Morgunblaðið - 05.07.2001, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 05.07.2001, Qupperneq 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2001 45 AT V I N N U A U G LÝ S I N G A R Kennarar Kennara vantar í hálfa stöðu við Grenivíkur- skóla til að kenna almenna, bóklega kennslu. Umsóknarfrestur er til 13. júlí. Nánari upplýsingar gefur Björn Ingólfsson skólastjóri í síma 463 3118 eða 463 3131. Matreiðslumenn Okkur vantar áhugasaman og duglegan mat- reiðslumann frá 10. ágúst. Góð laun í boði fyrir réttan aðila. Upplýsingar í síma 896 4773 og 891 8283 Veitingahúsið Jenný við Grindavíkurveg. Kennara vantar á Akranes Brekkubæjarskóla vantar umsjónarkennara á unglingastig. Helstu kennslugreinar: Íslenska, stærðfræði, enska, náttúrufræði, kennsla á tölvur. Bekkjar- stærðir á unglingastigi eru 16 til 22 nemendur. Vinnuaðstaða kennara eins og best gerist, ný tölvustofa, nýbygging og nýuppgert eldra hús- næði. Skólinn einsetinn frá hausti. Áherslur í anda CMS. Umsóknarfrestur er til 6. júlí nk. Nánari upplýsingar veita: Ingi Steinar Gunnlaugsson skólastjóri í símum 431 1388 og 895 2180, póstfang: ingist@centrum.is . Ingvar Ingvarsson aðstoðarskólastjóri í símum 431 2012, 431 3090 og 862 1538. Verslunarstjóri Úrval — Dalvík Matbær ehf. óskar eftir að ráða verslunarstjóra fyrir Úrval verslunina á Dalvík. Um er að ræða spennandi og krefjandi starf. Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi sem hefur getu til að vinna sjálfstætt og er tilbúinn að taka þátt í þróun og vexti verslunarinnar. Starfssvið: Menntunar- og hæfniskröfur: Dagleg stjórnun verslunarinnar. Framhaldsskóla-/viðskiptamenntun æskileg. Starfsmannastjórnun. Reynsla af rekstri, verslunarstörfum og/eða stjórnun æskileg. Reynsla af tölvuvinnu. Seta á samráðsfundum. Önnur verkefni. Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi. Sjálfstæði og hæfni í mannlegum samskiptum. Ómælt magn af þjónustulund. Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir verslunarstjóri á staðnum, starfsmannastjóri í síma 460 3310 (erla@matbaer.is) og deildarstjóri í síma 460 3300. Vinsamlegast sendið umsóknir til Erlu Bjargar Guðmundsdóttur, starfs- mannastjóra Matbæjar ehf., Hafnarstræti 91—95, 600 Akureyri, eða á netinu: erla@matbaer.is fyrir 13. júlí nk. Matbær ehf. rekur í dag þrjár Úrval verslanir. Úrval verslanirnar eru stórmarkaðir sem leggja aðaláherslu á vöruúrval og þjónustu við viðskiptavini. ✝ Herborg Sigríð-ur Helgadóttir fæddist 21. ágúst 1903 á Kálfborgará í Bárðardal. Hún lést að dvalarheim- ilinu Hlíð 27. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Helgi Guðnason, f. 29. október 1875, d. 20. júlí 1947, og Þuríður Sigurgeirs- dóttir, f. 28. apríl 1877, d. 6. nóvember 1952. Sigríður var elst af sex systkin- um, þau voru: Guðni, f. 7. júní 1906, d. 12. júlí 1992, Sigurgeir Kristbjörn, f. 6. des- ember 1907, d. 8. mars 1926, Jón Sig- urður, f. 3. apríl 1911, d. 22. júlí 1995, Hannes Hólm, f. 24. október 1912, d. 7. september 1914, óskírður, f. 22. ágúst 1914, d. í september 1914. Eftir lifir Elísabet Guðrún, f. 8. sept- ember 1909, hún býr á dvalarheim- ilinu Hlíð. Útför Sigríðar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þá