Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2001 31 Fremstir  Hjartans þökk til þeirra sem mundu mig á níræðisafmæli mínu þann 29. júní og sendu mér blóm og gjafir. Kærar kveðjur, Fríða G. Ólafs. NÚ FYRIR stuttu skilaði umboðsmaður Alþingis áliti þess efnis að Lánasjóður ís- lenskra námsmanna hafi ekki farið að lögum er lánasjóðurinn neitaði að taka tillit til breyttra aðstæðna fyrrverandi námsmanns sem sótt hafði um niðurfellingu á endurgreiðslu náms- lána sinna vegna þess að hann hafði greinst með MS-sjúkdóm. Um- boðsmaður telur að kanna hefði þurft sér- staklega fjárhagslegar aðstæður mannsins. Lánasjóðnum ber lögbundin skylda að kanna hvert mál fyrir sig og í þessu tilviki er það ljóst að svo hefur ekki verið gert. Manninum hafði bæði verið neitað niðurfellingu á endurgreiðslu af stjórn LÍN sem og málskotsnefnd LÍN og mælist umboðsmaður Al- þingis til þess að málið verði tekið upp að nýju sé þess óskað, þar sem afgreiðsla LÍN hafi ekki verið í sam- ræmi við lög. LÍN fari að lögum Lánasjóður íslenskra námsmanna skilgreinir sig sem félagslegan jöfn- unarsjóð og hlutverk hans er að tryggja námsmönnum tækifæri til náms án tillits til efnahags. Sjóðurinn gegnir því lykilhlutverki að tryggja jafnt aðgengi allra til menntunar. Því er það mjög alvarlegt mál að ekki skuli vera tekið tillit til breyttra félagslegra eða fjárhagslegra að- stæðna námsmanna eins og í tilviki sem þessu þar sem sjóðurinn hafnar vel rökstuddum óskum námsmanns um undanþágu frá endurgreiðslu námslána. Námsmenn sem lenda í kröggum vegna breyttra aðstæðna í þeirra lífi, t.d. vegna veikinda eða veikinda barna þeirra, verða að vera fullvissir um að sjóðurinn taki tillit til aðstæðna þeirra, eins og lög LÍN segja til um og að hvert tilvik sé kannað fyrir sig. Það virðist engu máli skipta hvort viðkomandi námsmenn veikist al- varlega og lendi í fjár- hagslegum erfiðleikum af þeim sökum; svar sjóðsins er nær undantekningarlaust nei ef viðkomandi er yfir viðmiðunar- fjárhæðinni. Barátta fyrir auknum réttindum Stúdentaráð, undir forystu Röskvu, hefur barist fyrir því að Lánasjóður íslenskra námsmanna taki meira tillit til breyttra félags- legra og fjárhagslegra aðstæðna stúdenta. Ákvæði um sk. félagslegt tillit er í lögum LÍN en stjórn LÍN hefur alltaf túlkað það svigrúm mjög þröngt. Stúdentaráð hefur ávallt bar- ist fyrir auknum réttindum. Þar má nefna að staða stúdenta með les- blindu hefur verið tryggð gagnvart sjóðnum sem og staða fyrsta árs nema. Sú barátta heldur áfram og nú er sjónum beint að stöðu barnafólks en lánasjóðurinn hefur alls ekki stað- ið sig nógu vel í þeim efnum. Stúdentaráð rekur nú mál fyrir umboðsmanni Alþingis þar sem um er að ræða konu sem óskaði eftir nið- urfellingu á endurgreiðslu námslána sinna vegna veikinda barns hennar en sjóðurinn hafnaði þeirri ósk. Um- boðsmaður hefur ítrekað skrifað málsskotnefnd og óskað eftir gögnum og skýringum en án árangurs. Í tæpt hálft ár hefur nefndin ekki svarað óskum umboðsmanns Alþingis. Sjóðnum til skammar Það er lánasjóðnum til skammar að fá reglulega álit frá umboðsmanni um, að stjórnin fari ekki að lögum og reglum og að ekki skuli vera staðið undir þeirri lágmarksskyldu að veita umboðsmanni nægilegar upplýsing- ar. Lestur álits umboðsmanns Al- þingis snertir mann svo sannarlega. Hér er um að ræða fyrrverandi stúd- ent sem lendir í verulegum vandræð- um vegna þess að hann greinist með lömunarsjúkdóminn MS og í bréfi hans til sjóðsins stendur t.d. „Ég er nú á sjúkrapeningum ...“ Það má al- veg koma fram að undirritaður á ekki neinar eignir. Er það eðlilegt að sjóður, sem gegnir því hlutverki að vera félags- legur jöfnunarsjóður, hafni sjúklingi sem lifir eingöngu á sjúkrapeningum um undanþágu frá því að endurgreiða námslán? Er sjóður sem slíkt gerir að standa undir nafni? Afgreiðslan á máli þessa fyrrverandi námsmanns er lánasjóðnum til skammar og ætti sjóðurinn að endurskoða sinn gang. Það er löngu tímabært að stjórn LÍN taki meira tillit til félagslegra að- stæðna og sinni þannig grundvallar- hlutverki sínu að tryggja öllum jafn- an aðgang að námi. LÍN – félagslegur jöfnunarsjóður? Sæunn Stefánsdóttir Lánasjóðurinn Það er löngu tímabært, segir Sæunn Stefáns- dóttir, að stjórn LÍN taki meira tillit til félagslegra aðstæðna. Höfundur situr í Stúdentaráði fyrir hönd Röskvu og er formaður lánasjóðsnefndar SHÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.