Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÞJÓÐFUNDUR Íslendinga 1851 erjafnan talinn einn þýðingarmesti at-burðurinn í sjálfstæðisbaráttu Ís-lendinga á 19. öld. Fundurinn var haldinn í sal Lærða skólans og þar settu Ís- lendingar, með Jón Sigurðsson í broddi fylk- ingar, fram tillögur sem sjálfstæðisbaráttan byggðist á allt þar til hún var unnin. Þó að fundurinn hafi endað með upphlaupi og verið slitið án þess að þau mál sem fyrir honum lágu væru afgreidd, skýrðust kröfur Íslendinga með honum og þar var lagður grunnur að frekari baráttu fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Hannes Hafstein orðar það svo í grein, sem birtist í Andvara árið 1902, skrifaðri í tilefni þess að 50 ár voru liðin frá þjóðfundinum: „Jafnvel þótt þjóðfundur Íslendinga 1851, sem menn höfðu beðið með mikill óþreyju og svo góðum vonum, færði þeim ekki neinn sigur í svipinn, gengi þunglega og endaði bæði snubbótt og ískyggilega, þá er hann svo merki- legur viðburður í sjálfu sjer og markar svo mik- ils háttar tímabil í sögu Íslands, að hvorki hann nje þeir menn, sem þar lögðu fram sína beztu krapta Íslandi til heilla, mega fyrnast þjóð vorri.“ Öll veröldin í uppnámi og miklir viðburðir sýnast í vændum Á fyrri hluta 19. aldar gengu frelsisöldur yfir Evrópu. Franska byltingin 1789 hafði komið róti á álfuna og í kjölfarið komu víða fram há- værar kröfur um frelsi og réttindi til handa borgurum. Halldór Blöndal segir að rekja megi aðdrag- anda þjóðfundar Íslendinga til júlíbylting- arinnar í París árið 1830. Í kjölfar hennar hafi Friðrik sjötti Danakonungur gefið út tilskipun þess efnis að kallað skyldi saman ráðgjafaþing, eins konar stéttaþing, fyrir Eydani, Jótland, Slésvík og Holstein og kom þingið fyrst saman á árunum 1835 til 1836. Um sömu mundir var ungur Íslendingur að ljúka lögfræðiprófi í Kaupmannahöfn, Baldvin Einarsson frá Hraunum, sem hafði gefið út tímaritið Ármann á Alþingi. „Baldvin Einarsson skrifaði föður sínum bréf sem sýnir glögglega hvaða áhrif júlíbyltingin hafði. Þar sagði meðal annars: „Öll veröldin er í uppnámi og miklir viðburðir sýnast í vændum. Mannanna frelsisandi vaknar og krefst síns réttar hjá konungum og einvaldsherrum“. Síð- an segir hann frá því sem er að gerast í Dan- mörku, stofnun stéttaþinganna og segir að ef þetta kæmist á á Íslandi, þá fengjum við Al- þingi aftur og þess væri mjög að óska,“ segir Halldór. Baldvin féll frá skömmu síðar en næstur reis upp Tómas Sæmundsson ásamt öðrum Fjöln- ismönnum. „Næst gerist það að til valda kemur Kristján áttundi Danakonungur, sem kannski hefur orð- ið ástsælastur allra Danakonunga með Íslend- ingum. Hann úrskurðaði, 20. maí 1840, að svo- kölluð embættismannanefnd skyldi kölluð saman á nýjan leik til að ráðgast um hvort ekki væri rétt að koma á íslensku ráðgjafarþingi. Þar nefnir hann hvort ekki sé rétt að kalla það Alþingi,“ segir Halldór en þessum boðskap hafi að sjálfsögðu verið tekið með miklum fögnuði, eins og kvæði Jónasar Hallgrímssonar, Alþing hið nýja, lýsi glögglega, en því lýkur með þess- um orðum; Vaki vaskir menn, til vinnu kveður giftusamur konungur góða þegna. „Vér NÚ ÞEGAR 150 ár eru lið-in frá þjóðfundi