Morgunblaðið - 05.07.2001, Side 22

Morgunblaðið - 05.07.2001, Side 22
 Bleikjueldið í Fagradal er op- ið ferðamönnum alla daga yfir sumarið. Pokinn með fóðri fyrir fiskana kostar 100 krónur. Í fiskhúsi Fagradalsbleikju stendur yfir sýning á ljósmynd- um eftir Jónas Erlendsson. FERÐAMENN sem leið eiga um Vík í Mýrdal í sumar eiga þess kost að staldra við í Fagradal og skoða bleikjueldið hjá Jónasi Erlendssyni. Hann hefur síðastliðin tíu ár verið með bleikjueldi og verkað sjálfur og reykt bæði bleikju og lax og hlotið verðlaun fyrir framleiðsluna. Í fyrra hóf Jónas að selja poka með fóðri til að gestir gætu gefið fiskunum um leið og þeir skoða sig um. Hann segir það hafa mælst vel fyrir hjá ferðamönnum sem gjarnan kaupa líka hjá honum reykta bleikju eða lax. Jónas selur fiskinn á sama verði og fyrir tíu árum þegar hann hóf reksturinn. Hann segist ekki ætla að hækka verðið á þessu ári þrátt fyrir hækkanir á hráefni og umbúðum, segir það tíu ára afmæl- isgjöf til viðskiptavina sinna. Þegar ferðalangar eru búnir að skoða fiskeldið geta þeir reynt að- eins á sig við að klifra upp í helli sem er þar við hliðina og sauðir höfðust við í á sínum tíma. Morgunblaðið/GRG Jónas Erlendsson í Fagradal býður ferðamönnum að skoða bleikjueldið hjá sér. Ennfremur geta þeir keypt fóðurpoka og gefið fiskunum. Þegar búið er að skoða bleikju- eldið getur fólk klifrað upp í gamlan helli sem áður fyrr hýsti sauði. Ferðamenn geta fóðrað fiskana FERÐALÖG 22 FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í SUMAR er starfrækt handverks- og kaffisalan Fröken Fix í skólahúsinu á Flúð- um sem fjórar konur standa að. Þarna er fjölbreytt handverk til sölu auk þess sem boðið er upp á kaffi og heimabakað með- læti. Þessar kraftmiklu konur sem standa fyr- ir kaffi og handverkshúsinu höfða til ferða- fólks og hjá þeim er einnig hægt að fá upp- lýsingabæklinga um Hreppa og nærsveitir og ráðgjöf fyrir ferðafólk í samráði við ferðamálafulltrúa uppsveita Árnessýslu. Morgunblaðið/Sig. Sigmundsson Konurnar fjórar sem standa að rekstri Fröken Fix, Hel- ena Eiríksdóttir, Lára Hild- ur Þórsdóttir, Kristín Kar- ólína Ólafsdóttir og Soffía Ellertsdóttir. Fröken Fix á Flúðum SÚÐAVÍK hefur upp á ýmislegt að bjóða fyrir ferðamenn í sum- ar. Fyrirtækið Hornstrandir er með útsýnisferð um Ísafjarðar- djúp og eyjuna Vigur og merkt- ar hafa verið nokkrar gönguleið- ir nálægt bænum. Á hverjum miðvikudegi klukk- an 18 er farið í útsýnisferð með bát um Ísafjarðardjúp með stuttri viðkomu í eyjunni Vigur. Það er fyrirtækið Hornstrandir sem býður upp á þessar ferðir, en þær hafa verið farnar undanfarin ár frá Ísafirði og notið talsverðra vinsælda. Nú í sumar er í fyrsta skipti einnig boðið upp á þessar ferðir vikulega frá Súðavík. Nýjar gönguleiðir hafa einnig verið lagðar. Sú lengsta er dags- ferð þar sem gengið er eftir gamalli póstmannaleið frá botni Álftafjarðar yfir í Önundarfjörð. Einnig er búið að merkja styttri gönguleiðir sem ættu að henta öllum. Ein liggur frá gamla þorpinu yfir í það nýja með út- sýni yfir þorpin. Önnur liggur að botni Álftafjarðar upp Valagil. Merktar gönguleiðir og bátsferðir í Vigur  Upplýsingar um gist- ingu í gamla þorpinu má fá hjá Sumarbyggð í síma 861-4986, en þar fást einnig upplýsingar um gönguleiðir. Upplýsingar um bátsferðir fást hjá Hornströndum í síma 895-1190.  Hjá Fröken Fix er opið á fimmtudögum frá kl. 20 -23 en þá er einnig boðið uppá ýmsar upp- ákomur, létt og skemmti- leg námskeið o.fl. Föstudaga til sunnudaga er opið frá kl. 12 - 19. Fyr- ir utan hefðbundinn opn- unartíma er tekið á móti hópum sé þess óskað og hægt er að panta kaffi og meðlæti fyrir 15 manns eða fleiri með 2ja daga fyrirvara í símum 6962139 og 8473494 Hrunamannahreppur. Morgunblaðið. Við bjóðum ódýra gistingu í sumar. Upplýsingar í síma 430 3100. Fagurt umhverfi - Steinsnar frá höfuðborginni HÓTEL GLYMUR HVALFJARÐARSTRÖND Sími 430 3100 - Fax 430 3101 - info@hotelglymur.is - www.hotelglymur.is  Námskeið  Tímamót  Brúðkaup  Fundi  Ráðstefnur  Námstefnur Einnig bjóðum við aðstöðu fyrir:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.