Morgunblaðið - 09.06.2001, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 09.06.2001, Qupperneq 51
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 51 NÆSTA vetur verð- ur gerð spennandi til- raun í skólamálum austur undir Eyjafjöll- um. Þar verður starf- ræktur heildstæður grunnskóli með færri nemendum en í nokkr- um öðrum skólum hér- lendis, að því er best er vitað. Þetta er í Grunn- skólanum í Skógum, en þar hefur verið starf- ræktur heildstæður grunnskóli allt frá því sveitarfélögin yfirtóku rekstur grunnskólanna í landinu. Áður starf- rækti grunnskólinn 1.–8. bekk, en Framhaldsskólinn í Skógum (Skógaskóli) sá um kennslu 9.–10. bekkjar. Það er því löng hefð fyrir grunnskóla í Skógum og þar hafa nemendur getað lokið öllu sínu grunnskólanámi. Reynslan af skóla- haldinu hefur námslega verið afar góð og krakkarnir skilað frábærum námsárangri, t.d. á samræmdum prófum. Nemendur á komandi vetri verða á bilinu 15–19 (enn er fólk að flytja í sveitina!). Þetta er heilmikil fækkun frá því sem verið hefur, en sú fækk- un er tilkomin af því að að nágrann- ar okkar í Vestur-Eyjafjallahreppi sem um langt árabil hafa sent 8.–10. bekkinga sína til Skóga, hafa nú ákveðið að senda þá í unglingadeild- irnar í Hvolsskóla á Hvolsvelli, sem er álíka langt frá þeim flestum og Skógar. Þessi nemendafjöldi (15–19 krakkar) skiptist á alla bekki, nema hvað enginn nemandi verður senni- lega í 1. bekk og enginn í 6. bekk þetta árið. (Það horfir þó til bóta – í ár er t.d. búist við fjórum barnsfæð- ingum í hreppnum!). Krökkunum verður kennt í tveimur til þremur deildum. 2.–5. bekkur verða saman í öllum greinum, en 7.–10. bekkur verða sennilega að mestu leyti í tveimur hópum. Nemendahópur af þessari stærð- argráðu gefur margvísleg tækifæri til að brydda upp á endurbótum og nýjungum í skólastarfi. Meginmark- miðið verður þó að kenna sam- kvæmt nýrri aðalnámskrá grunn- skóla. Þessi nemendafjöldi gefur jafnvel enn betri möguleika til að hrinda markmiðum hennar í fram- kvæmd, svo sem með aukinni ein- staklingskennslu, einstaklingsnám- skrám og aðstoð við hvern og einn eftir þörfum. Einnig verður auð- veldara en víða annars staðar að bjóða upp á heildstæðari kennslu innan námsgreina og þvert á náms- greinarnar, rétt eins og nýja nám- skráin gerir ráð fyrir. Meðal nýjunga sem skólafólk hef- ur iðað í skinninu eftir að reyna er t.d. kennsla í samræmi við svo- nefnda „fjölgreindarkenningu“, en þar er gert ráð fyrir því að nálgast viðfangsefnin og námið út frá mis- munandi hæfileikum barnanna. Þetta yrði gaman að fást við í litlum skóla á borð við Grunnskólann í Skógum, þar sem tækifæri gefast til að sinna þáttum sem hafa orðið út- undan annars staðar, svo sem til- finningum, samskiptum, sköpun og innsæi. Önnur knýjandi nýjung er að nemendur fái að kynna sér hin ýmsu lífsgildi samfélagsins og brjóta þau til mergjar. Þetta tengist hinni nýju námsgrein grunnskólans, lífsleikn- inni, sem erfitt hefur reynst í stærri skólum að gæða aðlaðandi og skapandi innihaldi. Loks má nefna að mikill áhugi er á því að koma á við skólann einhverju kerfi fjar- kennslu í gegnum svo- nefndan „fjarfunda- búnað“ og með tölvusamskiptum. Að því þarf að vinna í vet- ur og verður ákaflega spennandi að taka þátt í mótun þess. Slíkt kerfi hefur verið reynt með góðum árangri hérlendis af Sambandi sveitar- félaga, auk þess sem það er mjög þróað víða annars staðar, t.d. í Nor- egi, Færeyjum og víðar þar sem byggð er dreifð. Samhliða þessu þarf að leggja aukna rækt við tölvu- þjálfun og tölvuuppeldi nemend- anna. Svo vill til að tímamót verða í skólanum hvað varðar kennaralið hans. Tveir af fjórum föstum kenn- urum skólans höfðu sagt upp störf- um til að leita á önnur mið. Skóla- stjóri og kennari sem unnið hafa af dugnaði við skólann sl. 6 ár ákváðu að taka sér launalaust ársorlof frá kennslu. Nú þarf að ráða 3 fasta starfsmenn að skólanum í vetur, skólastjóra og tvo kennara, og hafa þau störf verið auglýst laus til um- sóknar með umsóknarfresti til 15. júní nk. Hér hafa undantekningar- lítið starfað réttindakennarar eða fólk sem langt er komið í réttinda- námi, og á því verður ekki breyting. Að sjálfsögðu er það svo að kennari með fullt kennaranám að baki hefur réttindi til að kenna hvaða náms- grein sem er (nema sund), en skóla- nefndin vill auðvitað fá kennara með sem fjölbreyttasta reynslu. Aðstaða er góð á staðnum, blómstrandi byggðasafn, umhverfið hið fegursta sem um getur á öllu Íslandi og gott húsnæði í boði. Að baki skólanum stendur mjög samstæður hópur foreldra sem hef- ur komið því til leiðar að skólinn haldi áfram þrátt fyrir fámennið, og hreppsnefnd A.-Eyjafjallahrepps hefur heitið því að styðja vel við skólann. Ögrandi tilraun í skólamálum Guðmundur Sæmundsson Skólar Meðal nýjunga, segir Guðmundur Sæmunds- son, er kennsla í sam- ræmi við svonefnda „fjölgreindarkenningu“. Höfundur er fjarkennari og fulltrúi í skólanefnd. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.