Íslend-inga segir Halldór Blön-dal, forseti Alþingis, er vert að staldra við og íhuga stöðu þjóðarinnar og sjálfstæðis hennar. „Ég er þeirrar skoðunar að þegar við nú minnumst þjóðfundarins eftir 150 ár, í breyttum heimi, þá hljótum við að íhuga stöðu okkar sem sjálf- stæðrar þjóðar og hvernig við telj- um að okkar málum verði best fyrir komið. Trúum við því að við séum okkar gæfu smiðir og eigum sjálfir að ráða málum okkar, eða viljum við gefa eftir og afsala okkur að hluta okkar sjálfstæði og láta það í hend- ur erlendum ríkjum,“ segir Halldór. Hann nefnir þá kröfu sem lögð var fram á þjóðfundinum um að lög- gjafarvald og fjárveitingavald yrði í höndum Íslendinga og að þeir fengju að ráða öllum sínum málum. „Ég held að við hljótum, Íslend- ingar, ávallt að halda þessari kröfu til streitu, vegna sérstöðu okkar og vegna þess að smæð okkar er svo mikil að okkur yrði nánast enginn gaumur gefinn ef við yrðum hluti af stærri og meiri heild. Ég trúi því að við getum notið okkar í samfélagi þjóðanna, þó að við höldum sjálf- stæði okkar, sérstöðu og sérkenn- um. Það er mín framtíðarsýn. Þetta hefur ekkert með það að gera hvort við viljum bjóða erlenda menn vel- komna til Íslands, þá sem hér vilja búa. Þeir verða að sjálfsögðu Ís- lendingar með tímanum, alveg eins og þeir Íslendingar sem fluttu til vesturheims urðu Kanadamenn með tímanum,“ segir Halldór. „Það eru margir sem tala um það núna að við eigum að ganga í Evr- ópusambandið, sem allir eru þó sammála um að feli í sér afsal á sjálfsákvörðunarrétti okkar Íslend- inga. Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni og hefur verið til áður í ýms- um myndum. Svona til þess að skýra málið með því að draga upp ofurlítið ýkta mynd getum við minnst þess að Jóni Sig hraus hugur við því að Ísl fengju fimm fulltrúa af 187 þinginu, og bætti ekki úr þeir skyldu allir vera konu ir.“ Sýn Jóns Sigurðsso hefur ræst til fullnu Halldór segir að þau ha mál Íslendinga sem til umr á þjóðfundinum hafi síðar lykta leidd, Íslendingum ti framdráttar, en auk kröfu sjálfstæði þjóðarinnar hafi lagður grunnur að frjál skiptum milli ríkja. „Að sumu leyti hefur Sigurðssonar ræst til fulln raun miklu áþreifanlegar gat órað fyrir, því það viðh að verða allsráðandi að þjóða á milli skuli vera fr Sigurðsson sá fyrir sér að að verslun yrði frjáls myn vegna betur því þá gætum bestu kjara í viðskiptum o sjáum að þetta er að geras inum og samningur okka Evrópska efnahagssvæði því að viðskipti skuli vera f sjáum líka að þróunin ver næstu árum og áratugum frelsi mun ná til fleiri þjóða allsráðandi í veröldinni, vo vænti.“ Það merki sem reist á þessum fundi falli Halldór bendir á að þjó inn marki upphaf þess tím líður frá því að Íslending sjálfstæðiskröfur sínar fr skipulögðum hætti, þanga veldi og síðan lýðveldi va Orðtakið „Vér mótmælum verið kjörorð í baráttunni 150 ÁR Sjálfstæðis- baráttan er ævarandi Í dag eru 150 ár liðin frá því að Þjóðfundur Íslendinga var settur. Þar settu Íslend- ingar, með Jón Sigurðsson í fararbroddi, fram kröfur sem sjálfstæðisbaráttan byggðist á allt þar til hún var unnin. Birna Anna Björnsdóttir ræddi við Halldór Blöndal, forseta Alþingis, og bað hann um að rifja upp sögu fundarins og þýðingu hans og þeirra hugmynda sem þar komu fram, fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. HANDRITIN STAFRÆN ÞJÓÐFUNDURINN 1851 Fáir atburðir Íslandssögunnar erujafn ofarlega í vitund íslenskuþjóðarinnar og Þjóðfundurinn árið 1851. Enn þann dag í dag, 150 árum síðar, hafa þrjú orð, sem þar voru mælt, sterka skírskotun: „Vér mótmælum all- ir!