn og ung- linga voru haldnar í vetur og voru gefin stig fyrir árangur. Flest stig fengu: 1. Ágúst Bragi Björnsson 147, 2. Davíð Arnarsson 144 og 3. Ragnar Heiðar Sigtryggsson 132 stig. Úr mótaáætlun Skáksambandsins 27.5. SA. Maí-hraðskákmótið 27.5. Bikarmót Striksins 1.6. SA. Helgarskákmót 7.6. Meistaramót Skákskólans 9.6. Hellir. Mjóddarmót Hrannar forseti Skák- sambandsins Daði Örn Jónsson SKÁK A k u r e y r i AÐALFUNDUR SKÁKSAMBANDSINS 19.5. 2001 Áskell Örn Kárason, fráfarandi forseti, Ólafur H. Ólafsson, heið- ursfélagi, og Hrannar B. Arnarsson, nýr forseti Skáksambandsins. GETUM við bæði verndað verðmæta náttúru og styrkt búsetu á lands- byggðinni? Takmarkar náttúruvernd svigrúm byggðarlaga til að styrkja efnahagslegar forsendur og bæta lífsgæði íbúa sinna? Eru til einhverj- ar leiðir til að leysa eða koma í veg fyrir alvarlegar deilur um náttúru- vernd? Þessar spurningar verða til um- fjöllunar á ráðstefnu sem Landvernd heldur í samstarfi við norræn nátt- úruverndarsamtök dagana 26. og 27. maí nk. á Hótel Reynihlíð við Mý- vatn. Ráðstefnan nýtur stuðnings starfshóps Norrænu ráðherranefnd- arinnar um náttúru, útilíf og menn- ingarminjar. Á ráðstefnunni verður fjallað um stofnun þjóðgarða í Finnlandi, Nor- egi og Svíþjóð og hvernig íbúum í við- komandi byggðarlögum og náttúru- verndarsinnum tókst að leysa deilur um landnýtingu og verndun. Auður H. Ingólfsdóttir, Háskóla Íslands, mun gera grein fyrir fræðilegri um- fjöllun um leiðir til að leysa deilur um landnýtingu og Hólmfríður Bjarna- dóttir frá norrænu byggðarann- sóknastofnuninni Nordregio segir frá aðferðum til að meta verndargildi landssvæða. Kai Böhmn, sérfræðing- ur Norregio, mun í erindi sínu leitast við að svara þeirri spurningu hvort náttúrvernd og byggðaþróun geti farið saman. Þá gerir Per Flatberg frá Noregi grein fyrir því hvernig hann telur að sveitarstjórnir geti best sinnt náttúruvernd. Að lokum verður fjallað um alþjóðlega þróun þessara mála í erindi sem Laurence Hamilton frá Alþjóðlegu náttúru- verndarsamtökunum (IUCN) held- ur. Ráðstefnan er öllum opin á meðan húsrúm leyfir. Þátttökugjald er 5.000 kr., en 2.500 fyrir félaga í Landvernd. Skráning í síma eða með tölvupósti, landvernd@landvernd.is. Frekari upplýsingar um dagskrá ráðstefn- unnar verður að finna á heimasíðu Landverndar, www.landvernd.is. Náttúru- vernd og byggða- þróun Er þín rekstrareining of lítil? Til sölu lítil heildverslun með þekkt vörumerki og góða framlegð. Góðir stækkunarmöguleikar fyrir duglegt fólk. Hentar einnig sem viðbót við annan rekstur. Upplýsingar í síma 899 4194. 3ja herbergja íbúð til sölu Til sölu mjög góð 111,3 fm 3ja herbergja íbúð í Hrísmóum 4, Garðabæ, með bílgeymslu, yfir- byggðum svölum og mjög góðri staðsetningu, stutt í alla þjónustu. Verð kr. 13 millj. Nánari upplýsingar gefur Klemens Eggertsson hdl., Garðatorgi 5, Garðabæ, í síma 565 6688. SUMARHÚS/LÓÐIR                 !  "  #  $  %&&'    ()* ++  TILBOÐ / ÚTBOÐ Útboð — gatnagerð Bæjarsjóður Kópavogs óskar eftir tilboðum í endurgerð götu og lagna í Kópavogsbraut. Í verkinu felst að jarðvegsskipta í götustæði, endurnýja holræsalagnir, lagnir veitustofnana og ganga endanlega frá yfirborði götunnar. Helstu magntölur eru: Gröftur 15.000 m3 Fylling 13.800 m3 Malbik 8.800 m2 Holræsalagnir 1.000 m Hitaveitulagnir OR. 600 m Strenglagnir OR. 500 m Verkið er áfangaskipt, en skal skila fullbúnu fyrir 1. október 2001. Útboðsgögn verða afhent á Tæknideild Kópa- vogs, gegn 20.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 30. maí 2001, kl. 11:00 að viðstöddum þeim bjóð- endum sem þar mæta. Framkvæmdadeild Kópavogs. TIL SÖLU STYRKIR Menntamálaráðuneytið Norrænn ferðastyrkur til rithöfundar Ráðgert er að af fjárveitingu til norræns samstarfs í fjárlögum 2001 verði varið 100 þús. kr. til að styrkja rithöfund til dvalar á Norðurlöndum. Umsóknir um styrkinn skulu berast mennta- málaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykja- vík. Síðasti skiladagur umsókna er 11. júní 2001. Umsóknum skal fylgja greinargerð um hvernig umsækjandi hyggst verja styrknum. Menntamálaráðuneytið, 21. maí 2001. menntamalaraduneyti.is SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA ■ www.nudd.is Tungumál Ef þú átt í erfiðleikum með frönskuna þá get ég hjálpað þér. Það er móðurmál mitt. Ef þú hefur áhuga þá hringdu í Nordin í síma 867 6017. R A Ð A U G L Ý S I N G A R

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.