er gengin á vit feðra sinna hin merka kona Herborg Sigríður Helgadóttir eða Sigga á Kálfborg- ará eins og hún var oftast nefnd. Hún lést að dvalarheimilinu Hlíð 97 ára að aldri, hún hafði lifað tímana tvenna og var mikill fróðleiksbrunn- ur. Það var gaman að hlusta á hana lýsa horfnum búskaparháttum og hvernig allt var nýtt og notað hér áður fyrr. Sjálf var Sigga nýtin og fór vel með alla hluti, nokkuð sem gott væri að tileinka sér í neyslu- þjóðfélagi okkar. Í áratugi stóð hún fyrir myndarbúi á Kálfborgará ásamt systkinum sínum, Elísabetu og Guðna. Það er hægt að skrifa margt um konu eins og Sigríði, ég veit varla hvar á að byrja eða grípa niður. Hún var mjög trúuð kona og það litaði líf hennar allt, ást hennar á frelsaran- um var einnig ást hennar á lífinu sjálfu og því bar að hlúa að. Ég á mjög sterka minningu um hana frá því ég dvaldi hjá henni á sumrin þegar hún tók biblíuna og las í henni á hverju kvöldi áður en hún sofnaði, út frá þessu sofnaði ég vært. Sigga var einstök kona því þótt hún eign- aðist ekki barn sjálf ól hún upp nokkur börn til lengri tíma sem væru þau hennar eigin. Síðan skipta tugum þau börn sem voru í sum- ardvöl á Kálfborgará og þar á meðal var ég. Sjö ára gömul kom ég þang- að fyrst til sumardvalar og næstu sex sumur var ég við ýmis sveita- störf hjá þessu góða fólki. Sigga bar hag annarra ávallt fyrir brjósti, hún fór alltaf fyrst á fætur á morgnana og gekk síðust til náða því hún þurfti að sjá til þess að allir hlutir væru gerðir eins vel og kostur var á. Sigga var orðlögð fyrir gestrisni, þegar gesti bar að garði var dúkað borð og bornar fram veitingar, ann- að þótti ekki tilhlýðilegt. Þrátt fyrir háan aldur hélt hún andlegri reisn til hins síðasta, fylgdist vel með og var inni í þjóðmálaumræðunni, hún bar hag bændastéttarinnar fyrir brjósti og var ekki ánægð með hvernig fyrir henni var komið. Hún var greind og skemmtileg kona sem lagði sig eftir því að fylgjast með og taka þátt í lífinu þótt aldur hennar væri hár. Sigga hafði skoðanir á hlutunum og hún hafði langa lífsreynslu, hafði lifað næstum hundrað ár, það var vel hægt að taka mark á því sem hún lagði til málanna. Hún hafði mikinn áhuga á börnum og ungu fólki og velferð þeirra, henni fannst að sinna ætti þeim betur. Henni leist ekki vel á hvað börn og unglingar voru látin ganga mikið sjálfala, voru mikið ein og undir eigin forsjá. Sigga var næm og skilningsrík á þarfir barna, hún lagði áherslu á að börn þyrftu styrka hönd hins fullorðna sem leiddi þau á viðkvæmum barns- og unglingsárum til aukins þroska. Sigga bar það með sér að hafa verið kvenkostur mikill jafnt hið innra sem ytra, hún var falleg kona og nett með dökkt sítt hár. Sigga var einstaklega jákvæð og gefandi, manni hlaut að þykja vænt um hana og elska. Eitt var alveg sérstakt í fari hennar, aldrei hallaði hún orði á nokkurn mann. Þegar ég minnist heimsókna minna til hennar á Hlíð kemur fram í hugann mynd af Siggu sitjandi við útvarpið eða sjónvarpið með prjónana sína, því gott var að hafa eitthvað fyrir stafni. Hún brosti þegar maður gekk inn í her- bergið og síðan var heyrnartækið sett upp til að hægt væri að skrafa saman. Ég