Morgunblaðið - 05.07.2001, Síða 10

Morgunblaðið - 05.07.2001, Síða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ GUÐJÓN Hólm Sig- valdason, héraðsdóms- lögmaður og forstjóri John Lindsay ehf. um- boðs- og heildverslun- ar, er látinn. Guðjón fæddist 10. september 1920 að Litla-Ási á Kjalarnesi. Foreldrar hans voru Sigvaldi Þorkelsson, bóndi á Kjalarnesi, og Guðrún Jónsdóttir hús- móðir. Guðjón útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1942 og lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1947. Héraðs- dómslögmaður varð Guðjón árið 1948. Hann var fulltrúi hjá Sigur- geiri Sigurjónssyni hrl. frá 1947 til 1952 en rak síðan lögfræðiskrifstofu í Reykjavík til ársins 1965 er hann varð forstjóri John Lindsay ehf. en því starfi gegndi hann þar til í sept- ember á síðasta ári. Samhliða rekstri lögmannsstofu sinnti Guðjón kaup- sýslu og gegndi ýms- um trúnaðarstörfum. Hann var fram- kvæmdastjóri skemmtigarðsins Tí- volí 1951 til 1952 og ýmist sat í stjórn eða tók þátt í rekstri fjölda fyrirtækja í Reykjavík, þ.á m. Kjötvers hf., Reykhússins hf., versl- ananna Angoru, Voga- búðarinnar og Líf- stykkjabúðarinnar auk fyrirtækjanna Efna- gerð Reykjavíkur og Agnar Lúðvíksson hf. Guðjón var fyrsti formaður Gigt- arfélags Íslands árið 1976 og gegndi þeirri stöðu til ársins 1980 og var gerður að heiðursfélaga þess árið 1990. Árið 1998 var Guðjón sæmdur gullmerki Félags íslenskra stór- kaupmanna. Eftirlifandi eiginkona Guðjóns er Guðrún Stefánsdóttir húsmóðir. Þau eignuðust sex börn. Andlát GUÐJÓN HÓLM SIGVALDASON HÁLENDISVEGIR eru að opnast um þessar mundir. Leiðin yfir Sprengisand var opnuð fyrir síð- ustu helgi. Að sögn Jóhanns Björns Skúlasonar og Soffíu Guðnýjar Santacroce, skálavarða Ferða- félags Íslands í Nýjadal, fylgdu fyrstu bílar í kjölfar vegheflanna sem opnuðu veginn. Í Nýjadal eru 120 gistipláss og þegar fullbókað suma daga í sumar og fólk á biðlista nokkra daga. Í Nýjadal getur ferðafólk einnig áð og snætt nesti, fengið heitt vatn, grillað og farið í sturtu. Þetta er fyrsta sumar þeirra Jó- hanns og Soffíu í Nýjadal. Þau buðu blaðamönnum upp á kökur sem bakaðar voru í skálanum. „Eins og einn skálavörður sagði, þá eru þær miklu betri úr Sóló-eldavélinni, því það er ekkert rafmagnsbragð,“ sagði Soffía. Nánar er hægt að fræðast um opnun hálendisvega á heimasíðu Vegagerðarinnar (www.vegag.is). Morgunblaðið/Rax Sprengi- sandsleið opnuð ALMENNT er ekki búið að taka ákvarðanir um álagningarprósentu fasteignagjalda í stærri sveitar- félögum utan Reykjavíkur en þar hefur verið ákveðið að vinna að því að heildarálögur á borgarbúa auk- ist ekki í kjölfar endurskoðaðs fasteignamats. Af samtölum við forráðamenn bæjarfélaga má ráða að breytingar á fasteignamati séu mismiklar milli bæjarfélaga og al- mennt verði álagning skoðuð um leið og fjárhagsáætlanir næsta árs. Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, segir að litlar breyting- ar hafi orðið á brunabótamati og fasteignamati í bænum en hækk- unin sé um eitt prósent. Lóðamat segir hann þó hafa hækkað tölu- vert en það vegi minna í álagningu gjalda. „Það á eftir að taka ákvörðun um hvernig að þessu verður staðið en það er enginn áhugi á því í bænum að græða á breyttu lóðamati,“ sagði hann. Ákvarðana að vænta síðar Ásdís Halla Bragadóttir, bæjar- stjóri Garðabæjar, sagði málið ekki enn hafa verið tekið fyrir af bæjarráði né í bæjarstjórn og því ekki hægt að segja til um hvort álagningarprósentu fasteigna- gjalda yrði breytt. Hún bjóst þó við að málið yrði rætt á næstunni. Sigríður Stefánsdóttir, sviðs- stjóri