Morgunblaðið - 05.07.2001, Side 52

Morgunblaðið - 05.07.2001, Side 52
DAGBÓK 52 FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Dettifoss kemur og fer í dag. Mánafoss og Vasil- iy Zaytsev koma í dag. Helgafell og Hawk fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Karelía, Ozherelye, Ostroveds, Oyra, Pylva og Viljz koma í dag. Ostroe og Ostankino komu í gær. Viðeyjarferjan. Tíma- áætlun Viðeyjarferju: Mánudaga til föstudaga: til Viðeyjar kl. 13, kl. 14 og kl. 15, frá Viðey kl. 15.30 og kl. 16.30. Laug- ardaga og sunnudaga: Fyrsta ferð til Viðeyjar kl. 13 síðan á klukku- stundar fresti til kl. 17, frá Viðey kl. 13.30 og síðan á klukkustundar fresti til kl. 17.30. Kvöldferðir eru föstu- og laugardaga: til Við- eyjar kl. 19, kl. 19.30 og kl. 20, frá Viðey kl. 22, kl. 23 og kl. 24. Sérferð- ir fyrir hópa eftir sam- komulagi. Viðeyjar- ferjan sími 892 0099. Lundeyjarferðir dag- lega, brottför frá Við- eyjarferju kl.10.30 og kl. 16.45, með viðkomu í Viðey u.þ.b. 2 klst. sími 892 0099. Fréttir Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðjud. og fimmtud. kl. 14–17. Félag frímerkjasafn- ara. Opið hús laug- ardaga kl. 13.30–17. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, opin handavinnustofan og bókband og öskjugerð, kl. 9.45- 10 helgistund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13-16.30 opin smíðastofan, kl. 10-16 púttvöllur opinn. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böðun, kl. 9–16 almenn handavinna og fótaað- gerð, kl.9.30 morg- unkaffi/dagblöð, kl. 11.15 matur, kl. 15 kaffi. Félagsstarfið Furu- gerði 1. Kl. 9 aðstoð við böðun, kl. 9.45 versl- unarferð í Austurver, kl. 12 hádegismatur, kl. 14 ganga, kl. 15 kaffi- veitingar. Á morgun kl. 14 bingó, kl. 15 kaffi- veitingar. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Kl. 9 böðun og hárgreiðslu- stofan opin. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hársnyrting, kl. 11.20 leikfimi, kl. 11.30 matur, kl. 13 föndur og handa- vinna, kl. 15 kaffi. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Púttæfingar á Hrafn- istuvelli á morgun föstu- dag kl. 14 til 16. Orlofið í Hótel Reykholt í Borg- arfirði 26.-31. ágúst nk. Skráning og allar upp- lýsingar í símum ferða- nefndar 555-0416, 565- 0941, 565-0005 og 555- 1703 panta þarf fyrir 1. ágúst. Félagsheimilið Hraunsel verður lokað vegna sumarleyfa starfsfólks til 12. ágúst. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10 til 13. Matur í hádeg- inu. Dagsferð 10. júlí Þórsmörk – Langidalur. Stuttar léttar göngur. Nesti borðað í Langa- dal. Leiðsögn Þórunn Lárusdóttir. Brottför frá Ásgarði Glæsibæ kl. 8. Eigum nokkur sæti laus. Ferð í Álfamörk, Hvammsvík, 10. júlí kl. 13, þar sem eldri borg- arar og unglingar gróð- ursetja plöntur í reitinn sinn. Ókeypis far en takið með ykkur nesti. Brottför frá Ásgarði, Glæsibæ, kl. 13. Dags- ferð 14. júlí Gullfoss –Geysir – Haukadalur. Fræðasetrið skoðað. Leiðsögn Sigurður Kristinsson og Pálína Jónsdóttir. Skráning hafin. Ath. Þeir sem hafa skráð sig í ferðina Eyjafjörður – Skaga- fjörður – Þingeyj- arsýslur, 6 dagar, 26.- 31. júlí, þurfa að stað- festa fyrir 7. júlí vegna mikillar eftirspurnar. Silfurlínan er opin á mánu- og mið- vikudögum frá kl. 10 til 12 fh. í síma 588-2111. Upplýsingar á skrif- stofu FEB kl. 10 til 16 í síma 588-2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, gler- skurður, kl. 9–17 hár- greiðsla og böðun, kl. 10 leikfimi, kl. 13.30 bóka- bíll, kl.15.15 dans. Hraunbær 105. Kl. 9– 16.30 bútasaumur, perlusaumur og korta- gerð, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 9.45 boccia, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 13 handavinna, kl. 14 félagsvist. Vitatorg. