Morgunblaðið - 05.07.2001, Síða 18

Morgunblaðið - 05.07.2001, Síða 18
LANDIÐ 18 FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Útsalan er hafin Laugavegi 68 - sími 551 7015 Útsalan er hafin JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, undirritaði fyrradag á Selfossi árangursstjórn- unarsamning við stjórnendur Heil- brigðisstofnunarinnar á Selfossi og gildir hann til ársloka 2003. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir m.a að til þess að sinna verk- efnum sem samningurinn kveður á um muni heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið beita sér fyrir að árlegar fjárveitingar til starfsem- innar verði tæpar 570 milljónir króna miðað við fjárlög ársins. Heilbrigðisstofnunin á Selfossi heyrir undir heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið og þjónar hún einkum íbúum Suðurlands og ná- grennis. Ráðherra hefur einnig gert sam- komulag við Heilbrigðisstofnunina á Selfossi um heilbrigðisþjónustu við fanga á Litla-Hrauni og tekur samningurinn til læknisþjónustu í fangelsinu svo og fésýslu. Mun heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- ið beita sér fyrir því að árlegar fjár- veitingar til starfseminnar verði rúmar 19 milljónir á ári. Í gær gekk heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra einnig frá sam- komulagi við stjórnendur Heilbrigð- isstofnunar Selfoss. Það felur m.a. í sér að heilbrigðisstofnunin fær 8 milljóna króna viðbótarframlag vegna reksturs á árinu 2001 í sam- ræmi við samkomulag um árang- ursstjórnun, endurskoðun á sam- komulagi um ferliverk og vegna aukins kostnaðar við heilbrigðis- þjónustuna á Litla-Hrauni. Jafnframt fær stofnunin 3,2 millj- ónir í framlag vegna rekstrarhalla á árinu 2000 og 2,9 milljónir upp í uppsafnaðan rekstrarhalla fyrri ára. Samningur um árangursstjórnun Selfoss UM ÞESSAR mundir eru liðin 35 ár síðan Valþjófsstaðarkirkja var vígð af þáverandi biskupi Íslands herra Sigurbirni Einarssyni. Af því tilefni var efnt til hátíð- armessu þar sem prófasturinn í Múlaprófastsdæmi, síra Sigfús J. Árnason á Hofi í Vopnafirði pré- dikaði en sóknarpresturinn, séra Lára G. Oddsdóttir þjónaði fyrir altari. Í tilefni af afmælinu var gler- listakonan Halla Haraldsdóttir fengin til að gera steinda glugga í kór kirkjunnar sem hún vann á verkstæði dr. M. Oidtmann í Þýskalandi. Í fyrsta glugganum er eitt algengasta tákn heilagrar þrenningar – þríhyrningurinn með „auga Guðs“ í miðjunni. Annar glugginn sýnir dúfuna koma að ofan og þannig er hún tákn heilags anda. Þriðji glugginn sýnir krossfestinguna. Á fjórða glugganum má sjá kornið og vín- viðinn og í krossi er bikar. Þarna er að finna tákn kvöldmáltíðar, tákn friðar og endurlausnar. Þá voru tvær handverkskonur frá Egilsstöðum, þær Anna Guðný Helgadóttir og Lára Vilbergs- dóttir, fengnar til að hanna og sauma nýjan hátíðahökul og stólu. Í skrúðanum er hvítt þunnt ullarefni ísaumað með ull og marlittþræði í grænum og hvítum litum og gylltum þræði. Ísaumur er afbrigði af refilsaumi í krossi en í stöflum er blómstursaumur. Að kirkjuathöfn lokinni bauð sóknarnefnd og sóknarprestur öllum til veislu í félagsheimilinu Végarði. Valþjófsstaðarkirkja Morgunblaðið/Guttormur Listafólkið ásamt prófasti og sóknarpresti. Hátíðleg stund í Val- þjófsstað- arkirkju Geitagerði SEX tilboð bárust í endurbyggingu og breytingu á vegarhluta frá Búðaá að Hvannabrekku á Hringveginum. Lægsta tilboðið áttu S.G. Vélar ehf., 75 milljónir, en kostnaðaráætl- un Vegagerðarinnar, sem er verk- kaupi, hljóðar upp á 99,8 milljónir króna. Næstlægsta tilboðið var frá Þ.S. Verktökum ehf., 79,7 milljónir, og það þriðja lægsta var frá Héraðs- verki ehf., 84,6 milljónir króna. Hæsta tilboð sem barst átti Rósa- berg ehf., 87,3 milljónir, næsthæsta tilboðið átti Dal-Björg ehf., 87 millj- ónir, og þriðja hæsta tilboð átti Myll- an ehf. en tilboð þeirra hljóðaði upp á 86,9 milljónir króna. Að sögn Guðjóns Magnússonar, deildarstjóra framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar á Austurlandi, gætu framkvæmdir hafist í þessum mánuði en stefnt er að því að ljúka við að klæða 4 km vegarhluta á þessu ári. Verkinu á að vera að fullu lokið 1. júlí 2002. Vegaframkvæmdir á Austurlandi Sex tilboð bárust UNDANFARNA daga hafa verið síðdegisskúrir á víð og dreif um sveitina, milt veður og stillt, mikil gróðrartíð og var tími til kominn. Á þriðjudag gerði skýfall yfir Náma- fjall og skolaði það með sér miklu af leir niður á jafnsléttu þar sem mynd- uðust stórar tjarnir og landið litaðist ljósbrúnt af leirnum þegar misstórir farvegir fylltust galsafullum lækjum sem ólmuðust í endurnýjun lífdaga. Skýfall yfir Námafjall Mývatnssveit Morgunblaðið/BFH MILDI þykir að ekki fór verr þegar eldur kviknaði í kjallara íbúðarhúss úr timbri á bænum Hólum í Stokkseyrarhreppi að- faranótt laugardags. Helgi Ívarsson sjötugur bóndi á bænum varð elds- ins var klukkan hálf tvö og náði að vekja ráðskonu og vinnumann áður en ólíft varð inni vegna reyks. Var að hans sögn hin mesta raun að opna útidyr sem eru nálægt eldsupptökum. Eldurinn kom upp í kjallara og segir lögregla eldsupptök rakin til hleðslutækis sem var í notkun. Húsið er allt und- irlagt af sóti en líklegt er að eldur hafi kafnað að mestu vegna súrefnis- skorts. Brestur kom í kjallararúður þannig að litlu mátti muna. Hefðu þær brotnað er víst að súr- efni hefði streymt inn og eldurinn magnast. Helgi náði að hringja í slökkvilið úr farsíma er út var komið.Gisti hann á sjúkrahúsi um nóttina vegna gruns um reykeitr- un en fékk að fara heim um morguninn. Eldur kom upp í kjallara Hólar í Stokkseyrarhreppi. Gaulverjabær Hólar í Stokkseyrarhreppi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.