þjónustusviðs Akureyrar- bæjar, sagði engan fund hafa verið haldinn síðan niðurstaða um breyt- ingu á fasteignamati lá fyrir og af þeim sökum hafi ekki enn verið fjallað um breytinguna í bæjar- kerfinu, enda varði það álagningu næsta árs. Helgi Helgason, bæjarritari Ár- borgar, sagði málið sömuleiðis ekki enn hafa verið rætt innan Ár- borgar og bjóst ekki við að ákvörð- un um álagningu gjalda fyrir næsta ár yrði tekin fyrr en undir áramót, að venju. Eins sagði Hall- dór Árnason, framkvæmdastjóri fjármála stjórnsýslusviðs Hafnar- fjarðarbæjar, að álagning gjalda yrði skoðuð nánar við gerð fjár- hagsáætlunar í haust en stefnt væri að lokum þeirrar afgreiðslu fyrir nóvemberlok. Ákvarðanir enn ekki teknar Nokkur sveitarfélög um álagningu ÁRMANN Kr. Ólafsson, forseti bæj- arstjórnar og einn nefndarmanna orkunefndar Kópavogsbæjar, segir orkunefnd ekki leggja til að arð- greiðslur renni í bæjarsjóð Kópa- vogs. Fram kom í gær í gagnrýni Al- freðs Þorsteinssonar, formanns stjórnar Orkuveitunnar, á skýrslu orkunefndar Kópavogs að Kópavog- ur gæti ekki krafist þess að fá tví- borgað fyrir seldan eignarhlut í Hitaveitu Reykjavíkur. „Ingibjörg Sólrún og Alfreð Þor- steinsson hafa kosið að vera með hreinan útúrsnúning varðandi niður- stöðu nefndarinnar. Við í nefndinni erum að benda á að afgjöldin séu óeðlilega há og séu því í raun ígildi skatts. Þarna er um hreint okur að ræða þar sem Orkuveitan starfar í skjóli einokunar og borgar ekki skatta eins og önnur fyrirtæki og því ber fyrirtækinu að haga sér sam- kvæmt því,“ segir Ármann. Hann segir að þegar farið sé að rýna betur í tölurnar komi í ljós að Kópavogsbúar séu að greiða 20 krónur á tonnið af heitu vatni í af- gjald árið 1998 en tonnið hafi kostað rúmlega 60 krónur. „Við erum fyrst og fremst að fara fram á að orkuverð á okkar bæjar- búa lækki,“ segir hann. Hann bendir á að afgjöld raforku séu óvenjulega há miðað við fyrirtæki sem starfi í skjóli einkaréttar og skattaívilnana. Þá segir Ármann að hlutur Kópa- vogs í hitaveitunni hafi verið seldur á 235 milljónir króna árið 1993. Sá hlutur sé í dag metinn á 300 milljónir miðað við vísitölu neysluverðs og á 319 milljónir miðað við byggingar- vísitölu en ekki 408 milljónir eins og Reykjavíkurborg meti hlutann á. Ekki lagt til að afgjöld renni í bæjarsjóð Orkunefnd Kópavogs HERMANN Jóhannsson, formaður bygginganefndar MR, segir að for- senda þess að ráðist verði í viðhald á kennsluhúsnæði Menntaskólans í Reykjavík, sé að nýtt skólahúsnæði verði byggt. Þetta segir Hermann óhjákvæmilegt þar sem gömlu húsin séu ekki ætluð fyrir þann fjölda nem- enda sem stundar nám í MR og að það sé nauðsynlegt að létta á gamla húsinu þannig að hægt verði að vinna í því. Hann segist telja að það þyrfti að loka húsinu algjörlega í um 2-3 ár ef ganga eigi heillega til verksins. Hann segir að hugsanlega væri tæknilega mögulegt að vinna aðeins að endurbótum í húsinu yfir sumar- tímann, nokkur sumur í röð og að skólanum væri alltaf komið í kennsluhæft ástand áður en skóla- hald hefst að hausti, en hann segir að það væri mjög dýrt og því óæskilegt. Best væri að ráðast í endurbyggingu í einum áfanga. Hermann segir að það ráðist af fjárveitingum hvenær hægt verði að ráðast í nýbyggingar og endurbætur við skólann og segir að nú sé verið að leggja lokahönd á úttekt um hvað endurbyggingin muni kosta. Borginni ekki skylt að taka þátt í nýbyggingum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri telur ekki vera rök fyrir því að Reykjavíkurborg taki þátt í að greiða kostnað sem hlýst af endur- byggingu og