Morgunblaðið - 05.07.2001, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 05.07.2001, Qupperneq 55
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2001 55 ÚTSALAN HEFST Í DAG kl. 10.00 í eftirtöldum verslunum í Kringlunni Allt að 50% afsláttur s. 533 1740 s. 533 1730 s. 588 0079 Opið til kl. 21.00 Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tækifæri á síðustu sætunum til Benidorm 13. júlí í vikuferð. Miðað við heimflug þann 20. júlí. Þú bókar núna og 3 dögum fyrir brottför segjum við þér hvar þú gistir. Verð kr. 39.985 Verð á mann miðað við hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gist- ing, skattar, Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 49.930 Verð á mann miðað við 2 í íbúð, Stökktu til Benidorm 13. júlí í viku frá kr. 36.985 Verðdæmi: KANNSKI ekki alveg hljómsveit árþúsundsins eins og segir á heima- síðu hennar en alla vega er hér kominn fyrsti hljómdiskur hins glannalega nefnda dúetts Jóns forseta og er innihaldið sjö frumsamin lög, öll eftir með- limi. Jón forseti er teymi tveggja manna, þeirra Ara Baldurssonar og Þrastar Harðar- sonar, og leika þeir dans- og af- þreyingartónlist að eigin sögn og gera þ.a.l. út á dansleikjamark- aðinn. Það er því að vonum for- vitnilegt er slíkar sveitir leggja á skáldamiðin. Fyrsta lagið, „Ég heiti Ingi“ angar lítið eitt af sveitatónum; settlegt og ljúft dægurlag sem gæti hæglega hafa runnið undan rifjum Brimklóar sálugu. Spila- mennskan er nett og fagmannleg, textinn glettinn en harla ómerki- legur þó. Þriðja lagið, „Við Skagafjörð“ er gott dæmi um hversu „íslenskur“ diskurinn er – lagið er undir áhrif- um frá og minnir um leið á flestar lagasmíðar þeirra söngvasmiða, sem „þjóðin öll þekkir“. Sérkenna- laust en virkar þó svo sem ágæt- lega. Ég er samt ekki frá því að for- setinn sé í essinu sínu er hann slær ljúfsárari tóna. „Drauma- heimur“ er harmrænt og stórt og „Öldin er liðin“ sem er tilrauna- kenndasta smíðin, gerir sig vel og er alveg prýðisvel sungin af Þresti. Lokalagið er og afbragð. Söngurinn er þó án efa veikasti hlekkur hljómdisksins; veikburða, eintóna og vélrænn. Fallegt er a.m.k. ekki orðið sem á við hér. Textar eru flestir burðarlitlir og hnoðkenndir, fullir af margtuggð- um klisjum. Umfjöllunarefni lags- ins „Bernskuminning“ er þó eft- irtektarvert, óhugnanlegt og ægisorglegt. Spilamennskunni ber þó að hrósa. Allt í fína á þeim bænum, hvergi of eða van og hverri lagasmíð fenginn réttur kostur. Umslags- hönnunin svona rétt sleppur frá því að vera stór- slys. Einfald- leiki þess er svo sem lítt ámælis- verður, en því miður ráða hall- ærisheitin einum of miklu. Það mætti svo sem setja út á nafngift teymisins. Kannski í vafa- samara lagi að dægurdúett, sem fæst alla jafna við gömlu dansana og sveitatónlist, nefni sig í höfuðið á óskabarni Íslands. En er það nokkuð verra en að gefa hljóm- sveitinni sinni nafnið Forgarð Hel- vítis, kalla plötuna sína Drap mann með skóflu, já og gospel- sveitina sína Christ Gospel Band? Má ekki annars allt á þessum van- helgu tímum? Dansleikurinn klikkar kannski ekki með Jóni forseta en hér sigla menn lygnan sjó; og á stundum er hann í ósaltara lagi. Engum verð- ur þó meint af volkinu, hvorki hlustendum né sveit. Herra forseti… TÓNLIST G e i s l a d i s k u r Öldin er liðin, geisladiskur Jóns for- seta, sem er skipaður þeim Ara Baldurssyni og Þresti Harðarsyni ásamt vinum þeirra, þeim Bjarna Helgasyni, Grími Sigurðssyni, Har- aldi J. Baldurssyni og Kristjáni Guðmundssyni. Þeir Ari og Þröstur sjá um söng en njóta aðstoðar For- setakórsins í tveimur lögum. Lögin eru eftir Ara og Þröst en textar eft- ir Ara, Þröst og Pétur Stefánsson. Útsetningar eru í höndum Ara og Þrastar. Upptökum stjórnuðu Ari, Þröstur og Rafn R. Jónsson. 25,37 mín. Japis gefur út. ÖLDIN ER LIÐIN Arnar Eggert Thoroddsen
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.