Morgunblaðið - 05.07.2001, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 05.07.2001, Qupperneq 26
LISTIR 26 FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ UNNAR Örn Auðarson hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum þar sem hann hefur sýnt góð tilþrif og verið til alls vís, en einkasýn- ingar hans eru ekki margar. Sú sem nú er í galleri@hlemmur er hressi- leg og sýnir bestu hliðar lista- mannsins sem og veikleika, en þeir eru hverfandi miðað við styrkinn. Miðpunktur sýningarinnar, og jafnframt stærsta verkið, er mikill hlaði settur saman úr stólum og borðum sem dúkað er yfir með hálf- möttu plastteppi svo að líkist einna helst snjóhúsi. Hægt er að ganga inn í það öðrum megin og sjá þar meðal annars flúrljós og uppblásna blöðru, í formi fólksbifreiðar. Hin- um megin er sjónvarpsskjár felldur inn í hýsið með myndbandi sem sýnir einmana knattspyrnumann leika gylltum fótbolta eftir mann- lausum götum Þingholtsins, alla leið niður að Tjörn. Við vegginn andspænis hýsinu hlykkjast skúlptúr niður á gólfið samsettur úr tugum súkkulaðihúð- aðra kleinuhringja. Rétt utar, við gluggann, standa svo tvö misstór fiskabúr, eitt ofan á öðru, með nokkrum villuráfandi gobifiskum. Af titli sýningarinnar – Fullvaxta – má gefa sér að verkin fjalli um stökkið frá unglingsskeiði til full- orðinsára. Einmana knattspyrnu- maður stendur þá eftir og finnur ekki lengur neinn til að að leika við. Gullknötturinn á boðskortinu er orðinn loftlaus og samfallinn. Fisk- arnir í búrinu eru afskiptir og kleinu- hringirnir hlaðast upp. Allt er breytt og söknuðurinn rík- ir einn í yfirgefnu byrginu. Þótt viðtal lista- mannsins við Kar- lottu Blöndal á heimasíðu gallerís- ins segi minna en ekki neitt og drepi inntakinu á dreif verður varla horft á þetta ágæta verk öðruvísi en sem ljúfsára upprifjun hins einmana fullorðna á ævintýra- gnótt æskuáranna. En burtséð frá öllu inntaki er veikleiki framsetn- ingarinnar fólginn í vannýttum möguleikum. Unnar hefði hæglega getað brugðið upp töfrabirtu innan úr tjaldhýsi sínu eða keyrt upp feg- urð fiskabúranna. Í staðinn er það kleinuhringjalengjan ein sem býr yfir nægilegum töfrum til að soga að sér athyglina. Samt sem áður glittir víða í skipulagshæfileika listamannsins. Með bernskuna að baki MYNDLIST g a l l e r i @ h l e m m u r . i s Til 15. júlí. Opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14 - 18. BLÖNDUÐ TÆKNI UNNAR ÖRN AUÐARSON Halldór Björn Runólfsson Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Frá sýningu Unnars Arnar Auðarsonar í galleri- @hlemmur.is, Þverholti 5. Í JÚNÍHEFTI bandaríska tíma- ritsins Records International er far- ið lofsamlegum orðum um tónlist Johns Speight á geisladiski sem Ís- lensk tónverkamiðstöð gaf út í fyrra. Í dómnum segir: „Norræn áhrif hafa seytlað inn í tónlist þessa Englendings, sem hefur tekið sér ís- lenskt ríkisfang; – sterk, tær or- kestrasjón, og tilfinning fyrir fáguðum, norrænum eiginleika birt- unnar, sem maður tengir helst við tónlist Rautavaara og Englunds. Verk Johns Speight eru tónal, að- gengileg og oft dramatísk (Sinfónía nr. 2 var samin undir áhrifum af eyðimerkurstormi) og þau munu höfða til allra þeirra sem sækja í norræna samtímatónlist.