viðhaldi bygginga MR, nema þá vegna þess varðveislugildis sem húsið hefur fyrir miðborgina. Ingibjörg segir lögin um framhalds- skóla frá árinu 1988 vera alveg skýr um að sveitarfélögum beri ekki að taka þátt í kostnaði sem hlýst af ný- byggingum við skóla sem voru al- gjörlega í eigu ríkisins áður en lögin tóku gildi, en MR er einn þeirra. Í Morgunblaðinu í gær sagði Björn Bjarnason menntamálaráðherra að það komi honum á óvart að borgar- stjóri vilji ekki taka þátt í kostnaði sem hlýst af viðhaldi og endurbygg- ingum við skólann og segir að önnur sveitarfélög hafi gert það. Ingibjörg segir að nú sé verið að endurskoða hlutverk sveitarfélaga og ríkis og að þar sé m.a. í skoðun hvort ríkið eigi að taka algjörlega við því sem lýtur að rekstri framhalds- skóla. Hún segir það vera samdóma álit manna að það verði raunin. „Í ljósi þess að þetta er handan við hornið finnst mér enn meiri ástæða til þess að ráðherra láti nú til skarar skríða og hefji uppbyggingu þessa skóla,“ segir Ingibjörg. Hún segir að í álitsgerð Sigurðar Líndal lagaprófessors komi skýrt fram að sveitarfélögum sé ekki skylt að taka þátt í stofnkostnaði við stækkun eða endurbætur á húsnæði framhaldsskóla sem stofnaðir höfðu verið áður en lögin tóku gildi. „Ef leggja ætti slíkar kvaðir á sveitar- félög afturvirkt þyrfti að mæla fyrir um það með skýrum hætti í lögum,“ segir í álitsgerð Sigurðar sem Ingi- björg vitnar til. Í viðtalinu sem birt var í gær sagði Björn að þessi álitsgerð hafi ekki verið kynnt honum, en segir Ingi- björg að hún hafi verið kynnt og af- hent fulltrúum ráðuneytisins í sam- starfsnefnd borgar og ríkis um málefni framhaldsskólanna. Ef þeir hafi ekki kynnt ráðherra álitsgerð- ina sé það innanhúsvandamál ráðu- neytisins, en ekki borgaryfirvalda. Ingibjörg segir að afstaða hennar þurfi ekki að koma Birni á óvart, þar sem afstaða borgarinnar hafi verið sú sama allt frá því lögin tóku gildi árið 1988. Hún segir að í tíð Mark- úsar Arnar Antonssonar, þegar borgin tók þátt í að kaupa byggingu að Amtmannsstíg 2 fyrir MR, hafi skýrt verið tekið fram af hálfu borg- aryfirvalda í bréfi til fjármálaráðu- neytisins, að hlutur borgarsjóðs tak- markaðist aðeins við kaup á þessari fasteign. Afstaða borgarinnar væri að öðru leyti óbreytt og að Reykja- víkurborg myndi ekki taka þátt í stofnkostnaði annarra framhalds- skóla í Reykjavík en þeirra sem gerðir höfðu verði sérstakir samn- ingar um. Nýbyggingar forsenda viðhalds bygginga MR SKRÁNINGU í sjávarútvegs- nefnd Framsóknarflokksins á að ljúka í dag en í gær höfðu vel á annað hundrað flokksmenn skráð sig. Til samanburðar má geta þess að 80 manns tóku þátt í störfum Evrópunefndar flokksins sem skilaði af sér skýrslu sl. vetur. Fyrsti fundur nefndarinnar er fyrirhugaður í dag í húsakynn- umn Framsóknarflokksins við Hverfisgötu í Reykjavík. Jón Sigurðsson er formaður sjávarútvegsnefndarinnar. Hann sagði skráninguna staðfesta mik- inn áhuga framsóknarmanna á sjávarútvegsmálum. Nefndinni er ætlað að fjalla um þær tvær mis- munandi leiðir sem auðlinda- nefndin benti á, þ.e. hvort fara eigi fyrningarleið eða taka upp veiði- leyfagjald. Einnig á nefndin að fjalla almennt um sjávarútvegs- mál og skila tillögum sínum fyrir miðstjórnarfund flokksins, sem áætlaður er í nóvember nk. Nefndin mun notfæra sér tækni Netsins og koma þar upp lokaðri spjallrás fyrir þá sem skráðu sig til þátttöku, líkt og gert var í Evr- ópunefndinni með góðum árangri, að sögn Jóns. Framsóknarflokkurinn Hátt í 200 skráðir í sjávarútvegsnefnd

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.