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 morg- unstund og almenn handmennt, kl. 10 boccia og fótaaðgerðir, kl. 11.45 matur, kl. 13 frjálst spil, kl.14 létt leikfimi, kl.14.30 kaffi. Vesturgata 7. Kl. 9 dag- blöð og kaffi, fótaað- gerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15–12 aðstoð við böðun, kl. 9.15–15.30 al- menn handavinna, kl. 10 boccia, kl. 11.45 matur, kl. 13–14 leikfimi, kl. 14.30 kaffi. Norðurbrún 1. Kl. 9 handavinnustofurnar opnar, útskurður, kl. 10 leirmunanámskeið. Handavinnustofur lok- aðar í júlí vegna sum- arleyfa. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnnustofan op- in leiðbeinandi á staðn- um kl. 9.30–16 Ga-fundir spilafíkla eru kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðslu- deild SÁÁ, Síðumúla 3–5 og í Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigs- veg á laugardögum kl. 10.30. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari upplýsingar á skrifstofu GÍ, sími 530 3600. Minningarkort Minningarkort, Félags eldri borgara, Selfossi, eru afgreidd á skrifstof- unni Grænumörk 5, miðvikudaga kl. 13–15. Einnig hjá Guðmundi Geir í Grænumörk 5, sími 482-1134, og versl- unni Íris í Miðgarði. Slysavarnafélagið Landsbjörg, Stangarhyl 1, 110 Reykjavík, sími 570 5900. Fax: 570 5901. Netfang: slysavarna- felagid@landsbjorg.is Minningarkort Rauða kross Íslands eru seld í sölubúðum Kvenna- deildar RRKÍ á sjúkra- húsum og á skrifstofu Reykjavíkurdeildar, Fákafeni 11, sími 568- 8188. Minningarkort Hvíta- bandsins fást í Kirkju- húsinu, Laugavegi 31, sími 562-1581 og hjá Kristínu Gísladóttur, sími 551-7193 og Elínu Snorradóttur, sími 561- 5622. Minningarkort Sjúkra- liðafélags Íslands eru send frá skrifstofunni, Grensásvegi 16, Reykjavík. Opið virka daga kl. 9–17. S. 553- 9494. Minningarkort Vina- félags Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Minning- arkort Kvenfélagsins Hringsins í Hafnarfirði fást í blómabúðinni Burkna, hjá Sjöfn, sími 555-0104 og hjá Ernu, sími 565-0152. Minningarkort Breið- firðingafélagsins eru til sölu hjá Sveini Sig- urjónssyni, sími 555- 0383 eða 899-1161. Minningarkort Kven- félagsins Seltjarnar eru afgreidd á bæjarskrif- stofu Seltjarnarness hjá Ingibjörgu. Minningarkort Kven- félags Háteigssóknar. Kvenfélagskonur selja minningarkort. Þeir sem hafa áhuga á að kaupa minningarkort vinsamlegast hringi í síma 552-4994 eða síma 553-6697. Minning- arkortin fást líka í Há- teigskirkju við Háteigs- veg. Í dag er fimmtudagur 5. júlí, 186. dagur ársins 2001. Orð dags- ins: Vík hvorki til hægri né vinstri, haltu fæti þínum burt frá illu. (Orðskv. 4, 27.) 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 háðs, 4 reim, 7 samsinn- ir, 8 aldursskeiðið, 9 lyfti- duft, 11 ósaði, 13 baun, 14 öldugangurinn, 15 þref, 17 að undanteknum, 20 snák, 22 sekkir, 23 unað- urinn, 24 afkomandi, 25 geta neytt. LÓÐRÉTT: 1 sjónvarpsskermur, 2 skeldýrs, 3 harmur, 4 þrákelkinn, 5 styrkir, 6 kveif, 10 vatnsflaumur, 12 afkvæmi, 13 bókstaf- ur, 15 urtan, 16 kuskið, 18 lýkur, 19 örlög, 20 fugl, 21 peningar. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1holskefla, 8 rigsa, 9 ilmur, 10 pól, 11 selja, 13 lenda, 15 hokra, 18 snarl, 21 urt, 22 puðið, 23 akkur, 24 plógskeri. Lóðrétt: 2 orgel, 3 skapa, 4 ekill, 5 lamin, 6 hrós, 7 orka, 12 jór, 14 enn, 15 hopa, 16 kaðal, 17 auðug, 18 stakk, 19 askur, 20 lært. VEGNA skrifa konu í Kárs- nesinu í Velvakanda fyrir stuttu get ég ekki orða bundist. Ég vona hennar vegna að hún lendi ekki í þeirri aðstöðu að þurfa að láta hund bjarga lífi sínu, því að hún vill alls ekki mæta eða sjá hund nálægt sér. Hún gæti lent í þeirri aðstöðu, sem ég að sjálf- sögðu vona að hún geri ekki, sérstaklega hundsins vegna, að hún týnist eða lendi í einhverju öðru, þar sem hundur gæti þurft að bjarga henni, við vitum ekki hvað liggur fyrir okkur, sem betur fer. En að sjálfsögðu má hún hafa sína skoðun á hunda- haldi og hundum. Þetta er frjálst land, en ég hef einnig mína skoðun á svona fólki eins og henni en ég get ekki kosið um það fólk sem ég vil ekki mæta á mínum göngu- ferðum. Ég sætti mig við augnaráðið og stundum skítkast frá svona fólki eins og konunni á Kársnesinu þegar ég er úti á göngu með hundinn minn í bandi og plastpokann með þörfum hundsins, sem settur er í næstu sorptunnu. Ég vil einnig benda henni á að nóg er af merktum stöðum þar sem ekki má vera með hunda og þangað ætti hún að geta farið í friði án hunda. Ég vildi að það væri merktur svona staður fyrir mig og hundinn minn þar sem að ég ætti ekki í neinni hættu að mæta þess- ari konu á mínum göngu- ferðum með hundinn minn. Auðvitað eru til sauðir í öllum stéttum jafnt hunda- eigendum sem og fólki á móti hundum. Það þarf ekki nema einn sauð í röðum hundaeiganda, þá erum við öll stimpluð ómöguleg. Ég bið hana og annað fólk sem er á móti hundum vel að lifa, en að reyna að sætta sig við að svo lengi sem maðurinn lifir fylgja honum ferfætlingar. Hundaeigandi. Hvað með...? ÁGÆTI Velvakandi. Nú er Milosevic kominn í fangelsi og ef til vill á hann það skil- ið. En mér er að verða það ljóst að barátta NATO gegn Serbum er stuðningur við múhameðstrúarmenn gegn kristnu fólki í heiminum. Af hverju eru engir músl- imar sendir til Haag? Af hverju eru bara kristnir Króatar og Serbar dæmdir fyrir stríðsglæpi? Í stríði fremja allir afbrot í nafni sinnar þjóðar. Hvað með alla múslimana í Króatíu og Bosníu sem hafa nauðgað kristnum kon- um og drepið kristin börn? Hvað með þá Albana sem hafa alltaf hatað kristnar þjóðir? Hvað með múslimana sem eru að sprengja upp bandarísk sendiráð í Afríku og myrða bandaríska her- menn í Jemen? Hvað með Tyrkina sem drepa kristna Kúrda? Hvað með Bin Laden sem plantar sprengjum í skemmtigörðum og kirkjum hérna í Bandaríkjunum? Virðingarfyllst, Johann Gray rafmagns- fræðingur, Minneapolis, Minnesota, U.S. johann- usa@hotmail.com. Hallmark Í ALLRI þessari umfjöllun um einkavæðingu, langar mig til þess að koma með þá uppástungu að Hallmark- sjónvarpsrásinni væri gef- inn kostur á að kaupa rík- issjónvarpið. Ég, sem aðrir, horfi mikið á sjónvarp eða fjölvarpið og sé þá aftur og aftur hjá ríkissjónvarpinu myndir sem ég hef áður horft á hjá Hallmark. Það er mjög svekkjandi þegar njóta á sjónvarps um helgar að vera einungis boðið upp á myndir sem allir eru búnir að sjá áður. Sjónvarpsáhorfandi. Tapað/fundið Gult Wheeler- hjól hvarf HANNA Margrét 6 ára hafði samband við Velvak- anda vegna þess að hjólið hennar var tekið fyrir utan Laugateig 20 hinn 26. júní sl. Hjólið er gult af gerðinni Wheeler 400. Skilvís finn- andi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 568- 9581. Silfurlitaður GSM-sími tapaðist SILFURLITAÐUR Nec GSM-sími í svartri tösku tapaðist á Kaffi Victor laug- ardagskvöldið 1. júlí sl. Skilvís finnandi er vinsam- legast beðinn að hafa sam- band í síma 557-4741. Dýrahald Hundur í óskilum BORDER collie-hvolpur, 3–4 mánaða gamall, er í óskilum á Hundahótelinu Leirum. Eigendur eru vin- samlegast beðnir að vitja hans strax. Upplýsingar í síma 566-8366 eða 698-4967. Hreiðar. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Enn um hundahald Víkverji skrifar... FRÁ því að beinar útsendingarhófust frá Formúlu 1-kapp- akstrinum hefur Víkverji æ oftar sest við skjáinn til að fylgjast með til- burðum ökuþóra og aðstoðarmanna þeirra á brautunum. Kappaksturinn er oft hin besta skemmtun og lítið sem út af má bregða hjá þeim öku- mönnum sem harðast keppa að sigri hverju sinni. Er þá lítið gefið eftir og ökuþórarnir nánast dýrkaðir og teknir í guðatölu meðal áhorfenda og áhangenda liðanna þegar tilþrifin færa þá á verðlaunapall í hverri keppninni á fætur annarri. Verða þeir óhjákvæmilega fyrirmyndir margra og hafa þannig margvísleg áhrif á aðdáendur sína. Af þeim sökum er eitt sem gerir Víkverja gramt í geði við að horfa á kappaksturinn, en það eru tóbaks- auglýsingar sem bílarnir, ökumenn- irnir og aðstoðarliðin bera. Þetta var reyndar sérlega áberandi í síðasta kappakstri í Frakklandi þar sem slíkar auglýsingar eru bannaðar og þurfti m.a. sigurlið Ferrari að festa hvít klæði yfir tóbaksauglýsingar á búningum sínum. Það má segja Frökkum til hróss að þeir, líkt og Ís- lendingar, leyfa ekki tóbaksauglýs- ingar. Hins vegar telur Víkverji það nokkurn álitshnekki fyrir þau lið sem standa sig vel í Formúlu 1 að auglýsa tóbak. Það hefur lengi verið lýðum ljóst að tóbaksnotkun er eitt stærsta heilbrigðisvandamálið sem menn standa frammi fyrir í dag, ár- lega deyja milljónir manna af völd- um tóbaksnotkunar í heiminum og sjúklingar með sjúkdóma af völdum tóbaks sliga heilbrigðiskerfi margra þjóða. Það er því illskiljanlegt að kapp- aksturshetjur skuli leggja sitt af mörkum til að viðhalda tóbaksreyk- ingum og er jafnframt ömurlegt dæmi um ósvífni tóbaksframleið- enda sem skirrast ekki við að reiða fram himinháar fúlgur í hvers kyns auglýsingarskyni til að tryggja út- breiðslu eitursins x x x BRÁTT nær sumarið hámarki hérá landi og landsmenn flykkjast af stað í ferðlög um landið og njóta náttúrunnar í blíðu og hvers kyns öðrum veðrabrigðum. Víkverji er þar ekki undanskilinn og þykir fátt skemmtilegra en að reika um landið, bæði gangandi og akandi eftir atvik- um. Ferðaþjónustan nýtir sér í auknum mæli kosti Netsins þar sem ferðalangar geta skipulagt ferðalag sitt og skoðað myndir frá viðkom- andi stöðum og pantað gistingu. Víða mættu aðilar bæta sig í þess- um efnum og ótal margt sem betur mætti fara í ferðaþjónustu á Netinu. Víkverji hyggur brátt á ferðalag til Vestfjarða og leitaði gistingar á vefnum en brösuglega gekk að finna góðar upplýsingar um gististaði, t.d. á Hólmavík. Á heimasíðu hreppsins var t.d. engar slíkar upplýsingar að finna og ekki heldur á ágætri vefsíðu um galdrasýningu á Ströndum, sem staðsett er á Hólmavík. Víkverji hafði reyndar ferðast um svæðið áður og vissi því af hinu ágæta Gistiheimili við Borgarbraut. Þá hefur Víkverji fengið sér að snæða á Café Riis og notið verunnar á Hólmavík á margvíslegan hátt. Slíkt þyrfti að kynna ferðalöngum betur á Netinu og draga fram marga kosti staða eins og Hólmavíkur, sem lætur ekki mikið yfir sér en hefur margt fram að færa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.