“ Í þessum þremur orðum kristallast sjálfstæðisbarátta Íslendinga og þjóðar- vitund. Með þessum orðum var hinu er- lenda valdi ögrað. Með þeim var krafti hleypt í sóknina eftir sjálfstæði. Þjóðfundurinn var haldinn að tilmæl- um Friðriks VII. konungs árið 1848 eftir að hann hafði fengið bænaskjal, sem stuðningsmenn Jóns Sigurðssonar á Ís- landi höfðu undirritað. Friðrik kom til ríkis það byltingarár og kynnti þegar þá fyrirætlan sína að afsala sér einveldi. Jón Sigurðsson skrifaði „Hugvekju til Íslendinga“ í Ný félagsrit og þar hélt hann því fram að afsal einveldis yfir Ís- landi væri málefni konungs og Íslend- inga. Íslendingar hefðu gengið Noregs- konungi á hönd 1262 án þess að sameinast norsku þjóðinni og á sama hátt játast undir einveldi Danakonungs 1662 án þess að sameinast dönsku þjóð- inni. Þegar einveldið legðist af heimtuðu Íslendingar sína gömlu réttarstöðu með tilvísun í Gamla sáttmála. Málflutningur Jóns byggðist því ekki á rökum þjóðern- is heldur laga og í krafti hans hvatti Jón Íslendinga til að halda fundi og senda konungi bænaskrár um fullvalda stjórn- skipan, þ.á m. að Alþingi fengi löggjaf- arvald og fjögurra manna landsstjórn bæri ábyrgð gagnvart Alþingi. Konungur ákvað að engar ákvarðanir skyldu teknar varðandi stöðu Íslands í ríkinu fyrr en Íslendingar hefðu rætt þau á sérstökum fundi á Íslandi. Af þeim fundi varð hins vegar ekki fyrr en tæpum þremur árum síðar. Á Þjóðfundinum voru settar fram þær tillögur, sem sjálfstæðisbaráttan byggð- ist á þar til hún var unnin. Þjóðfundurinn var settur 5. júlí og skömmu síðar barst stjórnarskrárfrumvarp dönsku stjórnar- innar ásamt herflokki, sem átti að af- stýra uppþotum. Fundurinn kaus nefnd til að fjalla um frumvarpið og samdi hún nýtt frumvarp til stjórnskipunarlaga. Frumvarpi konungs var hafnað með þeim rökum að óviðunandi væri að leggja æðstu völd á Íslandi í hendur dönskum ráðherrum, sem ekki væru ábyrgir fyrir Alþingi heldur dönskum stofnunum. Um nefndarálit í stjórnskipunarmál- inu átti að fjalla á fundi 9. ágúst. Trampe greifi, fulltrúi konungs, ávarpaði fund- inn fyrstur, atyrti þingheim fyrir seina- gang, sagði íslenska frumvarpið óhæft til umræðu og sleit fundi. Jón Sigurðsson mótmælti þessari að- ferð og sagði svo vitnað sé til greinar Hannesar Hafstein í Andvara árið 1902: „„Og ég mótmæli í nafni konungs og þjóðarinnar þessari aðferð, og áskil þinginu rjett til að klaga til konungs vors yfir lögleysu þeirri, sem hjer er höfð í frammi.“ Þá risu upp þingmenn og sögðu einu hljóði: „Vér mótmælum allir“.“ Það má eflaust deila um nákvæmni þessarar frásagnar og hefur til dæmis verið dregið í efa að mótmæli þingmanna hafi verið jafn einróma og haldið hefur verið á lofti. Jón Sigurðsson háði sjálf- stæðisbaráttuna hins vegar ekki einn og má nefna ötula bakhjarla á borð við Jón Guðmundsson og séra Hannes Stephen- sen. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, seg- ir í samtali við Morgunblaðið í dag að sýn Jóns Sigurðssonar hafi að sumu leyti ræst til fullnustu og í raun miklu áþreif- anlegar en hann hefði getað órað fyrir. Sjálfstæðisbaráttunni sé hins vegar ekki lokið, hún sé ævarandi. Hann nefnir kröfuna, sem lögð var fram á Þjóðfund- inum um að löggjafar- og fjárveitingar- vald yrði í höndum Íslendinga og þeir fengju að ráða öllum sínum ráðum og bætir við: „Eg held að við hljótum, Ís- lendingar, ávallt að halda þessari kröfu til streitu, vegna sérstöðu okkar og vegna þess að smæð okkar er svo mikil að okkur yrði nánast enginn gaumur gef- inn ef við yrðum hluti af stærri og meiri heild. Ég trúi því að við getum notið okk- ar í samfélagi þjóðanna, þó að við höldum sjálfstæði okkar, sérstöðu og sérkenn- um. Það er mín framtíðarsýn.“ Einn af hornsteinum þess lýðræðis, sem við nú búum við, var lagður á Þjóð- fundinum í Reykjavík fyrir 150 árum. Hann er einn af þeim atburðum, sem mótuðu þá þjóð, sem í landinu býr. Vit- undin um Þjóðfundinn er hluti þeirrar undirstöðu, sem byggt er á nú og um framtíð. Hér byrjast saga af Eigli Skalla-grímssyni,“ stendur skrifað á brúnu handriti, sennilega frá því um 1700. Handritið er ekki undir gleri á safni og ekki er um að ræða ljósrit. Hér er á ferð ljósmynd, sem er að finna á Netinu. Myndina má stækka og skoða á ýmsa vegu og er hana að finna á vefsetri, sem nefnist Sagnanet og var formlega opnað á mánudag. Á Sagnanetinu eru geymdar íslenskar fornbókmenntir á stafrænu formi. Opnun Sagnanetsins er fagnaðarefni. Þarna geta jafnt fræðimenn sem al- menningur skoðað ljósmyndir af hand- ritum og fylgir viðamikil skráning þeirra. Hér er á ferð samstarfsverkefni Landsbókasafns Íslands-Háskólabóka- safns og Fiske-safnsins við Cornell-há- skóla í Íþöku í New York-ríki. Einnig á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi aðild að verkefninu auk þess sem Hag- fræðistofnun Háskóla Íslands sá um einn verkþátt. Ýmsir styrkir voru veittir til verkefn- isins, sem tók fjögur ár, og var sá stærsti bandarískur. Á Sagnanetinu er safn Íslendinga- sagna og -þátta, drjúgur hluti norrænn- ar goðafræði, biskupasögur, helgisögur og postulasögur auk samtíðarsagna. Á vefsetrinu eru nú um 360 þúsund blað- síður, þar af rúmlega 200 þúsund frá Landsbókasafni og Árnastofnun, en um 150 þúsund blaðsíður frá Fiske-safninu. Gert er ráð fyrir að blaðsíðufjöldinn verði um 400 þúsund þegar Sagnanetið er fullgert. Fjarlægðir hafa oft staðið vinnu fræðimanna fyrir þrifum. Með Netinu hafa orðið miklar breytingar í þeim efn- um og er Sagnanetið skýrt dæmi um það. Myndirnar af handritasíðunum eru ótrúlega skýrar og ekki dregur úr skerpunni þegar þær eru stækkaðar. Framtak af þessu tagi er ekki aðeins starfandi fræðimönnum til framdráttar heldur einnig til þess fallið að vekja áhuga nýrra kynslóða, sem nú eiga þess kost að grúska í íslenskum fornbók- menntum á nútímalegum vettvangi. Framlögum til þessa verkefnis hefur verið vel varið og árangurinn til fyrir- myndar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.