“ Þrjú verk eru á geisladiskinum, Sinfónía nr. 1, Sinfónía nr. 2 og klarinettukonsert- inn Melodious Birds Sing Madri- gals. Flytjendur eru Julie Kennard sópran, Einar Jóhannesson klari- nettuleikari og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Verk Johns Speight fá góða dóma LAUFEY Sigurðardóttir fiðluleikari og Páll Eyjólfsson gítarleikari koma fram á Sumartónleikum í Stykkis- hólmskirkju í kvöld, fimmtudags- kvöld, kl. 20.30. Þau hafa starfað saman frá árinu 1986, víða haldið tónleika bæði hérlendis og erlendis. Meðal efnis á efnisskránni eru verk eftir Handel, Paganini, Ibert, Massenet og nýtt verk, Gefjun eftir Hilmar Þórðarson. Það var sérstak- lega samið fyrir Laufeyju og Pál og frumfluttu þau það í Finnlandi í október 2000. Laufey og Páll í Stykkishólms- kirkju RAGNA opnar sýningu á nýjum olíuverkum í dag, fimmtudag, kl. 17 á Vínbarnum á Kirkjutorgi. Þetta er níunda einkasýning Rögnu en hún lauk námi í California Institute of Art árið 1989. Vínbarinn er opinn alla daga frá kl. 12-1 en um helgar til kl. 4. Sýning- unni lýkur 26. júlí. Ný olíuverk á Vínbarnum ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Í KVÖLD frumsýnir Leikfélag Ís- lands glysrokksöngleikinn Hedwig eftir John Cameron Mitchell og Stephen Trask í Loftkastalanum. Björgvin Franz Gíslason fer með hlutverk Hedwig og er á sviðinu sýn- inguna á enda en auk hans leikur Ragnhildur Gísladóttir lítið hlut- verk. Þá er hljómsveitin Reiða restin í stóru hlutverki, þar sem sagan ger- ist á tónleikum Hedwig, þar sem hún segir áhorfendum sögu sína milli þess sem hún syngur söngva sem tengjast fremur kaldranalegu en skondnu lífshlaupi hennar. Reiða restin er hljómsveit hennar og er skipuð flóttamönnum frá Balkan- skaga. Í leit að hinum helmingnum Hedwig fæddist sem pilturinn Hans í Austur-Berlín, í lok 6. áratug- arins og elst upp í skugga Berlínar- múrsins. Hans líður fyrir fátækt og eymd; býr með móður sinni og hefur lítið haft. Í ömurleikanum upplifir hann sig ófullkominn; – eins og í hann vanti annan helminginn og er í stöðugri leit að sínu betra sjálfi; hin- um helmingnum. Öðru vísi fullkomn- ast hann ekki sem manneskja. Múr- inn leikur stórt hlutverk í sýningunni og verður táknrænn fyrir tvískipt eðli Hansa og þá óyfirstíganlegu erf- iðleika hans að finna sig. Hann trúir á betri veröld handan múrsins, þar sem hann trúir að hann muni finna frelsi og ást. Loks finnur Hans ást- ina í amerískum hermanni og í hon- um sér hann drauminn um að kom- ast burt. En tveir karlmenn komast ekki saman til fyrirheitna landsins og í örvæntingu gengst Hans undir kynskiptaaðgerð sem misheppnast. Hans tekur upp nafn móður sinnar, Hedwig, giftist hermanninum og saman fara þau til Bandaríkjanna. Þar skilur hermaðurinn við Hedwig og skilur hana eftir í nöturlegu hjól- hýsahverfi í Kansas. Hedwig kemst í tæri við alls konar fólk og lifir á ystu nöf, skemmtir með hljómsveit sinni og selur sig þess á milli. Hún kynnist Tommy Gnosis, þau verða ástfangin og Hedwig kennir honum að spila, en Tommy hverfur á brott með lög Hedwig og slær í gegn sem rokkari svo um munar með eigin hljómsveit. Eftir situr Hedwig í ástarsorg og vonleysi. Í Tommy fann hún þann hluta sjálfrar sín sem hún var alltaf að leita að. Meira verður ekki sagt um söguþráðinn, sem er í senn hnyttinn og tragískur. Á tónleikun- um lítur Hedwig yfir farinn veg og sér ævi sína í fyrsta skipti í sam- hengi. Verðlaunaverk Í leikritinu leikur hljómsveit Hed- wig, Reiða restin, alls konar