fór ævinlega glaðari af hennar fundi heldur en ég kom til hennar. Elsku Sigga, ég mun sakna þín því þú varst hluti af mínu lífi. Ég vil að endingu þakka fyrir að hafa þekkt og notið leiðsagnar Siggu, hún gaf mér gott veganesti út í lífið. Ég kveð þessa mætu konu með ást og virðingu. Sigríður María Magnúsdóttir. Þótt ég talaði tungum manna og engla en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking og þótt ég hefði svo tak- markalausa trú að færa mætti fjöll úr stað en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt. (I. Kor. 13. 1–2.) Þetta kemur í huga mér þegar ég hugsa um Sigríði Helgadóttur frá Kálfborgará. Hún Sigga átti svo mikinn kærleika að gefa. Mínar fyrstu æviminningar eru frá Kálf- borgará þegar ég var bara fjögurra ára. Fósturmóðir mín, Guðrún Sig- urgeirsdóttir, sem ég kallaði ævin- lega mömmu, var systir Þuríðar húsfeyju á Kálfborgará og það var fastur liður hjá henni að fara austur á hverju sumri. Þegar ég var 8 ára fór ég í fyrsta skipti ein í sveitina og það þótti mér ekki leiðinlegt því þar var mér tekið höndum tveim. Syst- kinin á Kálfborgará og foreldrar þeirra voru mér undur góð og þar eignaðist ég líka afa og ömmu. Þau Helgi og Þuríður áttu þá engin barnabörn en þau áttu nógan kær- leika, eins og Sigga mín og þau systkinin öll, að gefa stelpuskottinu sem Gunna frænka, eins og þau köll- uðu mömmu, hafði tekið að sér móð- urlausa. Ég var þarna yfirleitt á sumrin fram að fermingaraldri. Eftir það fórum við mamma austur a.m.k. einu sinni á hverju sumri og dvöld- um einhverja daga. Annars hefði raunverulegt sumar ekkert orðið. Ég var ekki ein um það að njóta þessara sælusumardaga á Kálfborg- ará. Það er orðinn stór hópur sum- arbarna sem þar hafa dvalið og jafn- vel sum um árabil. Ég held að allir sem þar dvöldu geymi þaðan góðar minningar og þakklæti í huga. Þar átti Sigga mín stóran hlut að máli með sinni mildi og hlýju. Gestum var ekki í kot vísað er áttu erindi að Kálfborgará, enda var Sigga alltaf að baka og brasa. Þar voru alltaf rausnarlegar veitingar og öllum vel tekið, hver sem í hlut átti. Sigga sá að mestu um inniverk- in ásamt mömmu sinni meðan henn- ar naut við en Elísabet – Beta – var í útiverkum með piltunum. Sigga var ekki sterkbyggð, á miðjum aldri fékk hún lömunarveiki sem ég veit hún náði sér aldrei alveg af. Samt var hún ótrúlega seig og henni féll aldrei verk úr hendi. Eftir að hún kom í Hlíð, þar sem hún gat ekki sýslað við mat og kaffi fyrir gesti sína, sat hún og prjónaði leista af öllum stærðum. Ég held að öll mín börn og barnabörn hafi fengið leista frá henni og þeir voru listavel gerð- ir. Elsku Sigga mín, ég veit þú varst hvíldinni fegin, þetta var orðin löng ævi, nærri 98 ár. Þú kveiðst ekki dauðanum því þú áttir svo sterka trú. Að leiðarlokum þakka ég þér alla þína góðvild og tryggð við mig og mína. Elsku Beta mín, Guð gefi þér styrk. Helga, Freyja, Soffía, Steinn og fjölskyldur, innileg samúð til ykkar allra. Svava og fjölskylda frá Torfufelli. HERBORG SIGRÍÐUR HELGADÓTTIR EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins til- tekna skilafrests. Skilafrestur minningargreina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.