Morgunblaðið - 09.06.2001, Side 51

Morgunblaðið - 09.06.2001, Side 51
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 51 NÆSTA vetur verð- ur gerð spennandi til- raun í skólamálum austur undir Eyjafjöll- um. Þar verður starf- ræktur heildstæður grunnskóli með færri nemendum en í nokkr- um öðrum skólum hér- lendis, að því er best er vitað. Þetta er í Grunn- skólanum í Skógum, en þar hefur verið starf- ræktur heildstæður grunnskóli allt frá því sveitarfélögin yfirtóku rekstur grunnskólanna í landinu. Áður starf- rækti grunnskólinn 1.–8. bekk, en Framhaldsskólinn í Skógum (Skógaskóli) sá um kennslu 9.–10. bekkjar. Það er því löng hefð fyrir grunnskóla í Skógum og þar hafa nemendur getað lokið öllu sínu grunnskólanámi. Reynslan af skóla- haldinu hefur námslega verið afar góð og krakkarnir skilað frábærum námsárangri, t.d. á samræmdum prófum. Nemendur á komandi vetri verða á bilinu 15–19 (enn er fólk að flytja í sveitina!). Þetta er heilmikil fækkun frá því sem verið hefur, en sú fækk- un er tilkomin af því að að nágrann- ar okkar í Vestur-Eyjafjallahreppi sem um langt árabil hafa sent 8.–10. bekkinga sína til Skóga, hafa nú ákveðið að senda þá í unglingadeild- irnar í Hvolsskóla á Hvolsvelli, sem er álíka langt frá þeim flestum og Skógar. Þessi nemendafjöldi (15–19 krakkar) skiptist á alla bekki, nema hvað enginn nemandi verður senni- lega í 1. bekk og enginn í 6. bekk þetta árið. (Það horfir þó til bóta – í ár er t.d. búist við fjórum barnsfæð- ingum í hreppnum!). Krökkunum verður kennt í tveimur til þremur deildum. 2.–5. bekkur verða saman í öllum greinum, en 7.–10. bekkur verða sennilega að mestu leyti í tveimur hópum. Nemendahópur af þessari stærð- argráðu gefur margvísleg tækifæri til að brydda upp á endurbótum og nýjungum í skólastarfi. Meginmark- miðið verður þó að kenna sam- kvæmt nýrri aðalnámskrá grunn- skóla. Þessi nemendafjöldi gefur jafnvel enn betri möguleika til að hrinda markmiðum hennar í fram- kvæmd, svo sem með aukinni ein- staklingskennslu, einstaklingsnám- skrám og aðstoð við hvern og einn eftir þörfum. Einnig verður auð- veldara en víða annars staðar að bjóða upp á heildstæðari kennslu innan námsgreina og þvert á náms- greinarnar, rétt eins og nýja nám- skráin gerir ráð fyrir. Meðal nýjunga sem skólafólk hef- ur iðað í skinninu eftir að reyna er t.d. kennsla í samræmi við svo- nefnda „fjölgreindarkenningu“, en þar er gert ráð fyrir því að nálgast viðfangsefnin og námið út frá mis- munandi hæfileikum barnanna. Þetta yrði gaman að fást við í litlum skóla á borð við Grunnskólann í Skógum, þar sem tækifæri gefast til að sinna þáttum sem hafa orðið út- undan annars staðar, svo sem til- finningum, samskiptum, sköpun og innsæi. Önnur knýjandi nýjung er að nemendur fái að kynna sér hin ýmsu lífsgildi samfélagsins og brjóta þau til mergjar. Þetta tengist hinni nýju námsgrein grunnskólans, lífsleikn- inni, sem erfitt hefur reynst í stærri skólum að gæða aðlaðandi og skapandi innihaldi. Loks má nefna að mikill áhugi er á því að koma á við skólann einhverju kerfi fjar- kennslu í gegnum svo- nefndan „fjarfunda- búnað“ og með tölvusamskiptum. Að því þarf að vinna í vet- ur og verður ákaflega spennandi að taka þátt í mótun þess. Slíkt kerfi hefur verið reynt með góðum árangri hérlendis af Sambandi sveitar- félaga, auk þess sem það er mjög þróað víða annars staðar, t.d. í Nor- egi, Færeyjum og víðar þar sem byggð er dreifð. Samhliða þessu þarf að leggja aukna rækt við tölvu- þjálfun og tölvuuppeldi nemend- anna. Svo vill til að tímamót verða í skólanum hvað varðar kennaralið hans. Tveir af fjórum föstum kenn- urum skólans höfðu sagt upp störf- um til að leita á önnur mið. Skóla- stjóri og kennari sem unnið hafa af dugnaði við skólann sl. 6 ár ákváðu að taka sér launalaust ársorlof frá kennslu. Nú þarf að ráða 3 fasta starfsmenn að skólanum í vetur, skólastjóra og tvo kennara, og hafa þau störf verið auglýst laus til um- sóknar með umsóknarfresti til 15. júní nk. Hér hafa undantekningar- lítið starfað réttindakennarar eða fólk sem langt er komið í réttinda- námi, og á því verður ekki breyting. Að sjálfsögðu er það svo að kennari með fullt kennaranám að baki hefur réttindi til að kenna hvaða náms- grein sem er (nema sund), en skóla- nefndin vill auðvitað fá kennara með sem fjölbreyttasta reynslu. Aðstaða er góð á staðnum, blómstrandi byggðasafn, umhverfið hið fegursta sem um getur á öllu Íslandi og gott húsnæði í boði. Að baki skólanum stendur mjög samstæður hópur foreldra sem hef- ur komið því til leiðar að skólinn haldi áfram þrátt fyrir fámennið, og hreppsnefnd A.-Eyjafjallahrepps hefur heitið því að styðja vel við skólann. Ögrandi tilraun í skólamálum Guðmundur Sæmundsson Skólar Meðal nýjunga, segir Guðmundur Sæmunds- son, er kennsla í sam- ræmi við svonefnda „fjölgreindarkenningu“. Höfundur er fjarkennari og fulltrúi í skólanefnd. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.