tónlist, rokk, ballöður, kántrí og pönk svo eitthvað sé nefnt; Hedwig er vel heima í þessu öllu, skemmtikraftur af guðs náð. Tónlistin og textar við hana eru eftir Stephen Trask en leik- textinn eftir John Cameron Mitchell en hann byggir verkið á sögu konu sem hann kynntist 14 ára gamall í hjólhýsahverfi í Kansas. Mitchell sló sjálfur í gegn í hlutverki Hedwig en verkið hefur hlotið margvíslegar við- urkenningar. Mitchell leikstýrði einnig kvikmynd um Hedwig og lék titilhlutverkið en myndin hlaut tvenn verðlaun á hinni virtu Sundance- kvikmyndahátíð í Bandaríkjunum. Verið er að frumsýna myndina er- lendis um þessar mundir en hún kemur til Íslands í október. Höfðum ekki áhuga á gömlum lummum Magnús Geir Þórðarson er leik- stjóri sýningarinnar. „Hedwig er gríðarlega vel skrifað verk. Það er gaman að takast á við söngleik, sem er miklu meira en bara söngleikur. Hedwig er svo langt frá því að vera gömul söngleikjalumma. Það er glæ- nýtt og kraftmikið. Það er mjög í takt við það sem er að gerast í kring- um okkur; húmorinn er nútímalegur og músíkin er eins konar sambland af Bowie, Suede og Pulp. Aðalum- fjöllunarefnið er reyndar klassískt, leitin að ástinni, en hér er tekið á þessu viðfangsefni á ferskan hátt. Þetta er svona verk sem hægt er að kjamsa á og túlka á marga ólíka vegu. Rammi verksins stendur minni kynslóð nærri, enda gerist verkið á síðustu þrjátíu árum, frá því að skuggi kalda stríðsins litaði daglegt líf, yfir í það að múrinn fellur og svo hvernig austur og vestur hafa þróast eftir fall múrsins. Fall múrsins er stór viðburður í verkinu.“ Heil og falleg manneskja bak við meikið „Annað sem hreif mig við verkið er það að í upphafi stendur maður frammi fyrir þessari manneskju, Hedwig, og veit ekki alveg hvað hún er, maður upplifir hana sem frík. En smám saman eru umbúðirnar flysj- aðar utan af henni og á endanum, þegar grímurnar eru fallnar hver af annarri, sér maður heila fallega manneskju á bak við allt meikið.“ Leikarinn í hlutverki Hedwig er á sviðinu allan tímann og segir Magn- ús Geir að það sé ekki hægt að neita því að það hafi valdið heilabrotum hver yrði rétti leikarinn í aðalhlut- verkið. „Maður var sér auðvitað mjög meðvitandi um það að það mæðir gríðarlega mikið á leikaran- um en við höfðum trú á Björgvini og sjáum það núna að það var sannar- lega ekki að ástæðulausu. Hann er mjög sterkur í þessu og ótrúlega þroskaður leikari. Hann er alltaf að koma manni á óvart og það er ekki að sjá að þarna sé á ferðinni nýútskrif- aður leikari að leika sitt fyrsta hlut- verk sem atvinnuleikari. Annars er verið að taka áhættu á öllum víg- stöðvum í þessu verki. Umfjöllunar- efnið er eldfimt og leiðin sem við för- um er engin málamiðlunarleið. Við ákváðum að ganga alla leið; til dæm- is þá er músíkin keyrð á fullum krafti, en ekki í hefðbundnum söng- leikja-styrk og ýmislegt annað í um- gjörðinni er djarft. Að sama skapi er engin málamiðlun í því að velja nýút- skrifaðan leikara í þetta stóra hlut- verk,“ segir Magnús Geir Þórðarson leikstjóri, „málamiðlanir hefðu hvort eð er ekki hæft Hedwig og karakter hennar. Maður verður að leyfa sér að vera mátulega pönkaður fyrir Hed- wig.“ Leikfélag Íslands frumsýnir söngleikinn Hedwig í Loftkastalanum í kvöld Brú milli frelsis og ófrelsis Hedwig, Björgvin Franz Gíslason í hlutverki sínu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.