Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ KRINGLUNNIÚtsalan er hafin STRÁKAR!!! ÞAÐ ER STUNDUM GOTT AÐ VERA NAKINN EN... ...EKKI ALLTAF!!! ÚTSALAN ER HAFIN 30-40% AFSLÁTTUR K R I N G L N N I Fílasafi (Elephant Juice) G a m a n m y n d Leikstjórn Sam Miller. Aðal- hlutverk Emmanuelle Béart, Sean Gallagher. (86 mín.) Bretland 2000. Skífan. Bönnuð innan 12 ára. ÞAÐ ættu einhverjir orðið að þekkja bresku sjónvarpsþættina This Life, sem sýndir hafa verið á Stöð 2. Fínustu þættir, voru sumpartinn hugsaðir sem svar Breta við Friends og kannski af þeim sökum gert mjög í því að hafa þá sem raunsannasta til þess að skapa sem skörpustu and- stæðu við hinn ógn- arvinsæla banda- ríska gamanþátt. Það er sama liðið á bak við Fílasafa og This Life og ef marka má myndina þá virðist það lifa æði þröngsýnu og tilbreytingarlitlu lífi. Fílasafi er nefni- lega ekkert annað en útvötnuð útgáfa af sjónvarpsþáttunum, meira að segja ein leikkonan úr þeim á staðnum og næstum því í sama hlutverki! Til þess að rómantísk gamanmynd um vel stætt fólk á fertugsaldri í til- vistarkreppu geti gengið verður að fá mann til þess að trúa á það, finnast það fyndið og eiga betra skilið. Hér tekst það hinsvegar engan veginn. Manni er nokk sama hvort þetta lið gengur út eða ekki, finnst það eigin- lega frekar miklir vælukjóar og það vandlátir í þokkabót. Breski húmor- inn kemur hér örlítið til bjargar og gerir myndina þolanlega. Skarphéðinn Guðmundsson MYNDBÖND Vandlátir vælukjóar MENNTAMÁL Til að auglýsa á þessari síðu hafðu samband við okkur í síma 569 1111 eða sendu okkur tölvupóst á augl@mbl.is ♦ ♦ ♦ UNDIRTÓNAR eru farnir að hasla sér völl víða. Ekki er lengur einvörð- ungu hægt að tala um mánaðarrit um tónlist og dægurmenningu hvers kyns, heldur hafa Tónarnir þróast út í eins konar regnhlíf sem skýlir og nostrar við tónlist á ýmis konar hátt; í blaðinu, á netinu, með tónleikahaldi og nú því nýjasta, útgáfuröðinni Stefnumót sem skírð er í höfuðið á samnefndri tónleikaröð. Þegar er kominn út einn diskur og var það tvískipt verk þar sem Prins Valíum átti sex lög en Skurken sex. Verður þessu fyrirkomulagi haldið áfram á komandi útgáfum. Meginmarkmiðið hjá þessu ný- stofnaða fyrirtæki er að koma tónlist ungra tónlistarmanna á framfæri og verða diskarnir til sölu í helstu plötu- búðum í miðbænum. Í samtali við Morgunblaðið, þann 25. mars, sagði Örlygur Eyþórsson, talsmaður út- gáfunnar, eftirfarandi: „Þetta er hugsað sem athvarf fyrir nýja íslenska tónlistarmenn til að koma tónlist sinni á framfæri með engum kostnaði.“ Hann lagði og áherslu á að þetta væri hugsjóna- starfsemi nr. 1, 2 og 3. Aðalmálið væri að aðstoða upprennandi lista- menn við að koma efni sínu á fram- færi á einfaldan og ódýran hátt. Í kvöld er ætlunin að fagna því að herlegheitin eru að verða að veru- leika. Nokkrir þeirra listamanna sem munu eiga tónlist á bráðkom- andi diskum munu leika á veitinga- húsinu Thomsen, þeir Skurken, Prins Valíum, Frank Murder, Biogen og Exos. Hefst kvöldið kl. 22.00 og er miðaverð 500 kr. Bravókvöld á Thomsen Morgunblaðið/Jim Smart Skurken og Prins Valíum ásamt Örlygi Eyþórssyni sem er einn forkólfa útgáfunnar nýju, Stefnumóta. Stefnumóta- röðin kynnt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.